Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stj órnarandstæðingar um nefndarfor-
mennsku Kristins H. Gunnarssonar
Þing*flokksfor-
menn ræði for-
mennskuna
Morgunblaðið/Ásdís
Jólagjafir handa mömmu og pabba
JÓLAUNDIRBÚNINGUR er víða hafínn og leik- leikskólanum Vesturborg, voru í óða önn að
skólar borgarinnar eru þar engin undantekning. pakka inn jólagjöfum til mömmu og pabba
Elín Þóra og Dagmar Þórhildur, sem báðar eru á í gær.
Önnur umræða um gagnagrunninn
Mörgum spuming-
um enn ósvarað
ÖNNUR umræða um frumvarp til
laga um gagnagi-unn á heilbrigðis-
sviði hélt áfram í gær, þriðja daginn
í röð, og var að sögn Olafs G. Ein-
arssonar, forseta Alþingis, stefnt að
því að ljúka umræðunni í nótt.
Stjómarandstæðingar sögðu í um-
ræðunum í gær að þeir gætu alls
ekki sætt sig við frumvarpið eins og
það liti út nú. Þeir hafa gert fjöl-
margar athugasemdir við fram-
varpið, segja mörg atriði enn óljós
og enn fleiri spumingum ósvarað.
Nokkrir stjórnarþingmenn hafa
einnig haft á orði að nauðsynlegt sé
að vinna frumvarpið betur á milli
annarrar og þriðju umræðu og hafa
hvatt til þess að víðtækari sátt verði
náð um það. Auk þess virðist vera
nokkur munur á því hvemig ein-
stakir þingmenn túlka ákveðna
þætti framvarpsins og greinir þá til
að mynda á um það hvort einkaleyf-
ið standist ákvæði EES-samnings-
ins. Meðal þeirra atriða sem gagn-
rýnd hafa verið er ákvæðið um veit-
ingu einkaréttar til gerðar og starf-
rækslu gagnagrunnsins, þátttaka
rekstrarleyfishafa í svokallaðri að-
gengisnefnd og að ekki sé enn ljóst
hvaða upplýsingar fara inn í gagna-
granninn og hvaða ekki.
Nokkrir þingmanna jafnaðar-
manna hafa rétt fram sáttarhönd og
lagt fram ákveðin skilyrði fyrir því
að þeir samþykld frumvaipið.
Þeirra á meðal er Ágúst Einarsson
en hann leggur m.a. til að aðgengi
vísindamanna að gagnagranninum
verði auðveldað, einkaleyfíð verði
takmarkað í sex ár en ekki tólf, lögin
verði endurskoðuð eftir fímm ár en
ekki tíu ár og að staða og réttur
bama við ákvarðanatöku um þátt-
töku í granninum verði betur
tryggð. Þingmenn óháðra telja að
framvarpið þurfí að vinna mun bet-
ur og hafa reyndar lagt fram þingsá-
lyktunartillögu um dreifða gagna-
grunna á heilbrigðissviði, en auk
þess hafa þeir lagt fram tillögu til
rökstuddrar dagskrár um að fram-
varpinu verði vísað til ríkisstjómar-
innar. Þá hafa þeir tekið sér góðan
tíma til þess að fara yfir einstaka
þætti frumvarpsins og stóð Hjörleif-
ur Guttormsson í pontu í nær fímm
tíma í fyrrinótt eða frá kl. hálf eitt til
rúmlega fímm um morguninn.
Ögmundur Jónasson hefur eins
og Hjörleifur gagnrýnt frumvarpið
harðlega og kvaðst hann í umræð-
unum í gær telja að hið eina rétta í
þessari stöðu væri að samþykkja
vantraust á ríkisstjórnina. „Ég leyfi
mér að segja að ríkisstjóm Islands
gangi erindis bandarísks stórfyrir-
tækis hér á Alþingi íslendinga.
Gangi erindis fyrirtæksins Decode
Genetics Incorporated og sé hér í
strangri hagsmunagæslu fyrir það,“
sagði Ögmundur.
Einkaleyfí í 12 ár orkar tvímælis
Hjálmar Jónsson og Tómas Ingi
Olrich, þingmenn Sjálfstæðisflokks,
eru meðal þeirra stjórnarþing-
manna sem lagt hafa áherslu á að
frumvaipið verði unnið betur eftir
aðra umræðu. Þá hefur Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, skrifað undir
nefndarálit meirihluta heilbrigðis-
og trygginganefndar með fyrirvara.
í máli hennar í gær kom m.a. fram
að hún teldi orka tvímælis að einum
aðila skuli veitt sérleyfi til rekstrar
miðlægs gagnagrunns með heilsu-
farsupplýsingum íslendinga til svo
langs tíma sem gert er ráð fyrir í
frumvarpinu eða til 12 ára. Þá segir
hún m.a. að æskilegt hefði verið að
fínna aðra leið en þá að hafa fulltrúa
rekstrarleyfishafa í aðgengisnefnd-
inni og að skýrar hefði verið tekið á
upplýsingum um látna.
NOKKRAR umræður urðu um
nefndarformennsku Rristins H.
Gunnarssonar, þingmanns Fram-
sóknarflokks, í sjávarútvegsnefnd
Alþingis í upphafi þingfundar á Al-
þingi í gær og kröfðust þingmenn
jafnaðarmanna sem og formaður
Alþýðubandalagsins þess að sú for-
mennska yrði endurskoðuð í ljósi
þess að Kristinn hefði nýlega geng-
ið til liðs við framsóknarmenn. Eins
og kunnugt er gekk Kristinn form-
lega úr þingflokki Alþýðubanda-
lagsins fyn’ í haust en skömmu áður
hafði hann tekið við formennsku í
sjávarútvegsnefnd af Steingrími J.
Sigfússyni sem þá hafði sagt sig úr
Alþýðubandalaginu.
Ágúst Einarsson, þingflokki jafn-
aðarmanna, hóf umræðuna og benti
á að Kristinn hefði verið tilnefndur
sem formaður sjávanítvegsnefndar
af stjómarandstæðingum í samræmi
við samkomulag stjómar og stjórn-
arandstöðu um að þeir síðamefndu
fengju á kjörtímabilinu formennsku í
þremur fastanefndum Alþingis. Nú
væra stjórnarandstæðingai’ hins
vegar með tvo nefndarformenn, í fé-
lagsmálanefnd og heilbrigðis- og
trygginganefnd, þar sem Kristinn
væri genginn til liðs við framsóknar-
menn. í ljósi þess þyrftu fulltrúar
stjómar og stjómarandstöðu að
ræða íyrrnefnt samkomulag að nýju.
„Ég er ekki að gagnrýna með þessu
persónuna Kiistin H. Gunnarsson,"
sagði Ágúst.
Kristinn H. Gunnarsson gaf ekki
til kynna að hann hygðist láta af
formennsku í nefndinni en sagði að
sér fyndist málið, þ.e. það að hann
skyldi vera kominn í Framsóknar-
flokk, vera þingflokki jafnaðar-
manna óviðkomandi. „Þeir samn-
ingar sem snerta þingflokk jafnað-
armanna standa allir óbreyttir,
bæði hvað varðar nefndarsæti og
formennsku í nefnd,“ sagði hann.
„Tilefni Ágústs Einarssonar er ekk-
ert annað en pólitískt vegna þess að
hann óttast áhrifin af því að fylgið
streymi frá vinstri og inn á miðj-
una,“ fullyrti Kristinn.
Rætt í hópi
þingflokksformanna
Þegar hér var komið sögu sagði
Guðni Ágústsson, 3. varaforseti Al-
þingis, að það væri fyrst og fremst
nefndarinnar að skera úr um for-
mennskuna í nefndinni. Össur
Skarphéðinsson, þingflokki jafnað-
armanna, kvaðst hins vegar ósam-
þykkur þeirri túlkun. „Þetta er ekki
mál sem varðar einungis sjávarút-
vegsnefnd. Þetta varðai’ samninga
sem gerðir voru milli stjórnar og
stjómarandstöðu í haust,“ Össur
kvaðst á hinn bóginn ekki vera að
gera neinar athugasemdir við það
að Kristinn skyldi skipta um flokk.
„í mínum augum hefur hann verið
framsóknarmaður um talsvert
skeið.“
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, tók undir
þær óskir sem fram höfðu komið
hjá þingmönnum jafnaðai-manna og
beindi því til forseta Alþingis að
hann kallaði saman þingflokksfor-
menn til að ræða þetta mál. „Ef
ekki er lengur um samkomulag að
ræða [milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu] þarf það að koma formlega
fram,“ sagði hún.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
tók upp hanskann fyrir Kristin og
sagði að það þyi’fti að vera festa í
þessum málum. „Nú höfum við þeg-
ar haft tvo formenn með skömmu
millibili á þessum þingtíma og það
er algjörlega ómögulegt fyrir þing-
meirihluta að fara að taka einn inn
nýjan frá Alþýðubandalaginu sem
kannski yrði ekki mjög margar vik-
ur í þeim flokki, eins og þar hefur
gerst að undanförnu. Þannig að
slíkt hringl getur bara ekki gengið."
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, tók fram eins og
reyndar Margrét Frímannsdóttir
að formennska Kristins í sjávarát-
vegsnefnd hefði verið með miklum
ágætum. Hann fjallaði hins vegar
um málið á gamansömum nótum og
sagði að það væri „greinilega
hættulegt að vera formaður sjávar-
útvegsnefndar" þar sem þeir sem
hefðu gegnt starfinu á þessu kjör-
tímabili hefðu báðir horfíð til ann-
arra flokka úr Alþýðubandalaginu.
Hann velti því einnig fyrir sér hvort
ætlun stjórnarandstæðinga væri að
fá öðrum þeirra jafnaðarmanna,
sem sæti ættu í nefndinni, for-
mennskuna í sjávarútvegsnefnd eða
hvort ætlunin væri að annar þing-
maður Alþýðubandalags hlyti það
embætti. „Eg myndi hins vegar at-
huga það í ljósi sögunnar að það
gæti verið ákveðið hættuspil. Það er
kannski ekki bara sótt frá Alþýðu-
bandalagi yfir í Framsóknarflokk-
inn heldur gætu nú kannski ein-
hverjir í þeim ágæta þingflokki leit-
að inn í Sjálfstæðisflokkinn ef fram
heldur sem horfir.“
Óvíst hvenær
þingmenn fara
íjólafrí
ÖNNUR umræða um frumvarp til
laga um gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði hefur tekið lengri tíma á Al-
þingi en ráð var gert fyrir og því
óljóst hvenær þingi verður frestað
fyrir jólin. Starfsáætlun Alþingis
gerir ráð fyrir að þingfrestun verði
19. desember nk. en að sögn Ólafs
G. Einai’ssonar, forseta Alþingis,
gæti farið svo að þingið héldi áfram
störfum eftir það takist ekki að
ljúka ákveðnum þingmálum fyrir til-
settan tíma. Þeirra á meðal eru
gagnagrunnsfrumvarpið og fjár-
lagaframvarpið. Auk þess bíða
nokkur þingmál annai-rar og þriðju
umræðu en um tíu þingmál bíða
fyrstu umræðu.
Aðspurður kvaðst Ólafur hins
vegar ekkert geta sagt til um hvort
þingið ætti eftir að starfa milli jóla
og nýárs.
LJADP ÞEIM EYRA
í kvöld á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar
UGLUR He,gl Ingóifsson: Þægir Strákar
nn Kristín Helga Gunnarsdóttir:
Elsku besta Binna mín
AÐRAR Roy Jacobsen: ísmael
YERUR Sigurður G. Tómasson les úr þýðingu sinni
Sholom Aleikhem: Tevje kúabóndi
Ingibjörg Bergþórsdóttir les úr þýðingu sinni
Forrest Carter: Uppvöxtur litla trés
Gyrðir Elíasson les úr þýðingu sinni
Helen Fielding: Dagbók Bridget Jones
Sigríður Halldórsdóttir les úr þýðingu sinni
Hjörtur Hjartarson leikur á klarínettu
Fjárlaganefnd fjallar um vanda sjúkrahúsa
Tillögur starfshóps
ræddar næstu daga
Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30
Mól og menning • Laugavegi 18 • Simi 515 2500
FJÁRHAGSVANDI sjúkrahúsa
verður tekinn til umræðu hjá fjár-
laganefnd Alþingis milli annarrar
og þriðju umræðu fjárlaganna en
búist er við að þriðja umræða fari
síðan fram í lok næstu viku. Fjár-
laganefndin mun hafa til hliðsjónar
tillögur starfshóps heilbrigðisráðu-
neytis sem búist er við að skili á
næstu dögum.
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar, tjáði Morgunblaðinu í
gær að talsverðum viðbótarfjár-
munum væri veitt til sjúkrahúsanna
bæði á fjáraukalögum og fjárlögum
næsta árs, en eitthvað myndi samt
sem áður vanta uppá uppí halla
fyrri ára. Hann sagði fjárlaganefnd
skoða málið milli annarrar og þriðju
umræðu og fá þá til athugunar til-
lögur starfshóps heilbrigðisráðu-
neytisins. Honum var komið á
snemma á árinu og falið að leggja
fram tillögur um ráðstöfun viðbótar
framlaga til sjúkrahúsanna tveggja
í Reykjavík og nokkurra sjúkrahúsa
út um land. Jón sagði hópinn senn
ljúka störfum og kvaðst vænta til-
lagna hans einhvern næstu daga.
Formaður fjárlaganefndar sagði
æskilegt að koma á þjónustusamn-
ingum í heilbrigðiskei’finu. Til að
svo mætti verða þyrfti að skilgreina
ýtarlega og meta hvern verkþátt og
væri nú unnið að þeim undirbún-
ingi. Sagði hann viðbúið að í fram-
haldi af því yrði reynt að koma slík-
um samningum á smám saman