Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 4Sj^
+ Elís P.G. Vi-
borg trésmíða-
meistari var fædd-
ur á Flateyri við
ÖnundarQörð 27.
júlí 1918. Hann lést
á Landspítalanum
að kvöldi 1. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru María Hálf-
dánardóttir, f. 28.
október 1889, d. 14.
febrúar 1980, og
Guðmundur Pét-
ursson, f. 10. mars
1891, d. 21. apríl 1993. Systkini
hans eru: Guðrún Hagvaag, f.
12. desember 1911, d. 18. mars
1956; Hálfdán G. Viborg, f. 29.
júlí 1913; Jens G. Viborg, f. 15.
ágúst 1915; Garðar G. Viborg,
f. 29. janúar 1917; Marinó G.
Viborg, f. 9. desember 1919; og
Hreiðar G. Viborg, f. 3. febrúar
1923.
Eb's kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Guðríði Þorsteins-
dóttur frá Holtsmúla í Land-
sveit 18. ágúst 1945. Þau eign-
uðust þijú börn. Þau eru: 1)
Viðar Guðmundur, f. 20. febrú-
ar 1947. 2) Guðrún Elsa, f. 21.
mars 1950, hennar sonur er
Guðjón Ingi Gunnlaugsson, f.
24. nóvember 1983,
faðir hans er Gunn-
laugur Svein-
björnsson, f. 28.
maí 1954. 3) Þor-
steinn, f. 8. mars
1953, kvæntur Astu
Fríðu Baldvinsdótt-
ur, f. 10. apríl 1957.
Börn þeirra eru: a)
Hildur Jóna, f. 14.
aprfl 1976, sambýl-
ismaður hennar er
Siguijón Einar
Þráinsson, f. 5. júní
1972, þeirra barn
er Katrín Asta, f. 19. nóvember
1996. b) Þorsteinn Már, f. 6.
aprfl 1979. c) Elísa Björk, f. 18.
febrúar 1983.
Elís ólst upp á Flateyri hjá
foreldi-um sínum. Síðan flytjast
þau til ísafjarðar. Þegar hann
kvæntist Guðríði flytjast þau til
Reykjavíkur. Hann vann fyrst
hjá Gamla kompaníinu, síðan
starfaði hann í Völundi í hart-
nær 20 ár sem verkstjóri. Arið
1975 stofnaði hann Harð-
málmsskerpingu í Barmahlíð
36 og starfaði við brýnslu til
dauðadags.
Útför Elísar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
ELIS G.
VIBORG
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast tengdaföður míns.
Hann var mikill sóma-, hugvits- og
hagleiksmaður. Allt sem hann tók
sér fyrir hendur var gert af mikilli
vandvirkni. Hann var trésmíða-
meistari að mennt og vann við það í
mörg ár, en síðustu 23 árin vann
hann við hugðarefnin sín, en það
var að brýna. Hann brýndi sagar-
blöð, hefíltennur og þess háttar
hluti svo eitthvað sé nefnt en það
að vinna við það að brýna var ekki
allt, heldur það sem lá á bak við
það, það var öll vinnan við að
hanna og smíða vélarnar sem hann
þurfti að nota við slíka vinnu, oftar
en ekki sat hann í þungum þönk-
um, þá vissi maður að einhver vélin
var í fæðingu og oftar en ekki ef
hann var að hanna vél þá kom það
fyrir að hann sofnaði að kveldi með
einhverjar vangaveltur með eitt-
hvað í sambandi við vélarnar og
þegar hann svo vaknaði að morgni
var lausnin komin. Svo mikill hug-
vits- og hagleiksmaður var hann.
Ég vil þakka þér, Elís minn, fyr-
ir samfylgdina í rúm 24 ár og fyrii-
alla þá hjálp og aðstoð sem þú
veittir okkar. Alltaf varstu boðinn
og búinn til að aðstoða ef á þurfti
að halda. Ég gleymi því aldrei þeg-
ar ég eignaðist hana Hildi mína,
hvernig þú opnaðist, þá sá ég nýja
hlið á þér sem ég hafði ekki séð áð-
ur, þú varst svo mjúkur og hlýr,
þinn maður kom í ljós, sýndir
meira af tilfinningum þínum en ég
hafði áður séð.
Svona var það líka þegar Þor-
steinn og nafna þín hún Elísa voi-u
lítil og þegar þú gekkst fram hjá
þeim og straukst þeim um kollinn
þá kom þessi hlýja í ljós, þú ljóm-
aðir, það var alveg yndislegt að sjá.
Þú varst ekki mikið fyrir að flíka
tilfmningum þínum og sagðir ekki
mikið en notaðir þína aðferð til að
sýna þær og alltaf varstu hlýr.
Jæja vinur, þá ert þú lagður af stað
í þína hinstu för, mikil var þjáning
þín í veikindum þínum. I Spámann-
inum stendur: „Þjáningin er fæð-
ingarhríð skilningsins. Eins og
kjarni verður að sprengja utan af
sér skelina, til þess að blóm hans
vaxi upp í ljósið, eins hljótið þið að
kynnast þjáningunni.“ Því trúi ég.
Ég bið góðan Guð að styrkja þig,
Gauja mín, Viðar, Gunna, Steini
minn og okkur öll.
Eigðu góða heimkomu, Elís
minn, Guð veri með þér, blessuð sé
minning þín. Ég vil fyrir hönd fjöl-
skyldunnar þakka alla þá um-
hyggju og allt sem starfsfólk deild-
ar 12G Landspítalans veitti honum
í veikindum hans.
Far þó í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Ásta Fríða.
Elsku afí, um leið og ég kveð þig
alltof snemma langar mig að þakka
þér fyrir allt sem þú kenndir mér.
Þú varst alltaf boðinn og búinn
að hjálpa mér, hvort sem það var
að laga hjólið ef það sprakk á því
eða eitthvað annað. Þegar ég fór á
smíðavöllinn sex ára gamall gafstu
mér sög og hamar svo ég gæti
byggt almennilegan kofa og svo
fylgdist þú með efth- því sem kof-
inn stækkaði og sagðir mér til.
Þegar ég stækkaði og vildi fara
heim í Alftamýrina og veðrið var
vont var alltaf sjálfsagt að keyra
mig heim.
Mér finnst skrítið að eiga aldrei
eftir að hitta þig aftur og leita ráða
hjá þér eða fá smáfaðmlag og
hlýju. Ég veit að ég á eftir að sakna
þín.
Elsku afí, takk fyrir allt. Ég
vona að þér líði vel þar sem þú ert
núna.
Guð veri með þér.
Þinn
Guðjón Ingi.
Elís bróðir minn var einn af sex
bræðrum fæddum á Flateyri við
Önundafjörð, ásamt einni systur
sem fædd var á ísafirði. Foreldrai-
okkar voru hjónin María Hálfdán-
ardóttir og Guðmundur Pétursson,
trésmiður, og áttu þau heima á
Ránargötu 5. í því húsi var lengi
vel símstöð staðarins og var húsið í
daglegu tali kallað „stöðin“, þess
vegna vora við kallaðir strákarnir á
stöðinni, en oft heyrðumst við kall-
aðir „stöðvarpúkarnir". Elís fór
ungur að læra trésmíði hjá föður
okkar og má segja að þeir hafi ekki
skilist að fyiT en faðir okkar dó
fyrir fáum árum. Þeir unnu jafnt í
húsasmíði og bátasmíði. Til Isa-
fjarðar flyst hann með foreldrum
okkar og vinnur hjá Skipasmíða-
stöð Marselíusar. A Isafirði kynn-
ist hann efirlifandi konu sinni Guð-
ríði Þorsteinsdóttur, ættaðri úr
Rangárvallasýslu, og giftu þau sig í
ágústmánuði 1945 í Holtskirkju í
Önundarfirði. Elís og Guðríður
byrjuðu sinn búskap með mér og
Pálínu, konu minni, í Sundstræti 29
á ísafirði en flytjast síðan til
Reykjavíkur síðla árs 1945. Þar
byggðu þau sér hús í Barmahlíð 36,
ásamt foreldram okkar, bræðram
og systur. Elís vann hjá ýmsum
fyrirtækjum hér í borg. Hjá Gamla
kompaníinu vann hann í nokkur ár
en fer síðan að starfa sem verk-
stjóri véladeildar hjá Völundi hf.
Hjá Völundi hf. starfar Elís í tutt-
ugu ár uns hann stofnaði sitt eigið
fyrirtæki Harðmálmsskerpingu í
Barmahhð 36 og þar starfaði hann
óslitið svo að segja til dauðadags.
Hann seldi vélarnar (sem hann
smíðaði að mestu leyti sjálfur) fyrir
nokkram mánuðum. Samt var
hann aldeilis ekki hættur því hann
fór að smíða sér „hobbí vélar“ til að
drepa tímann í ellinni. Hann ætlaði
að lifa í mörg ár í viðbót og hugðist
hjálpa mér í húsinu sem við feðgar
voram að kaupa, en það fór á ann-
an veg, þar kom til „maðurinn með
ljáinn".
Ehs var sérstaklega laginn bæði
á tré og járn, enda sést það á
mörgum hlutum sem hann hefur
smíðað, en þar var vandvirknin
alltaf í fyrirrúmi. Sundlaugarnar
stundaði hann í mörg ár og fór
alltaf klukkan 7 á morgnana með
„morgunhönunum" sem kallaðir
era. Þar undi hann sér vel því hann
var félagslyndur mjög, en hafði
auk þess mjög gaman af söng og
allri músík. Trygglyndur var hann
svo af bar og sést það best á því að
þegar faðir okkar dvaldi á Hrafn-
istu í ellefu ár, fór Elís á hverju
einasta kvöldi til hans í heimsókn.
Fyrir þremur mánuðum veiktist
hann, fór í uppskurð, og náði ekki
aftur heilsu. Við Pálína, Marinó
yngri og hans fjölskylda kveðjum
Elís með miklum söknuði og þökk-
um honum góða viðkynningu.
Gauju og allri hennar fjölskyldu
biðjum við guðsblessunar í sorgum
þeirra. Blessuð sé minning hans.
Marinó G. Viborg.
Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu.
Þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól.
Um tíma þó syrti, þá bráðum aftur birtir,
þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól.
(Þýð. Oskar Ingimarsson.)
Ehs vinur okkar er kvaddur í
dag. Hann fékk kærkomna lausn
frá erfiðu veikindastríði, þar sem
engin von var um bata. Við þökk-
um fyrir það, því dauðinn er líkn
frá ósjálfbjarga tilvera.
Gauja og Elís hafa verið fastur
þáttur í okkar lífi, glaðst með okk-
ur á gleðistundum og alltaf tilbúin
til hjálpar þegar veikindi herjuðu
á. Fjölmennt heimili þeiira stóð
alltaf opið, ef ættingja að austan
vantaði gistingu. Gestrisni og glatt
viðmót var þeim eiginlegt. Gjaf-
mildi þeirra nutum við og dætur
okkar í ríkum mæli.
Ehs var það ekki eiginlegt að
trana sér fram og sóttist ekki eftir
lofræðum eða vegtyllum. Hann var
fyrst og fremst ábyrgur fjölskyldu-
faðir, reglusamur og einstaklega
laghentur. Traustur vinur.
Hinn 27. júlí sl. áttum við góða
stund í Barmahlíðinni. Elís var
léttur í spori, teinréttur og bar
þess ekki merki að vera kominn á
níræðisaldur. Við hugsuðum því að
hann yrði í það minnsta 100 ára
eins og faðir hans. En enginn ræð-
ur sínum næturstað.
A komandi jólum verður autt
sæti við okkar borð. Skarð fyrir
skildi, sem ekki verður fyllt. Að
heilsast og kveðjast, það er lífsins
saga. Við stöndum eftir í desem-
bernepjunni, en höfum góðar og
hlýjar minningar að ylja okur við.
Élsku Gauja og aðrir aðstand-
endur, innilegar samúðarkveðjur
frá okkur öllum í Birkigrand 33.
Guð blessi minningu Elisar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðný Margrét og Elías.
Elís G. Viborg trésmíðameistari,
sem nú hefur kvatt vini sína og
vandamenn, var einstakur maður.
Hógvær var hann og hjartahlýr,
gekk hljóðlega um og vann verk sín
af mikilli nákvæmni og með ein-
stakri umhyggju. Það era fáir
menn sem ég þekki sem kalla
mætti með sanni þúsundþjalasmiði
en það var Elís vissulega.
Lengi vann hann við trésmíðar,
t.d. í Völundi og í Gamla kompaní-
inu, en í seinni tíð vann hann við að
skerpa bitjám hvers konar tré-
smíðavéla. Það einstaka var að
hann hannaði og smíðaði skerping-
arvélar sínar sjálfur. Hann undir-
bjó þá vélsmíði á einstakan hátt.
Hann hugsaði út hvern þátt fyrir
sig, sá fyrir sér hvern íhlut, hverja
tilfærslu arma, hverja stillingu og
afstöðuna í heild. Hann kannaði
hvað hann gæti notað úr öðram
vélum og hvað þyrfti að sérsmíða
eða sníða til. Ekki teiknaði hann
eða gerði verklýsingar áður en
hann framkvæmdi smíðina, hann
hafði þetta allt í höfðinu. Það var
unun að sjá hve vel og nákvæmlega
áhöldin hans unnu og skiluðu góðu
verki. Það var ekki síður gaman að
heyra hann ræða um hvað og
hvemig næsta vél átti að vinna.
Það er óhætt að segja að hann hafi
verið mekanikker af Guðs náð.
Elís var traustur vinur og alltaf
var hann tilbúinn að liðsinna ef til
hans var leitað. Við höfum þekkst í
nokkur ár og átt mörg og góð sam-
töl. Hann var fastur gestur í Laug-
ardalslaug. I áratugi var hann
mættur hvern morgun þegar opn-
að var. Þar fór allt fram eftir föst-
um takti. Þar hittust vinir og félag-
ar dag eftir dag, ár eftir ár. Orð-
heppinn var hann en gat verið fast-
ur á skoðunum. Hann var hégóma-
laus og nægjusamur, gerði meiri
kröfur til sjálfs sín en til annarra,
undraðist stórum græðgi og aga-
leysi samtímans. Hugsjón hans
var, að hver og einn ætti að vera
sjálfstæður og standa á eigin fót-
um. Ekki rokkaði hann til í pólitík-
inni, hélt sig æ við sinn flokk og
hafði uppi vamir ef á þurfti að
halda. Nú era margir sem sakna
vinar í stað. Vel var fylgst með
þegar fréttist að Elís væri orðinn
veikur, kveðjur fóra á milli þann
tíma sem hann var á sjúkrahúsi.
Sárt var að vita hve mikið var á
hann lagt í veikindunum, sem
komu svo snöggt og ég vil segja
svo óvænt, því ekki var annað að
sjá en að þrek hans og framganga
öll væri eins og hann væri miklu
yngri en árin sögðu til um.
Blessuð sé minning hans.
Ég vil hér flytja kveðjur frá okk-
ur félögum hans í Laugardalslaug
og votta innilega samúð eiginkonu
hans og öðram ástvinum.
Sigursteinn Hersveinsson.
Elsku afi, nú leggst þú í þína
hinstu hvílu, þarft ekki að berjast
lengur við lífið, sem þótti ekki
ávallt létt. Við munum alltaf
minnast þín sem yndislegs afa
okkar. Þú varst alltaf svo flottur
og fínn, leist alltaf jafn unglega út.
Þú varst alltaf rólegur og
yfirvegaður, það líkaði okkur vel,
og var alltaf jafn gaman að koma í
heimsókn í Barmahlíðina. Við
minnumst þín alltaf bakvichp*
afgreiðsluborðið í bílskúrnum
(Harðmálmsskerping) að vinna
þína vinnu, þér líkaði vel að vinna
þar, því þar gastu gert það sem
þér þótti skemmtilegast, nýbúinn
að búa til stóra vél, sem þú ætlaðir
að nota í ellinni til að geta dundað
þér. Þú varst alltaf svo
heilsuhraustur og duglegur. Þú
fékkst það sem þér þótti vænst
um, að geta unnið til áttræðs eins
og þú ætlaðir þér. En svo eftir það
veiktistu. «•
Með þessum orðum kveðjum við
elskulegan afa okkar og biðjum
Guð að passa hann. Við viljum
biðja Guð að passa Gauju ömmu og
alla sem honum þótti vænt um.
Blessuð sé minning þín, elsku afi.
Þín afabörn,
Hildur Jóna, Þorsteinn
Már og Elísa Björk.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN TÓMAS GUÐJÓNSSON
frá Hlíð,
Austur-Eyjafjöllum,
lengst af búsettur í Bolungarvík,
andaðist á dvalarheimili aldraðra sjómanna í
Hafnarfirði, mánudaginn 7. desemer sl.
Kveðjuathöfn verður um hann í Fossvogs-
kapellu í dag, miðvikudaginn 9. desember kl. 11.00. Jarðsett verður frá
Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 12. desember kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á
að láta Slysavarnafélag íslands njóta þess.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KJARTAN MAGNÚSSON
kaupmaður,
Lindargötu 11,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginnn 11. desember kl. 13.30.
Guðrún H. Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Þór Kjartansson, Guðrún Hannesdóttir,
Magnús Rúnar Kjartansson,
Anna Kjartansdóttir,
Kjartan Gunnar Kjartansson,
Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir,
Birgir Kjartansson,
Sveinn Sigurður Kjartansson, Stella Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jóhanna Björk Jónsdóttir,
Sigurður O. Pétursson,
Marta Guðjónsdóttir,
Garðar Mýrdal,