Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Halldór
SÓKNARBÖRN og aðrir velunnarar kirkjunnar fjölmenntu á alla dagskrárliði
afmælishátíðarinnar, sem var hin vandaðsta í alla staði.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Kveikt á jólatrénu
á Blönduósi
Blönduósi - Kveikt var á jólatréi
Blönduósinga á Kú’kjuhólnum sl.
laugardag. Samkórinn Björk og fé-
lagar úr hannoninkuklúbbnum fluttu
nokkur jólalög og jólasveinai’nir úr
Langadalsfjalli komu í heimsókn á
elsta slökkviliðsbíl héraðsins. Sr.
Sveinbjörn R. Einarsson flutti jóla-
hugvekju. Eftirvænting barna var
mikil eins og myndin ber með sér.
90 ára vígsluafmælis
Hólskirkju minnst
Bolungarvík - Bolvfkingar héldu
upp á 90 ára vígsluafmæli Hóls-
kirkju á sunnudag. Kirkjan var
vígð annan sunnudag í aðventu, 6.
desember 1908.
Séra Þorvaldur Jónsson, sókn-
arprestur á ísafirði, sem þá þjón-
aði einnig Bolungarvík, vígði
kirkjuna á sínum tíma. Arkitekt
Hólskirkju var Rögnvaldur Ólafs-
son en Jón Snorri Arnason snikk-
ari á Isafirði annaðist smíðina
undir stjórn Guðna M. Bjarnason-
ar frá Isafirði.
Þessara tímamóta var minnst
með barnamessu og hátíðarmessu
þar sem vígslubiskupinn í Skál-
holti, sr. Sigurður Sigurðarson,
prédikaði. Sóknarprestur Bolvík-
inga, sr. Agnes Sigurðardóttir,
þjónaði fyrir altari ásamt sr. Baldri
Vilhelmssyni prófasti, sr. GísIa H.
Kolbeins og sr. Skúla S. Ólafssyni.
Þá flutti formaður sóknamefndar,
Einar Jónatansson, sögu kirkjunn-
ar á Hóli.
Að lokinni messu var kirkjugest-
um boðið til kaffidrykkju í Félags-
heimili Bolungarvíkur þar sem fé-
lagskonur í kvenfélaginu Braut-
inni sáu uin veitingar. Um
kvöldið var svo hið árlega að-
ventukvöld í Hólskirkju sem sér-
staklega var vandað til að þessu
sinni í tilefni afmælisins. Að venju
var allur undirbúningur í höndum
organista kirkjunnar, Guðrúnar
Bjarnveigar Magnúsdóttur, og
kirkjukórs Hólskirkju. Ung söng-
kona frá Bolungarvík, Sigrún
Pálmadóttir, söng einsöng og um
undirleik sáu, ásamt organista,
þau Einar Öm Konráðsson og
Steinunn Magnúsdóttir, sem léku á
kornett, og Margrét Gunnarsdótt-
ir, sem lék á orgel með kórnum.
Einar K. Guðfinnsson alþingis-
maður flutti aðventuhugleiðingu
og Benedikt Bjarnason minntist
sr. Páls Sigurðssonar, fyrsta
sóknarprestsins í Bolungarvíkur-
prestakalli.
FRÁ fjölskyldudeginum.
Morgunblaðið/KVM
Fj ölsky ldudagur
í Grundarfírði
Grundarfirði - í Grundarfirði sam-
einuðust fyrirtæki jafnt sem einstak-
lingar og félagasamtök um
jólastemmningu af ýmsu tagi við
upphaf aðventu.
Fyrir þennan dag höfðu starfs-
menn sveitarfélagsins keppst við að
útbúa og koma upp götuskreyting-
um. Verslunar- og þjónustuaðilar og
stærstu fyrirtækin í Grundarfirði
höfðu sömuleiðis ski-eytt hús sín
jólaljósum. Þá létu einstaklingar sitt
ekki eftir liggja. Þegar rökkva tók á
laugardeginum var allur bærinn bað-
aður jólaljósum.
Sveitarstjórinn, Björg Ágústsdótt-
ir, kveikti á miðbæjarjólatrénu kl. 17
að viðstöddu fjölmenni. Lúðrasveit
Tónlistarskólans Iék og Jólakórinn
söng við athöfnina. I verslunum var
boðið upp á jólatilboð af ýmsum toga
og veitingahúsin reiddu fram jóla-
hlaðborð af listfengi. Fjölmargir
vcru á ferðinni þennan dag og
jólastemmning í hvers manns fasi.
í samkomuhúsinu stóð Kvenfélag-
ið fyi-h' sínum árlega íjölskyldudegi.
Þar gat fólk sest niður, fengið sér
kakó og bakkelsi, hlýtt á tónlistar-
flutning og keypt jólafjafu- hjá hand-
verksfólki en hápunkturinn var sem
fyrr útdráttur í leikfangahappdrætt-
inu. Á sunnudeginum var síðan að-
ventumessa í Grundarfjarðarkirkju.
Morgunblaðið/Jón H. SigUrmundsson
INGIBJÖRG Guðmundsdóttir, Vinnustofu Ingu, býr til dúkkur í þjóð-
búningum og hefur hún hlotið mikið lof og viðurkenningu fyrir.
Handverks-
markaður
í Þorláks-
höfn
Þorlákshöfn - Handverksfólk í Ölf-
ushreppi var með myndarlegan
markað í grunnskólanum í Þorláks-
höfn nú fyrir stuttu. Það var fyrir til-
stuðlan þeh-ra Lilju Guðjónsdóttur
og Unnar Erlu Malmquist að þessi
myndarlega sölusýning var sett upp.
Lilja sagði að þetta væri í annað
skipti sem svona sýning væri haldin
og þátttaka væri góð, yfir 25 aðilar í
hvort skipti. Aðsókn var góð og sagði
Lilja að margt aðkomufólk hefði
komið og töluvert hefði selst af mun-
um. Lilja vonaðist til að þetta yrði
árviss viðburður í Þorlákshöfn.
Það vakti undrun fréttaritara þeg-
ar hann skoðaði sýninguna hvað fjöl-
breytt það er sem fólk föndrar við í
frítíma sínum. Foreldra- og kennara-
félag Grunnskólans var með kaffi-
sölu á meðan á sýningunni stóð.
Stykkishólmsdeild RKÍ
opnar eigið húsnæði
Stykkishólmi - Rauða kross deildin
í Stykkishólmi opnaði laugardag-
inn 5. desember eigið húsnæði fyr-
ir starfsemi sína. Húsnæðið er í
Hólmkjörshúsinu. I tilefni tíma-
mótanna var boðið upp á veitingar
og starfsemi deildarinnar kynnt.
Deildin hefur tekið þátt í ýms-
um verkefnum í gegnum árin.
Deildin á og rekur sjúkrabíl í
tengslum við heilsugæslustöðina í
Stykkishólmi. Námskeið eru
reglulega haldin í skyndihjálp. Þá
hefur deildin staðið fyrir orlofs-
ferðum aldraðra og skemmtunum
fyrir sama hóp. Þá tekur deildin
þátt í Gambíu-verkefni í samvinnu
við aðrar deildir á Vesturlandi.
Safnað er fötum og þau send til
bágstaddra í Gambíu.
Stykkishólmsdeildin var stofnuð
27. apríl 1975. Fyrsti formaður
var Pálmi Frímannsson héraðs-
læknir og frá árinu 1986 hefur
Birna Pétursdóttir gegnt for-
mannsstarfinu.
Öll aðstaða batnar við að kom-
Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason
STJÓRN Stykkishólmsdeildar RKÍ fyrir framan veisluborðið þegar
nýtt húsnæði deildarinnar var formlega tekið í notkun. Þórhildur
Magnúsdóttir, Sesselja Sveinsdóttir, Birna Pétursdóttir, Olga Niel-
sen og Björn Benediktsson.
ast í eigið húsnæði. Þar er hægt í viku yfir vetrartímann. Fjöl-
að halda smærri námskeið og ætl- menni var við opnunina og deild-
unin er að hafa opið hús einu sinni inni bárust góðar gjafir.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
NEMENDUR leikskóians í Stykkishólmi gáfu Stykkishólmsbæ lista-
verk eftir sig og er myndin af þeim, starfsfólki leikskólans og bæjar-
stjóranum.
Færðu bæjar-
stjóranum
listaverk
Stykkishólmi - Börn í leikskólanum í
Stykkishólmi heimsóttu nýja ráðhús-
ið í Stykkishólmi 1 fylgd umsjónar-
manna. Erindið var að færa bæjar-
stjóranum listaverk sem þau höfðu
gert í tilefni þess að búið er að vígja
ráðhúsið og starfsemi hafin þar.
Listaverkið er þrykk. Krakkarnir
þrykktu með eigin höndum og tám á
skipulagðan hátt á pappír svo að út
kom fallegt tré með sporum þeh-ra.
Olafur Hilmar Sverrisson bæjar-
stjóri tók á móti gjöfinni og þakkaði
börnunum innilega fyrh' þetta frum-
lega og fallega listaverk.
■ —--------------------—------------—--------------—-------------------------------------------