Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Leikskóli Sandgerðis Kviknaði í út frá jólaseríu SUÐURÁLMA leikskólans Sól- borgar í Sandgerði skemmdist mik- ið í eldi aðfaranótt miðvikudags. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kviknaði, en að sögn rannsóknar- deildar lögreglunnar í Keflavík er orsök eldsins rakin til rafmagns. Kviknað mun hafa í út frá framleng- ingarsnúru í jólaseríu. Slökkvilið Sandgerðis kom á vett- vang fjórum mínútum eftir útkall eða klukkan 3.55 um nóttina. Þá logaði í suðurálmu hússins, en slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á fáeinum mínútum. Þurfti að rjúfa þak hússins á kafla, en skemmdir vegna vatns urðu vart teljanlegar. Skemmdir vegna sóts og reyks urðu talsverðar, en aðrir hlutar bygging- arinnar eru óskemmdir. Reyndi ekki á brunavarða veggi Leikskólinn er um 280 fermetrar að flatarmáli og hann sækja daglega um 80 börn. Leikskólinn verður lok- aður næstu daga vegna hreinsunar og er vonast til að unnt verði að taka á móti bömum í norðurálmu hússins bráðlega en gera þarf end- urbætur á þaki suðurálmu hússins og innréttingum áður en hún kemst aftur í gagnið. í byggingareglugerð Skipulags- stofnunar er þess m.a. krafíst að leikskólar með fleiri en 50 böm upp- fylli strangari skilyrði en leikskólar með færri en 50 börn. Skal hvert dagvistarherbergi með samliggj- andi hópherbergi vera sjálfstætt brunahólf og hver dagvistardeild vera sjálfstæð brunasamstæða. Ein- ungis er um að ræða tvö rými í Sól- borg með brunavörðum vegg á milli. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík reyndi aldrei á bmnavarða veggi leikskólans þar sem fljótt var komið að eldinum og hann slökktur. Leikskólar um land allt þurfa samþykkti viðkomandi slökkviliðs- stjóra en treysti slökkviliðsstjóri sér ekki til að taka út bygginguna tekur Brunamálastofnun við mati á henni. Morgunblaðið/Golli Grísir í Húsdýra- garðinum GYLTAN Gjóla gaut 12 grísum í Húsdýragarðinum fyrir tveimur vikum og braggast þeir allir vel. Gjdla er þriggja ára og faðirinn, Darri, er sex ára. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að heimsækja grísina sem fyrst þar sem þeir eru fljótir að stækka. Frumvörp til laga um alþjóðleg viðskiptafélög Undanþegin gjöld- um og eignarskatti FINNUR Ingólfsson viðskipta- ráðherra kynnti á ríkisstjórnar- fundi í gær framvarp til laga um alþjóðleg viðskiptafélög. Samhliða lagði fjármálaráðherra fram fram- varp sem gerir ráð fyrir breyting- um á ákvæðum skattalaga í tengslum við alþjóðleg viðskipta- félög. í framvarpi viðskiptaráð- herra er gert ráð fyrir að alþjóð- legum viðskiptafélögum verði skapaður starfsgi’undvöllur hér á landi, m.a. með því að undanþiggja þau stimpilgjöldum og eignar- skatti og að tekjuskattur þeirra verði 5%. I fylgiframvarpi með framvarpi viðskiptaráðherra er gert ráð fyrir breytingum á lögum um álagningu skatta og opinberra gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga og mælir fjármálaráðherra fyrir því framvarpi. Frumvörpin byggjast á starfi og tillögum verkefnisstjómar sem for- sætisráðherra skipaði 1997 til að vinna að athugun á tækifærum til Gert verður ráð fyrir 5% tekjuskatti að efna til sérhæfðrar alþjóðlegrar viðskiptastarfsemi utan lögsögu á íslandi. Frumvarp viðskiptaráðherra gerir einnig ráð fyrir því að al- þjóðleg viðskiptafélög geti annast milligöngu um viðskipti með þjón- ustu milli aðila erlendis. Þar er einnig gert ráð fyrir því að sköpuð verði skilyrði fyrir starfsemi eign- arhaldsfélaga sem eingöngu eigi, fjárfesti og njóti arðs af eignar- hlutum í atvinnufyrirtækjum er- lendis eða í eignar- eða notkunar- réttindum á óhlutlægum réttind- um sem skráð era opinberri skráningu erlendis, auk útgáfu- réttinda erlendis. Ennfremur er gert ráð fyrir að alþjóðleg viðskiptafélög geti átt eða haft umráð yfir og skráð hér á landi flugvélar og skip, önnur en fiskiskip. Sérstök nefnd sinni eftirliti Gert er ráð fyrir að einungis hlutafélög eða einkahlutafélög sem stofnuð eru hér á landi geti fengið starfsleyfi sem er forsenda þess að þau geti talist alþjóðleg viðskiptafélög. Félögin geta hins vegar verið að öllu leyti í eigu er- lendra aðila. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að með stjómsýslu fari sérstök nefnd sem i eigi sæti fulltrúar nokkurra ráðuneyta. Er henni ætlað að veita starfsleyfi, fara með eftirlit og afturkalla starfsleyfi. Sérstaklega er kveðið á um víðtækai' heimildir nefndarinn- ar til að meta hvort þeir sem að fé- lagi standa teljist hæfir til að eiga eða stjóma alþjóðlegu viðskiptafé- lagi. Þannig er reynt að tryggja að aðilar sem tengjast með einhverj- um hætti glæpastarfsemi geti ekki nýtt sér þessa leið. Lengd viðvera í skólum í Reykjavík Gjald hækkar um allt að 36% um áramótin BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hækka gjald sem forráðamenn barna greiða fyrir lengda viðvera í skólum. Hækkunin tekur gildi 1. janúar og hækkar gjald fyrir hverja klukkustund úr 110 krónum í 150 kr. eða um 36%. Hámarksgjald er hú 6.500 krónur á barn á mánuði en hækkar 1. janúar í 8.500 krónur, eða um tæplega 31%. Efnisgjald vegna matarkaupa í heilsdagsskóla verður óbreytt. Lengd viðvera í skólum er þjón- usta sem börnum er veitt utan kennslustunda og stundum er nefnd heilsdagsskóli. Misjafnt er að hve miklu leyti forráðamenn nýta sér þessa þjónustu, en á síðasta ári komu 2.800 einstaklingar í 1.-4. bekk við sögu í heilsdagsskólum á vegum borgarinnar. Sumir staldra aðeins við fáeina tíma á viku en aðrir dag- lega. „I lengdri viðvera er veitt gæsla, aðstoð við heimanám, tómstunda- þjónusta, fæði og fleira," segir Ólaf- ur DaiTÍ Andrason, forstöðumaður rekstrarsviðs hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. „Borgin hefur niður- greitt starfsemina frá því hún hófst haustið 1992 en gjald fori'áðamanna hefur verið óbreytt frá upphafi. Á sama tíma hafa laun samkvæmt launavísitölu hækkað um þriðjung og síðan verður almenn launahækk- un nú um áramót. Af þessum sökum þótti tími til kominn að hækka gjald- ið nú í samræmi við þróun launa en borgin mun eftir sem áður þurfa að niðurgreiða þjónustuna. Hugmyndin var að gjöldin myndu standa undir auknum launakostnaði við lengda viðvera, en það næst naumast þótt gjaldið sé hækkað nú.“ Færri stundir en hærra verð fyrir hverja Ólafur Darri bendir á að vegna lengingar kennslutíma og einsetn- ingar skóla þurfi börn nú ekki á þjónustu heilsdagsskólans að halda í eins margar stundir og áður. Þannig greiði foreldrar að vísu hærra verð fyrir hverja stund en á móti komi að stundirnar séu færri en áður. „Það er líka rétt að taka fram að hámarksgjald á mánuði hækkar hlutfallslega minna en klukkustundargjald og því kemur hækkunin ekki verst við þá sem mest nýta sér þjónustuna," segir Ólafur Darri. Morgunblaðið/Kristinn SLÖKKVILIÐSMENNIRNIR Erling Þór Júlínusson, Óli Ragnar Gunnarsson, Björn Hermannsson, Arni Ómar Árnason, Lúðvík Lúð- víksson, Ólafur Sigurþórsson og Jón Viðar Matthíasson með viður- kenningarnar. Fyrir framan þá er Þorsteinn Ólafsson, formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Sjö slökkviliðs- menn heiðraðir STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra barna heiðraði í gær, mið- vikudag, sjö starfsmenn í Slökkviliði Reykjavíkur, sem hjóluðu umhverf- is landið síðastliðið sumar til styrkt- ar börnum með krabbamein. Reyndist framtak þeirra vera stærsta fjáröflun sem einstaklingar hafa staðið að að eigin frumkvæði í þágu barna með krabbamein frá því Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað. Slökkviliðsmennirnir og stuðn- ingsfólk þeirra söfnuðu áheitum alls staðar þar sem þeir fóra um og jafnvel víðar, en með þeim til halds og trausts fór Björn Hermannsson, starfsfélagi þeiraa, akandi ásamt hundinum Patta. Áheitin sem þeir félagar söfnuðu voru send til skrifstofu Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna sem innheimti með því að dreifa gíróseðlum til þeirra sem skráðu nöfn sín á áheitablöðin. Alls söfn- uðust áheit upp á rúmlega 2,9 milljónir króna og af þeim höfðu innheimst rúmlega 2,2 milljónir L desember síðastliðinn, eða 76% af áheitunum. I hófí þar sem slökkviliðsmenn- irnir voru heiðraðir kom fram að þeir hygðust taka fyrir nýtt sam- bærilegt verkefni næsta sumar. VlDSIOFn MVINNULÍF ísl. álfélagið Nýtt skipu- rit /C10 Fram l Á leið á : hlutabréfa- • markad : /C2 • KRINGMN Blaðinu í dag fylgír auglýsingablað frá Kringlunni Bladinu í dag fylgir auglýsingablað frá íþrótta- og ólympíusambandi íslands • Liverpool vill fá Indriða • Sigurðsson/B1 • •••••••••••••••••••••••••••• : Hermann allt of góður fyrir : Brentford/B1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.