Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 23
Ecevit
skili
umboðinu
HELSTI leiðtogi íslömsku
stjórnarandstöðunnar í Tyrk-
landi, Recai Kutan, skoraði í
gær á vinstri-
manninn Bu-
lent Ecevit að
skila umboði
sínu til að
mynda nýja
samsteypu-
stjóm og
sagði ljóst að
Bulent hann myndi
Ecevit ekki fá nægj-
anlegan
stuðning á þinginu. Suleyman
Demirel, forseti landsins, veitti
Ecevit umboðið í vikunni sem
leið eftir að minnihlutastjórn
Mesuts Yilmaz féll vegna ásak-
ana um spillingu. Ecevit hefur
reynt að mynda þriggja flokka
stjóm með hægriflokkum
Tansu Ciller og Yilmaz en Cill-
er gaf til kynna í fyrradag að
hún væri ekki hlynnt þeirri
hugmynd.
Tilræði
undirbúin á
N-írlandi?
LÖGREGLAN á Norður-ír-
landi telur að klofningshópur
út úr írska lýðveldishemum
(IRA), sem stóð fyrir mann-
skæðu sprengjutilræði í bæn-
um Omagh í ágúst, hafi skipu-
lagt sprengjuárásir á næstu
vikum þótt hann hafi lýst yfir
vopnahléi. Lögreglan fann
sprengju, svipaða þeirri sem
notuð var í Omagh, við húsleit í
Dundalk í fyrradag og telur að
hópurinn hafi ætlað að nota
hana í tilræði síðustu dagana
fyrir jól eða í byrjun næsta árs.
Rússar fresta
staðfesting-u
START II
ÞING Rússlands frestaði í gær
umræðu um staðfestingu
START II-samningsins frá
1993 sem kveður á um að
Bandaríkjamenn og Rússar
fækki kjamaoddum sínum um
helming, eða í 3.000-3.500.
Meirihluti þingsins vill ekki
samþykkja samninginn fyrr en
lagt verður fram fmmvarp um
framtíð kjarnorkuheraflans.
Umræðan um frumvarpið átti
að hefjast í gær en henni var
frestað þar sem aðeins einn
flokkanna, Jabloko, hafði lagt
fram tillögur um frumvarpið
áður en fresturinn til þess rann
út.
Nýr Þjóðar-
flokkur í
S-Afríku
ÞJÓÐARFLOKKURINN í
Suður-Afríku greindi frá því í
gær að hann myndi taka þátt í
kosningunum á næsta ári undir
nafninu Nýi Þjóðarflokkurinn.
Fylgi flokksins hefur minnkað
veralega frá því F.W. de Klerk,
fyi-rverandi forseti, sagði af sér
sem flokksleiðtogi í fyrra.
Fylgi hans er nú aðeins 10% en
var 20% í fyrstu kosningunum
eftir afnám kynþáttaaðskilnað-
arins árið 1994.
Höfuð fjögurra vestrænna gísla fínnast í vegarkanti í Tsjetsjníu
Arás á mannræn-
ingja var í bígerð
Atsjkhoj-Martan. Reuters.
HÖFUÐ fjögurra Vesturlandabúa,
sem vopnaðar tsjetsjenskar sveith-
tóku í gíslingu fyrir tveimur mánuð-
um, fundust í gær í vegarkanti í
Tsjetsjníu. Lík mannanna hafa ekki
fundist. Þrír þeirra vora breskir en
einn nýsjálenskur og unnu þeir að
uppsetningu símkerfis í höfuðborg-
inni Grozní er þeim var rænt í byrj-
un október. Aslan Mashkadov, for-
seti Tsjetsjníu, harmaði morðin í
gær og kenndi „erlendum sérsveit-
um“ og tsjetsjenskum aðstoðar-
mönnum þeirra um verknaðinn.
Vinnuveitandi mannanna sagðist
hafa fengið upplýsingar um að
tsjetsjensk yfirvöld hefðu haft upp á
ræningjum mannanna og ætlað að
gera árás á búðir þeirra í fyrra-
kvöld. Svo virtist sem eitthvað hafi
farið úrskeiðis með höi-mulegum af-
leiðingum.
Tsjetsjenskir embættismenn
sögðu í gær að lífvörður mannanna
hefði borið kennsl á höfuð Darrens
Hickey, Rudolfs Petschi, Peters
Kennedy og Stanleys Shaw.
Mashkadov sagði í gær að
morðunum hefði verið ætlað að ýta
undir meira ofbeldi og koma í veg
fyrir tilraunir hans til að koma á er-
lendum tengslum við Tsjestsjníu.
Þá sagði forsetinn að maður sem
handtekinn var í síðustu viku, og
talið er að tengist mannræningjun-
um, hefði gefið upplýsingar um
verustaði þeirra. Vera kynni að gísl-
arnir hefðu verið myrtir af ótta við
að til þeirra næðist.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, fordæmdi morðin í gær
og Borís Jeltsín Rússlandsforseta
var „afar brugðið" að sögn tals-
manns hans.
Að sögn rússneskra yfirvalda eru
um 100 manns í haldi mannræn-
ingja í Tsjetsjníu, flestir rússneskir
hermenn. Fátækt og upplausnará-
stand hafa einkennt síðustu tvö ár,
á meðan á stríðinu við Rússa stóð
og í kjölfarið.
Ekkert land hefur viðurkennt
sjálfstæði Tsjetsjníu en Rússar fara
ekki lengur með stjórn þess. Er
talsverð andstaða við Mashkadov
heimafyrir og vopnaðar uppreisnar-
sveitir hafa haldið uppi andstöðu við
stjórn hans. Krefjast þær þess að
íslömsk lög ríki og að öll tengsl við
Rússa verði rofin.
Staðalbúnaður meðal annars:
Vökvastýri, samlæsing, upphituð framrúða, ræsitengd þjófavöm,
16 ventla, 1,25 lítra vél, rafdrifnir og upphitaðir speglar.
Verð (á götuna): 3 dyra, kr. 1.098 þúsund, 5 dyra kr. 1.158 þúsund.
a
Líuxit'i
110.000 fer.
jólapakki fylgir...
Sjóðheit frétt!
Besti smábíllinn
1 desemberhefti What Carr
fær Fiesta 1,25 LX bestu
einkunn í samanburði við
þrjá helstu keppinautana:
. Bestu aksturseiginleikarnir
• Besta vinnslan
. Besta staðsetning ökuxnanns
Ford Fiesta, besta smábíl ársins
1998 að mati bílablaðsins What Car.
í pakkanum er:
• Geislaspilari
• Rafdrifnar rúður
• Loftpúði fyrir ökumann
• Vetrardekk
Verðmæti alls: 110.000 kr.
Aðeins örfáir bílar til.
Er eftir nokkru að bíða?
Ford - fer vel með þig
Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bílasalan
Tryggvabraut 5, Búðareyri 33, Hrísmýri 2a,
Akureyri Reyðarfirði Selfossi
sími 462 2700 sími 474 1453 sími 482 3100
Bílasala Keflavíkur
Hafnargötu 90,
Keflavík
sími 421 4444
Tvisturinn
Faxastíg 36,
Vestmannaeyjum
sími 481 3141
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010