Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 18

Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI / x Isak Olafsson kjörinn stjórnarformaður Hraðfrystistöðvar Þórshafnar Samruni felldur á aðalfundi Skála ÍSAK Ólafsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, hefur verið kjörinn stjómarformaður Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar hf. Hann tekur við af Reinhard Reynissyni sem látið hefur af stjómarstörfum í félaginu. Frá þessu var gengið á hluthafa- fundi á mánudag. Fyrir fundinum lá einnig tillaga um að sameina fé- lagið Skálum ehf. en sú tillaga var tekin af dagskrá sökum þess að ekki hafði náðst samkomulag um sameiningu á aðalfundi Skála fyrr um daginn. Samkvæmt fréttatilkynningu lá íyrir aðalfundi Skála afgreiðsla á sammnaáætlun við Hraðfrystihús Þórshafnar, sem stjóm félagsins hafði þegar samþykkt. Við af- greiðslu tillögunnar gerði minni- hluti hluthafa í félaginu hins vegar grein fyrir því að hann myndi ekki samþykkja sammnann og krefðist innlausnar ef sameining yrði sam- þykkt. I framhaldi af því var sam- ranatillagan felld. Niðurstaðan kom á óvart Að sögn Reinhards Reynissonar, fráfarandi stjómarformanns Hrað- frystistöðvarinnar, kom þessi nið- urstaða nokkuð á óvart í ljósi þess að fulltrúar minnihlutans hafa ver- ið aðilar að samranaferlinu frá því að undirbúningur hófst á síðasta ári. Hann segir ljóst að úr því sem komið er þá sé sameiningin fyrir bí að sinni og að félagið Skáli verði því áfram rekið í óbreyttu formi, sem hlutdeildarfélag Hraðfrysti- stöðvarinnar. Búlandstindur hf Rekstrarreikningur fyrir tímabilið september 1997 til ágúst 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Miiijónir króna 1.013,3 991,2 2,2% Rekstrargjöld 999,6 873,4 14,5% Afskriftir (122,2) (94,0) 30,0% Hagnaður (tap) fyrir fjármagnsliði Fjármagnsgjöld (108,5) (85,8) 23,8 (74,1) 15,8% Tap tímabilsins (194,3) (54,5) 256,5% Efnahagsreikningur 31. ágúst 1998 1997 Breyting 1 Eignir: | 354,1 1.447,3 406,0 1.019,5 ■12,7% 42,0% Veltufjármunir Milljónir króna Fastafjármunir Eignir samtals 1.801,4 1.425,5 26,4% 1 Skuidir on eigiö fé: 1 Skammtímaskuldir 481,8 457,3 5,4% Langtímaskuldir 1.264,1 678,8 86,2% Eigið fé 179,7 370,4 -51,5% Skuldir og eigið fé samtals 1.801,4 1.425,5 26,4% Kennitölur 1998 1997 Veltufé frá rekstri Milljónir króna (89,5) 38,8 Handbært fé í lok tímabilsins 86,9 4,6 Vísir hf. í Grindavík kaupir 51% í Búlandstindi hf. á Djúpavogi Ný stjórn hyggst snúa taprekstri í hagnað ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Vísir hf. í Grinda- vík hefur eignast 51% hlut í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Greint var frá kaupunum á aðalfundi Búlandstinds sem haldinn var í gær. A fundin- um kom fram að taprekstur varð á rekstrarári félagsins upp á rúmlega 194 milljónir króna og að skuldir jukust úr einum milljarði í rúmlega 1,6 milljarða. Fjórir nýir stjórnarmenn hafa tek- ið sæti í stjórn félagsins. Bjartsýnn á rekstur félagsins Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis og nýr stjórnarformaður Búlandstinds, vildi ekki ræða um kaupverð né af hverjum hlutaféð var keypt. Hann sagði aðeins að keypt hefði verið af fyrrverandi meirihluta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru fyrrverandi hluthafar Olíufélagið og fyrirtæki sem tengjast félaginu. „Ég er bjartsýnn á rekstur Búlandstinds þrátt fyrir taprekstur og er sannfærður um að hægt sé að snúa tapi í hagnað. Það er margt í umhverfi Búlandstinds og Vísis, sem mælti með kaupunum. Við höfum róið mikið fyrir austan og landað talsverðu af aflanum á Austfjörðum." Vísir er fjölskyldufyrirtæki sem rekur fimm línuskip og er með saltfiskvinnslu og útgerð í Grindavík. Breytingar í stjórn Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á stjórn Búlandstinds. Fjórir nýir stjórnarmenn tóku sæti á aðalfundinum í gær. I nýrri stjóm era Andrés Oskarsson, Páll Jóhann Pálsson, Pétur H. Pálsson, Ragnar Bogason og Jón Karlsson. Haraldur L. Haraldsson, sem tók tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Búlandstinds í október, sagði í samtali við Morgunblaðið að þrennt hefði einkum valdið auknum skuldum á rekstrarárinu, en það er gert upp miðað við kvótaár. „Félagið keypti nýjan togbát með kvóta, Mánatind. Einnig var unnið að uppbygg- ingu á bræðslunni á Djúpavogi. Þá hefur félagið þurft að taka lán til þess að fjármagna rekstur- inn vegna mikils tapreksturs." Farsæl lausn Haraldur sagði að meirihlutakaup Vísis í Búlandstindi væri farsæl lausn fyrir Djúpavog og Breiðdalsvík, en fyrirtækið rekur starfsemi á báðum stöðum. Um 130 manns starfa hjá félag- inu en það gerir út frystitogarann Sunnutind og Mánatind, sem aflar fyrir landvinnsluna á Breiðdalsvík. Á Djúpavogi hefur starfsemi fé- lagsins einkum byggst upp í kringum vinnslu á uppsjávarfiski, loðnu og sfld. Umtalsverð viðskipti með hluta- bréf SÍF UMTALSVERÐ viðskipti hafa átt sér stað með hluta- bréf í SÍF hf. í vikunni eða fyrir alls kr. 20.705.000 að nafnverði. Á mánudag seldi Lífeyrissjóður verslunar- manna hlutabréf í félaginu að nafnverði 8 milljónir króna. Við söluna lækkaði eignar- hlutur lífeyrissjóðsins um 1%, úr 5,09% í 4,09%. Þá sendu Framleiðendur ehf. Verðbréfaþingi Islands upp- lýsingar i gær um sölu á 1,58% hlut í SÍF að nafnvirði kr. 12.705.000. Eignarhlutur Framleiðenda ehf. minnkar því úr 6,20% í 4,62%. Ekki er vitað hver eða hverjir standa að ofangreindum kaupum en sé tekið mið af gengi bréfa SIF um þessar mundir nem- ur söluverðmæti þeirra 2,58% . GSM í Austur- löndum fjær LANDSSÍMI íslands hf. hef- ur að undanfórnu gert reiki- samninga við nokkur farsíma- félög í Austurlöndum fjær og geta GSM-notendur í kerfi Landssímans nú notfært sér þjónustu þessara fyrirtækja. I fréttatilkynningu kemur fram að frá og með 10. desem- ber geta viðskiptavinir Lands- símans notfært sér þjónustu Mandarin Communications Ltd., „SUNDAY“ í Hong Kong. Þetta er GSM 1800- kerfi og kerfisnúmerið er 454- 16. Frá 2. desember hafa við- skiptavinir Landssímans get- að notfært sér GSM-þjónustu CTM (Companhia de Tel- ecomunicacoes de Macau) á Macao. Þetta er GSM 900- kerfi og GSM 1800 er að fara í gang. Kerfisnúmer er 455-01. Þá hafa GSM-notendur í kerfi Landssímans getað not- að þjónustu GSM 1800-kerfis Tuntex Telecommunications á Taívan frá 19. nóvember. Kerfisnúmer er 466-06. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans Skýrar leikreglur verða að gilda HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka íslands hf., telur að dómur Hæstaréttar í máli Valdi- mars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu hafi leitt til réttaróvissu og geti haft truflandi áhrif á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Hann segir þá skyldu hvfla á löggjafanum að eyða þessari óvissu hið fyrsta og telur afar brýnt að það verði gert fyrir árslok. Um 35% af útlánum Landsbank- ans era til sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja sem tengjast sjávar- útvegi. Halldór segir að þau skiptist í grófum dráttum í þrennt, fyrir- tæki í fiskveiðum, fiskvinnslu og verslun með sjávarafurðir. „Þessi viðskipti era í ólíkum greinum víða um land og vel áhættudreifð. Lán og veð bankans era því vel tryggð og í viðunandi jafnvægi. I samfélagi, þar sem svo stór hluti atvinnulífsins hvílir á fiskveiðum og fiskvinnslu, verða að gilda skýrar leikreglur, sem tryggja að hægt sé að fjár- magna nýfjárfestingar í greininni. Ekki er óalgengt að endurgreiðslu- tími fjárfestinga í sjávarútvegi sé 10-12 ár. Að sjálfsögðu er ekki hægt að ráðast í slíkar fjárfestingar né fjármagna þær nema viðkomandi fyrirtæki hafi tryggt greiðsluflæði til að standa undir þeim. Þegar um fiskiskip er að ræða verður það að byggja á tryggum aflaheimildum til lengri tíma, Fjánnálastofnanir, sem lána sjávarútvegsíyrirtækjum fé, verða því að geta treyst á langtíma- festu að þessu leyti og það hlýtur að vera hlutverk löggjafans að tryggja öraggt starfsumhverfi." Brýnt að eyða óvissunni Halldór segir að verði slíku jafn- vægi raskað geti greinin tapað getu til fjárfestingar og hagræðingar og slíkt hefði mikið tjón í för með sér fyrir þjóðina alla. „Það liggur því í augum uppi að mikilvægt er að eyða þegar í stað þeirri réttaróvissu, sem dómur Hæstaréttar í hinu svokall- aða kvótamáli, hefur haft í för með sér. Það getur vissulega haft trafl- andi áhrif á starfsemi sjávarútvegs- fyrirtækja ef réttaróvissunni verður ekki breytt hið fyrsta. Miklir þjóð- hagslegir hagsmunir eru við það bundnir að aðalatvinnuvegir lands- ins geti eflst og endurnýjast. Ég er reyndar sannfærður um að þessari óvissu verður eytt fyrir árslok enda lít ég svo á að það sé skylda lög- gjafans að gera það sem fyrst. Eg hef því í sjálfu sér ekki áhyggjur af málinu og vara við því að dregnar séu of víðtækar ályktanir um kerfið í heild út frá þessum afmarkaða dómi,“ segir Halldór. ScottishPower sækir til Banda- ríkjanna London. Telegraph SCOTTISHPOWER, stærsta veitufyrirtæki Skotlands, hefur samið um kaup á bandarísku al- menningsveitunni PacificCorp á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir um 7,9 milljarða dollara í hlutabréf- um, eða 553 milljarða íslenskra króna. Með samningnum verður komið á fót fyrirtæki með 7 milljónum við- skiptavina í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þótt fleiri erlend fyrirtæki han fjárfest í orkuveram í Bandaríkjun- um er þetta fyrsti samningurinn um kaup á heilli bandarískri rafmagns- veitu, ef samþykki eftirlitsyfirvalda fæst. PacificCorp er þriðja stærsta al- menningsveita vestan Mississippi, hefur 1,4 milljónir viðskiptavina í sjö vesturríkjum Bandaríkjanna og um 10.000 starfsmenn. Fyrirtækið er eignarhaldsfélag Pacific Power og Utah Power. ScottishPower veitir 5 milljónum brezkra heimila gas, vatn, rafmagn og símaþjónustu og hefur um 15.000 starfsmenn. Dræmar undirtektir Verð hlutabréfa í ScottishPower lækkaði um 66 pens í 609 í London vegna dræmra undirtekta við tilboði í bandarískt veitufyrirtæki, sem er rekið með tapi. Sérfræðingum finnst verðið of hátt og vafasamt að skozkt fyrirtæki spjari sig við bandarískar aðstæður. Verð hluta- bréfa í Pacific Corp hækkaði um 21% vestanhafs. Hluthafar Scottish Power eignast 64% hlut í Pacifíc Corp. Scottish- Power tekur við 4,9 milljóna doll- ara skuld bandaríska fyrirtækisins. Aðalstöðvar nýja fyrirtækisins verða í Glasgow, en PacificCorp mun stjórna umsvifum Scottish- Power í Bandaríkunum frá Portland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.