Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 66
'66 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
HÉR sést Cantona ineð málglaða apann á höfðinu á flótta og
franska munkinum í myndinni „Mookie“.
FRANSKI leikarinn Jacques Villeret fer með hlutverk munksins og hér
sést hann hvfla lúin bein á öxl fótboltakappans, nei hnefaleikakappans!
Cantona á flótta með apa og munk
HVAÐ eiga talandi api, munkur og
Eric Cantona sameiginlegt? Jú,
þeir leika allir í nýju myndinni
„Mookie", sem frumsýnd er í dag í
Frakklandi. Franski fótboltakapp-
inn Eric Cantona sagði skilið við
Manchester United á sínum tíma,
lagði takkaskóna á hilluna og
ákvað að leggja leiklistina að fót-
um sér. Það hefur allt gengið eftir
og í nýju myndinni má sjá flótta-
ferð þar sem Cantona leikur hnefa-
leikakappa á flótta með talandi apa
og munki sem leikinn er af Jacques
Villeret. Örugglega forvitnilegar
samræður í þeirri flóttaferð.
Mulan
heldur
fyrsta
sætinu
LITLAR breytingar eru á listan-
um frá síðustu viku og trónir
teiknimyndin Mulan frá Disney-
fyrirtækinu ennþá í fyrsta sætinu.
Hin ljóshærða Mary er lífseig í
skammdeginu og fer aftur upp í
annað sætið eftir að hafa verið í
því þriðja í síðustu viku.
Þorvaldur Arnason hjá Sambíó-
unum segir að niðurstaða listans
komi sér ekki á óvart. „Mulan
virðist ætla að slá rækilega í gegn
á Islandi eins og annars staðar,
enda er önnur sýningarhelgin
mun betri en sú fyrsta.“ Greinilegt
er að fólk er að lyfta sér upp í
skammdeginu og eru gaman-
myndirnar í öðru og þriðja sæti
dæmi um það.
„Annars koma oft hasar- og
spennumyndir sterkar inn á þess-
um árstíma,“ segir Þorvaldur, „en
þá förum við að sjá fleiri karl-
menn í kvikmyndahúsunum. Ef til
vill á meðan konurnar eru að
sýsla í eldhúsinu eða við annan jó-
laundirbúning." Ný mynd á lista
er gott dæmi um hasarmynd sem
.............. T¥TTTm''l'I 81 i'II fl
VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI
Nr. vor vikur Mynd ; Framl./Oreifing Sýningarstaður
1. (1) 2 Mukm : Buena Vista Bíóhöllin, Bíóborgin, K
2. (3) 5 There's Something About Mary (Þoð er eitthvað við Mary) | 20th Century Fox Regnboginn
3. (2) 2 The Negotiotor (Samningamoðurinn) 1 Warner Bros. Bíóhöllin, Kringlubíó,
4. (4) 3 Blode (Blað) f New Line Cinema Laugarósbíó, Borgarbí
5. (5) 2 Taxi ; TFl Hóskólabíó
6. Ný - Knock Off (Hnefinn) i MDP Stjörnubíó
7. (7) 3 Out of Sight (líl úrsýn) ; Universal Hóskólabíó
8. (11) 6 Snoke Eyes (Snóksaugu) ; Buena Vista Bíóhöllin, Nýjn bíó Ak.
9. (6) 2 Con't Hnrdly Wait (Portýið) ; Columbia Tri-Star Stjörnubíó
10. (8) 5 AntZ (Mourar) : Dreamworks SKG Hóskólabíó
11. (9) 7 The Truman Show (Truman-þótturinn) ! Paramount Laugarósbíó
12. (10) 4 The Avengers (Hefnendumir) | Warner Bros. Bíóborgin, Kringlub.i
13. (12) 7 The Parent Trap (Foreldragildran) i Buena Visfa Bíóhöllin M
14. (13) 8 Wrongf ully Accused (Kærður snklnus) i Morgan Creek Bíóhöllin
15. (20) 13 Saving Private Ryan (Björgun óbreytts Ryans) i Dreamworks SKG Hóskólabíó
16. (18) 3 A Smile Like Yors (Brosið þitt) ; Rysher Ent. Bíóhöllin
17. (15) 10 Dr.DolÍttle (Dagfinnur dýralæknir) ; 20th Century Fox Regnboginn
18. Ný - Vor : Sonet Films Regnboginn
19. (27) 9 Small Soldiers (Smóir hermenn) ! Universal Hóskólobíó
20. (16) 11 Horse Wisperer (Hesiakvislorinn) i Buena Vista Bíóborgin
.1.1.,.11.1. i ii 11 n n ii 111111111 n m ii i n n ii n 111111 ii
fer beint inn í sjötta sætið, en þar
er slagsmálahundurinn Claude
Van Damme í aðalhlutverki. En
mynd Luc Besson, Taxi, heldur
fímmta sætinu og sama má segja
um Blað og Út úr sýn. Snáksaugu
hækka sig um eitt sæti en Partýið
fer niður í níunda sæti.
Sjón er
sögu ríkari
Öðruvísi blómabúð
blómaverkstæði
INNAs
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Handboltinn á Netinu ^mbl.is
/\LLTAf= €=/TTH\/A£J A/ÝT7
MYNPBÖNP
Vandamál
unglinga
Skaparinn
(The Maker)_______
Spnnnumynd
★ ★'/2
Framleiðendur: Andrew Lazar,
Demtri Samaha, Schmoeller. Leik-
stjóri: Tim Hunter. Handritshöfund-
ur: Rand Ravich. Kvikmyndataka:
Robert Taczanowski. Tónlist: Paul
Buckmaster. Aðalhlutverk: Matthew
Modine, Marie Lousie-Parker, Jon-
athan Rhys-Meyer, Michael Madsen,
Fairuza Balk, Jesse Borrego.
90 mín. Bandaríkin. Myndform 1998.
Myndin bönnuð börnum innan 16 ára.
JOSH er átján ára unglingur og
eyðir mestum tíma sínum að sniffa
lím og stela pósti. Hann bíður eftir
að heimurinn í
kring verði skilj-
anlegri og að
hann geti unnið
ástir lögreglu-
konunnar Emily
Peck. Josh er
mun greindari en
fólkið sem hann
umgengst en
skortir allan
metnað. Einn
daginn kemur Walter Schmeiss til
Josh og segist vera bróðir hans og
ætlar hann að kynna Josh fyrir
starfí fjölskyldunnar, sem auðvitað
er ólöglegs eðlis.
Þetta er nokkuð góð mynd um
firringu hins nútíma unglings í sam-
félaginu. Jonathan Rhys-Meyer er
virkilega góður í hlutverki Josh og
Matthew Modine, Mary Louise-
Parker og Fairuza Balk standa sig
vel í aukahlutverkum. Leikstjórinn
Tim Hunter hefur gert myndir á
borð við „Rivers Edge“ og „Saint of
Fort Washington" og er hann eink-
ar góður að gera myndir um fólk
sem stendur fyrir utan samfélagið.
Ottó Geir Borg
Söngelsk
Oskubuska
Öskubuska
(Cinderella)
Söngleikur
★
Framleiðsla: Mike Moder. Leikstjórn:
Robert Iscove. Handrit: Robert L.
Freedman. Tónlist: Richard Rodgers.
Aðalhlutverk: Brandy, Jason Alex-
ander og Whoopy Goldberg. 84 mín.
Bandarísk. Sam-myndbönd,
nóvember 1998. Öllum leyfð.
ÞESSI mynd er sjónvarpsupp-
færsla Disney fyrirtæksins á söng-
leik hins fræga tvíeykis Rodgers og
Hammerstein á
ævintýrinu fræga
um Öskubusku.
Afraksturinn
verður hinsvegar
sennilega aldrei
frægur, nema ef
vera skyldi af
endemis leiðind-
um. Það er e.t.v.
örlítill möguleiki
á að sanntrúaðir
söngleikjaaðdáendur kunni að meta
myndina, enda eru sjálfir söngvarn-
ir mjög áheyrilegir. Allt annað
minnir á kvalafullar stundir í tann-
læknastólnum. I útliti er reynt að
herma eftir teiknimyndum, sem nú
eru eina kvikmyndaformið þar sem
dans- og söngvaatriði halda velli
(illu heilli). Myndin hefði mögulega
getað gengið upp sem teiknimynd,
en eins og hún birtist er erfítt að
benda á jákvæðar hliðar. Leikur
stjarnanna er vandræðalegur, því
hvert atriðið er öðru afkáralegra.
Tilvalin mynd fyrir þá sem vilja
bjóða fjölskyldunni upp á þrautleið-
inlega kvöldstund.
Guðmundur Ásgeirsson