Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt fræðslusetur Rafmagnsveitu Reykjavíkur formlega opnað
Börnum kynnt
beislun og
nýting raforku
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Islands, opnaði í gær form-
lega Rafheima, fræðslusetur
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en
auk hans var Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri við-
stödd opnunina ásamt öðrum
gestum.
Rafheimar eru á 1. hæð minja-
safns Rafmagnsveitunnar í El-
liðaárdal og er þeim ætlað að
vera fræðslusetur fyrir grunn-
skólabörn á orkuveitusvæði fyr-
irtækisins. Markmiðið er að auka
skilning þeirra og áhuga á vís-
indum og tækni sem tengist ís-
lenskum orkuiðnaði og um leið
að hvetja börn til náms í raun-
greinum. Hefur fyrirtækið staðið
að þessari framkvæmd með
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, en
ákvörðun um stofnun Rafheima
var tekin á síðasta ári.
í Rafheimum verður lögð
áhersla á kynningu raforkunnar,
beislun hennar og nýtingu. Lögð
verður áhersla á lifandi upplýs-
ingar um nýtingu rafmagns,
flutning þess frá orkuveri til
neytanda, orkunotkun og orku-
þörf. Fjallað verður um umhverf-
ismál, rafmagn og umhverfi og
umhverfisstefnu Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Ennfremur verður
sjónum beint að öðrum orkugjöf-
um, svo sem jarðhita, vindorku,
sjávarföllum, kjarnorku, vetni og
verður litið til framtíðar að þessu
leyti. Þá verður ítarleg fræðsla
um hættur af rafmagni og lagður
grunnur að forvörnum á þessu
sviði.
Miðað er við að öll 11 ára
börn á orkuveitusvæði Raf-
magnsveitu Reykjavíkur eigi
þess kost að heiinsækja Raf-
heima undir leiðsögn kennara
og fræðsluyfirvalda. Við kynn-
ingu og nám verður notast við
myndmál, spjöld og skyggnur,
kvikmyndir, tölvur og annan
þann tækjabúnað sem nútíma
upplýsingatækni býður upp á.
Nemendum verða falin verkefni
til úrlausnar, bæði verkleg og
skrifleg, og verða þau byggð á
þeim upplýsingum sem veittar
verða á staðnum.
Morgunblaðið/Ásdís
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarsljóri kynntu sér meðal annars við opnun Rafheima
hvernig virkja má orku úr sítrónum.
Meirihluti hafnarnefndar Reykjavíkur hafnaði erindi KEA-Nettó
KEA-Nettó verður ekki
á hafnarbakkanum
HAFNARNEFND Reykjavíkur
hafnaði í gær að breyta kvöðum um
hafnsækna starfsemi sem eru á
Geirsgötu 11, sem er hús í eigu
Heildverslunar Jóns Asbjömssonar.
Þetta þýðir að ekkert verður af sölu
hússins til KEA, sem áformaði að
setja þar upp matvöruverslun. Bæði
Borgarskipulag og borgarverkfræð-
ingur lögðust gegn erindi KEA.
Meh-ihluti R-listans klofnaði við
afgreiðslu málsins. Fjórir nefndar-
menn studdu tillögu um að hafna er-
indinu, Ami Þór Sigurðsson, formað-
ur hafnarnefndar, Rúnar Geir-
mundsson, Inga Jóna Þórðardóttir
og Guðlaugur Þór Þórðarson. Guð-
mundur Gíslason, vai-amaður Sig-
rúnar Magnúsdóttur, vildi hins veg-
ar jeyfa breytta notkun á húsinu.
í bókun sem Guðmundur lagði
fram á fundinum er lýst vonbrigðum
með afgreiðsluna. „Rekstur mat-
vörumarkaðai' á Miðbakka myndi
auka mannlíf við höfnina, sem hefur
verið stefna Reykjavíkurlistans. Ég
vek athygli hafnarstjómai' á því að
aukin samkeppni á matvörumarkaði
á undanförnum árum hefur leitt til
lægra matvöruverðs neytendum til
hagsbóta. Nú hefur þróunin snúist
við og eignarhald á matvömverslun-
um færst yfir á færri hendur sem
mun draga úr samkeppni og leiða til
hærra vöruverðs.“
í bókun Ingu Jónu og Guðlaugs
Þórs, borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, er þeim áhuga sem KEA-
Nettó hefur sýnt á verslunarrekstri í
miðborginni fagnað. Hvatt er til þess
að fyrirtækinu verði fundinn staður
þar og bent á lausar lóðir við
Tryggvagötu í því sambandi. „Borg-
arfulltrúai- Sjálfstæðisflokksins hafa
ítrekað sett fram hugmyndir og til-
lögur varðandi verslun í miðborginni
til að skapa meira rými og tryggja
fjölbreytni og samkeppni á því sviði.
Það er hins vegar ekki verkefni
Reykjavíkurhafnai' að bjarga R-list-
anum úr þeirri stöðu sem fyrir-
hyggjuleysið í þessum málum hefur
leitt til.“
Vilja að þarna verði áfram
hafnsækin starfsemi
„í þeirri vinnu sem fram hefur
farið af hálfu hafnarinnar og borgar-
innar varðandi aðalskipulag Reykja-
víkur og skipulag á hafnarsvæðunum
er gert ráð fyrir hafnsækinni stai'f-
semi á þessum stað. Þetta er lóð sem
er algerlega fram á hafnarbakka og
verslunarstarfsemin fellur einfald-
lega ekki undir þá skilgreiningu.
Hún er ekki hafnsækin starfsemi.
Við værum þá að gjörbylta í raun og
veru öllu skipulagi og þróunarvinnu
hafnarinnar ef við hefðum samþykkt
þetta erindi," sagði Arni Þór.
Hann sagði að það breytti engu
um niðurstöðuna þó að Jón As-
björnsson yrði áfram með skrifstofur
í húsinu. Þarna hefði verið gerð til-
laga um að breyta meginstarfsemi
hússins. „Við höfum fengið úrskurði
frá úrskurðamefnd skipulags- og
byggingarmála hvað eftir annað, um
að nýting á lóðum verði að vera í
samræmi við landnotkun á aðal-
skipulagi. Við getum ekki komist
framhjá því. Við hefðum þá þurft að
breyta aðalskipulagi og út af fyrir
sig væri hægt að gera það. Við höf-
um verið að hafna umsóknum um
landnotkunarbreytingum á hafnar-
svæðum, þar sem menn hafa beðið
um leyfi til að breyta landnotkun á
hafnarstarfsemi í eitthvað annað.
Það væri ekki í samræmi við það
sem við höfum verið að gera ef við
heimiluðum þetta núna. Það gengi á
svig við jafnræðisreglu gagnvart
okkar viðskiptavinum."
Árni Þór sagðist geta tekið undii'
að matvöruverslun á höfuðborgar-
svæðinu hefði verið í of miklum mæli
að færast yfir á hendur eins aðila.
Hann sagðist raunar vera þeirrar
skoðunar að þetta væri ískyggileg
þróun, en það gæti ekki verið hlut-
verk hafnarinnar að leysa það mál.
Svartur dagur fyrir
verslun í miðborginni
„Ég tel að þetta sé svartur dagur
fyrir verslun í miðborginni,“ sagði
Jón Ásbjörnsson fiskverkandi og
formaður Samtaka verslunarinnar.
„Ef þetta hefði verið samþykkt hefði
falist í þessu ákveðið mótvægi við
verslunarkjarna sem standa utan við
miðborgina. Þetta kemur því veru-
lega á óvart.“
Jón sagði að áformum KEA um
matvöruverslun í húsinu hefði verið
fagnað bæði í stjórn Þróunarfélags
Reykjavíkur og af Miðborgarsam-
tökunum. Hann sagði athyglisvert að
erlendur ráðgjafi, sem hefði unnið
deiliskipulag fyrh' Reykjavíkurborg
að miðbænum, væri jafnframt ráð-
gjafi Hagkaups-Bónuss í sambandi
við framkvæmdir við Kringluna.
Hann sagðist vona að borgin hefði
ekki byggt ákvarðanir sínar í þessu
máli á ráðum þessa manns.
Jón sagði að þessi niðurstaða
þýddi að hann myndi áfram reka
fiskverkun í þessu húsi. Þar væri
mjög gott að vera, en því væri ekki
að leyna að hann gæti rekið þessa
starfsemi í ódýrara húsnæði. Tilboð
KEA hefði komið óvænt og þess
vegna hefði þetta mál hafist. Jón
sagði að með ákvörðun sinni hefði
hafnarstjórn líklega verði að verð-
fella húsið um 100 milljónir. Það
væri ekki óeðlilegt að borgin tæki til-
lit til þessa við álagningu fasteigna-
gjalda.
KEA heldur áfram
leit að húsnæði
„Þetta eru vonbrigði ekki síst
vegna þess að við höfum fengið mjög
jákvæð viðbrögð að sunnan við
áformum okkar um að reka þarna
KEA-Nettóverslun. Menn hafa
þama ákveðin rök í þessu máli. Það
er horft til hafnsækinnar starfsemi
og fiskihafnar á þessu svæði. Við
verðum að beygja okkur undir þau
rök þó ég sjái ekki mikla framtíð fyr-
ir fiskihöfn á þessum stað,“ sagði
Sigmundur Ofeigsson, framkvæmda-
stjóri verslunarsviðs KEA.
Sigmundur sagði að forsvarsmenn
KEA hefðu rætt við hafnarnefnd og
forystumenn borgarinnar. Þeim
hefði á engu stigi málsins verið lofað
að kvöðum á húsinu yrði breytt. Þeir
hefðu kynnt fyrir hafnarstjórn að
burðarþungi rekstrarins í húsinu
yrði matvöruverslun, en einnig yrði
þar rekin kostsala fyrii' skip, auk
þess sem Jón Ásbjörnsson yrði þar
áfram með heildverslun sína.
Sigmundur sagði að KEA myndi
halda áfram að leita að húsnæði
undir verslun fyrir KEA-Nettó.
Það væri búið að bjóða KEA hús-
næði víða í borginni. Þetta væri allt
til skoðunar. Það væri hins vegar
ljóst að það væri ekki völ á eins
góðu húsnæði með góðan aðgang að
bílastæðum annars staðar í mið-
borginni.
HOLTACARÐAR
OND í DAC KL«
-22
rrrr%
Islandsbanki
Hækkun
afturvirk
í KJÖLFAR þess að íslands-
banki hækkaði gengi sitt á
kauprétti á hlutabréfum í Bún-
aðarbanka úr 2,28 í 2,40 hefur
verið ákveðið að láta alla þá 10
þúsund einstaklinga, sem strax
á fyrsta degi framseldu bankan-
um rétt sinn með bindandi
samningum á genginu 2,28 njóta
þessarar hækkunai- að fullu.
I fréttatilkynningu frá Is-
landsbanka segir að óvíst sé um
frekari hreyfingar gengis til
lækkunar eða hækkunar, en
ákveðið hafi verið að framan-
greint gengi, 2,4, verði látið
standa óbreytt gagnvart öllum
þessum aðilum, hvort sem
gengið lækkai- eða hækkar á
næstu dögum.
Segir einnig að reikna megi
með því að þessi ákvörðun hafi í
för með sér að hagnaður þess-
ara 10 þúsund aðila af þessum
viðskiptum hækki um um það
bil 10 milljónii' króna.
Lán á kenni-
tölu gæti
skert ör-
orkubætur
LÁN á kennitölu til kaupa á
hlutabréfum gæti skert bætur
frá Tryggingastofnun ríkisins
til þeiiTa öryrkja sem það gera
ef þeir eru á skerðingarmörk-
um, að sögn Jóhannesar Þórs
Guðbjartssonar, framkvæmda-
stjóra Sjálfsbjargar.
Jóhannes sagðist í samtali
við Morgunblaðið vita til þess
að öryrkjar hefðu t.d. lánað
kennitölu sína til kaupa á hluta-
bréfum í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins.
„Þetta er sök sér ef fólkið
fær sjálft peninginn, en ef fólk
er að gera þetta fyrir aðra með
því að lána því eða selja kenni-
töluna sína er ég ansi hræddur
um að mörgum geti brugðið í
brún þegar í kjölfarið kemur
skerðing á lífeyrinum,“ sagði
Jóhannes.
Borgarstjóri
um kjaradeilu
Riftun samn-
inga ólögleg
HALLDÓR Björnsson, for-
maður Dagsbrúnar/Framsókn-
ar, hitti Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra að
máli í gærmorgun í kjölfar þess
að félagsmenn í Dags-
brún/Framsókn sem starfa hjá
Reykjavíkurborg hafa sam-
þykkt í atkvæðagreiðslu heim-
ild til að segja upp kjarasamn-
ingum við borgina vegna deilna
um skólaliða.
Ingibjörg Sóh'ún sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að riftun
samninga væri ólögleg og að
óreyndu ætlaði hún ekki að gefa
sér að þeim yrði rift. Hún sagði
að ákveðið hefði verið að halda
annan fund um skólaliðamálið
og hugsanlega væri hægt að
finna á því lausn ef allir aðilar
væru tilbúnir til að teygja sig
nokkuð í átt til samkomulags.
„Þó að þeir séu búnir að efna
til þessarar atkvæðagreiðslu þá
eru þeir ekki þar með búnir að
rifta samningum. Riftun á kjara-
samningi væri algjörlega ólög-
leg, enda engin efnisati'iði til
hennar. Mér finnst reyndar orka
mjög tvímælis að vera að efna til
atkvæðagreiðslu í félaginu um
ólöglegt athæfi,“ sagði hún.