Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Roa Var Titill/Höfundur/Utgefandi
1 2 AHYGGJUR BERTS/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
2 3 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell
3 1 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON í SÍLD OG FISK/Gyifi Gröndal/ Forlagið
4 - ÉG HEITI BLÍÐFINNUR - EN ÞÚ MÁTT KALLA MIG BÓBÓ/ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur
5 4 ALDREI AÐ VITA!/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
6 7 NÓTTIN LIFNAR VIÐ/ Þorgrímur Þráinsson/ Fróði
7 - Ne-hei! SAGÐI EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/ Mál og menning
8 5 TALNAPÚKINN/BergljótArnalds/Virago
9 - SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?/ Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell
10 - ÚTKALL - FRAM AF FJALLI/ óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 4 SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?/ Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell
2 3 NORÐURLJÓS/ Einar Kárason/ Mál og menning
3 7 BROTASAGA/ Björn Th. Björnsson/ Mál og menning
4 2 EINS OG STEINN SEM HAFIÐ FÁGAR/ Guðbergur Bergsson/ Forlagið
5 8 LÁTTU SEM EKKERT SÉ/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg
6 5 MARÍUGLUGGINN/FríðaÁ. Sigurðardóttir/Forlagið
7 9 GULLRÁNIÐ/JackHiggins/Hörpuútgáfan
8 1 LEIT/ Stephen King/ Fróði
9 - SVIPIR FORTÍÐAR/ Danielle Steel/ Setberg
10 - AUGUN í BÆNUM/SindriFreysson/Vaka-Helgafell
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1
2
3
4
5
6
7
8-9
8-9
2 PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin./ Hörpuútgáfan
- HÁVAMÁL - ÝMIS TUNGUMÁL//Vaka-Helgafell
- LOKAÐU AUGUNUM OG HUGSAÐU UM MIG/ Kristín Ómarsdóttir/ Mál og menning
- SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran/ íslendingasagnaútgáfan
- LJÓÐMÆLI, 1978-1998/ Hallgrímur Helgason/ Mál og menning
- STOFA KRAFTAVERKANNA/ Sveinbjörn l. Baldvinsson/ Mál og menning
* SKAGFIRSK SKEMMTILJÓÐ - II/ Bjarni Stefán Konráðsson safnaði efni/ Hólar
- TÍMINN OG VATNIÐ/Steinn Steinarr/ Vaka-Helgafell
* TREASURES OF ICELANDIC VERSE/ Árni Sigurjónsson valdi efni/ Mál og menning
10 9 EDDUKVÆÐI/GísliSigurðssonsáumútgáfuna/Málog
menning
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 1 AHYGGJUR BERTS/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
2 9*10 ÉG HEITI BLIÐFINNUR - EN ÞÚ MÁTT KALLA MIG BÓBÓ/ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur
3 2 ALDREI AÐ VITA!/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
4 5 NÓTTIN LIFNAR VIÐ/ Þorgrímur Þráinsson/ Fróði
5 7 Ne-hei! SAGÐI EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/ Mál og menning
6 3 TALNAPÚKINN/Bergljót Arnalds/Virago
7 - EVA OG ADAM - BESTU ÓVINIR/ Mons Gahrton/ Æskan
8 - BÍTTU Á JAXLINN BINNA MÍN/ Kristín Helga Gunnarsdóttir/ Mál og menning
9 - SALÓMON SVARTI OG BJARTUR/HjörturGislason/Skjaldborg
10 8 MÁLFRÍÐUR OG TÖLVUSKRÍMSLIÐ/SigrúnEldjárn/Forlagið
ALMENNT EFNl OG HANDBÆKUR
1 1 HÆSTVIRTUR FORSETI/ Ritstj. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason/ Hólar
2 - ANNAÐ ÍSLAND/ Guðjón Amgrímsson/ Mál og menning
3 5 LITLA BRANDARABÓKIN - 2//Steinegg
4 - LITLA GÁTUBÓKIN//Steinegg
5 - GÓÐIR ÍSLENDINGAR/ Huldar Breiðfjörð/ Bjartur
6 - UNDUR VERALDAR/ Ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson/ Mál og menning
7 7 ALMANAK HÁSKÓUNS -1999// Háskóli Islands
8 - ÍSLENSKIR FUGLAR/ Ævar Petersen. Myndir Jón Baldur Hlíðberg/ Vaka-Helgafell
9 3 ENSKI BOLTINN/Eggert Þór Aðalsteinsson og Þórlindur Kjartansson/ Hjálp-hugmyndabanki
10-11 - BETRA GOLF/ Arnar Már Ólafsson og Úlfar Jónsson/ Fróði
10-114 ÆVISAGA ÞORSKSINS/ Mark Kurlansky/ Hans Kristján Ámason
ÆVISOGUR OG ENDURMINNINGAR
1 2 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA/ Dagur B. Eggertsson/Vaka-Helgafell
2 1 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON í SÍLD OG FISK/Gylfi Gröndal/ Forlagið
3 3 ÚTKALL - FRAM AF FJALLI/ Óttar Sveinsson/ Islenska bókaútgáfan
4 5 PÉTUR BENyjakob F. Ásgeirsson/ Mál og menning
5 9 NÁÐUGA FRÚIN í RUZOMBEROK/ Jónas Jónasson/ Vöxtur
6 7-8 LÍFSGLEÐI -VII/ÞórirS. Guðbergsson/Hörpuútgáfan
7 6 GLYMJA JÁRN VIÐ JÖRÐU/Árni Gunnarsson/ Skjaldborg
8 4 ÞJÓÐSÖGUR JÓNS MÚLA ÁRNASONAR - II/ Jón Múli Árnason. Útg. Mál og menning
9 7-8ÁRNI MAGNÚSSON/ Már Jónsson/ Mál og menning
10 - SVIPÞING - MINNINGAÞÆTTIR/ Sveinn Skorri Höskuldsson/ Mál og menning
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bókabúðin, Hlemmi Bókabúðin,
Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut
Bónus, Holtagörðum
Griffill, Skeifunni
Hagkaup, Kringlunni
Hagkaup, Skeifunni
Eymundsson, Krínglunni
Penninn-Eymundsson. Austurstræti
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Hagkaup, Smáratorgi, Kópavogi
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík , Bókval, Akureyri
KÁ, Selfossi, Tónspil, Neskaupstað
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sðlu bóka vikuna 30. nóv.-6. des. 1998 Unnið fyrir Morgun-
blaðið, Félag Islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
HIÐ STERKA KYN
BÆKUR
Nppkisaoiiir
SNJALLAR STÚLKUR
Endursagnir: Robert Leeson. Myndir:
Axel Scheffler. Þýðing: Guðni Kol-
beinsson. Prentun: Viðey ehf. Bók-
band: Flatey hf. títgefandi: Æskan
ehf. 1998 - 80 síður.
SAGNAPULUM leika orð á
tungu öld af öld. Sum grípur vind-
urinn og feykir í gleymskuhylinn.
Þau geta verið glæst og lofí krýnd,
þá þau leika við eyra, en reynast
samt ho! og því leikföng vindsins.
Onnur, oftast skartminni, læðast að
hlust, snerta gleðistreng vitundar
þess er nemur, falla í gullasjóð
vizkunnar, svo að elli réttir æsku
meitlaðan kjarnann, og úr verður
þjóðsaga. Þannig er um þessar sög-
ur fimm. Þær eru ekki orð aðeins,
heldur hjartslög ólíkra þjóða, en
samt svo undur líkar, - myndh’
sannleikans. Hér er rætt um fá-
tæku, lítilsmetnu stúlkuna, sem
með vizku sinni reynist hroka
prjálkarlsins miklu, miklu meiri:
María er ensk, þjónusta á sveita-
setri. Okkur er boðið til stofu, þar
sem monthanar hafa drukkið í sig
þau digurbarkalæti að metast á um,
hver sé hugaðastur. Raggeitur
reynast allir, en María hins vegar
leysir þrautir, sem húsbóndinn,
ekki hún, stórgi-æðir á.
Fíona er írsk. Hún kemur sak-
lausum aula til hjálpar, leysir
þrautir hans, og þau giftast, því að
heimskan karl er bezt að eiga. Karí
er norsk. Haukur er gamall bóndi
er leggur hug til hinnar ungu
stúlku, telur henni mikið lán að
eignast slíka gersemi sem sig. A
gamansaman hátt smeygir stúlkan
sér undan, ýtir mósóttri, gamalli
meri í spor sín.
Marúsja er úkranísk. Oðalsherra
þykist fær um að lítillækka fátæk-
an bónda. Vissulega er honum það
auðvelt, en bóndadóttirin, snjöll,
unir því illa og leikur svo á kauða,
að það er hann sem verður barnið í
gátuleiknum. Hrein spekisögn.
Saína er egypsk, yngst þriggja
systra. Þær eiga leið í skóla fram-
hjá setri soldáns. Þar hreykir sér á
svölum erfingi gullahrúgunnar.
Hann er því vanur, að fólk lúti hon-
um, en Saína sér enga ástæðu til
þess, og kænska hennar kennir
henni ráð að lækka rosta pilts,
mýla hann.
Allt eru þetta lýsingar á baráttu
milli heimsku og vizku, og eðlilega
hefir vizkan sigur. Það era ekki ný
sannindi, heldur gömul, að karlinn
er uppkast, - konan hreinskrift
skaparans. Hinu verðum við að
kyngja, að enn stjómar hnefaafiið,
- ekki vizkan, heiminum, og á með-
an halda stuttbuxnalallar, að han-
inn sé fyrirmyndin æðst. Sérkenni-
leg fullyrðing, því eg held að allir
hnokkar eigi sér móður. Hvað veld-
ur? Sú er spurn sagnanna til mín.
Bókin er listavel þýdd, enda enginn
viðvaningur við vefstólinn, heldur
málsnjall, afburðafyndinn höfund-
ur. Myndir lífga. Prentverk allt til
sóma. Hafi útgáfan þökk fyrir.
Sig. Haukur
Þegar kynhvöt vaknar
BÆKUR
Kynlíf
STELPUR OG STRÁKAR
eftir Miriam Stoppard í þýðingu Hálf-
danar Ómars Hálfdanarsonar. Teikn-
ingar: Sally Artz. Islenzka bókaút-
gáfan 1998.
MIRIAM Stoppard hefur verið
einn af vinsælustu rithöfundum í
læknastétt í Bretlandi árum saman
og gefið út fjölmargar bækur sem
eiga það flestar sameiginlegt að
miðla fróðleik um læknisfræðileg
efni til almennings. í nokkrum af
bókum hennar hefur kynlíf borið á
góma. Bókin Stelpur og strákar
fjallar um ástir og þroska unglinga.
Hún er kynfræðslubók, skrifuð fyr-
ir ungt fólk. Hún er með skýrum,
litríkum teiknimyndum og liprum,
áhugaverðum texta um samskipti
milli unglinga, andlega og líkamlega
líðan þeirra þegar þeir verða kyn-
þroska og við hverju megi búast
þegar áhugi vaknar á nánari kynn-
um. Dr. Stoppard er þeirrar skoð-
unar að ungmenni gæti þess að
jafnaði að taka tillit hvort til annars,
þau sýni vini/vinkonu virðingu og
þohnmæði og beri ábyrgð á eigin
hegðun en kemur með gagnlegar
ábendingar um það hvað gera megi
ef það bregzt. Höfundurinn leggur
mikið upp úr virðingu við lesanda
sinn, sem gæti verið hvar sem er
milli tektar og tvítugs. Miriam
Stoppard prédikar ekki en segir
skoðun sína þó afdráttarlaust, fræð-
ir en fordæmir ekki.
Bók þessi, sem hér kemur út í
kiljuformi, var fyrst gefin út í
Englandi 1997 á vegum Dorling
Kindersley Ltd., og eru í henni talin
upp nöfn þeirra sem að útgáfunni
hafa komið og gegnt hlutverki aðal-
ritstjóra, aðallistritstjóra, verkefn-
isstjóra, ritstjóra, aðstoðarritstjóra,
yfirlistritstjóra, listritstjóra, hönn-
uðar og framleiðslustjóra. Sannar-
lega óvenjuleg upptalning fyrir ekki
stærri kilju en rúmar 90 síður, en
reyndar er bókin fremur óvenjulega
hönnuð og teikningarnar gera það
að verkum að bókin sker sig veru-
lega frá því sem venjulega ber fyrir
augu á markaðinum. Kannski
einmitt vegna allra stjóranna.
Eg held að þessi bók eigi eftir að
slá í gegn, verða metsölubók og
mæli svo sannarlega með henni við
unglinga og foreldra þeirra, bóka-
söfn, heilsugæzluna, og alla þá sem
þekkja til þeirra vandamála og ráð-
gátna sem kynlíf getur verið ung-
mennum. í bókarlok eru staðfærð-
ar upplýsingar og ráðgjöf um það
hvert hægt sé að snúa sér til þess
að fá fræðslu, og einnig hjálp þegar
á bjátar. Þar koma til sögunnar
hjúkrunarfræðingar og heimilis-
læknar, bæði í skólum og á heilsu-
gæzlustöðvum, auk fjölmargra
annarra fagmanna og áhugasam-
taka. Hins vegar saknaði ég þess
að menningar- og upplýsingamið-
stöð ungs fólks, Hitt húsið svokall-
aða, skyldi verða útundan, en það
er í miðbæ Reykjavíkur og hefur
meðal annars sinnt fræðslu um
þetta efni.
Katrín Fjeldsted
Liljur vallarins
Nýjar bækur
• TÁR úr steini er myndabók
eftir Sveinbjörn I. Baidvins-
son, með myndskreytingu eftir
Önnu Vil-
borgu Gunn-
arsdóttur.
í kynningu
segir: „Sagan
segir af litlum
tröllastrák
sem villist í
þoku, kemst
ekki heim
fyrir sólar-
upprás og
verður að steini." Ævintýrið er
úr samnefndri kvikmynd
Sveinbjörns.
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin er 32 bls., prentuð í
Danmörku. Verð: 1.680 krónur.
• GETTU hve mikið ég elska
þig er myndabók fyrír börn
eftir breska höfundinn Sam
McBratney í þýðingu Guð-
mundar Andra Thorssonar.
Anita Jeram myndskreytir.
I kynningu segir að sagan
segi frá litla og stóra héranum
sem metast um hvorum þykir
vænna um hinn, en eins og þeir
komast að er erfitt að leggja
mælikvarða á ástina.
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin er 32 bls., prentuð í
Hong Kong. Verð: 1.680 kr.
BÆKUR
Ljóð
LJÓÐÁRUR
Ljóðárur eftir Kristjönu Emilíu Guð-
mundsdóttur. Gerður Helga Helga-
dóttir teiknaði myndir, Grímur Mar-
ínó Steindórsson hannaði kápu. Ás-
prent/pob, Akureyri. Ásútgáfan
Akureyri 1998 - 74 bls.
LJÓÐÁRUR er
fjórða bók skáldsins.
Hún skiptist í þrjá
kafla: Létt flýgur Ijóð-
ið, Daggartárin perla
og Svo björt ertu móð-
ir. Það er heildarblær
yfír tveim fyrri hlutum
bókarinnar. Þar eru
ljóðin flest órímuð og
virðist rýni sem skáld-
inu takist þar betur og
sum þeirra ljóða snerta
lesanda eins og aðeins
það bezta í ljóðlist get-
ur gert.
Samhljómur ljóð-
anna er sterkur og yfir
þeim hvílir viss heið-
ríkja sem virkar eins og hægt sé að
snerta þann hlutkennda veruleika
sem felst í orðum með næmi fingur-
gómanna.
Rás tímans felst víða í einfald-
leika lóðsins: /Skammt virðist / síð-
an ég stóð við hné / ömmu minnar /
og hlýddi á sögur / nú stendur lítill
glókollur / við hné mér / og hlýðir á
sögu/.
Það er eins og trúin á hið fagra í
náttúrunni og hið góða í manninum
hafi yfirburði í ljóðunum, þótt oft
drjúpi sorg og sársauki úr penna: /
þegar myrkrið / lykur jörðina / og
byrgir okkur sýn / þá festir Guð
stjömur / um allan himininn / til
þess að lýsa / okkur mönnunum /.
Ljóðið um Reagan
og Gorbatsjov er ekki
dýrt kveðið, á varla
heima í bókinni: / Á ís-
landi / leiðtogar áttu
fund / í Höfða settust /
niður um stund / Um
heimsfriðinn / ræddu
þeir merku menn / al-
þjóð vænti / þar afreka
senn /.
Rímuðu ljóðin í
þriðja hluta bókarinnar
virðast sanna að skáld-
inu lætur betur að
yrkja óbundið. Hvað
um það sýnast Ljóðár-
ur með því athyglis-
verða sem kemur út af
ljóðabókum á þessari vertíð.
Stundum vísa útlínuteikningar
veginn til ljóðanna - stundum ekki.
Kápumynd laðar að. Útlit bókarinn-
ar er vandað.
Jenna Jensdóttir
Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Kristjana Emilía
Guðmundsdóttir