Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 72

Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 72
Drögum næst HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK A Sljórn Islenskra sjávarafurða hf. fundar Engin afstaða til sameiningar STJÓRN íslenskra sjávarafurða hf. tók ekki afstöðu til hugmynda um samvinnu eða sameiningu við Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf. eða samstarf við norska sjávarútvegs- fyrirtækið Norway Seafood á fundi sínum í gær, að sögn stjórnarfor- manns fyrirtækisins. Formaðurinn fundaði með starfsfólki fyrirtækis- ins eftir fundinn og stjórnarmenn og fulltrúar stórra hluthafa réðu ráðum sínum fram á kvöld. Ekki voru teknar neinar ákvarðan- ir á stjórnarfundinum í gær, að sögn Hermanns Hanssonar, stjómarfor- manns IS. Hann sagði eftir fundinn að það væri niðurstaða stjómarinnar að ekki væri tilefni til ákvörðunar en vék sér undan því að ræða efni máls- ins. Spurður um framhald málsins eða frekari fundahöld vísaði Her- mann einungis tO þess að næsti reglulegi stjómarfundur ÍS væri fyr- irhugaður 16. desember. Vísir í Grindavík kaupir 51 % hlut í Búlandstindi ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Vís- ir hf. í Grindavík hefur eignast 51% hlut í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis og nýr stjórnarformaður Búlandstinds, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki ræða um kaupverð eða af hverjum hlutaféð var keypt. Hann sagði aðeins að keypt hefði verið af fyrrverandi meirihluta. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins keypti Vísir meðal annars af Olíu- félaginu hf. I kjölfar kaupanna hefur verið gerð talsverð breyting Breytingar gerðar á stjórn Búlandstinds á stjórn Búlandstinds, en fjórir ný- ir stjórnarmenn hafa tekið sæti í stjórn félagsins. A aðalfundi félagsins í gær kom fram að taprekstur varð á rekstrar- ári félagsins upp á rúmlega 194 milljónir króna og að skuldir hefðu aukist úr einum milljarði í rúmlega 1,6 milljarða. Haraldur L. Haralds- son, sem tók tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Búlandstinds í október, segir að þrennt hafi eink- um valdið auknum skuldum á rekstrarárinu, en það er gert upp miðað við kvótaár. Félagið hafi keypt nýjan togbát, unnið að upp- byggingu á bræðslunni á Djúpavogi og tekið lán til þess að fjármagna reksturinn vegna mikils taprekst- urs. Hann segir að meirihlutakaup Vísis í Búlandstindi sé farsæl lausn fyrir Djúpavog og Breiðdalsvík, en fyrirtækið rekur starfsemi á báðum stöðum. Morgunblaðið/RAX Islenskt hjartalyf leyft í Þýskalandi Á ferðinni í Firðinum EINBEITNIN skín úr svip þess- ara ungu hljóðfæraleikara sem urðu á vegi ljósmyndara Morgun- ^hlaðsins í Hafnarfirði í skamm- cieginu. Ekki er alveg útilokað að tónlistarfólkið unga hafí verið að koma af hljómsveitaræfíngu, þar sem upprennandi snillingar hafi látið jólalögin hljóma. Þrátt fyrir daglegt amstur og háalvarlega tónlistartíma er næsta víst að börnin eru farin að hlakka til jól- anna. BÚIÐ er að viðurkenna hjartalyf sem íslenska lyfjafyrirtækið Omega Farma hefur þróað og framleiðir, á lyfjamarkaði í Þýskalandi. Verið er að kynna lyfið þar í landi um þessai- mundir, að sögn Friðriks Steins Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Omega Fai'ma, og kveður hann for- svarsmenn fyrh'tækisins bjartsýna á frekari landvinninga á Evrópumark- aði. Lyfið nefnist „doxazosin“ og er gefið við háþrýstingi og í meðferð vegna stækkunar blöðruhálskirtils. Um er að ræða samheitalyf og kall- ast samsvarandi lyf á íslenskum markaði „carduran". Velta Omega Farma á þessu ári nemur um 250 milljónum króna, að sögn Friðriks, og er verðmæti framleiðslusamn- ingsins ekki meira en 10% af veltu, að hans sögn. Framlegð í þessum út- flatningi nemur að hans sögn um 15 milljónum króna. 4 milljónir fluttar út Það sem af er þessu ári hafa fjög- ur hundruð þúsund skammtar af lyf- inu „doxazosin“ verið fluttir til Þýskalands, samtals um 14 milljónir taflna. Lyfíð er framleitt fyrir þrjá þýska aðila sem annast markaðs- setningu þess og er það kynnt með vörumerkjum þeirra en ekki íslenska framleiðandans. Friðrik Steinn segir óljóst hversu lengi þessi framleiðslusamningur muni gilda, enda velti það mjög á viðtökum lyfsins ytra. „Lyfið er nýskráð og nýkomið á markað. Sú staðreynd að það hefur verið viðurkennt á markaði ytra sýnir að það er eins og frumlyfið, sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því upp- fylla þai-f geysilegar kröfur um gæði lyfjanna og þær upplýsingar sem þeim fylgja til að komast inn á mark- að þar. Þetta er því ákveðinn gæða- stimpill. Við flytjum út þessar 14 milljónir taflna á þessu ári en óvíst er hvað tekur við að því loknu. Við telj- um hins vegai- að fleiri lyf frá okkui- verði skráð á evrópskan markað á næstunni, og velgengni „doxazosin" mun sjálfsagt auðvelda okkur að fá slíka skráningu," segir Friðrik. 24 tegundir lyfja Omega Farma er átta ára gamalt fyrirtæki sem 30 manns starfa hjá. Fyrirtækið framleiðir 24 tegundir lyfja fyrir íslenskan markað auk 16 tegunda vítamína. Frumvarp um miðlæg- an gagnagrunn Stangast einkaleyfi á við stjórn- arskrá? BRYNDÍS Hlöðversdóttir alþingis- maður telur hugsanlegt að einkaleyfi til gerðar og starfrækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði stang- ist á við jafnræðisákvæði stjómar- skrár og ákvæði stjómarskrárinnar um atvinnufrelsi í ljósi dóms Hæsta- réttar um svokallað kvótamál. I fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ýmsan lærdóm megi draga af kvótadómnum um við- komandi stjómarskrárákvæði sem megi svo aftur nýta sér til að skoða gagnagrunnsfrumvarpið í nýju ljósi. Kvótadómurinn marki einnig tíma- mót að því leyti að þar gafst almenn- um borgara sem átti engra sérstakra hagsmuna að gæta færi á að láta reyna almennt á tiltekna löggjöf. Sömu formúlu virðist mega nota um gagnagrunninn; þeir sem ekki hljóti rekstrarleyfi geti borið synjun heil- brigðisráðherra undir dómstóla. I gær skomðu 108 læknar á Al- þingi að samþykkja ekki fyrirliggj- andi frumvarp um miðlægan gagna- grunn á heUbrigðissviði og segjast þeir ekki munu senda upplýsingar um sjúklinga sína í hinn væntanlega miðlæga gagnagrunn nema sam- kvæmt skriflegri ósk þeirra. ■ Einkaleyfi brot/13 ■ Senda ekki/13 ■ UppfyIlir/37 Yfir 700 umsóknir um kvóta Á ÁTTUNDA hundrað um- sókna um veiðileyfi og veiði- heimildir hafði borist sjávarút- vegsráðuneytinu síðdegis í gær. Rúmlega 300 umsóknfr bárust ráðuneytinu í fyrradag þannig að ekkert lát virðist á umsókn- um um kvóta. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvernig umsóknunum verður svarað. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í dag til að fjalla um viðbrögð við dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.