Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 25 S Reuters Utför í Manila HUNDRUÐ manna vottuðu í gær virðingu sína börnunum sem lét- ust í bruna á munaðarleysingja- hæli í Manila á Fiiippseyjum í síðustu viku. Flest bömin, 25 að tölu, voru borin til grafar í gær. Bankers Trust og Deutsche Bank Samruna frestað? New York. Reuters. FJARMALASTJORI New York- borgar sagði í fyrradag, að fresta bæri fyrirhuguðum samruna þýska bankans Deutsche Bank og banda- ríska bankans Bankers Trust þar til skorið hefði verið úr kröfum fórnar- lamba Helfararinnar á hendur fyrr- nefnda bankanum. Alan Hevesi, fjármálastjóri New York-borgar, sagði, að þegar alrík- isyfirvöld og yfirvöld í New York- ríki fengju sameiningu fyrirtækj- anna inn á sitt borð ættu þau að huga að því hvernig Deutsche Bank hefði tekið á kröfum gyðinga. Stendur Heimsráð gyðinga nú í við- ræðum við bankann og býst það við að taka afstöðu til þessa máls eftir tvær vikur. Gyðingar, sem lifðu Helfórina af, og ýmsir afkomendur þeirra, sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista, höfðuðu mál á hendur Deutsche Bank í október sl. þar sem þeir saka hann um að hafa unnið með nasistum og hagnast á því að stela af banka- reikningum gyðinga. Verði af sameiningu bankanna verður til stærsti banki í heimi hvað eignir varðar. Netanyahu reynir að forða stjórn sinni frá falli Gæti þurft að falla frá friðarsamningi Jerúsalem. Reuters. STJÓRNMÁLAMENN í ísrael, jafnt stjornarsinnar sem stjómar- andstæðingar, spáðu því í gær að Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra myndi aðeins geta bjargað stjóm sinni með því að falla frá frið- arsamkomulaginu við Palestínu- menn. Flest bendir til þess að um- rótið í stjórnmálum Israels og átök milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna á Vesturbakkanum eigi eftir að varpa skugga á fyrirhugaða heimsókn Bills Clintons Bandaríkja- forseta til Israels og sjálfstjórnar- svæða Palestínumanna í næstu viku. Stjórn Netanyahus riðar til falls vegna deilu milli harðlínumanna í stjóminni, sem em andvígir því að Israelar láti fleiri landsvæði á Vest- urbakkanum af hendi, og stjómar- andstæðinga er vilja að staðið verði við friðarsamkomulagið. Netanyahu fékk í fyrradag hálfs mánaðar frest til að bjarga stjóm sinni en hann á enn á hættu að þingið samþykki til- lögu um vantraust á stjómina og frumvarp um að boðað verði til þing- kosninga innan tveggja mánaða. Verður að færa sig til hægri „A þessum tveim vikum verður [Netanyahu] að færa sig til hægri, taka öfgakenndari afstöðu - þ.e.a.s. að falla að mestu leyti frá friðarum- leitunum. Þetta er það sem hlýtur að Stj órnmálaumrót- ið varpar skugga á ferð Clintons valda okkur öllum mestum áhyggj- um,“ sagði David Levy, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk úr stjóminni í janúar. „Hann verður að ákveða hvort hann vill frekar - þrýsting frá Bandaríkjunum eða frá þjóðinni sem kom honum til valda,“ sagði Moshe Peled, þingmaður eins af hægri- flokkunum í stjóminni. I Israel er nú rætt um að Likud- flokkur Netanyahus kunni að leita eftir stjórnarsamstaifi við Verka- mannaflokkinn, stærsta stjórnarand- stöðuflokkinn. Ekkert hefur þó bent til þess að Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, sé hlynntur þeirri hugmynd. Líklegt að næsti áfangi tefjist David Bar-Illan, fjölmiðlafuUtrúi Netanyahus, kvaðst telja að Netanya- hu myndi takast að styrkja stjóm sína ef Palestínumenn stæðu við skuldbindingar sínar í friðarsam- komulaginu sem undirritað var í Washington 23. október fyrir miUi- göngu Bandaríkjastjómar. Hann sagði að Palestínumenn yrðu að hætta að hvetja tU ofbeldis, ógUda grein í stofnskrá Frelsissamtaka Pa- lestínumanna (PLO) þar sem hvatt er til tortímingar Israelsríkis, og falla frá áformum um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis í maí. Bandaríkjastjórn sagði í fyrradag að Israelar yrðu að standa við friðar- samkomulagið, sem kveður á um að þeir flytji herlið sitt af 13% Vestur- bakkans í þremur áföngum. Bar-Ill- an sagði hins vegar í gær að ólíklegt væri að ísraelsstjórn hæfi næsta áfanga brottflutningsins í næstu viku, eins og kveðið er á um í friðar- samkomulaginu, nema Palestínu- menn féllu frá áformunum um að stofna Palestínuríki. Bar-IUan sagði að ekkert væri hæft í fullyrðingum um að Netanyahu væri andvígur heimsókn Clintons, fyrstu ferð Bandaríkjaforseta til sjálfstjóm- arsvæða Palestínumanna. „Hann hef- ur aldrei gefið tU kynna að hann hafi efasemdir um heimsókn Clintons," sagði Bar-IUan. „Við vonum að Pa- lestínumenn túlki hana ekki sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu." Ariel Sharon, utanríkisráðherra ísraels, sem var staddur í Washing- ton, sagði í fyrradag að ísraelar kynnu að innlima hluta hernumdu svæðanna á Vesturbakkanum ef Arafat stæði við þá hótun síná að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. ■ 3 ára ábyrgð Veglegur jólapakki fylgir Daihatsu Terios 4x4, án endurgjalds, á meðan birgðir endast. Fjarstýring fyrir samlæsingu 10.000 kr. Toppbogar 29.700 kr. Skíðafestingar 10.600 kr. Vindhlífar á gluggum 15.400 kr. Hlíf á afturstuðara 14.100 kr. Ónelgd Nokia vetrardekk 45.000 kr. Staðalbúnaður í Daihatsu Terios 4x4 Vökvastýri, rafdrifnar rúður að framan, rafdrifnir speglar, tveir loftpúðar, samlæsing, útvarp og segulband, ræsitengd þjófavörn, álfelgur, læsanlegur millikassi, tregðulæsing á afturdrifi, sex ára ryðvarnarábyrgð og þriggja ára almenn ábyrgð. Beinskiptur 1.598.000 kr. Sjálfskiptur 1.678.000 kr. Fyrir Daihatsu Terios Limited útgáfu, með ABS hemlakerfi, Limited mælaborði og Limited lit, bætast aðeins 50.000 kr. Brimborg-Þórshamar I Bíiasala Keflavíkur I Bíley Tryggvabraut5#Akureyri Hafnargötu90*Reykjanesbæ Búðareyrií Sími 462 2700 I Sími 421 4444 | Sími47414 DAIHATSU ffnn í rekstri Samtals verðmæti jólapakka Tvisturinn Faxastig 36 • Vestmannaeyjum Sími 481 3141 Daihatsu Terios 4x4 Jólaboð Daihatsu I Bíiasala Keflavíkur I Bíley 1 Betri bílasalan Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi I I Sími 421 4444 1 Sími 474 1453 1 Sími 482 3100 | 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.