Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 63

Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 63 FÓLK í FRÉTTUM ÞORFINNUR Guðnason vinnur við að klippa myndina um Lalla Jones. UR fjölskyldulífi hagamúsarinnar. Hagamúsin sýnd á National Geographic í kvöld Goðsögn í lifanda lífí HAGAMÚSIN er í aðalhlutverki í samnefndri mynd. „Halló.“ Er þetta Þorfmnur? „Já.“ Sæll og blessaður. Er ég nokkuð að trufla? „Eg er að klippa myndina Lalla Jones,“ svarar Þorfínnur sem er staddur í Nýjabíói sem framleiðir myndina með honum. „Það er mynd um smákrimma sem ég fylgdist með í tvö ár. Þetta er saga af manni sem gengur út af Litla-Hrauni á miðjum aldri með eigur sínar í tveimur plast- pokum og þúsund kall í vasanum og þegar hann stígur út úr rútunni á BSÍ á hann í engin hús að venda.“ Er þetta heimildnrmynd? „Þetta er svolítið nýtt efni. Þetta Ier heimildai-mynd en hún lýtur lög- málum bíómyndarinnar því atburða- rásin dregur söguna áfram.“ Er ekki erfítt að ná tökum á svona söguefni? „Það tók tíma að ná trausti fólks- ins sem ég fjalla um,“ svarar Þor- finnur. „Og Lalla,“ bætir hann við. „En hann er skemmtilegur. Hann er bæði harður og mjúkur og hann er einn í heiminum. Hann á í baráttu við sjálfan sig og kerfið.“ ÍHvar er þessi Lalli í dag? „Hann er í Reykjavík en fer inn á Hraunið 15. janúar. Hann losnaði 10. nóvember og ég tók á móti hon- um og hef verið að fylgjast með honum síðan. Kúnstin við svona kvikmyndagerð er að verja tíma með Lalla og mynda söguþráð. Þetta er búið að taka mig tvö ár og ég er enn að.“ Hvernig kviknaði hugmyndin? „Ég er búinn að þekkja Lalla frá Ígamalli tíð frá því hann spilaði ball- skák á Klapparstígnum. Lalli Jones er goðsögn í lifandi lífi. Ég fékk svo hugmyndina þegar ég sótti heimild- armyndaráðstefnu í Svíþjóð árið 1996. Með nýrri tækni hefur lands- lag heimildarmynda breyst og menn eru farnir að gera persónulegri Stuttmyndin Hagamús- in verður sýnd kl. 221 kvöld á sjónvarpsstöð- inni National Geograp- ------?------------------- hic. I framhaldi af því stendur til að sýna hana í 110 löndum um allan heim. Pétur Blön- dal talaði við Þorfinn Guðnason sem er þegar byrjaður að vinna að næstu mynd og er hún ekki síður spennandi. myndir. Þá eru menn famir að segja skilið við viðtalsformið og leita að sögu. Og það er ríkjandi leikgleði í þessum nýju myndum." Hvað áttu við? „Þá á ég við að kvikmyndagerðar- menn eru orðnir sögumenn aftur í heimildarmyndinni og nú getur nán- ast hver sem er farið út á götu og gert persónulegar myndir vegna þess að það er orðið svo ódýrt að framleiða þær. Hinn tæknilegi kostnaður hefur minnkað ört. Búið er að nefna þessa nýju kvikmynda- gerð nýbylgju, sem er eiginlega klisja, og myndh-nar eiga það sam- merkt að þar eru sögumenn og þær eru persónulegar og skemmtilegar og daðra meira og meira við bíó- myndaformið.“ Hver er kostnaðurinn ? „Það er hægt að gera svona mynd fyrir kvikmyndahús með því að blása þetta upp fyrir innan við 20 milljónir í fulla lengd.“ Hvenær verður myndin tilbúin? „Þegar sagan er komin í hús. Ég reikna með að ég verði að til ársins 2000 og kannski endar myndin einmitt um aldamótin þegar Lalli stígur á stokk og kemur með ný áheit. Við höfum verið að fylgja eftir áheitum og væntingum Lalla. Þráð- urinn spinnst eftir því hvemig hon- um tekst að standa við þau.“ Þetta hljómar mjög spennandi. „Þetta tekur svolítið á sálina,“ svarar Þoi-finnur. „Ég þekki lítið til þessa umhverfis og það er töluvert mikið myrkm- þarna. En þetta er ferðalag um undirheima Reykjavík- urborgar og það fjallar um fólk sem t’ hefur orðið undir í lífinu, en líka um vináttu og kærleika og það góða sem býr í manninum.“ Ég hringdi eiginlega í þig til þess að tala um Hagamúsina. „Það verður Evrópufrumsýning á henni í kvöld kl. 22 að íslenskum tíma og síðan verður hún aftur sýnd á morgun kl. 18. Hún verður svo sýnd af og til næstu mánuði á sjónvarps- stöðinni National Geographic. Auk þess verður myndin sýnd á sjón- varpsstöðvum víða um heim, fyrir ut> an gervihnetti, meðal annars í Banda- ríkjunum, Kanada, Norðurlöndunum, Frakklandi, Þýskalandi..." Hvað eru þetta eiginlega mörg lönd? „Hún verður sýnd í samtals 110 löndum.“ Ertu þá ekki orðinn margmilljóna- mæringur? „Nei, þessi mynd stendur undir sér,“ svarai- Þorfinnur. „En þú verð- ur að athuga að ég er ennþá að fjár- magna myndina. Sem betur fer virð- ist það ætla að takast því ég tapaði svo á síðustu mynd.“ Hvaða mynd var það? „Húsey,“ svai’ar Þorfinnur. „Hún fékk menningarverðlaun DV árið 1994. En ég gat ekki selt hana er- lendis vegna þess að það var atriði í henni um seladráp. Ég fékk bréf frá sjónvarpsframleiðanda þar sem sagði: „Ef þú heldur að við ætlum að sýna hér dráp á saklausum selkópum þá hlýtur þá að vera brjálaðpr.“ Þá verðurðu þjóðhetja á Islandi? „Þá skulum við endilega birta þetta,“ segir Þorfinnur og hlær. MYNPBONP________ Spilling í Evrópu AL GORE bregður á leik í nýlegum þætti hjá Letterman. Brjálaði Sex (Crazy Six)_____________________ Spen ii ii iii v n «1 ★ Framleiðendur: Tom Karnowski, Schmoeller. Leikstjóri: Albert Pyun. Handritsliöfundur: Galen Yulen. Kvikmyndataka: George Mooradian. Tónlist: Tony Riparetti. Aðalhlut- verk: Rob Lowe, Ice-T, Mario Van Peebles, Burt Reynolds, Nana Milicevic. 93 mín. Bandarikin. Myndform 1998. Myndin bönnuð börnum innan 16 ára. LEIKSTJÓRI þessarar myndar, Albert Pyun, er þekktastur fyrir myndir eins og „Nemesis", „Cyborg" og „Adrenalin: Fear the Rush“, sem |j eru allar frekar ómerkilegar harð- aj hausamyndir. Það sem gerir þessa |j mynd frábrugðna fyrri myndum ™ Pyuns eru leikararnir, en Rob Lowe, Burt Reynolds og jafnvel Ice-T eru langtum betri leikarar en þeir sem eru vanir að vera í myndum Pyuns. Sagan sem er einföld og götótt, fjallar um baráttu smá- glæpamannsins Crazy Six við hinn illa Mao (Mario Van Peebles, sem ætti að forðast að tala með frönskum hreim) og aðra evr- ópska skúrka. Það gerist næstum því ekkert fyrstu 35 mínúturnar af þessari mynd en þeir sem þrauka þær finna smáglaðning í nokkrum venjulegum ofbeldisatriðum. Pyun leikstýrir myndinni eins og löngu tónlistar- myndbandi og passa lýsingin og kvikmyndatakan engan veginn við söguþráð myndarinnar. Ottó Geir Borg Skugga- hlið frægð- arinnar AÐDÁENDUR eru misaðgangs- harðir við átrúnaðargoð sín en líklega eru fáir harðari af sér en þeir sem elta spjallþáttastjórn- andann David Letterman á röndum. Nú síðast var Nellie Shirley, sem er 39 ára starfsmaður póstsins í Honea Path, dæmd í endurhæfingu eftir að hún var handtekin í garðinum við heimili Lettermans í New Canaan í september. Það var aðeins nokkrum dög- um eftir að önnur kona, Margar- et Ray, framdi sjálfsmorð með því að krjúpa fyrir framan kola- lest í Hotchkiss í Colorado. Ray átti við geðræn vandamál að stríða og hafði ítrekað kom- ist í fréttirnar fyrir að brjótast inn á heimili Lettermans, halda því fram að hún væri konan hans og jafnvel verið handtekin fyrir að stela Porsche-bifreið- inni hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.