Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 13
■
FRÉTTIR
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarsljórn Reykjavíkur
Skuldsetning veikir stöðu
nýja orkufyrirtækisins
INGA Jóna Pórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Reykjavíkur, segir að með skuld-
setningu hins nýja orkufyrirtækis í
Reykjavík, sem ætlunin er að taki
til starfa um áramót með samruna
Hitaveitu Reykjavíkur og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, sé verið
að veikja fyrirtækið og gera því
erfiðara um vik að sinna þeim
verkefnum sem því var ætlað að
sinna.
Inga Jóna sagði að með því að
færa eigið fé fyrirtækisins niður í
70% eða 21 milljarð króna væri
heimild til að skuldasetja fyrirtækið
fyrir hærri upphæð en nemur þeim
3,5 milljöðrum sem nú væru í bí-
gerð. Staða fyrirtækisins mundi
veikjast af þessum sökum gagnvart
þeim verkefnum sem því hefði verið
ætlað að sinna.
Fráleit ráðstöfun
Inga Jóna sagði að í orðum for-
manns stjórnar veitustofnana fælist
til viðbótar að þessum fjármunum
yrði að mestu leyti varið til þess að
greiða niður skuldir. í þessum orð-
um fælist viðurkenning á því að
nota ætti hluta þeiiTa fjármuna sem
yrðu til fvrir tilverknað skuldsetn-
ingar orkufyrirtækisins í rekstur
borgarsjóðs sem væri fráleit ráð-
stöfun. Þá segði formaður stjórnar
veitustofnana að það væri eðlilegt
að eigandi fyrirækisins hefði vexti
af fjárfestingu sinni. í því sambandi
væri nauðsynlegt að hafa í huga að
bæði Rafmagnsveita Reykjavíkur
og Hitaveita Reykjavíkur hefðu
sjálfar staðið undir fjárfestingum
sínum með tekjum af gjaldskrá
sinni.
Inga Jóna sagði að til viðbótar
hlyti hún að nefna að veltufé Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og Hita-
veitu Reykjavíkur hefði rýmað
mjög mikið. Handbært fé myndi
rýrna á næsta ári um rúmar 600
milljónir króna samanlagt og það
stefndi í að vera ekki nema í kring-
um 200 milljónir króna hjá Raf-
magnsveitunni og 250 milljónir hjá
Hitaveitunni, sem væru hættumörk
því það væri á mörkunum að það
nægði til þess að fjármagna veltuna
og því stefndi í að afla þyrfti yflr-
dráttarlána til þess. Á árinu 1999
væri gert ráð fyrir að arðgreiðslur
þessara orkufyrirtækja næmu sam-
anlagt 1.387 milljónum ki'óna í
borgarsjóð og þessar tæplega 1.400
milljónir króna færu inn í almennan
rekstur. Við þessar aðstæður væri
aðeins um tvennt að ræða. Annað-
hvort léti borgin af kröfum sínum
um arðgreiðslur eða þá að gjald-
skráin yrði hækkuð til þess að
standa undir þessu. Slíkt lægi ekki
fyrir við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar nú, en hún teldi að gjaldskrár-
hækkanir fyrirtækjanna yrðu
kynntar fljótlega á næsta ári.
Inga Jóna sagði ennfremur að
þessar tilfæringar í sambandi við
orkufyrirtækin og hækkun út-
svarsprósentunnar í Reykjavík
væru áfellisdómur yfir fjármála-
stjórn meirihlutans í borgarstjórn.
Bryndís Hlöðversdóttir
alþingismaður
Einkaleyfi
brot á
jafnræðis-
ákvæði?
BRYNDÍS Hlöðversdóttir, alþing-
ismaður og lögfræðingur, telur
hugsanlegt að einkaleyfi til gerðar
og starfrækslu miðlægs gagna-
gi'unns á heilbrigðissviði stangist á
við jafnræðisákvæði stjórnarskrár
og ákvæði stjórnarskrárinnar um
atvinnufrelsi í ljósi dóms Hæsta-
réttar í máli Valdimars Jóhannes-
sonar gegn íslenska ríkinu varðandi
úthlutun veiðiheimilda.
Bi-yndís bendir á að samkvæmt
dómi Hæstaréttar standist úthlutun
veiðileyfa til ákveðins hóps manna
ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um
jafnræði og atvinnufrelsi. Hún seg-
ist ekki vilja fullyrða að hið sama
eigi við varðandi einkarétt til gerðar
og starfrækslu gagnagrunns á heil-
brigðissviði en sú spuming hljóti þó
að vakna. „Er ekki verið að skerða
jafnræðisreglu og atvinnufrelsi
manna með því að veita einu fyrir-
tæki, sem starfar á mai'kaði líf-
tækniiðnaðarins, einkarétt til þess
að búa til og starfrækja miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði? Sá
aðili hefur einn óheftan aðgang að
grunninum. Hann getur haft áhrif á
að öðrum vísindamönnum verði
neitað um aðgang að grunninum á
þeim forsendum að það skerði við-
skiptahagsmuni hans. Er þetta ekki
hugsanlega brot á þessum sömu
ákvæðum stjómarskrárinnar?" seg-
ir Bryndís í samtali við Morgun-
blaðið.
Fyrr eða síðar kært til
samkeppnisyfirvalda
Bryndís skilar séráliti um gagna-
gmnnsfrumvarpið í heilbrigðisnefnd
Alþingis og telur að persónuvemd sé
ekki nægilega tryggð í granninum.
Einnig telm' Bryndís að frumvarpið
feli í sér óeðlilega opinbera íhlutun í
málefni atvinnuh'fsins. Veiting einka-
réttai- til eins fyrirtækis á gerð og
starfrækslu gagnagrannsins muni í
krafti markaðsráðandi stöðu þess'
hafa skaðleg áhrif á önnur fyiirtæki
sem starfi á sama sviði.
Bryndís segir að frjáls sam-
keppni sé lífsnauðsynleg til þess að
rannsóknarfrelsið sé virt og hún sé
líklegust til þess að skila mestri
framþróun til lengri tíma litið.
Bryndís segir framvarpið brjóta í
bága við samkeppnisreglur EES og
málið muni fyrr en síðar verða kært
til samkeppnisyfirvalda.
Skora á Alþingi að samþykkja ekki gagnagrunnsfrumvarpið
Senda ekki upplýsingar um
sína sjúkiinga í grunninn
„VIÐ undirrituð, læknar, skorum á
Alþingi að samþykkja ekki fyrir-
liggjandi framvarp um miðlægan
gagnagi'unn á heilbrigðissviði," segir
í áskoran 108 lækna sein send var al-
þingismönnum í gær. I bréfinu segj-
ast læknarnir ekki munu senda upp-
lýsingar um sjúklinga sína í hinn
væntanlega miðlæga gagnagrann
nema samkvæmt skriflegri ósk
þeirra.
í áskorun sinni segja læknai’nir að
frumvarpið stangist á við siðareglur,
þar sem gert sé ráð fyrir rannsóknum
á persónugreinanlegum upplýsingum
um einstaklinga án samþykkis þeirra.
Framvarpið sé hættulegt, þar sem
engin lög séu til í landinu um vernd
einstaklinga fyiir misnotkun á erfða-
fræðilegum upplýsingum og frum-
varpið sé skaðlegt vísindunum.
„Framfarir í læknisfræði og nauð-
syn vísindanna kalla á rannsóknir í
erfðafræði, sem tengdar eru upplýs-
ingum, sem fá má úr persónutengd-
um og dreifðum gagnagrannum, þar
sem allar upplýsingar eru látnar
jafnt og þétt af hendi með upplýstu
samþykki þátttakenda. Við teljum að
frumvarpið um gagnagrunninn mæti
ekki þessum kröfum. Ef það verður
að lögum getur það spillt fyrir öðr-
um rannsóknum, sem stundaðar
kunna að verða á þessu sviði.
Af þessum sökum munum við und-
irrituð ekki senda upplýsingar um
sjúklinga okkar í hinn væntanlega
miðlæga gagnagrunn nema skv.
skriflegri ósk þeirra,“ segir í áskor-
un læknanna 108 til Alþingis.
Gagnagrunnurinn verður
aldrei að veruleika
Læknarnir Sigurður Björnsson
og Tómas Zoéga segja í bréfi sem
fylgir áskoruninni að andstaða við
frumvarpið sé svo mikil að ef frum-
varpið verði samþykkt í því formi
sem það er í nú verði gagnagrunn-
urinn aldrei að veruleika. Sigurður
segir í samtali við Morgunblaðið að
mörg siðfræðileg og lagaleg álita-
mál séu uppi og bendir hann m.a. á
álit Samkeppnisstofnunar og Laga-
stofnunar, máli sínu til stuðnings.
Segir hann með ólíkindum hvað Al-
þingi geri lítið úr þessum athuga-
semdum. Pá komi fram mjög alvar-
lega viðvaranir í bréfi samtaka
tölvunefnda í Evrópu til dómsmála-
ráðherra frá því seint í sumar.
„Það verður að gæta jafnræðis og
frelsis í þessu landi. Mér finnst illa
komið fyrir stærsta flokki landsins,
sem margir hafa stutt, að hann skuli
beita sér fyrir jiessari takmörkun á
frelsi manna á Islandi og veita einok-
un eða sérrekstrarleyfi í tólf ár til
fyrirtækis, sem er íslenskt til að
byrja með en það veit enginn hvað
verður þegar þetta fyrirtæki verður
komið á hlutabréfamarkað í Banda-
ríkjunum og menn geta farið að
kaupa þetta á Wall Street. Þá ræður
enginn örlögum þessai-ar þjóðar,
þetta snertir því fullveldi þjóðarinn-
ar,“ segh’ hann.
Mun ekki brjóta læknaeið
eða læknalög
Sigurður segist hafa tjáð sínum
sjúklingum að ástæðulaust væri fyr-
ir þá að hafa áhyggjur því hann muni
ekki senda upplýsingar um þá inn í
gagnagrunninn, nema þeir gefi
heimild til þess eða óski sérstaklega
eftir því. „Eg mun ekki brjóta
læknaeiðinn, ég mun ekki brjóta
læknalög og ég mun ekki brjóta lög
um réttindi sjúklinga með því að
senda sjúkraskýrslurnar mínar frá
mér svo fólk geti pikkað út úr þeim
einhverjar upplýsingar sem ég veit
ekki um, hugsanlega í andstöðu við
skoðanir sjúklinganna," sagði Sig-
urður.
Hringbrautin sunnan við Umferðarmiðstöð
NÝTT vegarstæði Hringbrautar-
innar verður talsvert sunnar en
núverandi vegarstæði og mun
brautin verða lögð milli Reykja-
víkurflugvallar og Umferðarmið-
stöðvarinnar, eins og sést á með-
fylgjandi korti sem hér er endur-
birt vegna tæknilegra mistaka.
Hafist verður handa um fram-
kvæmdir árið 2001 og þeim Iokið
árið 2002 samkvæmt samkomu-
lagi ríkis og borgar þar um.
STEINAR WAAGE
kr. 14.900
kr. 13.900
kr. 14.900
lilll \() MAGLI
kr. 14.900
lilil \<) MAGLI
kr. 13.900
lilll\() MAGLI
STEINAR WAAGE
KRINGLAN
Kringlunni 8-12,
Reykjavík
Sími 568 9212 '