Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Veiðileyfí háð haffæris- skírteini og skráningu Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu í gær lagafrumvörp til breytingar á lögum um stjórn fískveiða þar sem lagt er til að við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni komi aðeins til greina þau fískiskip, sem hafí haffærisskírteini og skrásett séu á skipaskrá Siglingastofnunar. Frumvörpin eru hér birt í heild sinni. FRUMVARP til laga um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fískveiða, með síðari breyt- ingum (Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjaf- arþingi 1998-99) 1. gr.: 5. gr. laganna orðast svo: Við veitingu leyfa til veiða í at- vinnuskyni koma aðeins til greina þau fískiskip sem hafa haffæris- skírteini og skrásett eru á skipa- skrá Siglingastofnunar Islands eða sérstaka sla’á stofnunarinnai' fyrir báta undir 6 metrum. Skulu eigend- ur þeirra og útgerðir fullnægja skilyrðum til að stunda veiðar í fískveiðilandhelgi Islands sem kveðið er á um í lögum um fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnurekstri og í lögum um veiðar og vinnslu er- lendra skipa í fiskveiðilandhelgi Is- lands. 2. gr.: 6. gr. laganna fellur brott. 3. gr.: Orðin „eða þorskaflahá- marks og veiðidagar ekki til sókn- ardaga" í 2. mgi’. 6. gr. a laganna, sem verður 6. gr., falla brott. 4. gr.: 1. tölul. 3. mgr. 7. gr. lag- anna fellur brott. 5. gr.: í stað 2. málsl. 6. mgr. 11. gr. laganna koma tveir nýir máls- liðir, svohljóðandi: Einungis er heimilt að framselja aflahlutdeild af báti sem er minni en 6 brl. til báts eða báta undir þeim stærðarmörk- um. Ef bátur sem er minni en 6 brl. er stækkaður umfram þau mörk er einungis heimilt að framselja þá aflahlutdeild er báturinn hafði fyrir stækkun til báta sem eru minni en 6 brl. 6. gr.: Eftirtaldar breytingar verða á 12. gr. laganna: a. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott. b. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Einungis er heimilt að framselja aflamark báts sem minni er en 6 brl. til báts eða báta undir þeim stærðarmörkum. Ef bátur sem er minni en 6 brl. er stækkaður um- fram þau mörk er einungis heimilt að framselja þann hluta aflamarks bátsins sem leiddur er af þeirri aflahlutdeild sem báturinn hafði fyi-ir stækkun til báta sem era minni en 6 brl. 7. gr.: Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. I Bátar minni en 6 brh, sem stund- að hafa veiðar með línu og hand- færum með dagatakmörkunum eða með þorskaflahámarki, krókabátar, skulu á fiskveiðiárinu 1998/1999 stunda veiðar samkvæmt þessu ákvæði. Um veiðar annarra báta undir 6 brl. fer eftir gildistöku laga þessara eftir almennum ákvæðum laga um stjórn fiskveiða. Krókabátum er einungis heimilt að stunda veiðar með línu og hand- færum eða einungis með handfær- um. Þó er sjávarútvegsráðherra heimilt að veita þeim leyfi til að stunda veiðar á botndýrum með þeim veiðarfærum sem til þarf, svo sem plógum og gildrum, svo og til hrognkelsaveiða í net. Heildarþorskaflaviðmiðun króka- báta er 13,75% af ákvörðuðum heildarþorskafla. Þar af er saman- lagt þorskaflahámark þeirra báta sem þann kost hafa valið 12,64%, heildarþorskaflaviðmiðun þeirra báta sem stunda veiðar með daga- takmörkunum og nota línu og handfæri 0,18% og heildar- þorskaflaviðmiðun þeirra báta sem stunda veiðar með dagatakmörkun- um og nota handfæri eingöngu 0,93%. Heimilt er að framselja varan- lega þorskaflahámark krókabáts til annars krókabáts eða báta sem stunda veiðar með þorskaflahá- marki. Innan fiskveiðiárs er heimilt að flytja allt að 30% af úthlutuðu þorskafiahámarki krókabáts til annars ki-ókabáts eða báta sem stunda veiðar með þorskaflahá- marki. Enn fremur er heimilt að flytja til krókabáts á þorskaflahá- marki aflamark af þorski skv. 7. gr. Um þann flutning gilda almennar reglur um flutning aflamarks. Til- kynna skal Fiskistofu fyrir fram um flutning þorskaflahámarks milli báta og öðlast hann ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest flutn- inginn. Heimilt er að veita báti, sem stundað hefur veiðar með tiltekn- um fjölda sóknardaga síðastliðin tvö fiskveiðiár, leyfi til að stunda veiðar með þorskaflahámarki þess í stað, en reiknað þorskaflahámark bátsins verður þá áfram hluti sam- eiginlegs hámarksþorskafla báta sem stunda veiðar samkvæmt dagatakmörkunum. Sóknai’dagur telst vera allt að 24 klukkustundir frá upphafi veiði- ferðar. Sóknardegi telst lokið þegar bátur landar afla. Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um fyrirkomulag sóknardaga og eftirlit með þeim. Utan sóknardaga eru allar veiðar bannaðar. RáðheiTa getur þó heimilað að veiðar í sér- hæfð veiðarfæri samkvæmt síðari málslið 2. mgr. þessa ákvæðis, sem og veiðar með sérhæfðri línu til veiða á háffiskum, séu utan sóknar- daga. Fjöldi sóknardaga þeirra báta sem stunda veiðar með dagatak- mörkunum og nota línu og hand- færi skal vera 26 á fiskveiðiárinu 1998/1999. Ef bátur rær með línu skal margfalda fjölda nýttra daga með tölunni 1,9 á tímabilinu frá 1. maí tii 1. september en með tölunni 1,35 á öðrum tíma. Þorskafli hvers báts má þó eigi vera meiri en 30 lestir á fiskveiðiárinu miðað við óslægðan fisk. Sé einn maður í áhöfn krókabáts er óheimilt að róa með og eiga í sjó fleiri en 12 bala alls af línu fyrir hvem sóknardag en 20 bala séu tveir eða fleiri í áhöfn. Miðað er við að 500 krókar séu á línu í hverjum bala. Fjöldi sóknardaga þeirra báta sem veiðar stunda með dagatak- mörkunum og nota handfæri ein- göngu skal vera 32. Þó skal þorskafli hvers báts eigi vera meiri en 30 lestir á fiskveiðiárinu miðað við óslægðan fisk. Heimilt er að flytja veiðileyfi frá krókabáti sem leyfi hefur til að veiða samkvæmt þessu ákvæði til annars jafnstórs krókabáts miðað við rúmtölu. Óheimilt er að flytja veiðileyfi til krókabáts sem er stærri en sá krókabátur sem veiði- leyfi lætur nema jafnframt sé flutt veiðileyfi af öðrum krókabáti sem er þrefalt stærri að rúmtölu en sem stækkuninni nemur. Slíkur bátur má þó ekki verða stærri en 6 brúttótonn. Óheimilt er að flytja veiðileyfi frá báti sem stundar veið- ar með þorskaflahámarki til báts sem stundar veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga. Óheimilt er að stækka krókabát nema flutt sé veiðileyfi af öðrum báti sem er þrefalt stærri að rúm- tölu en sem stækkuninni nemur. Óheimilt er að flytja veiðileyfi frá báti sem stundar veiðar með þorskaflahámarki til báts sem stundar veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga. Slíkum báti má þó aldrei breyta svo að hann verði stærri en 6 brúttótonn. Eins og hvað varðar aflamark í 2. mgr. 6. gr. getur ráðherra ákveðið að afli teljist ekki til þorskaflahá- marks og veiðidagar ekki til sókn- ardaga í tilteknum fjölda opinberra sjóstangaveiðimóta á fiskveiðiárinu 1998/1999. Áætlaðan afla krókabáta á fiskveiðiárinu 1998/1999 skal draga frá leyfðum heildarafla áður en honum er skipt á grundvelli afla- hlutdeildar. Ákvæði til bráðabirgða II Fyrir upphaf fiskveiðiársins 1999/2000 skal krókabátum úthlut- að aflahlutdeild samkvæmt þessu ákvæði. Bátar sem stundað hafa veiðar með þorskaflahámarki skulu fá út- hlutað aflahlutdeild í þorski miðað við þá hlutdeild sem aflahámark bátsins er í þeim 12,64% af há- marksþorskafla sem í hlut þessa bátaflokks hefur komið. Þeirri 0,18% hlutdeild í hámarks- þorskafla sem komið hefur í hlut báta sem stunda veiðar með daga- takmörkunum og nota línu og handfæri skal skipta jafnt milli báta í þessum flokki. Þeirn 0,93% hlutdeild í hámarks- þorskafla sem komið hefur í hlut báta sem stundað hafa veiðar með dagatakmörkunum og nota hand- færi eingöngu skal skipta jafnt milli báta í þessum flokki. Samanlögð hlutdeild krókabáta í hámarksafla af ýsu, ufsa og steinbít skal vera jöfn meðalhlutdeild þeirra í heildarafla af hverri þessara teg- unda almanaksárin 1996, 1997 og 1998 og skal hún skiptast milli veiðikerfa þeirra í sömu innbyrðis hlutföllum og þorskur skv. 2.-4. mgr. í flokki báta sem stundað hafa veiðar með þorskaflahámarki skal hlutdeild af ýsu, ufsa og steinbít skiptast í hlutfalli við veiðar hvers báts um sig á þessum árum og skal í þeim samanburði miðað við tvö bestu ár hvers báts af framan- greindum þremur árum. I flokkum báta sem stundað hafa veiðar með dagatakmörkunum skal hlutdeild af ýsu, ufsa og steinbít skiptast jafnt milli báta innan hvors flokks um sig. Ákvæði til bráðabirgða III Á fiskveiðiárinu 1999/2000 skal ráðstafa 5.000 lesta aflaheimildum af þorski til jöfnunar samkvæmt þessu ákvæði. Aflaheimildir þessar miðast við óslægðan fisk og skulu þær dregnar frá leyfðum heildar- afla þorsks áður en honum er skipt á grundvelli aflahlutdeildar. Uthlutað skal til þeirra skipa sem fiskveiðiárið 1998/1999 njóta úthlutunar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I í lögum nr. 83/1995 eða skipa sem koma í þeirra stað. Skal úthlutun til hvers skips vera meðaltal þess sem kom í hlut þess skips, eða skips sem í þess stað kom, á fiskveiðiárunum 1997/1998 og 1998/1999. Hafi ekkert skip komið í stað skips sem úthlutunar naut fiskveiðiárið 1998/1999 hækk- ar úthlutun samsvarandi til þeirra sem eftir eru. Ákvæði til bráðabirgða IV Sjávarútvegsráðherra skal fyrir lok ársins 2000 leggja skýi-slu fyrir Alþingi um áhrif laga um stjórn fískveiða. Endurskoða skal lögin iyrir lok fiskveiðiársins 2000/2001. Athugasemdir við lagafrumvai-p þetta Þann 3. desember sl. féll í Hæstarétti dómur í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu. Með dóminum var dæmd ógild sú ákvörðun sjáv- arútvegsráðuneytisins 10. desem- ber 1996 að hafna umsókn Valdi- mars um almennt og sérstakt veiði- leyfi. í forsendum dómsins kemur fram að ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, sé í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgi’. 65. gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði sem gæta þarf við takmörkun á atvinnufrelsi skv. 1. mgi'. 75. gr. hennar að því leyti sem jeyfi til veiða í fiskveiði- landhelgi íslands séu til frambúðar bundin við skip sem haldið hafi ver- ið til veiða á ákveðnum tíma. íslenski fiskiskipaflotinn stækk- aði mikið á sjöunda áratugnum og í upphafi þess áttunda. Þessi stækk- un ásamt ófullkomnum aðferðum við fiskveiðistjórn leiddi til þess að afli fór langt fram úr því sem æski- legt var talið miðað við fiskveiðiráð- gjöf og hámarksaflaviðmiðanir stjórnvalda. Haustið 1983 blasti við að íslenski fiskiskipaflotinn var orð- inn allt of stór miðað við afrakst- ursgetu fiskstofnanna og verulega þurfti að takmarka sókn og afla. Var það m.a. gert með því að binda veitingu leyfa til veiða í atvinnu- skyni við þau skip ein sem höfðu fengið veiðileyfi áður og höfðu ekki horfið varanlega úr rekstri, sem og skip sem komu í þeirra stað. Hlið- stæð regla hefur verið í gildi frá þeim tíma og er nú í áðurnefndri 5. gr. laga nr. 38/1990. Með dómi Hæstaréttar er þessari reglu hnekkt og það talið andstætt fyrr- greindum stjórnarskrárákvæðum að veita ekki veiðileyfi öðrum en þeim er hafa forræði yfir skipum sem fyi’ii’ eru í fiskiskipaflotanum. Er óhjákvæmilegt að við þessu sé brugðist af hálfu löggjafans þannig að settar verði reglur um veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni í stað þeirrar sem Hæstiréttur hefur ógilt. Eitt helsta viðfangsefni varðandi fiskveiðistjórn í heiminum um þess- ar mundir er að hafa hemil á stærð fiskiskipaflotans. í því sambandi má nefna að nú er unnið á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) að gerð alþjóðlegra samþykkta um þetta efni og verður málið væntan- lega til lykta leitt á sjávarútvegs- ráðherrafundi FAO í marsmánuði á næsta ári. Flest ef ekki öll fiskveiði- ríki hafa reglur er takmarka flota- stærð. Væri æskilegt að unnt væri í framhaldi af dómi Hæstaréttar að setja reglur sem í senn fullnægðu skilningi dómsins á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stuðluðu að jafnvægi milli afrakstursgetu fisk- stofnanna og afkastagetu fiski- skipaflotans. Veruleg vandkvæði sýnast þó á því að ná þessu markmiði. Aðgang- ur nýrra skipa og aðila þyrfti þá að tengjast því að skip og aðilar sem fyrir eru í útgerð hyrfu úr greininni og hættu starfsemi. Snýr vandinn við að opna aðgang að fiskiskipa- flotanum án þess að stækka hann því bæði að því að setja reglur um með hvaða hætti aðilar sem fyrir eru hætti í útgerð, sem og hvernig haga skuli vali nýrra aðila í þeiwa stað. Aflahlutdeildarkerfið sem ríkir hér á landi gerir þetta þó síður brýnt en væri ef engin slík stjórn væri á veiðunum. Var raunar gert ráð íyrir því í athugasemdum við frumvarp það er síðar varð að lög- um nr. 38/1990 að reglur um tak- mörkun á flotastærð yrðu óþarfar þegar fram liðu stundir. I ljósi þessa og erfiðleika við að móta virkar reglur til að hafa stjórn á stærð flotans án þess að veita að- ilum sem fyrir eru forgang umfram aðra er lagt til í frumvarpinu að hinum sérstöku takmörkunum skv. 5. gr. verði aflétt og aðgangur verði frjáls og leyfi megi gefa út til allra skipa að fullnægðum almennum skilyrðum. Þau skilyrði verði að skip hafi gilt haffærisskírteini og sé skrásett á skipaskrá enda fullnægi eigandi þess og útgerðarmaður skilyrðum laga um að mega stunda fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Is- lands. Með þessu er horfið frá því skilyrði að þeir komi einir til gi’eina við útgáfu almenns leyfis til fisk- veiða sem hafa yfir að ráða skipum sem haldið var til veiða á ákveðnum tíma og er þessi breyting til sam- ræmis við fyrrnefndan dóm Hæsta- réttar. Hluti smábátaflotans, svonefndir ki’ókabátar, eru utan við aflahlut- deildarkei-fið. Eni veiðar þeirra takmarkaðar með þorskaflahá- marki eða sóknardagafjölda. Eðli- legastur skilningur á dómi Hæsta- réttar er sá að óheimilt sé að binda leyfi til þessara veiða við þá eina sem hafi yfir að ráða bátum sem haldið hafði verið til veiða á ákveðn- um tíma. Veiðum báta í þessu kerfí er ekki stýrt með fyrir fram ákveðnum aflaheimildum til ein- staki-a báta af öllum þeim tegund- um sem sæta almennt veiðitak- mörkunum. Því er ljóst að óheftur aðgangur nýiTa aðila að veiðileyf- um hefði önnur áhrif en í aflahlut- deildarkerfinu þar sem veiðileyfi í þessum kerfum felur jafnframt í sér aðgang að veiðum úr óskiptum aflaheimildum. Er ljóst að óheftur aðgangur nýiTa báta að dagakerf- inu mundi stofna útgerð þess báta- flota í óefni og aðgangur að þorskaflahámarkskerfinu mundi leiða til óheftra veiða á öðrum teg- undum en þorski og skerða afla- heimildir þeirra sem hafa aflahlut- deild í þessum tegundum. Reynsla undanfarinna ára sýnir að veiðigeta krókabáta er orðin slík að útilokað er að veiðar þeirra geti verið án stjórnunar, frekar en ann- arra skipa og báta, þegar engum takmörkunum á flotastærð verður við komið. Við þær aðstæður hlýtur ávallt að vera nauðsynlegt að setja þessum bátum einhvern hámarks- afla í öllum tegundum. Væri veiðum þessara báta áfram stýrt með hlið- stæðum hætti og nú er mundu allir bátar undir tiltekinni stærð geta fengið leyfi til að veiða úr slíkum sameiginlegum hámarksafla. Við þær aðstæður yrði veiðimöguleiki þeiira sem nú hafa atvinnu af þess- um veiðum harla lítill. Er sóknar- geta þeirra báta sem nú stunda veiðar með dagatakmörkunum raunar þegar verulega umfram þær aflaheimildir sem þeim eru ætlaðar til frambúðar samkvæmt lögum. Eina færa leiðin til að gera þessa útgerðarmenn jafnsetta öðrum er að breyta veiðiheimildum þeirra yf- ir í aflahlutdeild samhliða því að óheftur aðgangur opnast að veiði- leyfum fyrir nýja aðila. Fyrirvara- laus breyting af þessu tagi mundi hins vegar hafa verulega röskun í fór með sér og því er lagt til að kerfunum verði viðhaldið á stuttum aðlögunartíma. Því er lagt til að til loka yfirstandandi fiskveiðiái’sins búi þeir bátar sem nú eru í svo- nefndu krókakerfi einir að því en nýir bátar af þessari stærð verði að stunda veiðar samkvæmt aflahlut-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.