Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Utanríkisráðherrar aðildarlanda NATO funda í Brussel Hlutverk NATO í breyttum heimi rætt í Le Monde í gær að sá ótti Frakka að stjórnvöld í Washington myndu standa í vegi fyrir auknu varnar- hlutverki ESB gerði hana „orðlausa af undrun“. ,Af hverju ættum við Bandaríkjamenn alltaf að þurfa að hlaupa til og gera allt?“ spurði Al- bright. „Það er fáránlegt ef Evrópu- búar standa í þeirri trú að við séum mótfallin því að þeir geti gripið til aðgerða." Bandaríkjamenn væru alls ekki mótfallnir því að ESB geti „hreins- að til í eigin bakgarði" en þeir vildu hins vegar ekki að aukið varnar- samstarf Evrópuríkjanna yrði til að draga úr mætti NATO og sagði Albright að mikilvægt væri að ekki kæmi upp sú staða að núverandi fyrirkomulagi á samstarfí NATO- ríkjanna yrði stefnt í voða. Hafði Albright varað við því í grein í The Financial Times á mánudag að varnarbandalag ESB yrði eftirlík- ing NATO, eða að ESB myndi taka ákvarðanir í varnarmálum sínum án samráðs við önnur NATO-ríki. Vilja bandarísk stjórnvöld koma í veg fyrir að þeim NATO-ríkjum, sem ekki eru í ESB, verði mismun- að, en þar er m.a. litið til Tyrk- lands. Ekki var gert ráð fyrir að utan- ríkisráðherrar NATO tækju nokkr- ar ákvarðanir í gær en fundurinn heldur áfram í dag, miðvikudag. Er reiknað með að mótaðar verði hug- myndir sem notaðar verða til við- miðunar við samningu nýrrar „markmiðaskrár" NATO, sem sam- þykkja skal á hátíðarfundi banda- lagsins í Washington í apríl næst- komandi, en þá eru fimmtíu ár liðin frá stofnun þess. Rætt um varnarsamstarf ESB Bretar og Frakkar urðu í síðustu viku sammála um að Evrópusam- bandið (ESB) ætti að geta staðið fyrir hernaðaraðgerðum upp á sitt eindæmi, en þetta er mikil stefnu- breyting fyrir Breta sem hafa hing- að til ekki viljað veita ESB hlutverk í vörnum álfunnar. Var gert ráð fyr- ir að Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, og Hubert Vedrine, ut- anríkisráðherra Frakklands, myndu kynna bandamönnum sínum í NATO þessar hugmyndir á fundin- um í Brussel. Var haft eftir Madeleine Albright Brussel, París. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) til að sameinast í baráttu gegn nýrri ógn sem stafar af gereyðingarvopnum og vikka sjóndeildarhring sinn svo hægt sé að ræða almennar spurningar um þá vá sem ógnar öryggi í heiminum. Fullvissaði hún bandamenn Banda- ríkjanna í NATO um að þarlend stjórnvöld hefðu alls ekki í hyggju að auka hlutverk NATO þannig að það verði eins konar „alheims- NATO“, eða alheimslögregla, en sagði að bandalagið yrði samt sem áður að vera reiðubúið að mæta at- lögum að sameiginlegum hagsmun- um aðildarlanda í öðrum heimshlut- um. Albright lét þessi orð falla á fundi utanríkisráðherra NATO- ríkjanna sem hófst í gær í Brussel í Belgíu en þar er rætt um stöðu NATO í aldarlok og hlutverk bandalagsins á nýju árþúsundi. Lagði Albright á fundinum til að sett yrði á fót sérstök stofnun, WMD, sem yrði vettvangur fyrir NATO-ríkin til að skiptast á upp- lýsingum þannig að bandalagið verði betur fært um að meta þær ógnir sem stafa af ríkjum eins og t.d. Iran og Irak, og einnig samtök- um og einstaklingum á borð við hryðjuverkamanninn Osama Bin Laden og hans sveitir. Þessar tillögur Bandaríkjamanna þykja hins vegar að mörgu leyti endurspegla aðra umræðu, sem er öllu umdeildari, um hvort NATO eigi að færa út kvíarnar, bæði í Evr- ópu og annars staðar. Vilja Evrópu- ríkin ógjarnan verða „meðreiðar- sveinar" Bandaríkjanna í aðgerðum í öðrum heimshlutum sem einungis tengjast hagsmunum Bandaríkj- anna. Vilja leyfa ein- ræktun líffæra Líkt við „tæknilegt mannát“ London. Reuters. BRESKIR vísindamenn lögðu í gær til við stjórnvöld, að þau leyfðu notkun mannsfósturs við einræktun og þá í þeim tilgangi að lækna alvarlega sjúkdóma. Yrði þá um að ræða ræktun á ein- stökum líffærum eða vefjum, sem kæmu í stað annarra sjúkra eða skemmdra. Kemur þetta fram í skýrslu, sem nefnd sérfræðinga hefur unnið, og þeir eru sammála stjórnvöldum í því að banna ein- ræktun manna. Hins vegar vilja þeir halda dyrunum opnum fyrir einræktun ýmissa vefja og líffæra en við hana yrðu notaðar stofn- frumur úr mannsfóstri. Segja þeir, að þessi tækni geti til dæmis komið að gagni við lækningu sjúkdóma í heilavef, Alzheimers- og Parkinsons-veiki, og ýmissa tegunda ki’abbameins. Sérfræðinganefndinni var falið það í janúar sl. að vera stjómvöld- um til ráðgjafar í þessum efnum, jafnt hvað varðar lagalegar og sið- ferðilegar hliðar þeirra, en ein- ræktun manna hefur verið bönnuð í Bretlandi fí’á 1990. Dolly, ærin einræktaða, sem leit dagsins ljós í íyrra, hefur hins vegar hleypt nýju lífí í þessa umræðu. Eftirmyndir í varahluti Ymis samtök, sem berjast til dæmis gegn fóstureyðingum, hafa brugðist hart við yfirlýsingu sérfræðinganna og segja tals- menn þeirra, að verði leyft að ein- rækta líffæri sé skammt í að böm verði einræktuð. Segja þeir, að sérfræðingamir séu að hvetja til „tæknilegs mannáts", að gerðar verði eftirmyndir af fólki og þær síðan notaðar í varahluti. Reuters VERKFRÆÐINGUR rannsóknarstofnunar flugslysa í Bretlandi við flak þotunnar sem fórst í Lockerbie. Alþýðuþing Líbýu ræð- NATO hvatt til að styðja stjórnar- andstöðu í Serbíu ir lfldega Lockerbie Túnis. Rcutcrs. ALÞYÐUÞING Líbýu kom saman í gær og var gert ráð fyrir að Lockerbie-málið yrði rætt á þing- fundinum, sem talið er að geti var- að í marga daga. Alþýðuþingið, sem er æðsta löggjafar- og fram- kvæmdavald í Líbýu, verður að samþykkja formlega ákvörðun stjórnvalda í Lockerbie-málinu, en mikill þrýstingur er nú á Muamm- ar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, um að framselja tvo Líbýumenn, Abdel Basset Ali Mohamed al-Megrahi og Lamen Khalifa Fhimah, til Haag í Hollandi svo hægt sé að rétta í máli þeirra. Fhimah og al- Megrahi eru sakaðir um að hafa staðið á bak við Lockerbie- sprengjutilræðið árið 1988 þar sem 270 fórust. A fundum alþýðuþingsins, sem haldnir eru einu sinni til tvisvar á ári, er rætt um öll meiriháttar mál sem snerta hagsmuni Líbýu. Á sama tíma og þingið kom sam- an hófu líbýskir lögfræðingar fjár- söfnun vegna varnar Líbýumann- anna tveggja en Líbýa náði fyrr á þessu ári fram þeirri kröfu sinni að réttað yrði í máli þeirra í hlutlausu landi, ef Líbýa samþykkti að fram- selja þá. Enn er reyndar deilt um þá kröfu stjórnvalda Bandaríkj- anna og Bretlands að mennirnir verði að sitja af sér dóm í Skotlandi. Aðild Danmerkur að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu Þj óðaratkvæða- greiðsla 2001? Kaupmannahöfn, London. Reuters. DANSKA ríkisútvarpið hafði í gær eftir Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, að sennilega yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) árið 2001. Nýlegar skoðanakannanir hafa bent til, að fylgjendum EMU-aðildar í Danmörku hafi fjölgað. Samkvæmt niðurstöðum breskrar skoðanakönnunar er meh-ihluti Breta enn andsnúinn EMU-aðild. Svipað hlutfall brezkra kjósenda er hins veg- ar sannfært um að landinu verði ekki stætt á að standa utan við mynt- bandalagið ef vel tekst til en það verður að veruleika um áramótin. I könnuninni sögðust 54% að- spurðra myndu greiða atkvæði á móti en 30% með EMU-aðild ef efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. 16% voru óákveðin. 58% aðspurðra voru sammála þein-i staðhæfingu, að komi mynt- bandalagið til með að ganga vel, þá muni Bretland ekki geta leyft sér að standa utan við. Aðeins 30% voru ósammála staðhæfingunni og 12% voru óákveðin. Brezka stjórnin hefur sagt, að Bretland muni ekki ganga í EMU á þessu kjörtímabili en komist hún að þeirri niðurstöðu að það þjóni hags- munum landsins bezt verði kosið um myntbandalagsþátttökuna annað hvort í næstu þingkosningum, sem verða 2001 eða 2002, eða í þjóðarat- kvæðagreiðslu í upphafi næsta kjör- tímabils. Brussel. Reuters. MADELEINE Al- bright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hvatti í gær ríld Atl- antshafsbandalagsins (NATO) til að styðja lýðræðissinnaða stjóm- arandstæðinga í Serbíu til að greiða fyrir var- anlegum friði í Kosovo- héraði. „Kjarni vandamála Kosovo er skortur á ábyrgri, lýðræðislegri forystu í Júgóslavíu," sagði Albright á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brus- sel í gær. „Og ég vona að allar þjóðirnar, sem eiga hér full- trúa, finni viðeigandi leiðir til að efla lýðræðislöngun serbnesku þjóðarinnar." Þessi áskorun Albright bendir til þess að Bandaríkjastjórn hafi tekið UPP nýjar aðferðir í Kosovo-málinu, sem feli m.a. í sér hreinskilnari og hvassari gagmýni á Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, sambands- ríkis Serbíu og Svartfjallalands. Vopnahlésbrot af beggja hálfu Utanríkisráðherrar NATO-ríkj- anna gáfu út yfirlýsingu þar sem þeir sögðust hafa áhyggjur af átök- unum í Kosovo að undaníörnu og sögðu að serbneskar öryggissveitir og albanskir aðskilnaðarsinnar hefðu brotið vopnahléssamninginn í héraðinu. Albright kvaðst hafa miklar áhyggjur af „ögrandi aðgerðum" Frelsishers Kosovo og sagði að Bandaríkjastjórn reyndi að fá aðskilnað- arhreyfinguna til að láta af þeim. Hún lagði hins vegar áherslu á að „kúgun stjórnarinnar í Belgrad" og „grimmd- arleg valdbeiting Milosevic fyrr á árinu“ væri helsta orsök ófremdarástandsins í héraðinu. Samkomulag náðist um vopnahlé í Kosovo í október og það varð til þess að NATO hætti við hernaðaríhlutun í Serbíu til að binda enda á árásir serbneskra ör- yggissveita á albönsk þorp og bæi. Yfirmaður herafla NATO í Evr- ópu, bandaríski hershöfðinginn Wesley Clark, hefur sagt að vopna- hléssamningurinn hafi aðeins tryggt fjögurra mánaða hlé á stríð- inu og spáð því að það hefjist á ný ef samkomulag næst ekki fljótlega um aukna sjálfstjórn Kosovo. Ráðherrarnir skoruðu einnig á stjórnvöld í Júgóslavíu að tryggja öryggi óvopnaðra eftirlitsmanna í Kosovo á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu og virða ferðafrelsi þeirra í héraðinu. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að bandalagið myndi kalla Milosevie til ábyrgðar ef öryggi eftirlitsmannanna yrði stefnt í hættu. Madeleine Albright
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.