Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fyrsti framboðslisti samfylkingar A-flokkanna Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir HLUTI frambjóðenda fyrir samfylkingu A-flokkanna. Sýningarsal- ur fyrir bfla og málverk Borgarnesi - Svanur Steinarsson hefur tekið í notkun bflasýningar- sal í húsnæði Framköllunar- þjónustunnar við Brúartorg í Borgarnesi. Svanur er með Toyota-umboðið á Vesturlandi og kvaðst nú vera kominn í beint tölvusamband við Toyota-umboðið í Reykjavík sem auðveldaði öll sölumál. Hann hef- ur nú tekið í notkun sýningarsal þar sem hann sýnir nýjustu gerðir bifreiða frá Toyota. Sagði Svanur að alltaf yrðu 4 til 5 bflar til sýnis í salnum. Veggi Framköllunar- þjónustunnar prýða málverk Ein- ars Ingimundarsonar, sem var föðurbróðir Svans. Eru myndirn- ar til sölu og sagði Svanur að margar þeirra væru seldar. Aðspurður kvaðst Svanur vera mjög ánægður með að vera kom- inn með fyrirtæki sitt í nýtt og rúmgott húsnæði í nýja miðbæn- um í Borgarnesi en Framköllunar- þjónustan var áður til húsa niðri í gamla bænum gegnt Sparisjóðn- um. f 450 fermetra húsnæði Fram- köllunarþjónustunnar er verslunin Borgarsport einnig til húsa. Reyðarfirði - Fyrsti framboðslisti samfylkingar A-flokkanna og Kvennalista var lagður fram fyrir Austurlandskjördæmi á Reyðai-firði sl. sunnudag. Jóhann Geirdal, vai-a- formaður Alþýðubandalagsins, Sig- hvatui' Björgvinsson, formaður AI- þýðuflokksins, og Pórann Sveinbjarn- ardóttú', vai-aþingmaður Kvennalista, voru mætt á fundinn. Fundarstjóri var Smári Geirsson, forseti bæjai'- stjórnar sveitarfélags 7300. Hreinn Sigmarsson kynnti fram- bjóðendur á listanum en hann ásamt Sigurjóni Bjarnasyni var tilnefndur í hóp sem halda á utan um framboðið, þ.e. útgáfumál, fundi o.þ.h. Fundinn sóttu um 40 manns úr kjördæminu en vegalengdir eru miklar, 700 km milli Bakkafjarðar og Skeiðarár- sands. Fulltrúar flokkanna þriggja, sem að þessu framboði standa, ávörpuðu fundinn og lýstu yfir ánægju með samstarfið, töldu það kraftaverki næst að svo vel hefði gengið að vinna að framboðsmálum á Austurlandi. Listann skipa: 1. Einar Már Sig- urðarson, forstöðum. Skólaskrif- stofu Austurl. Neskaupsstað, 2. Gunnlaugur Stefánsson, sóknar- prestur Heydölum, 3. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, form. Verkalýðsfél. Hornafjarðar, 4. Sigurjón Bjarna- son, bókari Egilsstöðum, 5. Guðný Björg Hauksdóttir, stjórnmála- fræðingur Reyðarfirði, 6. Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri Vopnafirði, 7. Ólavía Stefánsdóttir, sérkennari Seyðisfirði, 8. Jón Björn Hákonar- son, bankamaður Neskaupstað, 9. íris Valsdóttir, kennari Fáskrúðs- firði, og 10. Aðalsteinn Valdimars- son, fyrrv. skipstjóri Eskifirði. Einnig fluttu ávörp frambjóðend- urnir Einar Már, Gunnlaugur og Hjördís. Lögðu þau mikla áherslu á að nú yrði að móta íslenskt samfélag, sýna víðsýni og réttlæti. Vinna að uppbyggingu á landsbyggðinni; at- vinna, menntun og afþreying væri það sem þyrfti til að snúa fólksflótt- anum til suðvesturhornsins austur aftur. Vinna þyrfti gegn yfirgangi og græðgi frjálshyggjunnar og koma á jafnri samkeppnisaðstöðu. Ekki hefur enn verið gengið form- lega frá bókstaf fyrir Samfylking- una, en beðið er sameiginlegi'ai' stefnuskrár. Á milli ávarpa fluttu Heiðrún Helga og Magnús Ásgeirsson tónlist, Óttar Guðmundsson las upp smásögu og Bjarni Þór lagði fi'ambjóðendum lífsreglur og söng lagið Bíldudals grænar baunir fyrir hópinn. Morgunblaðið/Theodór f SÝNINGARSALNUM eru nýir Toyota-bflar og sölusýning á málverk- um eftir Borgnesinginn Einar Ingimundarson, sem lést fyrir um ári. Fjölbreytt þjónusta á Heilsuhæðinni í Hveragerði Heilsu- hæðin Hveragerði - Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri Heilsu- hæðarinnar í Hveragerði, Aust- urmörk 4. Heiðrún Ólafsdóttir og Agnar Þór Agnarsson bjóða viðskipta- vinum sínum upp á íjölbreytta þjónustu. Á Heilsuhæðinni eru tveir ljósabekkir en þar er einnig boðið uppá „slenderto- ne“ vaxtarmótun sem ennfrem- ur gagnast vel við ýmiskonar Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HEIÐRUN Ólafsdóttir er annar eigandi Heilsuhæðarinnar. kvillum. Einnig er boðið uppá förðun og naglaásetningu en Rósa Björk Hauksdóttir, förðunarfræðingur, kemur á laugardögum og sér um þá hlið mála. Móttökur verið mjög góðar Heilsuhæðin býður ennfrem- ur uppá mikið úrval undirfata og náttfatnaðar bæði á konur sem karla.. Að sögn Heiðrúnar hafa móttökur Hvergerðinga verið mjög góðar og stefna þau að því að vera með skemmtileg- ar uppákomur á Heilsuhæðinni í framtíðinni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason vicl 7. BEKKUR grunnskólans í Stykkishólmi í tíma hjá dönsku sendikennurunum. Þar sem jólin nálgast þótti rétt að læra nokkur dönsk jólalög. Stykkishólmi - í Stykkishólmi hef- ur dvalið í mánaðartima danskur sendikennari og starfað við grunnskólann. Fyrir þremur ár- um ákvað danska ríkisstjórnin að styðja við dönskukennslu á Islandi með því að kosta árlega stöður þriggja sendikennara. I vetur starfar sendikennari á Vesturlandi í fyrsta skipti. Kenn- arinn er á vegum Skólaskrifstofu Vesturlands og Kennaraháskóla Islands. Hann fer á milli skóla á Vesturlandi, sem þess óska, og er á hverjum stað allt frá viku til mánaðartíma. Kennarinn heitir Jane Pedersen. Hún er frá Oden- se og á að baki 25 ára kennslu. Með henni er maður hennar, Bent Pedersen, sem er einnig kennari. Hann fór á á eftirlaun í vor og að- Danskur sendikennari starfar á Vest- urlandi í vetur stoðar konu sína í kennslunni. Fréttaritari hitti þau í skólan- um síðasta kennsludaginn og þá voru þau að kenna nemendum dönsk jólalög. Jane sagði að þau hjón hefðu lengi haft áhuga á að heimsækja Island. Hún sá auglýsta sendikennarastöðu á Is- landi og greip tækifærið og sótti um. Það voru yfir 60 umsækjend- ur um þessar þrjár stöður á Is- landi og hún var svo heppin að vera valin. Jane segir að markmið sendikennarans sé að þjálfa mál- notkun nemenda. Talmálið er svo ólíkt ritmálinu. Því er það svo mikils virði fyrir nemendur að fá faekifæri til að heyra talaða dönsku og fá þjálfun í talmálinu. Þau hjón spjalla við nemendur og leggja fyrir þau fjölbreytt verk- efni. Jane segir að þeim hafi verið mjög vel tekið á Vesturlandi. Fyrst í haust voru þau á Akranesi og frá Stykkishólmi fara þau í Andakflsskóla. Olafur Jóhannsson kennir dönsku við grunnskólann og er hann mjög ánægður með komu dönsku kennaranna. Hann telur heimsókn Jane og Bents efla dönskukennsluna. Nýtt g'æsluvallar- hús í Njarðvík Keflavík - Nýtt gæsluvallarhús var nýlega tekið í notkun á Brekkustígsvelli í Njarðvík sem er elsti skipulagði gæsluvöllur- inn í Reykjanesbæ og var á árum áður frægur fyrir leiktæki sem á vellinum voru. Völlurinn var upphaflega gerður árið 1946 og var Aðal- steinn Hallsson íþróttakennari fenginn til að skipleggja leikvöll- inn og hafði hann frjálsar hendur í þeim efnum. Sett voru upp margvisleg leiktæki sem þóttu alger bylting á sínum tíma. Ell- ert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði við þetta tækifæri að þrátt fyrir viðhald á vellinum hefði fyllilega verið kominn tími til að fá nýtt gæslu- vallarhús. Nýja gæsluvallarhúsið er tæp- ir 100 fermetrar, timburhús á steyptum undirstöðum og botn- plötu. Fram kom að efnisval og verkgæði væru miðuð við að halda viðhaldskostnaði í lág- marki í framtíðinni. Heildar- byggingarkostnaður var tæpar 10 milljónir og áætlaður kostnað- ur vegna endurbyggingar lóðar, leiktækja, aðkomu og bílastæða er um 8,5 milljónir. Fyrsta húsið samkvæmt nýrri byggingarsamþykkt Ellert Eiríksson sagði þetta fyrsta húsið í Reykjanesbæ sem tekið væri út samkvæmt kröfu í nýrri byggingarsamþykkt af embætti byggingafulltrúa, heil- brigðiseftirliti, vinnueftirliti - og eldvarnareftirliti. Samkvæmt þeirri úttekt hefði byggingin staðist allar ýtrustu kröfur viðkomandi reglugerða. Morgunblaðið/Björn Blöndal ELLERT Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, við opnun nýja gæsluvallarhússins við Brekkustígsvöll í Njarðvík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.