Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 59

Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 59“ BRÉF TIL BLAÐSINS Hug'leiðing’ um nýtingu hálendisins Frá Friðríki Haraldssyni: HÁLENDI íslands er meðal þess, sem við eigum tiltölulega ósnert af manna höndum. Það hefur að mestu leyti verið eins og það er enn þá nú á dögum frá örófi alda. Slíkt er ekki hægt að segja um lág- lendissvæðin á landinu, því að þau hafa tekið miklum breytingum vegna búsetu manna. Því er nauð- synlegt fyrir alla, hvort sem þeir hafa baiið hálendið augum eða ekki, að taka ákvörðun um nýtingu þess. Eigum við að halda því óbreyttu eða ekki? Hvers konar landi eigum við að skila til afkom- enda okkar? Á nýtingar- og fram- kvæmdagleðin að ráða eða eiga sagan og rómantíkin að taka völd- in? Erum við ein í heiminum? Eig- um við landið okkar ein? Er okkur falið að varðveita síðustu ósnortnu víðerni Evrópu eða alls heimsins óskert? Hver ræður ferðinni? Eru það fljótfengnir peningar eða fórn- ir til framtíðar, sem eiga að ráða ferðinni? Hvað eigum við að gera í nútíma þjóðfélagi, þegar orkan er stýrandi miðill? Er þessi orkumiðill hinn eini, sem er til ráðstöfunar? Hvað ber framtíðin í skauti sér? Við eigum margra kosta völ í þessu landi, því að orkan býr ekki síður í okkur en í landinu. Hvaða stefnu eigum við að taka til að fá salt í grautinn? Við vitum, að fáir landar okkai- afla okkur tekna til þess að getum gert það, sem við viljum gera. Utflutningur okkar byggist enn þá á meira en helmingi á sjávarafurðum. Kíkt á kvótann Frá Sófusi Bertelssyni: EINHVERS staðar las ég að fisk- veiðistjómarkerfi okkai’ sé það besta í heimi, ég sé enga ástæðu til að rengja það. En þó ég sé ómennt- aður og aldraður, tel ég mig hafa fullan rétt til að hafa skoðun, en ég álít mig hafa heilbrigða hugsun. Nefndir hafa verið sægreifar sem fengu kvóta gefins, eða svo er sagt, og þeir safnað auði í milljarða vís, og sagt er að bátaeigendur hafi selt báta sína, en haldið eftir kvót- anum, síðan leigt kvótann eða selt og lifað sældarlífi á suðrænum sól- ai'ströndum. Margir álíta að það sé ekki rétt að ráðstafa kvótanum til auðgunar fámenm'i stétt, og vilja að ríkið taki kvótann til baka og leigi síðan útgerðarmönnum gegn gjaldi. Mér fínnst það ekki rétt ráðstöfun, það gæti orðið til þess að margir mundu ekki treysta sér til að gera út og það mundi þýða atvinnumissi verkafólks í fiskiðnaði ásamt ýmiskonar missi í verslun og öðram iðnaði. Væri ekki ráðlegra að láta þá sem hafa kvótann að halda honum, en banna að selja hann eða leigja? Ef skip og bátar eru seld, þá fylgi kvótinn, skipin skulu eiga kvótann, ekki menn eða útgerðir. Ef ekki tekst að fiska upp í kvótann, þá falli það niður sem óveitt er af kvótanum það árið, þá lifir óveiddi fiskurinn áfram í haf- inu og fjölgar sér. Þungar sektir þurfa að vera fyrir að selja eða leigja kvóta, því enginn á hann nema skipin. Mér finnst þetta mjög einföld ráðstöfun, hvað sem hámenntaðir ráðherrar halda fram, en líklega leggjast þeir ekki svo lágt að lesa þetta pár mitt, en ef svo er, þá finnst þeim ég víst mjög einfaldur. En þrátt fyrir ein- faldleika minn, þá finnst mér að vernda þurfi fiskimiðin engu síður en fiskveiðarnar. Togarar draga vörpu eftir sjávarbotni, og hirða allt lífrænt, og því, sem ekki er nýt- anlegt, er mokað aftur dauðu í haf- ið. Hvað ætli fari margar billjónir af fiskseiðum forgörðum yfir árið? Einnig eyðileggur botnvarpan sjávarbotninn og malar niður kór- alinn. Banna ætti botnvörpungum að veiða innan 100 mflna landgrunns til að vernda gróður og fiskseiði. Trillukörlum er gert erfitt fyrir með því, að sífellt er verið að minnka við þá það sem þeir mega veiða á króka sína, svo það tekur því varla að ýta úr vör. Þeirra vinna er vistvæn, þeir eyðileggja ekki sjávarbotninn, og ef fiskur nær ekki löglegu máli, er honum sleppt aftur lifandi í hafið. Því er haldið fram að einstaka trillukarl þéni nokkrar milljónir yfir árið. Því skyldu þeir ekki mega það með dugnaði sínum og erfiði, þegar sæ- greifarnir þéna milljarða á dugnaði og ei'fiði annarra? Trillukarlarnir halda uppi litlum sjávai'plássum, þar sem stærri bátar hafa verið seldir burt. Væri það því ekki spor í rétta átt að rýmka stórlega veiði- leyfi trillukarlanna? Þetta era nú bara hugrenningar 84 ára gamal- mennis, sem stundaði sjó á sínum manndómsáram. SÓFUS BERTELSSON eldri, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Meirihlutinn er vaxandi og bygg- ist að mestu á hyggjuviti og mennt- un. Við erum smám saman að breytast úr veiðimannaþjóð í hugs- andi þjóð. Við vitum líka, að heim- urinn er að vaxa í sömu átt og við. Þess vegna eigum við líka að vita, að við eigum auðlindir, sem eru ákaflega aðlaðandi fyrir þá, sem eignast sífellt meiri tíma til að njóta þess að kynnast öðrum heimshlutum. Það er til forvitið fólk víðar en á Islandi. Þetta fólk er í auknum mæli að leita að því, sem landið okkar býður í stað þéttsetinna borga og byggðarlaga á megin- löndum heimsins. Það þráir að komast brott frá einsemd borg- anna og öðlast bein tengsl við nátt- úruna. Hana höfum við í miklum mæli og skylda okkar er að varð- veita hana fyrir alla jarðarbúa. Við eram bara með landið að láni á meðan við búum hér. Hver segir okkur, að við getum ráðstafað öll- um þess gæðum á meðan við lifum án þess að hugsa til þeiraa, sem koma á eftir okkur? Er það ekki hroki að hugsa þannig? Islendingar nútímans eru orðnir veraldarvanir, hafa ferðast víða og eiga eftir að halda því áfram. Við, þessir heims- vönu menn þessa lands, eigum að taka forystuhlutverk í náttúru- vernd og stýra stórþjóðunum í okkar átt. Við getum veitt hvali og nýtt okkur allar auðlindir lands og hafs eins og okkur sýnist án þess að valda öðram skaða, ef við gerum það skynsamlega. FRIÐRIK HARALDSSON, Hverafold 48, Reykjavík. GJÖF * jk ’ SEM *** GLEÐUR GJAFALYKILL AÐHÓTELÖRK ERLAUSNIN Verð frá kr. 6.900. Uppiýsingar og pantanir í síma 511 6030 og fax 511 6031. Sendum í póstkröfu. Raðgreiðslur Viðskiptanetið i___________________________________________________________________________________________________________________________________________i VIÐ HOFUM LÆKKAÐ LYFJAVERÐIÐ p—® INNSOGSLYF 6 stk. "startpakki" 499,- 18stk. fylling 799,- NICORETTE TYGGIGÚMMÍ 2 mg 105 stk. 1299,- 4 mg 105 stk. 1899,- ÞJÓNUSTA AN ENDURGJALDS Hjúkrunarfræðingur sinnir heimsendingarþjónustu á lyfjum. Blóðþrýstingsmælingar. INGÓLFS APÓTEK - MEÐ LÆGRA LYFJAVERÐ KRINGLUNNI 8-12 SÍMI: 568 9970 Kœru œttingjar og vinir. Hjartans þakkir til ykkar allra sem gerðu mér 90 ára afmœlisdaginn ógleymanlegan, með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeyt- um. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól! Ingileif Þóra Steinsdóttir. I»ÍS BOUTIQE Á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Eftirlíking úr Titanic Jólagjöf bílamannsins - Uppkeyrslubúkkar Ættu að vera til í hverjum bílskúr Nærðu honum Sendum um allt land H. Kristjúnsson pöntunarsími 552-6415 NÝJU A5KO UPPÞVOTTAVÉLARNAR Þær eru svo ótrúlega hljóölátar - og þvílíkur árangur Vínglosohilla Hnífaskúffa Há neöri m ASKO fíokks /?cmx Sænskar og serstakar fraa HÁTÚNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.