Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 1

Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 282. TBL. 86. ARG. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Innanrrkisráðherra Breta úrskurðar framsalskröfu á hendur Pinochet gilda Chilestjórn æf en mann- réttindasamtök fagna Reuters 3,6 millj- óna ára mannapi SUÐUR-afrískir vísindamenn til- kynntu í gær aö þeir hefðu fundið beinagrind mannapa sem þeir telja hafa verið uppi fyrir um 3,6 millj- ónum ára. Segja þeir fundinn stór- merkan og að hann kunni að gefa ómetanlegar vísbendingar um þró- un mannsins. Beinagrindin fannst í kalksteins- námu nærri Jóhannesarborg og hefur hún ekki verið grafin upp að fullu. Hún er af mannapa sem var 1,22 metrar á hæð, gekk uppréttur og klifraði í trjám. Stærð heila hans var um þriðjungur af heila nútímamanns, á stærð við kaffi- bolla. Suður-afrísku vísindamennirnir segja það mikið lán að finna heila beinagrind, þar sem væntanlega verði hægt að lesa úr henni hvern- ig mannapinn hreyfði sig. Þá kunni beinagrindin að færa vísindamönn- um einhver svör um týnda hlekk- inn í þróuninni frá apa til manns. Beinagrindin er mun eldri en þeir steingervingar sem áður hafa fundist svo sunnarlega í Afríku. Elsta beinagrind mannapa sem fundist hefur var grafin upp í Tansaníu. Hún var 3,75 milljóna ára gömul og var gefið nafnið Lucy. Mannapinn sem fannst í Suð- ur-Afríku er sagður hafa verið kominn mun lengra á þróunar- brautinni en Lucy. Pinochet fyrir rétt á föstudag London, Santiago, Madríd. Reuters. JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í gær niðurstöðu dóm- stóls bresku lávarðadeildarinnar um að taka mætti fyrir framsalskröfu spænsks saksóknara á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile. Chilestjórn brást ókvæða við ákvörðun Straws og kallaði sendiherra sinn heim en mannréttindasamtök hafa fagnað henni. Hefst nú lagalegt ferli sem dregist getur á langinn, þar sem lögmenn Pinochets segjast munu áfrýja hverri einustu dómsniðurstöðu sem sé einræðisherranum fyrrverandi í óhag. Er í raun óvíst að framsalskrafan yfir Pinochet nái fram að ganga, þar sem hann er orðinn 83 ára og heilsulítill. Pinochet í niðurstöðu sinni segir Straw að aldur, heilsa eða staða Pinochets komi ekki í veg fyr- ir að framsalskrafa á hendur honum verði tekin fyrir. Veitti Straw bresk- um dómstólum leyfí til að taka fyr- ir framsalsbeiðnina en Pinochet hef- ur verið ákærður fyrir morð, pynt- ingar og mannrán í stjórnartíð sinni frá 1973-1990. Lögmenn Pinochets höfðu haldið því ft-am að hann hefði ekki heilsu til að koma fyrir dómara, hann nyti friðhelgi sem öldungadeildarþing- maður, og að einn dómaranna sem úrskurðuðu í máli hans fyrir hálfum mánuði væri ekki hlutlaus þar sem hann hefði starfað fyrir mannrétt- indasamtökin Amnesty Inter- national. Straw vísaði öllum rök- semdum lögmannanna á bug og lagði „sérstaka áherslu" á þá skyldu breskra stjórnvalda að standa við evrópska reglugerð um framsal. Nú tekur við langt og flókið laga- ferli. Pinochet á að mæta fyrir dóm- ara á morgun, fóstudag, þar sem framsalskrafan á hendur honum verður formlega tekin fyrir. Falli dómur um að framsalsbeiðnin eigi fram að ganga mun Straw úrskurða að nýju um framsal til Spánar. „Við erum ákaflega glöð ... yfir þessari afdrifaríku ákvörðun og þá ekld síst vegna þess að hún kemur á sama tíma og haldið er upp á fimmtíu ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Viviana Diaz, varaformaður samtaka fjöl- skyldna þeirra sem voru handteknir eða hurfu í stjómartíð Pinochets. Talsmenn mannréttindasamtaka tóku undir fögnuð Diaz. í London dönsuðu chileskir útlagar á götum úti en fylgismenn Pinochets gerðu hróp að þeim. Viðbrögð almennings í Chile voru hófstillt en stjómvöld bragðust æf við, sögðu úrskurðinn til marks um nýlendustefnu Breta, sem leituðust við að „refsa litlu landi sem reyndi að þróast fram á við“. Spænsk stjórnvöld lögðu á það áherslu að málið væri nú í höndum breskra og spænskra dómstóla og að þau kæmu þar hvergi nærri. Bandaríkjastjórn tjáir sig ekki Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði allt of snemmt að tjá sig um niðurstöðu Straws. Elisabeth Guigou, dómsmálaráð- herra Frakklands, fagnaði henni og sagði hana marka nýtt skeið í barátt- unni fyrir mannréttindum. Þá lýsti innanríkisráðherra landsins því yfir í gær að Frakkar væra „ekki andvíg- ir“ því að sækja fyrrverandi einræð- isherra Haítí, Jean-Claude „Baby Doc“ Duvalier, til saka fyrir svipuð grimmdarverk og Pinochet. Baby Doc hefur dvalist í Frakklandi frá 1986. Reuters FJÖLSKYLDUR þeirra, sem hurfu eða létu lífið í stjdrnartíð Pin- ochets, fögnuðu í gær í Santíagd úrskurði breska innanrfkisráðherr- ans um að framsalskrafa á hendur Pinochets yrði tekin fyrir. Ekkjum í útlegð sagt að höfða mál Nýju-Delhí. The Daily Telegraph. YFIRVÖLD á Indlandi hafa hvatt þúsundir indverskra ekkna til að höfða mál gegn börnum sínum fyrir að hrekja þær burt til að deyja í soralegum fátæki-ahverf- um í borginni Varanasi við bakka Ganges-fljóts. Fjölskyldur í Bengal hafa öld- um saman hrakið ekkjur í útlegð skömmu eftir andlát eiginmanna þeirra til að deyja í Varanasi og öðlast þannig „sáluhjálp". Ind- verska stjórnin telur að 16.000 konur séu í útlegð í borginni. Bengalai- telja að útlegð kvenn- anna í Varanasi leiði til „nirvana“, eða lausnar frá hringrás endur- holdgunar. Líf þeirra í borginni er hins vegar ömurlegt. Margar þeiraa sjá sér farborða með betli og glæpahópar hafa þröngvað öðrum í vændi til að greiða leigu fyrir hreysi sín. Indverska stjórnin hefur skor- að á Bengala að binda enda á þessa hefð og segja að yfirvöld í héraðinu hafi ekki gert nóg til að hindra hana. Indverskur dómari úrskurðaði nýlega að konurnar hefðu rétt til að höfða mál gegn börnum sínum fyrir að svipta þær réttinum til að „lifa sómasamlegu og heiðvirðu lífi“. Hann sagði að líta bæri á ekkjurnar sem „hjálp- arvana fórnarlömb fjölskyldu- ógæfu og úrkynjaðra gilda“. frakar hindra störf vopnaeftirlits SÞ SÞ sakaðar um „ögrandi“ eftirlit Bagdad, New York. Reuters. IRAKAR sökuðu vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, SÞ, í gær um að hafa farið án heimildar inn á „við- kvæmt“ svæði í vopnaleit og brotið þar með samkomulag þeiiTa við SÞ um eftirlitið. Fjórir eftirlitsmenn gerðu tilraun til að skoða höfuð- stöðvar stjórnarflokksins, Baath, en urðu frá að hverfa. Sagði Richard Butler, yfinnaður þehra, að Irakar hefðu engan rétt tfl að koma í veg fyrir störf vopnaeftirlitsmanna og að hann liti atvikið í gær „mjög alvar- legum augum“. Tólf eftirlitsmenn hugðust gera óvænta vopnaleit í húsakynnurr. Baath, en voru stöðvaðir við inn- ganginn. Sagði Amir Muhammad Rasheed, olíumálaráðherra Iraka, að fjórir úr hópnum hefðu farið inn í bygginguna en þeir hefðu hætt við skoðun eftir að hafa ráðfært sig við Butler, þar sem ljóst hefði verið að hinir átta fengju ekki að fara inn. Rasheed og aðrir ráðamenn hafa mótmælt skoðuninni harðlega, sagt hana „ögi;andi“ og því brjóta sam- komulag íraka og SÞ. Butler vísar þessu á bug, segir það Iraka sem brjóti gerða samninga. Rasheed sagði í gær að leystist málið ekki gæti það leitt til alvar- legrar „kreppu, deilna og vanda- mála“. Svaraði Bandaríkjastjórn þegar í sömu mynt en talsmaður Bandaríkjaforseta lýsti því yfir að stjórnin væri reiðubúin til að grípa til aðgerða hvenær sem væri. Reuters Nóbelshátíð undirbúin BORGARSTARFSMENN í Stokkhólmi moka snjó af tröpp- um ráðhúss borgarinnar en í dag verða Nóbelsverðlaunin af- hent þar og í Ósló. Mikil ofan- koma hefur verið í Svíþjóð síð- ustu daga og er þar allt á kafí í snjó. ■ Kom í veg fyrir að Gandhi/28 Repúblikan- ar leggja til málshöfðun Washinglon. Reuters. REPUBLIKANAR í dómsmála- nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja- þings lögðu í gær til að höfðað yrði mál á hendur Bill Clinton Banda- ríkjaforseta, byggt á fjórum ákæra- atriðum. Verður tillaga þeirra tekin fyrir í dag en tvö ákæruatriði vai’ða meinsæri, eitt misbeitingu valds og eitt hindrun framgangs réttvísinnar. Repúblikanar í nefndinni telja Clinton sekan um að hafa sagt ósatt við yfirheyrslu Kenneths Starrs, sér- skipaðs saksóknara, í ágúst sl. og í vitnisburði í janúar sl. í máli Paulu Jones. Clinton er sagður hafa hindr- að framgang réttvísinnar með því að „tefja og leyna“ sönnunargögnum í máli Jones. Þá telja repúblikanar forsetann hafa misnotað vald sitt er hann hélt því fram að hann nyti sér- stakra réttinda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.