Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 28

Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ LISTIR Upplýstur foss Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson opnar í dag kl. 16 sýningu í Ingólfsstræti 8. Hann er nú búsettur í Berlín og þar hitti Rósa Erlingsdóttir hann að máli rétt áður en hann lagði upp til Islands, þar sem hann sýnir upplýstan foss, teikningar og röð ljósmynda, sem hann vann hér á landi síðastliðið sumar. Myndirnar eru af ár- kvísl á hálendinu sem Ólafur litaði græna með lífrænum deyfðum litefnum og nefnast „Rými fyrir einn lit“. OLAFUR Elíasson lauk námi frá Konunglegu listaaka- demíunni í Kaupmannahöfn árið 1995. Hann á íslenska for- eldra, er fæddur og uppalinn í Danmörku og er nú búsettur í Berlín. A sínum stutta ferli hefur hann haldið á annan tug einkasýn- inga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Listaferill hans sem atvinnumanns byrjaði samfara námi og síðan þá hafa verk hans hlotið mikla athygli í evrópskum sem og amerískum listheimi. Fyrir skömmu var hann valinn, ásamt þremur öðrum nútímalistamönn- um, til þátttöku í árlegri ljós- myndasýningu The Museum of Modern Art, MoMA, í New York. Ljósmyndirnar á sýningunni í MOMA eru hluti af stærra verk- efni sem hann hefur unnið að síð- astliðin ár á Islandi. Verkin mynda raðir ljósmynda af ísjökum, eyjum og af hellum sem Olafur tók á ferð sinni um Island. Olafur segir að tíminn verði að leiða í ljós hvaða áhrif þessi sýning muni hafa á feril hans. Snemma á þessu ári sýndi Olaf- ur innsetningarverk á Kjarvals- stöðum. I sumar setti hann upp sýningu í litla listhúsinu að Kambi þar sem hann sýndi ljósmyndaröð er bar heitið „Leitað að heitu vatni í landi Gunnars Arnars“. A sýning- unni á Kjarvalsstöðum sýndi hann einnig bókverk með ljósmyndum af listagarðinum Hellisgerði í Hafnar- firði. Hann ætti því ekki að vera ókunnugur íslenskum listunnend- um. Mörg verka Olafs bera keim af íslenskri náttúru en eins má ætíð finna fyrir að útfærsla verka hans er helst mótuð af straumum og stefnum í listheimi meginlandsins. Ólafur er mikill grúskari og vel að sér í allri nú- tímatækni. Náttúran er honum hugleikin en hana notar hann sem innblástur eða eins og hvern annan efnivið fyrir list sína. Með hjálp tækninnar leitast hann við að taka náttúrufyrirbrigði úr sínu eðlilega umhverfi og fyrir tilstilli listarinn- ar verða upplifun og túlkun áhorf- andans á afmörkuðum náttúrufyr- irbrigðum önnur og sterkari. Á Vsx-407 m . Útvarpsmagnari 2x70w • Bms • 4x50w 30 stöðva minni • Rds Pd-106 , . Geisiaspilari 1 bit • forritanlegur handahófsspilun _ _ Morgunblaðið/Kristinn IINGOLFSSTRÆTI 8 sýnir Olafur Elíasson eins konar upplýstan foss, ljósmyndaverk og teikningar. þann máta eru mótsagnirnar nátt- úra/menning eða náttúra/tækni og jafnframt samhengi þeirra einna helst einkennandi fyrir verk Ólafs. Á þessu ári hefur Ólafur komið víða við í hinum alþjóðlega list- heimi. Hann tók þátt í Tvíæringn- um í Sydney, var fulltrúi Danmerk- ur á Tvíæringnum í Sao Paulo, þá tóku við samsýningar í Vín, Varsjá og nú síðast í Berlín auk einkasýn- ingar í Leipzig. Fréttaritari Morg- unblaðsins í Berlín átti stutt spjall við listamanninn um sýninguna í Berlín og ferðina til íslands nú íyr- ir stuttu. Samsýningin í Berlín ber nafnið Berlin/Berlin og er hluti af mtm Vsx-906 Útvarpsmagnari 2x110w • Rms • 5x60w 30 stöðva minni • Rds-AC-3 .. Mjl-707 i Mini-disk spilari Stafræn upptaka og afspilun Hægt að setja inn nafn eða titla. DV-505 .. “ Myndgeislaspilari AC3 • framtiðinn i hljóð og mynd Sv-606 Heimabió hátalarar Aðeins 5sm þykkir • 150W Rms +100w bassabox Þegar hljómtæki skipta máli B R Lógmúia 8 • Sími 53 3 28 00 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND alþjóðlegu listahátíðinni „Bienale“, sem nú er haldin íyrsta skipti í sameinaðri höfuðborg Þýskalands. / Igamla pósthúsinu frá 1870, sem stendur við hina frægu OranienburgerstraBe tekur Ólafur þátt í sýningu ásamt þekkt- um samtímalistamönnum frá öllum heimshornum. Sýningin í pósthús- inu tengist öðrum sýningum sem eru í göngufjarlægð frá hvor annarri. Húsin eru öll í Berlin Mitte, sem er í austurhluta borgar- innar. Enn er verið að dytta að þessum húsum, enn standa þau auð innan um byggingarkrana og húsa- grunna, rými sem á eftir að fylla upp í eftir eyðileggingu sögunnar. Umhverfið sjálft býður upp á kjör- in skilyrði íyrir sýningu, sem rann- sakar Berlín sem stað tíma og rým- is. Ungir innsetningalistamenn glæða gömlu yfirgefnu bygging- amar nýju lífi. Verk Ólafs Elíassonar kallast „Stóra viftan". Stór rafmagnsvifta hangir niður úr kúptu loftinu á langri járnstöng. Viftan framleiðir vind fyrir tilstilli rafmagns. Eina stundina er hún grafkyrr, hina flýgur hún fram og til baka. Hreyfingarnar eru mismunandi, annaðhvort hægar og langar eða stuttar og ákafar. Flugleiðin er óútreiknanleg og á meðan maður fylgist hugfanginn með hreyfing- um viftunnar heyrast alls konar hljóð. Þú ert staddur við hafið og heyrir í fuglunum en á svipstundu breytist allt og þér finnst þú heyra í litlum skordýrum í græn- um þéttvöxnum skógi. Á sama augnabliki er allt aftur hljótt en viftan heldur áfram að framleiða vind. Hún glæðir salinn og alla bygginguna lífi þar sem tíminn virtist standa í stað. Sjálfkrafa stendur áhorfandinn frammi fyrir þeirri áskoi-un að setja sjálfan sig í samhengi við rýmið og verkið, enda leyfilegt að sveifla viftunni fram og aftur að vild og þannig upplifir hver og einn verkið á sinn hátt. Ólafur sagðist áður hafa sýnt sama verk í Vín en þar hafi virknin verið allt önnur þar sem rýmið var minna. • • Onnur hugmynd listamanns- ins hefur vakið mikia at- hygli Berlínarbúa. Líkt og á íslandi langaði hann að lita stóru Spree-ána í Berlín græna á þeim stað sem hún umlykur safneyjuna skammt frá heimili hans í Berlin Mitte. Verkið hefur ekki enn verið framkvæmt og sóvist er að eitt- hvað verði úr hugmynd lista- mannsins. Hann sagði aðspurður að hugmyndin hafi strandað hjá skipulagsaðilum Bienale og að hans mati var gert of mikið veður út af henni. Ólafur sagði að þrátt fyrir að Berlín væri stórborg og fleiri á ferli en á hálendinu heima á Islandi hefði hann viljað ná því sama fram, nefnilega að gangandi vegfarendur rati óundirbúnir og af tilviljun á fyrirbrigði náttúrunnar sem tekið hefur stakkaskiptum fyrir tilstilli listarinnar. En hver veit, kannski læðist þessi framsækni listamaður út í skjóli nætur ásamt fylgdarliði og kemur borgarbúum á óvart. Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\TAÐ NÝTl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.