Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 50
•MO MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR BERGMANN,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
5. desember.
Kristín Bergmann, Þröstur Gunnarsson,
Steinunn Bergmann, Hafsteinn Guðmundsson,
Þorsteinn Bergmann, Bergljót Þorsteinsdóttir,
Margrét Bergmann, Axel Eyjólfsson,
Lúðvík Bergmann, Elísabet María Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkser eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
FRÍMANN JÓHANNSSON,
Árskógum 8,
lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
að morgni þriðjudagsins 8. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Þórhallsdóttir,
Guðmundur Þ. Frímannsson, Margrét Pétursdóttir,
Ingibjörg B. Frímannsdóttir, Guðleifur Sigurðsson,
Jóhann G. Frímannsson Eyja Þóra Einarsdóttir,
María E. Frímannsdóttir, Guðmundur Arnarson,
Alma G. Frímannsdóttir, Páll Harðarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN JÓNSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Goðalandi 1,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
7. desember. Útförin auglýst síðar.
Hólmfríður Einarsdóttir,
Kristjana Jónsdóttir,
Ásbjörn Jónsson, Sif Thorlacius,
Gylfi Jón Ásbjörnsson,
Ragnhildur Kristjana Ásbjörnsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
MAGNÚS ODDSSON
byggingameistari,
frá Glerá, Akureyri,
sem lést þriðjudaginn 1. desembersl., verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
11. desember kl. 13.30.
Gyða Guðmundsdóttir,
Guðmundur Oddur Magnússon,
Ásthildur Magnúsdóttir,
Gísli Ingvarsson,
Uni Gíslason,
Ingveldur Gyða Gísladóttir,
Ingvar Gíslason.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
SIGURÐUR S. SIGURÐSSON,
Hólabraut 6,
Hafnarfirði,
sem lést miðvikudaginn 2. desember sl.,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtu-
daginn 10. desember kl. 13.30.
Matthildur Páisdóttir,
Halldóra Sigurðardóttir,
Róbert Sigurðsson,
Rósa Sigurðardóttir,
Páll Sigurðsson,
Sandra Sif Ingólfsdóttir
og aðstandendur.
GÍSLI
GUÐMUNDSSON
+ Gísli Guðmunds-
son fæddist
Reykjavílí 26. júní
1916, en fluttist til
Hafnarfjarðar 1920
frá Litla-Saurbæ í
Ölfusi. Hann lést á
Sölvangi í Hafnar-
fírði 29. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans, sem
lengst áttu heima á
Hverfisgötu 6 í
Hafnarfirði, vora
hjónin Guðrún Sig-
urðardóttir frá
Króki í Ölfusi, f. 21.
sept. 1892 í Strýtu í Ölfusi, d. 1.
feb. 1974, og Guðmundur Gísla-
son frá Reykjakoti í Ölfusi,
verkamaður, áður bóndi, f. 22.
okt. 1878, d. 5. okt. 1956.
Þau eignuðust auk Gisia sex
börn: 1) Ingigerði, f. 13. júní
1917, d. 26. mars 1951. 2) Sig-
urð, f. 30. ágúst 1918, d. 19. maí
1997, 3) Guðlaugu,
f. 7. nóv. 1919, bú-
setta í Hafnarfirði.
4) Stefaníu, f. 3. okt.
d. 3. apríl
1985. 5) Guðmund,
f. 14. mars 1922, d.
28. okt. 1989. 6)
Jón, f. 2. jan. 1933,
d. 11. júní 1987.
Hinn 20. júní
1970 kvæntist Gísli
Sigurlaugu Sigurð-
ardóttur, f. 11. jan.
1913, frá Höfða í
Dýrafirði. Foreldr-
ar hennar voru
Margrét Jóna Petrúia Arnfinns-
dóttir og Sigurður Jónsson,
bóndi og vélstjóri, bæði ættuð
frá Dýrafirði. Heimili Gísla og
Sigurlaugar var alltaf í Hafnar-
firði. Aðalstarf Gisla var akstur
vönibifreiða.
títför Gísla hefur farið fram í
kyrrþey.
Við fráfall Gísla Guðmundssonar
vörubílstjóra hverfur af sjónar-
sviði minnisstæður fulltrúi þeirrar
stéttar vörubílstjóra í Hafnarfirði,
sem setti svip á bæjarlífið á árum
áður, en þeir önnuðust þá ýmsa
þjónustu fyrir bæjarbúa og fyrir-
tæki. Og mikið þótti okkur krökk-
unum í þá daga gaman að mega
sitja í bíl hjá þessum heiðursmönn-
um við akstur um bæinn og víðar
með kol, físk eða annan farm og
reyna að muna númer bílanna og
nöfn eigenda.
Allt frá tvítugsaldri var akstur
vörubfla aðalstarf Gísla, en á upp-
vaxtarárum hafði hann meðal ann-
ars verið við störf í sveit. Hann var
snemma mjög vinnusamur og vildi
fljótt leggja foreldrum sínum lið á
erfiðum tímum. Nær samfellt frá
1942-88 átti Gísli og rak eigin
vörubifreið.
Gísli var mjög traustur og far-
sæll ökumaður, lipur og greiðvik-
inn, sanngjarn og áreiðanlegur í
viðskiptum. Þá var hann ósérhlíf-
inn og tók stundum að sér verk,
sem aðrir veigruðu sér við. Sagði
hann mér frá ýmsu skemmtilegu í
sambandi við starfíð svo sem frá
ferðum norður í land.
Um tíma stundaði Gísli sjó og
var á bv. Haukanesi. Þá átti hann
trillubáta um ævina og einnig um
tíma átta tonna dekkbát, sem hann
lét smíða. Auk þess að sækja ná-
læg mið reri hann á dekkbátnum
eitt sumarið frá Þingeyri ásamt
Guðmundi, bróður sínum, og
Baldri Ólafssyni systursyni. Gísli
var kappsamur við sjómennskuna,
GRÍMUR
PÁLSSON
+ Grímur Pálsson fæddist á
Hjálmsstöðum í Laugardal
13. apríl 1907. Hann lést á
Hrafnistu í Reykjavík 29. nóv-
ember síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Askirkju 8. des-
ember.
Látinn er í hárri elli móðurbróð-
ir okkar, Grímur Pálsson frá
Hjálmsstöðum í Laugardal. í hon-
um áttum við glaðan og góðan
frænda sem okkur þótti öllum
vænt um. Hann og kona hans,
Helga Valtýsdóttir frá Seli í Land-
eyjum, koma mjög við sögu í kær-
ustu bernskuminningum okkar.
Framkoma Gríms öll var einstak-
lega prúðmannleg og skemmtileg,
hann var léttur í lund og manna
glaðastur á góðri stund í hópi
frænda og vina en slíkar stundir
áttum við margar á þeim löngu
liðnu árum þegar við vorum að
vaxa úr grasi. En alvaran var þó
aldrei langt undan enda var lífs-
baráttan hörð á þessum árum.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
1 Tft blómaverkstæði I
[ISlNNA I
Skólavörðustíg 12.
á horni Bergstaöastrætis,
sími 551 9090
Frá blautu bamsbeini var Grím-
ur vanur að taka til höndum og svo
var sem hugur fylgdi máli í hverju
því sem hann tók að sér. Okkur er
kunnugt að Grímur var eftirsóttur
og vel metinn starfsmaður. Hann
var víkingur til verka en jafnframt
bæði snyrtimenni og lipur í sam-
skiptum. Hvarvetna þótti hans
rúm vel skipað.
Á bemskuheimili okkar voru
Grímur og Helga jafnan nefnd í
einni andrá enda vora þau sam-
hent í starfi og rausn. Jólaboðin
hjá Helgu og Grími gleymast okk-
ur ekki. Þessi orð era fyrst og
fremst til þess ætluð að koma á
framfæri þakklæti okkar í þeima
garð.
Með áranum strjáluðust sam-
skipti svo sem verða vill en alltaf
var jafn gaman að hitta þau Grím
og Helgu og viðmót þeirra hlýtt og
elskulegt sem forðum. Grímur og
Helga reyndu þunga sorg þegar
Páll sonur þeirra féll frá í blóma
aldurs. En á efri áram áttu þau
styrka stoð í Valtý syni sínum og
fjölskyldu hans. Öllum aðstand-
endum Gríms sendum við bestu
kveðjur og vottum samúð okkar.
Bernskukynni af góðu fólki era
dýrmætt veganesti á lífsins leið-
um. Minning Gríms og Helgu
verður okkur ætíð kær og blessuð.
Börn Hildar Pálsdóttur
og Björns Jónssonar.
en þó ætíð með gætnina í fyrir-
rámi.
Hin síðari ár urðu kynni okkar
Gísla all náin. Kom hann þá oft á
skrifstofu mína til almenns spjalls.
Rifjaði þá gjarnan upp atvik frá
liðnum tíma, en Gísli hafði gott
minni, sagði vel frá og veitti mér
ýmsan fróðleik. Þá var hann glað-
sinna og gat verið gamansamur.
Gísli hafði góða söngrödd, kunni
mörg ljóð og var söngelskur. Féllu
því strengir okkar vel saman og
var oft glatt á hjalla við komur
hans. Einkum var honum hugstætt
norska lagið „Til sólar ég lít“ eftir
Ole Bull. Sönggleðina hefur Gísli
án efa fengið í arf frá foreldram
sínum, sem um tíma voru í kór
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Gísli var hávaxinn, myndarlegur
á velli, stæltur og sterkur til
verka. Hann lifði eftir dyggðum
„kærleika, trámennsku, hógværð-
ar og bindindis", sem um er ritað í
Heilagri ritningu, en hann hafnaði
alla tíð neyslu áfengis. Hann var
dagfarspráður, sóttist ekki eftir
vegtyllum og tranaði sér hvergi
fram. Einn mælikvarði á mann-
kosti er viðhorf manna til dýra, en
þeim sýndi Gísli einlægan áhuga
og hlýju allt frá unglingsárum í
sveitinni. Þá var hann mikil hjálp-
arhella foreldram sínum, systkin-
um og öðram ættingjum.
Dugnað og framtakssemi átti
Gísli í ríkum mæli. Þannig byggði
hann myndarlegt hús við Grænu-
kinn og hóf þar búskap 1970 með
eftirlifandi eiginkonu. Síðan réðust
þau hjónin í byggingu vandaðs ein-
býlishúss við Lyngberg og bjuggu
þar frá 1988-94, er þau fluttust á
Miðvang 41. Síðustu þrjú árin
dvaldist Gísli á Sólvangi og var
þakklátur fyrir þá góðu umönnun,
sem starfsfólkið þar veitti honum.
Kvaddur er góður vinur með
þakklæti fyrir vinsemd og traust,
sem þau hjónin, Gísli og Sigurlaug,
hafa sýnt mér.
Guð blessi minningu hans.
Árni Gunnlaugsson.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg íyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) —
vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali era nefndar
DOS-textaskrár. Þá era rit-
vinnslukerfin Word og Wor-
dPerfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar
gi-einar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Greinarhöfundar
era beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.