Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR I speglasal samtímalistar „UPPDRÁTTUR spegilsins", (1978-90) eftir Michelangelo Pisteletto. „SQUARE Me“, málverk (1996) eftir Marianna Uutinen. MYJVDLIST Lislasaín Íslamls 80/90, SPEGLAR SAMTÍMANS VERK FRÁ MUSEET FOR SAMTIDSKUNST í ÓSLÓ Opið alla daga nema mánudaga frá 11-17 til 31. janúar. SAMTÍMALISTASAFNIÐ í Osló er ungt að árum, var stofnað fyrir tíu árum og opnað almenningi 1990. Safnið skilgreinir samtímalist sem alla list eftir síðari heimsstyrjöld og því er ætlað að gefa yfirlit yfir mynd- list bæði erlenda og innlenda. Norð- menn ætla sér stóra hluti með safnið og það á að vera sambærilegt við þau bestu í Evrópu. Maður skyldi ætla að það væri nánast óvinnandi verk að koma upp safni af þessari stærð- argráðu nánast úr engu. En þetta er langtímaverkefni og þeir hafa yfir að ráða ca. 60 milljónum á ári í innkaup, líklega meira en nokkurt annað safn á Norðurlöndum, og þar af fara 60% í erlenda myndlist. Það er má teljast nokkuð tákn- rænt að safninu í Osló hefur verið valinn staður í gamalli bankabygg- ingu, enda eru Norðmenn að fjár- festa í menningarverðmætum. Sá virðisauki sem þeir búast sjálfsagt við af fjárfestingunni felst annars vegar í því að gera Osló að ekki minni heimsborg en Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi, hins vegar í því að ávinna norsku listalífi sama sess og viðurkenningu íyrir að vera í fremstu röð. Norðmenn hafa náð undraverðum árangri á íþrótta- sviðinu með skipulegum aðgerðum. Hver veit nema þeim takist það sama í listinni. Til mikils er að vinna. Noregur, háþróað iðnaðar- og olíuveidi, stendur utan Efnahagsbandalags- ins, en getur ekki verið þekkt fyrir verið dregið í dilk með íslendingum, Færeyingum og Grænlendingum. Hvað er þá betra en að senda sýn- ingu af alþjóðlegri myndlist til Is- lands (ég meina, hverjir aðrir hefðu viljað fá hana?) til að sannfæra sjálfa sig og aðra um að Jjeir standi nú þrepinu ofar. Nú eru Islendingar farnir að leita til Norðmanna um leiðbeiningu um krákustigu alþjóð- legrar myndlistar! Einhvern veginn hef ég ekki mikla trú á að íslenskur almenning- ur komi til með að þyrpast á sýn- ingu á alþjóðlegri myndlist, alveg sama hversu góð hún er. íslending- ar eru svo sjálfum sér nógir að þeir hafa enga þörf fyrir alþjóðlega myndlist (nema til að færa þær fréttir um afrek íslenskra lista- manna á erlendri grund). Þeir hafa aldrei vanist að líta á íslenska myndlist í samhengi við erlenda, og sú skoðun hefur verið barin inn í þá að svokölluð „alþjóðleg myndlist“ sé ekkert annað en afurð valda- gráðugra listpáfa og gjörspillts gall- eríkerfis, sem borgurum þessa lands sé vissara að sniðganga sem mest. Brotakennt sjónarhorn Sýningin er kynnt sem stærsta sýning á alþjóðlegri samtímalist sem haldin hefur verið hér á landi. Má vera að það sé rétt og ætla ég ekki að gera athugasemd við það. Rétt er að benda á að við höfum ekki farið varhluta af þeirri mynd- list sem hefur verið áberandi á stór- um alþjóðlegum sýningum. í sýn- ingarsölum borgarinnar að undan- förnu hafa m.a. sést verk eftir Gabriel Oroszco, Rikrit Tiravanija, Gonzales Torres, Louise Bourgeois, Catherine Borland, Andres Serra- no, Marlene Dumas, svo nokkrir séu nefndir. Ef þessir listamenn hefðu sýnt saman á sömu sýningu hefðu það þótt tíðindi til næsta bæj- ar, en vegna þess að slíkar heimsóknir eru dreifðar og strjálar hlýtur það ekki eins mikla athygli. Það er náttúrlega spurning hvað „alþjóðlega samtímalist" er yfirleitt. Oftast nær eiga menn við þá lista- menn sem stærstu galleríin í höfuð- borgum listarinnar hafa á sínum snærum og sem eru áberandi á alþjóðlegum sýningum. Ég heyrði á tali sumra sýningargesta sem fannst að sýningin væri hálfgert plat vegna þess að af 37 listamönn- um væru 22 frá Norðurlöndum og þar á meðal 15 Norðmenn. Eru Norðmenn svo framarlega á alþjóðavettvangi? Nei, þeir eru það ekki og þetta er engan veginn hlut- laust val, og á heldur ekki að vera það. Norrænu listamennirnir eru með fyrst og fremst vegna þess að verk þeirra eru sambærileg, og í einhverjum tilvikum jafngóð, þótt þeir haíl ekki sömu stöðu í hringekju alþjóðlegs listalífs. Það er rétt að hafa í huga að á undanförnum árum hefur borið á efasemdum um miðjuhugsun í alþjóðlegri list og það þykir ekki eins fráleitt og áður að það geti þrif- ist list sem jafnast á við þá sem er efst á baugi í New York, London eða Berlín. Þannig er hinn póst- móderníski hugsunarháttur. Alþjóð- leg samtímalist er eins og hún birt- ist frá tilteknu sjónarhorni og þessi sýning er sjónarhomið írá Osló. Eða eins og Gianni Vattimo, ítalski heimspekingurinn sem skrifar í sýningarskrána, myndi orða það: Jú, sýningin er plat, en þar sem all- ar aðrar slíkar sýningar yrðu líka plat verðum við að sætta okkur við að líta á hana sem eina túlkun af mörgum mögulegum (og ómöguleg- um) túlkunum á alþjóðlegri sam- tímahst. „80/90 Speglar samtímans“ er yf- irskrift sýningarinnar og það er vafalaust hægt að túlka titilinn á ýmsan hátt. Yfirskriftin gæti þýtt að verkin á sýningunni séu speglar á samtímann, að í verkunum endur- speglist hvemig listamennirnir hafa bmgðist við reynslu sinni af sam- tímanum. Kannski hafa sýningar- stjórar haft verk Michelangelos Pistolettos, „Uppdráttur spegilsins" (1978-’90), í huga þegar þeir völdu nafn á sýninguna: verkið er sett saman úr spegilbrotum með svörtu gleri í mahoníramma, sem halla upp við vegg. Það eina sem sést þegar lýnt er í verkið er dauf spegilmynd af undrandi og spyrjandi andliti áhorfandans. Þeir hafa kannski litið svo á að verkið sé táknrænt fyrir önnur á sýningunni, brotakennd og myrk. Það má líka skilja yfirskrift sýn- ingarinnar þannig að henni sé ætlað að endurspegla samtímalist á níunda og tíunda áratugnum, enda eru öll verkin frá því tímabih. Ég ætlaði að skrifa að sýningin geri það engan veginn, en ef tekið er mark á viðhorfi Vattimos, sem ég nefndi hér að framan, þá er búið að slá vopnin úr höndum gagnrýnandans. Allar sýningar hljóta að vera brota- kenndar og gefa í besta falli vís- bendingar um það sem hefur verið að gerast í samtímalist á þessu tímabih, það er ekki til nein ímynd- uð sýning sem er „rétt“ eða „best“, allar sýningar hafa eitthvað að segja um samtímalistina. Það eina sem hægt er að leggja mat á er hversu áhugavert og upplýsandi sjónarhomið, túlkunin eða áherslan er, sem birtist í sýningunni. Ljósmyndalist og „Arte Povera" Það er tvennt í vali þeirra sem stendur upp úr og er til marks um áherslur sýningarstjóranna, Auduns Eckhoffs, hjá safninu í Os- ló, og Ólafs Gíslasonar, hjá Lista- safninu. Listamenn sem kenndir eru við „Arte Povera" eru nokkuð áberandi. En það sem slær þó öllu öðru við er áherslan sem lögð er á Ijósmyndir. „Arte Povera“ á rætur að rekja til hræringa í myndlist á ítahu á sjöunda áratugnum og meðal þeirra má telja Pistoletto, Pier-Paolo Calzolari og Jannis Kounellis. Verk Christians Boltanskis og tveggja yngri manna, Miroslavs Balka og Ulfs Rollofs, em ekki svo óskyld hvað varðar efnisnotkun. Það mætti halda að „Arte Povera“ hafi verið mjög áberandi í myndlist síðustu tuttugu ára, en mér finnst það of- mælt. Hún er ekki dæmigerð, að mínu mati, fyrir myndlist þessa tímabils og þau nýju viðhorf sem koma fram á níunda áratugnum, en það er vafalaust rétt að hún hafi haft talsverð áhrif, bein eða óbein. Áherslan sem lögð er á ljósmynd- ir sést glögglega af tölunum. Af 69 verkum em 36 ljósmyndaverk, 5 myndbandsverk og 28 verk unnin í öðram miðlum. Það má til sanns vegar færa að ljósmyndir hafi verið áberandi í myndlist síðustu tuttugu ára og enn frekar á síðustu árum. Ljósmyndin hefur aldrei verið langt undan í myndlist 20. aldar, en það hefur SÚLUSTADIR Reykjavfk: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræðurnlr Ormsson, Helmskrlnglan, Helmlsllstækl, SAM-tónllst, Japls, Vesturland: Málnlngarþjónustan, Akranesl. Hljómsýn, Akranesl. Kf. Borgflrðinga Borganesl. Vestfiriir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavík. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Kf. Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavik. Samkaup, Keflavík. • Besta leikjatölvan ‘98 • Golden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998 (98%) • Margföld ending leikja • Um 80 leikjatitlar IMINTEfHIO Einföld í notkun (Barnavæn) Aflmikil - 64 bita -j A£)í) J'J Rauntíma - þrívídd tofc Enginn biðtími. t'M -i* . v (Allt að 15 mín í ððrum leikjatölvum) Allt að 4 spilarar í einu LEIKJATÖLVA í HEIMIS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.