Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 11 Komdu jóhpökkunum öruggkga til skila! latílboS á smápökkum 0-20 kg Aðeins 300 kr. pakkinn - hvert á land sem er! - Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14. - MM FLUTNINGAR HÉÐINSOÖTU 2 S: 581 3030 Keyrum á eftirtaida staði: Vestmannaeyjar • Egilsstaði Seyðisfjörð • Reyðarfjörð • Eskifjörð Neskaupstað • Varmahlíð • Sauðárkrók Patreksfjörð • Bíldudal • Tálknafjörð • Isafjörð Súðavík • Flateyri • Þingeyri • Suðureyri Bolungarvík • Hellu • Hvolsvöll Þykkvabæ • Akureyri • Hvammstanga Vik • Klaustur • Hólmavík • Drangsnes Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður um nefndasetu sína Ekki ástæða til breytinga en sjálfsagt að ræða málið KRISTINN H. Gunnarsson, alþing- ismaðui', sem er nýgenginn úr Alþýðubandalaginu í Framsóknar- flokkinn, segir að sjálfsagt sé að ræða mál er varði nefndasetu hans við Alþýðubandalagið hafi það áhuga, en Svavar Gestsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að eðlilegt sé að Kristinn setj- ist niður með formönnum þingflokk- anna til að ræða setu sína í nefndum sem hann settist í sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Hins vegar segist Kristinn telja að frá öllum slíkum málum hafi verið gengið með eðlilegum hætti þegar hann ákvað að ganga í Framsóknarflokkinn. Kristinn sagði að að meðaltali kæmu eitt og hálft til tvö sæti í nefndum Alþingis í hlut hvers þing- manns. Hann sæti í tveimur nefnd- um og hlutfóllin hvað þetta snerti breyttust ekki með brotthvarfí hans úr Alþýðubandalaginu yflr í Framsóknarflokkinn. Þá hefði Framsóknarflokkurinn þingstyrk til að eiga 28 nefndarsæti, en hefði 26 nefndarsæti að honum meðtöldum og því væri það út af fyrir sig ekki ástæða til að breyta til í þessum efnum. Sagði sig úr byggðanefnd forsætisráðherra Kristinn sagðist hafa verið full- trúi þingflokks Alþýðubandalagsins í byggðanefnd forsætisráðherra, en sagt af sér þegar hann sagði sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins. Sama gilti um setu hans í nefnd um alþjóðasamskipti og setu hans í nefnd um endurskoðun kosninga- laga að hann hefði hætt í þeim áður en hann hefði skipt um flokk. Þá væri órætt um setu hans í stjórn Byggðastofnunar, en í hana væri hann kjörinn af Alþingi, en ekki af þingflokki Alþýðubandalagsins. Loks hefði hann tekið við for- mennsku í sjávarútvegsnefnd í haust, en þá hefði verið lítil eftir- spurn eftir því embætti. For- mennska í nefndum þingsins væri háð samþykki stjórnar og stjórnar- andstöðu og menn þyrftu að hafa traust til að gegna þeim embættum. Hann sæi ekki að forsendur hefðu breyst neitt í þeim efnum þótt hann hefði skipt um flokk og því sæi hann enga ástæðu til breytinga. Hins vegar væri sjálfsagt að ræða þessa hluti væri þess óskað. Borgin eykur hlutafé f Félagsbústöðum Tillaga um að kaupa allt að 100 leiguíbúðir BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um að borgin auki hlutafé sitt í Félagsbústöðum hf. um allt að 100 milljónir. Hlutafjáraukn- ingin er vegna kaupa á allt að 100 nýjum leiguíbúðum. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að óska eftir lánsheimildum hjá stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins af þeim heimildum, sem koma til endurút- hlutunar hjá stofnuninni á þessu ári. I greinargerð með tillögu um aukið hlutafé borgainnnai- í Félags- bústöðum hf. segir m.a. að eftii-spurn eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík sé langt umfram framboð. Félagsbústaðir hf. hafi verið stofnað- ir til að sjá um rekstur og þjónustu leiguhúsnæðis og í stofnskrá sé gert ráð fyrir að rekstur félagsins standi undú- kostnaði við rekstur leiguíbúða til lengri tíma. Bent er á að Hús- næðisstofnun hafi fengið til endurút- hlutunar á milli 30 og 50 lánsheimild- ir til leiguíbúða, sem önnur sveit- arfélög hafi ekki nýtt sér á árinu og er lagt til að borgin sæki um þær heimildir, sem hún getur fengið til þess að leysa úr brýnni þörf. Greiðsla á framlagi Félagsbústaða yrði innt af hendi á árinu 1999. Yfírlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Valdi- mari Jóhannessyni: „Vegna rangtúlkana á opinber- um vettvangi á dómi í máli mínu gegn sjávarútvegsráðherra vil ég taka fram eftirfarandi: Dómurinn er afar skýr. Aðeins þeir sem vilja víkja sér undan af- leiðingum hans reyna að túlka hann með öðrum hætti en rétt er. Ollum á að vera það ljóst nú, að ég sótti um veiðileyfi og aflaheimild (kvóta) til sjávarútvegsráðuneytis, en fékk synjun. Þá synjun dæmdi Hæstiréttur ógilda. Rétturinn féllst á það álit mitt, að synjunin færi í bága við reglur stjórnskip- unar lýðveldisins um jafnrétti og atvinnufrelsi. Niðurstaðan byggð- ist því einfaldlega á þeirri stað- reynd, að handhöfum löggjafar- valds er bannað að setja lög, sem mismuna landsmönnum á ómál- efnalegan hátt, eins og lög um stjórn fiskveiða gera. Dómur Hæstaréttar byggist fyrst og fremst á túlkun á stjórnarskránni, en ekki á þeim óskapnaði, sem lög um stjórn fiskveiða eru. Hártogan- ir um orð eins og „veiðileyfi" og „aflaheimild" skipta þar engu máli. Ef almenn landslög brjóta í bága við stjórnarskrá, ber dómstólum að leiða þau hjá sér ef krafa er um það gerð í dómsmáli. í öðrum málum, þar sem lög um stjórn fiskveiða hafa komið við sögu, hafa aðalsmenn eða leigulið- ar þeirra verið að kljást innbyrðis eða við yfirvöld um réttindi sín eða forréttindi. Sett landslög gilda, nema brigður séu á þau bornar með vísan til æðri réttarheimildar, sem er aðeins ein, stjórnarskráin. Það er því áfram aðeins einn Hæstiréttur í landinu, eins og ver- ið hefur. Auk beinna hártogana og vísvit- andi misskilnings hafa sumir ráða- menn reynt að flækja þessa ein- földu niðurstöðu og gera hana tor- skilda. Ætla verður að þeir gi-ípi til þeirra viðbragða til að geta áfram þjónað hagsmunum sægreifaveld- isins. Með þessu eru þeir að stór- skaða þjóð sína og leitast við að fresta því uppgjöri, sem þó er óhjákvæmilegt, og verður því sárs- aukameira sem það dregst lengur. Þeim sem skópu vandann ber að leysa hann, en leita sér að öðrum kosti annarrar atvinnu. Furðu vekur, hvað ráðamenn þjóðarinnar hafa verið óskamm- feilnir í túlkun dómsins. Hvet ég alla landsmenn til að skoða vel viðbrögð þeirra, og huga að, hvort þeir telji þá vipna að hagsmunum hins almenna íslendings. Sérstak- lega hlýtur það að vekja hroll hjá öllu hugsandi fólki, að meðal ann- ars utanríkisráðherra, sem sjálfur er kvótaeigandi og einn helsti upp- hafsmaður hins ólöglega kerfis, skuli nú viðra þá hugmynd að breyta stjórnarskrá landsins til samræmis við gerðir sínar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fengu góðar gjafír HAUKUR Bachmann, fram- kvæmdastjóri I. Guðmundssonar ehf., aflienti þeim Unni Jónas- dóttur, formanni Mæðrastyrks- nefndar og Bryndísi Guðmunds- dóttur, starfsmanni nefndarinn- ar, um 300 jólapakka í gær. í pökkunum eru ný leikföng fyrir stráka og stelpur á aldrinum fimm til átta ára og eiga þau ef- laust eftir að gleðja marga yfir jólin. Greiðsla fyrir vatns- notkun í óbyggð- um bflskúr Flatar- mál ekki tilgreint á reikn- ingum KONA, sem hitaveita Hvera- gerðis var dæmd til að endur- gi'eiða gjald sem innheimt hafði verið í um 30 ár vegna vatnsnotkunar í bílskúr sem aldrei var byggður, segir að aldrei þar til í fyrra hafi kom- ið fram á reikningum það flat- armál sem verið var að inn- heimta fyrir og á því hafi dómur Héraðsdóms Suður- lands verið byggður. Segir það nýmæli að flatarmál sé tilgreint í Morgunblaðinu í gær kom fram að skýringuna á gjald- tökunni mætti finna í heimild hitaveitunnar til að taka gjald fyrir vatnsnotkun á hvern fermetra í sérhverju húsnæði, sem á annað borð hefði feng- ist byggingarsamþykkt fyrir hjá bænum. Þá var haft eftir Guðmundi Baldurssyni veitu- stjóra að á reikningum kæmi fram af hve miklu flatarmáli verið væri að innheimta og ef menn rækju augun í það að það væri meira en þeir hefðu byggt væri hægt að fá leiðréttingu á því. Konan sagði í samtali við Morgunblaðið að Guðmundur færi með ósannindi þar sem aldrei hefði komið fram á reikningum hitaveitunnar fyiúr hve mikið flatarmál væri verið að innheimta fyrr en á síðasta ári. Það hefði einmitt orðið til þess að hún hóf að leita réttar síns í þessu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.