Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 27
ERLENT
Tóbaks-
auglýsinga-
banni flýtt?
London. Reuters.
BREZK stjórnvöld eru að íhuga að
flýta um eitt ár gildistöku banns við
tóbaksauglýsingum á veggspjöldum,
en bann við tóbaksauglýsingum í öll-
um Evrópusambandslöndunum á að
taka gildi í áföngum fram til ársins
2005. Samkvæmt umsömdu banni
ESB eiga tóbaksauglýsingar á vegg-
spjöldum að vera orðnar ólöglegar
árið 2001, en samkvæmt frásögn The
Sunday Mirror hyggjast brezk heil-
brigðisyfirvöld flýta gildistöku
bannsins í Bretlandi til ársins 2000, í
því skyni að reyna að draga úr reyk-
ingum unglinga.
Að sögn Sunday Mirror mun
Frank Dobson, heilbrigðisráðherra
Bretlands, kynna í þessari viku til-
lögur sem miðaðar eru gegn auglýs-
ingum sem beint er til barna og ung-
linga.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
beinist aðgerðaáætlun heilbrigðis-
ráðuneytisins einkum að baráttunni
gegn unglingareykingum, eftir að
nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að
auglýsingar verka hvetjandi á börn
til að þau hefji reykingar. Tóbaks-
fyrirtækin munu þurfa að fá um
120.000 ungmenni til að hefja reyk-
ingai' í Bretlandi árlega til að „bæta
upp“ brottfall þeirra sem deyja úr
reykingasjúkdómum.
----------------,
Fj ármálaráðherra
Frakklands
Skattasam-
ræming fyrir
mitt næsta ár
París. Reuters.
DOMINIQUE Strauss-Kahn, fjár-
málaráðherra Frakklands, sagði í
sjónvarpsviðtali á sunnudag að sam-
ræming skatta á fyrirtæki og fjár-
magnstekjur væri eitt af forgangs-
málum verkefnadagskrár Evrópu-
sambandsins á fyrri hluta næsta árs.
Hann spáði því að tilkoma Efnahags-
og myntbandalagsins (EMU), sem
ellefu af fimmtán aðildarríkjum sam-
bandsins taka þátt í að stofna um
áramótin, muni knýja skattasam-
ræminguna fram.
Strauss-Kahn hældi hinum þýzka
starfsbróður sínum, Oskar Lafon-
taine, fyrir að hafa „réttar skoðanir"
í þessu máli. Skattasamræmingartil-
lögur vinstristjórnanna sem nú eru
við völd í forysturíkjum meginlands-
ins hafa valdið úlfúð í Bretlandi, þai'
sem „gula pressan" hefm- gengið svo
langt að lýsa Lafontaine sem
„hættulegasta manni Evrópu".
„Ég tel að við verðum að hafa náð
samkomulagi um samræmingu
skatta á fyrirtæki og sparnað áður
en árið 1999 er hálfnað," tjáði
Strauss-Kahn TFl-sjónvarpsstöð-
inni. Þjóðverjar taka við formennsku
í ráðherraráði ESB um áramótin, en
aðildarþjóðirnar skiptast á um hana
á hálfs árs fresti.
Grenilengjur
2,7 M
JÓLASÝPRIS
Kfe, IfV
JÓLAENGILL
w-VíCD
JÓLASVEINN
Á VEGG
ifft, 99,®
JOLASNJOR
Servíettu-
HRINGIR
6 í PAKKA
Fjóltengi
%%
JÓLA-
KERTAHRINGUR
ibw natw-
JÓLATRÉS-
TOPPUR
Kffk
ERLULENGJUR
BJÖLLUM
21$««
25 STK.
m 499,
Englavakt
KERTA SLÖKKVARI
3 í PK.
JOLAENGILL
Kr* F9,-
Þú finnur líklega
t hvergi lægra
rerð en í
aportinu
Leikföng, fatnaður, skartgripir, geisladiskar
A nr\DTI£% 11 antikmunir, gjafavara, matvæii, sælgæti
IvULriJrVJKI lu /K bækur, skór og ótal margt fleira
til jóla
Helgar kl. 11-17
Virka daga kl. 12-18