Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 11

Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 11 Komdu jóhpökkunum öruggkga til skila! latílboS á smápökkum 0-20 kg Aðeins 300 kr. pakkinn - hvert á land sem er! - Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14. - MM FLUTNINGAR HÉÐINSOÖTU 2 S: 581 3030 Keyrum á eftirtaida staði: Vestmannaeyjar • Egilsstaði Seyðisfjörð • Reyðarfjörð • Eskifjörð Neskaupstað • Varmahlíð • Sauðárkrók Patreksfjörð • Bíldudal • Tálknafjörð • Isafjörð Súðavík • Flateyri • Þingeyri • Suðureyri Bolungarvík • Hellu • Hvolsvöll Þykkvabæ • Akureyri • Hvammstanga Vik • Klaustur • Hólmavík • Drangsnes Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður um nefndasetu sína Ekki ástæða til breytinga en sjálfsagt að ræða málið KRISTINN H. Gunnarsson, alþing- ismaðui', sem er nýgenginn úr Alþýðubandalaginu í Framsóknar- flokkinn, segir að sjálfsagt sé að ræða mál er varði nefndasetu hans við Alþýðubandalagið hafi það áhuga, en Svavar Gestsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að eðlilegt sé að Kristinn setj- ist niður með formönnum þingflokk- anna til að ræða setu sína í nefndum sem hann settist í sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Hins vegar segist Kristinn telja að frá öllum slíkum málum hafi verið gengið með eðlilegum hætti þegar hann ákvað að ganga í Framsóknarflokkinn. Kristinn sagði að að meðaltali kæmu eitt og hálft til tvö sæti í nefndum Alþingis í hlut hvers þing- manns. Hann sæti í tveimur nefnd- um og hlutfóllin hvað þetta snerti breyttust ekki með brotthvarfí hans úr Alþýðubandalaginu yflr í Framsóknarflokkinn. Þá hefði Framsóknarflokkurinn þingstyrk til að eiga 28 nefndarsæti, en hefði 26 nefndarsæti að honum meðtöldum og því væri það út af fyrir sig ekki ástæða til að breyta til í þessum efnum. Sagði sig úr byggðanefnd forsætisráðherra Kristinn sagðist hafa verið full- trúi þingflokks Alþýðubandalagsins í byggðanefnd forsætisráðherra, en sagt af sér þegar hann sagði sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins. Sama gilti um setu hans í nefnd um alþjóðasamskipti og setu hans í nefnd um endurskoðun kosninga- laga að hann hefði hætt í þeim áður en hann hefði skipt um flokk. Þá væri órætt um setu hans í stjórn Byggðastofnunar, en í hana væri hann kjörinn af Alþingi, en ekki af þingflokki Alþýðubandalagsins. Loks hefði hann tekið við for- mennsku í sjávarútvegsnefnd í haust, en þá hefði verið lítil eftir- spurn eftir því embætti. For- mennska í nefndum þingsins væri háð samþykki stjórnar og stjórnar- andstöðu og menn þyrftu að hafa traust til að gegna þeim embættum. Hann sæi ekki að forsendur hefðu breyst neitt í þeim efnum þótt hann hefði skipt um flokk og því sæi hann enga ástæðu til breytinga. Hins vegar væri sjálfsagt að ræða þessa hluti væri þess óskað. Borgin eykur hlutafé f Félagsbústöðum Tillaga um að kaupa allt að 100 leiguíbúðir BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um að borgin auki hlutafé sitt í Félagsbústöðum hf. um allt að 100 milljónir. Hlutafjáraukn- ingin er vegna kaupa á allt að 100 nýjum leiguíbúðum. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að óska eftir lánsheimildum hjá stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins af þeim heimildum, sem koma til endurút- hlutunar hjá stofnuninni á þessu ári. I greinargerð með tillögu um aukið hlutafé borgainnnai- í Félags- bústöðum hf. segir m.a. að eftii-spurn eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík sé langt umfram framboð. Félagsbústaðir hf. hafi verið stofnað- ir til að sjá um rekstur og þjónustu leiguhúsnæðis og í stofnskrá sé gert ráð fyrir að rekstur félagsins standi undú- kostnaði við rekstur leiguíbúða til lengri tíma. Bent er á að Hús- næðisstofnun hafi fengið til endurút- hlutunar á milli 30 og 50 lánsheimild- ir til leiguíbúða, sem önnur sveit- arfélög hafi ekki nýtt sér á árinu og er lagt til að borgin sæki um þær heimildir, sem hún getur fengið til þess að leysa úr brýnni þörf. Greiðsla á framlagi Félagsbústaða yrði innt af hendi á árinu 1999. Yfírlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Valdi- mari Jóhannessyni: „Vegna rangtúlkana á opinber- um vettvangi á dómi í máli mínu gegn sjávarútvegsráðherra vil ég taka fram eftirfarandi: Dómurinn er afar skýr. Aðeins þeir sem vilja víkja sér undan af- leiðingum hans reyna að túlka hann með öðrum hætti en rétt er. Ollum á að vera það ljóst nú, að ég sótti um veiðileyfi og aflaheimild (kvóta) til sjávarútvegsráðuneytis, en fékk synjun. Þá synjun dæmdi Hæstiréttur ógilda. Rétturinn féllst á það álit mitt, að synjunin færi í bága við reglur stjórnskip- unar lýðveldisins um jafnrétti og atvinnufrelsi. Niðurstaðan byggð- ist því einfaldlega á þeirri stað- reynd, að handhöfum löggjafar- valds er bannað að setja lög, sem mismuna landsmönnum á ómál- efnalegan hátt, eins og lög um stjórn fiskveiða gera. Dómur Hæstaréttar byggist fyrst og fremst á túlkun á stjórnarskránni, en ekki á þeim óskapnaði, sem lög um stjórn fiskveiða eru. Hártogan- ir um orð eins og „veiðileyfi" og „aflaheimild" skipta þar engu máli. Ef almenn landslög brjóta í bága við stjórnarskrá, ber dómstólum að leiða þau hjá sér ef krafa er um það gerð í dómsmáli. í öðrum málum, þar sem lög um stjórn fiskveiða hafa komið við sögu, hafa aðalsmenn eða leigulið- ar þeirra verið að kljást innbyrðis eða við yfirvöld um réttindi sín eða forréttindi. Sett landslög gilda, nema brigður séu á þau bornar með vísan til æðri réttarheimildar, sem er aðeins ein, stjórnarskráin. Það er því áfram aðeins einn Hæstiréttur í landinu, eins og ver- ið hefur. Auk beinna hártogana og vísvit- andi misskilnings hafa sumir ráða- menn reynt að flækja þessa ein- földu niðurstöðu og gera hana tor- skilda. Ætla verður að þeir gi-ípi til þeirra viðbragða til að geta áfram þjónað hagsmunum sægreifaveld- isins. Með þessu eru þeir að stór- skaða þjóð sína og leitast við að fresta því uppgjöri, sem þó er óhjákvæmilegt, og verður því sárs- aukameira sem það dregst lengur. Þeim sem skópu vandann ber að leysa hann, en leita sér að öðrum kosti annarrar atvinnu. Furðu vekur, hvað ráðamenn þjóðarinnar hafa verið óskamm- feilnir í túlkun dómsins. Hvet ég alla landsmenn til að skoða vel viðbrögð þeirra, og huga að, hvort þeir telji þá vipna að hagsmunum hins almenna íslendings. Sérstak- lega hlýtur það að vekja hroll hjá öllu hugsandi fólki, að meðal ann- ars utanríkisráðherra, sem sjálfur er kvótaeigandi og einn helsti upp- hafsmaður hins ólöglega kerfis, skuli nú viðra þá hugmynd að breyta stjórnarskrá landsins til samræmis við gerðir sínar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fengu góðar gjafír HAUKUR Bachmann, fram- kvæmdastjóri I. Guðmundssonar ehf., aflienti þeim Unni Jónas- dóttur, formanni Mæðrastyrks- nefndar og Bryndísi Guðmunds- dóttur, starfsmanni nefndarinn- ar, um 300 jólapakka í gær. í pökkunum eru ný leikföng fyrir stráka og stelpur á aldrinum fimm til átta ára og eiga þau ef- laust eftir að gleðja marga yfir jólin. Greiðsla fyrir vatns- notkun í óbyggð- um bflskúr Flatar- mál ekki tilgreint á reikn- ingum KONA, sem hitaveita Hvera- gerðis var dæmd til að endur- gi'eiða gjald sem innheimt hafði verið í um 30 ár vegna vatnsnotkunar í bílskúr sem aldrei var byggður, segir að aldrei þar til í fyrra hafi kom- ið fram á reikningum það flat- armál sem verið var að inn- heimta fyrir og á því hafi dómur Héraðsdóms Suður- lands verið byggður. Segir það nýmæli að flatarmál sé tilgreint í Morgunblaðinu í gær kom fram að skýringuna á gjald- tökunni mætti finna í heimild hitaveitunnar til að taka gjald fyrir vatnsnotkun á hvern fermetra í sérhverju húsnæði, sem á annað borð hefði feng- ist byggingarsamþykkt fyrir hjá bænum. Þá var haft eftir Guðmundi Baldurssyni veitu- stjóra að á reikningum kæmi fram af hve miklu flatarmáli verið væri að innheimta og ef menn rækju augun í það að það væri meira en þeir hefðu byggt væri hægt að fá leiðréttingu á því. Konan sagði í samtali við Morgunblaðið að Guðmundur færi með ósannindi þar sem aldrei hefði komið fram á reikningum hitaveitunnar fyiúr hve mikið flatarmál væri verið að innheimta fyrr en á síðasta ári. Það hefði einmitt orðið til þess að hún hóf að leita réttar síns í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.