Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 45
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 45. SKOÐUN I minnkað eins snöggt og útlit var fyrir. Hinn möguleildnn, sem menn urðu hvorki sammála né ósammála um, var sá að kanadíska Hafró hefði metið stofninn rangt á árun- um fyrir 1990, þegar þeir héldu að hann væri um 1 milljón tonn (hnignun hans gat hafa hafist fyrir þann tíma). Verið gat að stofninn hefði verið minni og hefði farið að minnka fyrr. Það skiptir vísindamennina, sem eru að reyna að skilja þetta, miklu máli hvort hrunið var snöggt eða hægfara, sama gildir um þá sem stjórna nýtingunni, þeir verða að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Ofveiði, það að þorskur hefði synt burt af svæðinu, umhverfisstreita og át sela voru þær skýringar sem áttu hvað mestu fylgi að fagna. Ofveiði og vantalinn afli Erlend veiðiskip juku sóknina utan 200 mílnanna 1991, vegna þess að meira var þá af þorski á „nefinu“ á Miklabanka. Kanadísk yfirvöld áætluðu að útlendingar hefðu rösklega tvöfaldað aflann miðað við fyrri ár og veitt helmingi meira en þeir gáfu upp. En þetta var með í stofnútreikn- ingunum og verður því ekki kennt um hið óvænta hrun. Jafnvel tröllslegt vanmat á veiðum er- lendra skipa getur ekki skýrt hvarf á hálfri milljón tonna af þorski. En margra ára vanmat og falsanir á aflatölum heimamanna og útlendinga hefði getað vanmet- ið aflann og ofmetið stofninn. Hvort svo hafi verið er ei'fitt að segja til um. Eftir er að athuga betur tíma- setningu hrunsins. Ef það varð snöggt getur ofveiði ekki skýrt það. Ef það var hægfara tóku menn ekki eftir því svo árum skipti og þá verður að endurskoða öll vinnubrögð við stofnmatið. Far Við nánari athugun stenst ekki að óhemju magn af þorski hafi yfir- gefið svæðið. Svo virðist sem þorskurinn hafi fært sig nokkuð til innan svæðisins, flutt sig sunnar og á dýpra vatn, en ekki hefur orðið vart við aukningu á þorski á nær- liggjandi svæðum. Reyndar hefur þorski einnig fækkað á nærliggj- andi svæðum. Engar vísbendingar eru um að þorskurinn hafi farið á meira dýpi en togararallið nær til, um 1.000 m. U mh verfisstreita Vísindamenn benda á að breytt umhverfisskilyrði geti haft marg- vísleg áhrif. Við vitum ekki nærri nógu mildð um lífeðlisfræði fisks- ins, hvemig líkami þeirra starfar. En það er klárt að breytingar, t.d. á fæðuframboði, sjávarhita og súr- j| Herra- r 't' undirföt ■I lÉ .' KRINGLUNNI SÍMI 553 7355 efnismagni, geta gert honum erfið- ara að þrífast. Þó enginn þessara þátta einn sér hafi drepið fisk í miklu magni þá gætu samverkandi áhrif þeirra hafa gert það. Rannsóknir í St. Lawrenceflóa sýna að við langvarandi fæðuskort getur orðið orkuþurrð hjá þorski. Heilbrigðir fiskar geyma orkuna í líkamanum, sérstaklega í lifrinni. Lifrin er í raun orkuforðabúr sem fiskurinn getur sótt í þegar illa ár- ar eða þegar orkuþörfin er mikil. Kynþroska fiskur gengur freklega á fituforða sinn við hi-ygninguna og verður að endumýja hann að henni lokinni. Sé fiskurinn í slæmu ástandi þegar líður að hrygningu og tæmir fituforðabúrið við að hrygna getur hann drepist, fái hann ekki fljótlega að éta á eftir. Við höfum búið við óvenju mikinn sjávarkulda síðan 1983 og kuldinn gæti verið orsök slíkrar orku- kreppu. Ovenju kalt vatnslag, þekkt sem Kalda millilagið (CIL), var 40% stærra en véíijulega árin 1990 og 1991. Kaldara vatn getur haft bæði bein og óbein áhrif, vald- ið hægari vexti og minnkandi fæðuframboði. Þetta gæti sett af stað þá keðjuverkun sem lýst hef- ur verið. Það sem styður kenning- una um orkuskort er að áhrifin ættu að vera mest á kynþroska hluta stofnsins. Þetta er það sem gerðist hjá norðurþorskinum. Það er fyrst og fremst hrun fisks sem var á kynþroskaaldri sem varð til þess að stofninn í heild minnkaði mikið. Vísindamenn höfðu verið að vona að sterku árgangarnir frá 1986 og 87 - sterkustu árgangar í áratug - yrðu til þess að stofninn byggðist upp þegar þeir færa að auka kyn sitt. Þvert á móti, mikið magn hvarf fljótlega eftir hrygninguna 1991. Afföll ungfisks virðast ekki hafa orðið eins mikil. Það sem einnig styður kenning- una um umhverfisstreitu er að öðr- um tegundum botnfisks hefur líka fækkað. Eftir að hafa skoðað gögn um aðrar tegundir sem veiddust í togararallinu á undanfömum áram komst Brace Atkinson að því að þeim hafði nær öllum fækkað. Það gilti jafnt um tegundir sem ekki vora sérstaklega verðmætar og vora jafnvel dæmi um að þeim hefði fækkað enn meir en nytjateg- undunum. Það mun reynast erfitt að meta hvort umhverfisstreita geti skýrt þorskhvarfið. Margar tegundir geta staðist streituálag í langan tíma uns einhver ný áreiti verða þeim að aldurtila. Slík áreiti gætu verið smávægilegt og erfitt að mæla þau. Hér lýkur tilvitnun í hina kanadísku grein. I greininni er lýst næsta nákvæmlega fiskstofni sem er á hungurmörkum. Skyndi- legar breytingar á umhverfisþátt- um til hins verra gera það að verk- um að fæðuframboð minnkar og fiskurinn sýnir sveltieinkenni. A sama tíma er haldið aftur af veið- um, fiskurinn deyr og afli tapast. Langtíma veiðihömlur gerðu það að verkum að vöxtur fiskstofnsins var ekki upp skorinn, fiski fjölg- aði, fæðubúrið tæmdist, náttúran greip í taumana og stofninn féll úr hor. Ekki er víst að óheftar veiðar hefðu geta komið í veg fyrir fell- inn, en það er alveg víst að mikill afli tapaðist. Aðferðirnar sem vís- indamennirnir ráðleggja til endur- reisnar stofnsins er aukin friðun. Það er með ólíkindum að menn skuli enn reyna að byggja upp fiskstofna með friðun eftir svona reynslu. Þetta gera þeir þó. Sp- urning vaknar um hvers vegna menn sjá ekki eða vilja ekki sjá að friðun fisks sem er í svelti er gagnslaus og gerir illt verra. Is- lensku sérfræðingarnir sem vora á þessum fundi hefðu þó átt að vita betur. Þeim hefur marg oft verið bent á þetta en þeir hafa af- neitað þessum rökum. Þó línurnar séu e.t.v. ekki eins skýrar hér heima hefðu þeir þó átt að sjá hvernig Kanadagögnin beinlínis hrópuðu framan í þá og hefðu þá átt að nefna þá lausn að friðun ætti alls ekki við. En þeir virðast hafa þagað þunnu hljóði. Sú spurning verður æ áleitnari hvers vegna þessir menn séu að verja rangar ráðleggingar um nýtingu fískstofna. Má ekki vitn- ast að þeir hafi allan tímann verið að vaða í villu? Má ekki koma í ljós að ráðin um friðun til upp- byggingar fiskstofna eru röng og leiða til rýrnunar þeirra? Ef sann- leikurinn kæmi í ljós myndu þeir þá missa starfið? Einn liður í því að halda blekkingarleiknum áfram er að segja ekki allan sann- leikann. Höfundur er fiskifræðingur. I _ _ __ _ J « TT^TT TTTVT 1 * GANGAí GARÐ r'ólasveinn í heimsókn ^ á hverjum degi frá 12. desember! 5FIÖLSKYIPU-OC HOSDÝRACARÐURINN mmmmmwmmmm STEFNUMÓTUNARSKÝRSLA ESB IM HAFNIR OG HAFNARMANNVIRKI Þriðjudaginn 15. descinlser nk. kl. 12.00 iioða Samtök verslunarinnar - FIS - lil fundar í Iðnó við tjörnina. Fjallað verður um hafnarinál og nýlega stefnumótimarskýrslu ESB um hafnir og hufiiarniunuvirki (Green Paper on Ports and Maritime Infrastructure). Gesl ur fundarins verður hr. F. Aragon Morales, frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fyrirlesarar: F. Aragon Morales, scrn kynnir niðurstöðu stefnumótunarskýrslu ESB. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri. Að framsögu lokinni verða almennar fyrirspumir og umræður. Fundurinn fer fram á ensku. I’áltlökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,- Niðurstöður þessarar stefnmnótunarskýrslu ESB geta liaft mikið gildi hér ú landi þur sem lögð er áhersla á að hafnarsvirði séu aðgengileg öllum og að eignaraðild á munnvirkjuin hafna liaiuli ekki samkeppni. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. Vinsamlcga lilkvnnið þátltöku á skrifstofn samlakauna ísíina 588 8910. SAMTÖK VTHSl.lWHIWAH -fclag íslenskra slórkaupmanna- - Land og saga Loksins er komið út vandað yfirlitsrit um þessa náttúruperlu Reykjavíkur. Náttúru og sögu dalsins eru gerð ítarleg skil. Um 200 gamlar og nýjar Ijós- myndir, teikningar og kort. Ómissandi fyrir alla náttúruunnendur _ Með framtíðina að vopni - Hreyfing iðnnema, nám og lífskjör í 100 ár eftir Helga Guðmundsson trésmið og rithöfund. Fjallað er um iónað og iðnmenntun á fyrri tímum, fyrstu iðnnemafélögin og baráttu iðnnema fyrir réttindum sínum. Um 300 Ijósmyndir og teikningar bregða enn skýrara Ijósi á þennan mikilvæga þátt í menningarsögu þjóðarinnar. Jólabók iðnaðarmannsins Skagfirzkur annáll 1847-1947 eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg. Fjallað er um það sem fréttnæmast þótti hverju sinni á þessu tímabili. Glæsilegt tveggja binda verk með yfir 400 myndum af einstaklingum, byggingum, framkvæmdum og mannamótum. Bók fyrir alla Skagfirðinga *» I mannkynssogu eftir Jón R. Hjálmarsson fyrrum fræðslustjóra. Handhægt uppflettirit fyrir nemendur og aðra þá sem þurfa að nálgast sögulegar upplýsingar á skjótan og einfaidan hátt. Mál og mynd Úrvalsbækur um þjóðlíf og sögu habíba Gíróseðlar liggja frammi í öttum bönkum, spaiisjódum og á pósthúsum. Þú getur þakkaö fyrir þitt hiutskipti Gefum bágstöddum von BJARG v/Suðurgötu 100, R.vík. S. 893-7710/893-7080
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.