Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Miklir fjárhagserfíðleikar Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur
F yrirsj áanlegur halli
1,6 milljarðar króna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRAMKVÆMDIR við Barnaspítala Hringsins eru að heíjast en byrjað er á að færa tré og girða athafnasvæðið af.
Bæði stóru sjúkrahúsin
í Reykjavík glíma nú
við fjárveitingarvaldið
um framlög næsta árs.
Talsmenn þeirra segja
mikið vanta til að
tryggja megi óbreyttan
rekstur. Jóhannes
Tómasson kynnti sér
stöðuna og óskir spítal-
anna um fjárveitingar
sem bæði snúast um
uppsafnaðan halla og
framtíðarverkefni.
FJÁRHAGSVANDI sjúkra-
húsanna stóru í Reykjavík
er ærinn og er útlit fyrir
að í lok næsta árs vanti
nærri 800 milljónir króna inní
rekstur Ríkisspítala og svipaða
upphæð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Um helmingur fjárhæðarinnar á
hvorum stað er vegna halla síðustu
ára en á næsta ári vantar yfir 300
milljóna króna framlag til SHR og
280 milljónir inní rekstur Ríkisspít-
ala miðað við svipaðar rekstrarfor-
sendur spítalanna. Er þá gert ráð
fyrir að verðhækkanir vegna launa
1998 fáist bættar.
Við þessa upphæð má bæta 450-
520 milljónum fyrir SHR og um
1.700 milljónum fyrir Ríkisspítala
ef tekið verður tillit til óska yfir-
stjóma þeirra um fjárveitingar
meðal annars vegna vinnutímatil-
skipunar, 2000-vandans, tækja-
kaupa og nýrrar starfsemi, atriða
sem ekki verður séð í fljótu bragði
að hægt sé að sleppa alveg. Rekst-
ur Ríkisspítala kostar á ári kring-
um 9,5 milljarða króna og rekstur
SHR tæpa 6 milljarða.
Spyrja má af hverju sjúkrahúsin
hafa ratað í þessar raunir. Af
hverju stafar rekstrarhalli ár eftir
ár? Áf hverju er ekki veitt meira fé
af fjárlögum? Af hverju skera
stjómendur ekki niður
kostnað? Er búið að hag-
ræða nóg? Má ekki sam-
eina deildir til að ná fram
enn meiri hagkvæmni?
Er ekki sameining spít-
alanna lausnin? Stjómendur
sjúkrahúsanna staðhæfa að allt
þetta hafi verið gert í einhverjum
mæli - nema sameining spítalanna
- en þær aðgerðir hafi ekki dugað.
Nú verði að koma til ný og breytt
hugsun við fjármögnun sjúkra-
húsarekstrar á Islandi.
Samhliða hagræðingum hefur
fjárveitingavaldið skammtað
sjúkrahúsunum nokkrar aukafjár-
veitingar. Oft hafa þær verið skil-
yrtar, sett fram gulrót í formi lof-
orða um meira fjárframlag ef þetta
eða hitt verður gert í hagræðingar-
skyni. Sjúkrahússtjómum finnst
hins vegar stundum hafa skort á
forsendur til hagræðingar og efnd-
ir um stuðning við aðgerðir verið
minni en lofað var. Fjárveitingar
oft miðaðar við rekstur eftir að-
gerðir, sem ráðast þurfti í tii hag-
ræðingar, en ekkert fjárhagslegt
svigrúm veitt til að geta ráðist í
þær.
Endurskoða þarf
fjárveitingakerfið
Á nýlegum ársfundi Ríkisspítala
sagði Vigdís Magnúsdóttir forstjóri
nauðsynlegt að taka til endurskoð-
unar kerfi fastra fjárveitinga án
skilgreininga. Hún sagði kostnað-
aráætlanir hafa verið raunhæfar
miðað við umfang en fjármagn ekki
fengist í samræmi við núverandi
þörf. Magnús Skúlason, fram-
kvæmdastjóri fjármála og rekstrar
SHR, sagði á aðalfundi Félags for-
stöðumanna sjúkrahúsa að þegar
rekstrarskilyrði heillar atvinnu-
greinar væra orðin með þeim hætti
að hún byggi við stöðugan halla-
rekstur væri kominn tími til að
stokka upp spilin.
Sé fyrst litið til Sjúkrahúss
Reykjavíkur vantar á þessu ári
vantar um 320 milljónir króna í
reksturinn. Á næsta ári
vantar 424,6 milljónir
króna í reksturinn mið-
að við óbreytta starf-
semi. Stjórnendur spít-
alans telja hugsanlegt
að ná megi nokkram leiðréttingum
og að miðað við það muni vanta 343
milljónir. Þeir segja veralegt van-
mat í fjárlagafrumvarpinu á hækk-
unum vegna kjarasamninga og að
spítalanum sé ætlað að afla sér-
tekna án þess að tilgreina hvernig
svo megi verða. Á það að gerast
með taxtabreytingum eða nýjum
komugjöldum?
Meiri kostnaður vegna vinnu-
tíma og 2000-vandans
Fyrir utan þetta hafa stjórnend-
ur SHR lagt áherslu á eftirtalin at-
riði:
95-100 milljónir þarf til að geta
ráðið 13 nýja aðstoðarlækna, 30
hjúkranarfræðinga, 6 ritara auk
þess sem fjölga þarf sérfræðingum
á nokkram deildum. Þessi fjölgun
starfsfólks er nauðsynleg til að
geta uppfyllt ákvæði EES-sam-
komulagsins um vinnutíma.
150-200 milljónir vantar til að
leysa 2000-vandann. Þar vegur
þyngst endurnýjun á tækjum og
búnaði á gjörgæslu og röntgen-
deild, alls um 95 milljónir og kostn-
aður við upplýsingakerfi sem talinn
er verða á bihnu 35-40 milljónir.
215 milljónir króna þarf til að
geta endumýjað röntgenbúnað á
æðaþræðingarstofu, en heilbrigðis-
ráðuneytið hefur þegar heimilað
útboð, og til kaupa á segulómtæki.
Samtals er því verið að óska eftir
470 til 520 milljónum til viðbótar.
Þá era ónefndar óskir um nýja
starfsemi að upphæð um 100 millj-
ónir króna. Má þar nefna atriði
eins og öryggisverði á slysadeild,
áfangadeild fyrir geðsjúka, aukna
starfsemi göngudeilda og vegna
reksturs sjúkrahústengdrar
heimahlynningar. Einnig er farið
fram á 432 milljónir til meiri háttar
viðhalds. Er heildarkostnaður við
viðgerð utan húss talinn 410 millj-
ónir og sagt að kostnaður hækki
um 3-5% árlega íyrir hvert ár sem
viðhaldið dregst. Einnig er bent á
að nauðsynlegt sé að halda áfram
framkvæmdum vegna eldvarna í
samræmi við kröfur Eldvamaeftir-
lits sem veitt hafi spítalanum alvar-
legar viðvaranir vegna málsins.
Uppsafnaður vandi
í tækjakaupum
í rökstuðningi fyrir tækjakaup-
um benda stjórnendur SHR á að
síðustu árin hafi framlög til þessa
liðar verið innan við 1% af rekstr-
arkostnaði, sem era innan við 60
milljónir króna, en telja að fram-
lagið þurfi að vera á bilinu 3-5%
sem myndi þýða 180 til 300 milljón-
ir. Alls er farið fram á 447 milljónir
til tækjakaupa og bent á að vegna
lágra fjárframlaga síðustu ára sé
hér við uppsafnaðan vanda að etja.
I ár vora 64 milljónir áætlaðar til
tækjakaupa að meðtöldu framlagi
Reykjavíkurborgar og á næsta ári
tilgreinir fjárlagaframvarpið sömu
upphæð frá ríkinu eða 55 milijónir.
Tveir stærstu liðimir í tækja-
kaupum eni annars vegar áður-
nefnt segulómtæki, sem ekki hefur
verið starfrækt áður á sjúkrahús-
inu, og hins vegar endurnýjun bún-
aðar á æðaþræðingarstofu. Nauð-
synlegt er talið að endurnýja æða-
þræðingarstofu röntgendeildar á
næsta ári vegna veralegra traflana
á rekstri hennar vegna bilana.
Sífellt er að fjölga ábendingum
um notkun segulómtækis við rann-
sóknir sem einkum era fyrst og
fremst vegna heila- og taugasjúk-
dóma, ýmiss konar áverka og
fleira. Þrátt fyrir að til séu tvö slík
tæki í rekstri hjá einkaaðilum í höf-
uðborginni segja stjómendur SHR
nauðsynlegt að segulómtæki sé á
spítalanum enda sé hann aðalslysa-
spítalinn. Utilokað sé að flytja
sjúklinga, ekki síst slasaða sem yf-
irleitt er komið með á slysadeild-
ina, á annan stað vegna slíkra
rannsókna. Þeir spyrja einnig
hvers vegna öðram aðil-
um séu heimiluð kaup á
slíku tæki, sem fjár-
magnað sé óbeint með
framlögum frá ríkinu
með kaupum á þjónustu,
en ekki SHR. Telja þeir fullvíst að
þörfin sé fyrir hendi og verkefnin
næg.
títiiokað að Ríkisspítalar
safni upp meiri halla
Framkvæmdastjórn Ríkisspítala
lagði áherslu á að fá í gegn nokkur
forgangsverkefni á fundi sínum
með fjárlaganefnd nýlega. Þau era
í fyrsta lagi að tryggja fjármagn tii
núverandi starfsemi og til að ráða
bót á uppsöfnuðum halla, í öðra
lagi framlag til endurnýjunar
lækningatækja, í þriðja lagi að fá
fjármagn í viðhald og í fjórða lagi
er síðan Barnaspítalinn sem þegar
er kominn með byrjunarfjái-veit-
ingu.
I ár verður halli Ríkisspítala um
307 milljónir króna. Hallinn stefndi
í nærri 490 milljónir en þegar hafa
fengist 166 milljónir af sérstakri
fjárveitingu sem sjúkrahúsunum
var skömmtuð síðasta sumar. Frá
áranum 1995 til 1997 hafa safnast
upp 200 milljóna ki-óna skuldir og
miðað við fjárlagaframvarpið eins
og það er nú vantar 280 milljónir
uppí reksturinn á næsta ári. Alls
vantar því um 787 milljónir í rekst-
urinn til að jafnvægi komist á. For-
ráðamenn Ríkisspítalanna segja
útilokað að draga allan þennan
vanda áfram. Vaxtakostnaður auk-
ist sífellt og í ár verði hann kring-
um 50 milljónir króna. I fyrra var
hann 47 milljónir og árið 1996 32
milljónir. Þá segja þeir slæma fjár-
hagsstöðu einnig hafa áhrif á við-
skiptakjör spítalans. Þeir telja
mögulegt að bera 200 milljóna
króna skuld frá fyrri áram en segja
alveg nauðsynlegt að fá 307 millj-
ónirnar sem vantar uppá þetta ár
og 280 milljónir fyrir næsta ár.
Framlag ríkisins til Bamaspítala
Hringsins á þessu ári, 200 milljón-
ir, var tekið í reksturinn til að létta
á vaxtabyrðinni en nú þegar fram-
kvæmdir við spítalann era hafnar
er byi-jað að greiða það fé til baka.
Er það gert jafnóðum og Fram-
kvæmdasýsla ríkisins innheimtir
fyi-ir hvern verkáfanga.
Lokað og dregið
úr þjónustu
Fái Ríkisspítalar ekki umbeðna
viðbótarfjái-veitingu segja forráða-
menn nauðsynlegt að draga úr
þjónustu. Slíkt verði ekki gert
nema loka deildum eða leggja nið-
ur einhverja starfsemi. Allir þættir
séu komnir upp að vegg í sparnaði
og útilokað að ganga lengra í þeim
efnum.
Auk óska um fjánnagn til að
tryggja núverandi starfsemi og til
að ráða bót á uppsöfnuðum halla
bára forráðamenn Ríkisspítala
fram svipaðan lista og forráða-
menn SHR og rakið verður hér á
eftir. Fá þurfi fjármagn í brýna
þörf á endumýjun lækningatækja.
Meðalaldur tækja í dag er 8 ár en
lífaldur þeirra er að mati sérfræð-
inga 5 til 7 ár. Farið er fram á
493,7 milljónir vegna meiriháttar
eignakaupa. Þar má nefna 55 millj-
ónir til endumýjunar á myndgrein-
ingartækjum röntgendeildar, 20
milljónir til endurnýjunar á ný-
buragjörgæslukerfi, 32 milljónir til
endumýjunar á ómsjá á sónardeild
kvennadeildar, 15 milljónir til end-
urnýjunar á tölvukei'fi fyrir rann-
sóknadeildir Landspítalans, 18
milljónir til lagfæringar á geisla-
hermi á krabbameinslækninga-
deild og 20 milljónir til endurnýj-
unar og uppbyggingar á miðtölv-
um, netbúnaði og fleira fyrir tölvu-
deild, svo nokkuð sé nefnt.
Þá þurfa Ríkisspítalar 430 millj-
ónir til að ráða fleira starfsfólk,
lækna, lyfjafræðinga, hjúkranar-
fræðinga, meinatækna og fleiri
vegna vinnutímatilskipunar EES.
Um 150 milljónir þarf vegna 2000-
vandans og um 218 milljónir sam-
tals vegna nýrrar starfsemi. Þar
má nefna atriði eins og að taka upp
beinmergsflutninga
hérlendis sem kostað
gætu 26 milljónir, sem
þýddi millifærslu á fjár-
munum en ekki viðbót-
arútgjöld iyrir ríkið, 30
milljónir til átaks til að stytta
biðlista í bæklunarlækningum og
25 milljónir í húsaleigu fyrir
Templarahöllina. Ráðgert er að
flytja þangað skrifstofur og aðra
starfsemi Ríkisspítala sem nú er
við Rauðarárstíg og Þverholt og
raunar líka deild af Vífilsstöðum.
Þá er farið fram á 200 milljónir
vegna meiriháttar viðhaldsverk-
efna. Er þar bæði um að ræða inn-
an- og utandyraviðhald, verkefni
sem kosta frá tveim til þrem millj-
ónum króna upp í 10 til 20 milljónir
auk endurnýjunar á einni legudeild
á ári sem talið er nauðsynlegt að
fara í en slíkt verkefni kostar
kringum 44 milljónir.
Séu öll þessi verkefni tekin
saman er fjárþörfin kringum 1,7
milljarðar króna. Að viðbættum
óskum SHR era bæði sjúkrahúsin
að tala um 2,3 milljarða fjárþörf
fyrir utan rekstrarvandann sem á
þeim hvílir nú.
„Mörg hundr-
uð milljónir í
tækjakaup“
„Kominn tími
til að stokka
upp spilin“