Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Halldór SÓKNARBÖRN og aðrir velunnarar kirkjunnar fjölmenntu á alla dagskrárliði afmælishátíðarinnar, sem var hin vandaðsta í alla staði. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kveikt á jólatrénu á Blönduósi Blönduósi - Kveikt var á jólatréi Blönduósinga á Kú’kjuhólnum sl. laugardag. Samkórinn Björk og fé- lagar úr hannoninkuklúbbnum fluttu nokkur jólalög og jólasveinai’nir úr Langadalsfjalli komu í heimsókn á elsta slökkviliðsbíl héraðsins. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson flutti jóla- hugvekju. Eftirvænting barna var mikil eins og myndin ber með sér. 90 ára vígsluafmælis Hólskirkju minnst Bolungarvík - Bolvfkingar héldu upp á 90 ára vígsluafmæli Hóls- kirkju á sunnudag. Kirkjan var vígð annan sunnudag í aðventu, 6. desember 1908. Séra Þorvaldur Jónsson, sókn- arprestur á ísafirði, sem þá þjón- aði einnig Bolungarvík, vígði kirkjuna á sínum tíma. Arkitekt Hólskirkju var Rögnvaldur Ólafs- son en Jón Snorri Arnason snikk- ari á Isafirði annaðist smíðina undir stjórn Guðna M. Bjarnason- ar frá Isafirði. Þessara tímamóta var minnst með barnamessu og hátíðarmessu þar sem vígslubiskupinn í Skál- holti, sr. Sigurður Sigurðarson, prédikaði. Sóknarprestur Bolvík- inga, sr. Agnes Sigurðardóttir, þjónaði fyrir altari ásamt sr. Baldri Vilhelmssyni prófasti, sr. GísIa H. Kolbeins og sr. Skúla S. Ólafssyni. Þá flutti formaður sóknamefndar, Einar Jónatansson, sögu kirkjunn- ar á Hóli. Að lokinni messu var kirkjugest- um boðið til kaffidrykkju í Félags- heimili Bolungarvíkur þar sem fé- lagskonur í kvenfélaginu Braut- inni sáu uin veitingar. Um kvöldið var svo hið árlega að- ventukvöld í Hólskirkju sem sér- staklega var vandað til að þessu sinni í tilefni afmælisins. Að venju var allur undirbúningur í höndum organista kirkjunnar, Guðrúnar Bjarnveigar Magnúsdóttur, og kirkjukórs Hólskirkju. Ung söng- kona frá Bolungarvík, Sigrún Pálmadóttir, söng einsöng og um undirleik sáu, ásamt organista, þau Einar Öm Konráðsson og Steinunn Magnúsdóttir, sem léku á kornett, og Margrét Gunnarsdótt- ir, sem lék á orgel með kórnum. Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður flutti aðventuhugleiðingu og Benedikt Bjarnason minntist sr. Páls Sigurðssonar, fyrsta sóknarprestsins í Bolungarvíkur- prestakalli. FRÁ fjölskyldudeginum. Morgunblaðið/KVM Fj ölsky ldudagur í Grundarfírði Grundarfirði - í Grundarfirði sam- einuðust fyrirtæki jafnt sem einstak- lingar og félagasamtök um jólastemmningu af ýmsu tagi við upphaf aðventu. Fyrir þennan dag höfðu starfs- menn sveitarfélagsins keppst við að útbúa og koma upp götuskreyting- um. Verslunar- og þjónustuaðilar og stærstu fyrirtækin í Grundarfirði höfðu sömuleiðis ski-eytt hús sín jólaljósum. Þá létu einstaklingar sitt ekki eftir liggja. Þegar rökkva tók á laugardeginum var allur bærinn bað- aður jólaljósum. Sveitarstjórinn, Björg Ágústsdótt- ir, kveikti á miðbæjarjólatrénu kl. 17 að viðstöddu fjölmenni. Lúðrasveit Tónlistarskólans Iék og Jólakórinn söng við athöfnina. I verslunum var boðið upp á jólatilboð af ýmsum toga og veitingahúsin reiddu fram jóla- hlaðborð af listfengi. Fjölmargir vcru á ferðinni þennan dag og jólastemmning í hvers manns fasi. í samkomuhúsinu stóð Kvenfélag- ið fyi-h' sínum árlega íjölskyldudegi. Þar gat fólk sest niður, fengið sér kakó og bakkelsi, hlýtt á tónlistar- flutning og keypt jólafjafu- hjá hand- verksfólki en hápunkturinn var sem fyrr útdráttur í leikfangahappdrætt- inu. Á sunnudeginum var síðan að- ventumessa í Grundarfjarðarkirkju. Morgunblaðið/Jón H. SigUrmundsson INGIBJÖRG Guðmundsdóttir, Vinnustofu Ingu, býr til dúkkur í þjóð- búningum og hefur hún hlotið mikið lof og viðurkenningu fyrir. Handverks- markaður í Þorláks- höfn Þorlákshöfn - Handverksfólk í Ölf- ushreppi var með myndarlegan markað í grunnskólanum í Þorláks- höfn nú fyrir stuttu. Það var fyrir til- stuðlan þeh-ra Lilju Guðjónsdóttur og Unnar Erlu Malmquist að þessi myndarlega sölusýning var sett upp. Lilja sagði að þetta væri í annað skipti sem svona sýning væri haldin og þátttaka væri góð, yfir 25 aðilar í hvort skipti. Aðsókn var góð og sagði Lilja að margt aðkomufólk hefði komið og töluvert hefði selst af mun- um. Lilja vonaðist til að þetta yrði árviss viðburður í Þorlákshöfn. Það vakti undrun fréttaritara þeg- ar hann skoðaði sýninguna hvað fjöl- breytt það er sem fólk föndrar við í frítíma sínum. Foreldra- og kennara- félag Grunnskólans var með kaffi- sölu á meðan á sýningunni stóð. Stykkishólmsdeild RKÍ opnar eigið húsnæði Stykkishólmi - Rauða kross deildin í Stykkishólmi opnaði laugardag- inn 5. desember eigið húsnæði fyr- ir starfsemi sína. Húsnæðið er í Hólmkjörshúsinu. I tilefni tíma- mótanna var boðið upp á veitingar og starfsemi deildarinnar kynnt. Deildin hefur tekið þátt í ýms- um verkefnum í gegnum árin. Deildin á og rekur sjúkrabíl í tengslum við heilsugæslustöðina í Stykkishólmi. Námskeið eru reglulega haldin í skyndihjálp. Þá hefur deildin staðið fyrir orlofs- ferðum aldraðra og skemmtunum fyrir sama hóp. Þá tekur deildin þátt í Gambíu-verkefni í samvinnu við aðrar deildir á Vesturlandi. Safnað er fötum og þau send til bágstaddra í Gambíu. Stykkishólmsdeildin var stofnuð 27. apríl 1975. Fyrsti formaður var Pálmi Frímannsson héraðs- læknir og frá árinu 1986 hefur Birna Pétursdóttir gegnt for- mannsstarfinu. Öll aðstaða batnar við að kom- Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason STJÓRN Stykkishólmsdeildar RKÍ fyrir framan veisluborðið þegar nýtt húsnæði deildarinnar var formlega tekið í notkun. Þórhildur Magnúsdóttir, Sesselja Sveinsdóttir, Birna Pétursdóttir, Olga Niel- sen og Björn Benediktsson. ast í eigið húsnæði. Þar er hægt í viku yfir vetrartímann. Fjöl- að halda smærri námskeið og ætl- menni var við opnunina og deild- unin er að hafa opið hús einu sinni inni bárust góðar gjafir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason NEMENDUR leikskóians í Stykkishólmi gáfu Stykkishólmsbæ lista- verk eftir sig og er myndin af þeim, starfsfólki leikskólans og bæjar- stjóranum. Færðu bæjar- stjóranum listaverk Stykkishólmi - Börn í leikskólanum í Stykkishólmi heimsóttu nýja ráðhús- ið í Stykkishólmi 1 fylgd umsjónar- manna. Erindið var að færa bæjar- stjóranum listaverk sem þau höfðu gert í tilefni þess að búið er að vígja ráðhúsið og starfsemi hafin þar. Listaverkið er þrykk. Krakkarnir þrykktu með eigin höndum og tám á skipulagðan hátt á pappír svo að út kom fallegt tré með sporum þeh-ra. Olafur Hilmar Sverrisson bæjar- stjóri tók á móti gjöfinni og þakkaði börnunum innilega fyrh' þetta frum- lega og fallega listaverk. ■ —--------------------—------------—--------------—-------------------------------------------
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.