Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fyrsti framboðslisti samfylkingar A-flokkanna Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir HLUTI frambjóðenda fyrir samfylkingu A-flokkanna. Sýningarsal- ur fyrir bfla og málverk Borgarnesi - Svanur Steinarsson hefur tekið í notkun bflasýningar- sal í húsnæði Framköllunar- þjónustunnar við Brúartorg í Borgarnesi. Svanur er með Toyota-umboðið á Vesturlandi og kvaðst nú vera kominn í beint tölvusamband við Toyota-umboðið í Reykjavík sem auðveldaði öll sölumál. Hann hef- ur nú tekið í notkun sýningarsal þar sem hann sýnir nýjustu gerðir bifreiða frá Toyota. Sagði Svanur að alltaf yrðu 4 til 5 bflar til sýnis í salnum. Veggi Framköllunar- þjónustunnar prýða málverk Ein- ars Ingimundarsonar, sem var föðurbróðir Svans. Eru myndirn- ar til sölu og sagði Svanur að margar þeirra væru seldar. Aðspurður kvaðst Svanur vera mjög ánægður með að vera kom- inn með fyrirtæki sitt í nýtt og rúmgott húsnæði í nýja miðbæn- um í Borgarnesi en Framköllunar- þjónustan var áður til húsa niðri í gamla bænum gegnt Sparisjóðn- um. f 450 fermetra húsnæði Fram- köllunarþjónustunnar er verslunin Borgarsport einnig til húsa. Reyðarfirði - Fyrsti framboðslisti samfylkingar A-flokkanna og Kvennalista var lagður fram fyrir Austurlandskjördæmi á Reyðai-firði sl. sunnudag. Jóhann Geirdal, vai-a- formaður Alþýðubandalagsins, Sig- hvatui' Björgvinsson, formaður AI- þýðuflokksins, og Pórann Sveinbjarn- ardóttú', vai-aþingmaður Kvennalista, voru mætt á fundinn. Fundarstjóri var Smári Geirsson, forseti bæjai'- stjórnar sveitarfélags 7300. Hreinn Sigmarsson kynnti fram- bjóðendur á listanum en hann ásamt Sigurjóni Bjarnasyni var tilnefndur í hóp sem halda á utan um framboðið, þ.e. útgáfumál, fundi o.þ.h. Fundinn sóttu um 40 manns úr kjördæminu en vegalengdir eru miklar, 700 km milli Bakkafjarðar og Skeiðarár- sands. Fulltrúar flokkanna þriggja, sem að þessu framboði standa, ávörpuðu fundinn og lýstu yfir ánægju með samstarfið, töldu það kraftaverki næst að svo vel hefði gengið að vinna að framboðsmálum á Austurlandi. Listann skipa: 1. Einar Már Sig- urðarson, forstöðum. Skólaskrif- stofu Austurl. Neskaupsstað, 2. Gunnlaugur Stefánsson, sóknar- prestur Heydölum, 3. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, form. Verkalýðsfél. Hornafjarðar, 4. Sigurjón Bjarna- son, bókari Egilsstöðum, 5. Guðný Björg Hauksdóttir, stjórnmála- fræðingur Reyðarfirði, 6. Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri Vopnafirði, 7. Ólavía Stefánsdóttir, sérkennari Seyðisfirði, 8. Jón Björn Hákonar- son, bankamaður Neskaupstað, 9. íris Valsdóttir, kennari Fáskrúðs- firði, og 10. Aðalsteinn Valdimars- son, fyrrv. skipstjóri Eskifirði. Einnig fluttu ávörp frambjóðend- urnir Einar Már, Gunnlaugur og Hjördís. Lögðu þau mikla áherslu á að nú yrði að móta íslenskt samfélag, sýna víðsýni og réttlæti. Vinna að uppbyggingu á landsbyggðinni; at- vinna, menntun og afþreying væri það sem þyrfti til að snúa fólksflótt- anum til suðvesturhornsins austur aftur. Vinna þyrfti gegn yfirgangi og græðgi frjálshyggjunnar og koma á jafnri samkeppnisaðstöðu. Ekki hefur enn verið gengið form- lega frá bókstaf fyrir Samfylking- una, en beðið er sameiginlegi'ai' stefnuskrár. Á milli ávarpa fluttu Heiðrún Helga og Magnús Ásgeirsson tónlist, Óttar Guðmundsson las upp smásögu og Bjarni Þór lagði fi'ambjóðendum lífsreglur og söng lagið Bíldudals grænar baunir fyrir hópinn. Morgunblaðið/Theodór f SÝNINGARSALNUM eru nýir Toyota-bflar og sölusýning á málverk- um eftir Borgnesinginn Einar Ingimundarson, sem lést fyrir um ári. Fjölbreytt þjónusta á Heilsuhæðinni í Hveragerði Heilsu- hæðin Hveragerði - Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri Heilsu- hæðarinnar í Hveragerði, Aust- urmörk 4. Heiðrún Ólafsdóttir og Agnar Þór Agnarsson bjóða viðskipta- vinum sínum upp á íjölbreytta þjónustu. Á Heilsuhæðinni eru tveir ljósabekkir en þar er einnig boðið uppá „slenderto- ne“ vaxtarmótun sem ennfrem- ur gagnast vel við ýmiskonar Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HEIÐRUN Ólafsdóttir er annar eigandi Heilsuhæðarinnar. kvillum. Einnig er boðið uppá förðun og naglaásetningu en Rósa Björk Hauksdóttir, förðunarfræðingur, kemur á laugardögum og sér um þá hlið mála. Móttökur verið mjög góðar Heilsuhæðin býður ennfrem- ur uppá mikið úrval undirfata og náttfatnaðar bæði á konur sem karla.. Að sögn Heiðrúnar hafa móttökur Hvergerðinga verið mjög góðar og stefna þau að því að vera með skemmtileg- ar uppákomur á Heilsuhæðinni í framtíðinni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason vicl 7. BEKKUR grunnskólans í Stykkishólmi í tíma hjá dönsku sendikennurunum. Þar sem jólin nálgast þótti rétt að læra nokkur dönsk jólalög. Stykkishólmi - í Stykkishólmi hef- ur dvalið í mánaðartima danskur sendikennari og starfað við grunnskólann. Fyrir þremur ár- um ákvað danska ríkisstjórnin að styðja við dönskukennslu á Islandi með því að kosta árlega stöður þriggja sendikennara. I vetur starfar sendikennari á Vesturlandi í fyrsta skipti. Kenn- arinn er á vegum Skólaskrifstofu Vesturlands og Kennaraháskóla Islands. Hann fer á milli skóla á Vesturlandi, sem þess óska, og er á hverjum stað allt frá viku til mánaðartíma. Kennarinn heitir Jane Pedersen. Hún er frá Oden- se og á að baki 25 ára kennslu. Með henni er maður hennar, Bent Pedersen, sem er einnig kennari. Hann fór á á eftirlaun í vor og að- Danskur sendikennari starfar á Vest- urlandi í vetur stoðar konu sína í kennslunni. Fréttaritari hitti þau í skólan- um síðasta kennsludaginn og þá voru þau að kenna nemendum dönsk jólalög. Jane sagði að þau hjón hefðu lengi haft áhuga á að heimsækja Island. Hún sá auglýsta sendikennarastöðu á Is- landi og greip tækifærið og sótti um. Það voru yfir 60 umsækjend- ur um þessar þrjár stöður á Is- landi og hún var svo heppin að vera valin. Jane segir að markmið sendikennarans sé að þjálfa mál- notkun nemenda. Talmálið er svo ólíkt ritmálinu. Því er það svo mikils virði fyrir nemendur að fá faekifæri til að heyra talaða dönsku og fá þjálfun í talmálinu. Þau hjón spjalla við nemendur og leggja fyrir þau fjölbreytt verk- efni. Jane segir að þeim hafi verið mjög vel tekið á Vesturlandi. Fyrst í haust voru þau á Akranesi og frá Stykkishólmi fara þau í Andakflsskóla. Olafur Jóhannsson kennir dönsku við grunnskólann og er hann mjög ánægður með komu dönsku kennaranna. Hann telur heimsókn Jane og Bents efla dönskukennsluna. Nýtt g'æsluvallar- hús í Njarðvík Keflavík - Nýtt gæsluvallarhús var nýlega tekið í notkun á Brekkustígsvelli í Njarðvík sem er elsti skipulagði gæsluvöllur- inn í Reykjanesbæ og var á árum áður frægur fyrir leiktæki sem á vellinum voru. Völlurinn var upphaflega gerður árið 1946 og var Aðal- steinn Hallsson íþróttakennari fenginn til að skipleggja leikvöll- inn og hafði hann frjálsar hendur í þeim efnum. Sett voru upp margvisleg leiktæki sem þóttu alger bylting á sínum tíma. Ell- ert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði við þetta tækifæri að þrátt fyrir viðhald á vellinum hefði fyllilega verið kominn tími til að fá nýtt gæslu- vallarhús. Nýja gæsluvallarhúsið er tæp- ir 100 fermetrar, timburhús á steyptum undirstöðum og botn- plötu. Fram kom að efnisval og verkgæði væru miðuð við að halda viðhaldskostnaði í lág- marki í framtíðinni. Heildar- byggingarkostnaður var tæpar 10 milljónir og áætlaður kostnað- ur vegna endurbyggingar lóðar, leiktækja, aðkomu og bílastæða er um 8,5 milljónir. Fyrsta húsið samkvæmt nýrri byggingarsamþykkt Ellert Eiríksson sagði þetta fyrsta húsið í Reykjanesbæ sem tekið væri út samkvæmt kröfu í nýrri byggingarsamþykkt af embætti byggingafulltrúa, heil- brigðiseftirliti, vinnueftirliti - og eldvarnareftirliti. Samkvæmt þeirri úttekt hefði byggingin staðist allar ýtrustu kröfur viðkomandi reglugerða. Morgunblaðið/Björn Blöndal ELLERT Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, við opnun nýja gæsluvallarhússins við Brekkustígsvöll í Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.