Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ /BJFfilA ****¥****♦**** *** orðið 10% meðeigandi í Taeco. En hvernig stendur á því að þoturnar eru leigðar út? „Cathay Pacifíc er að minnka við sig vegna efnahagssamdráttar í Asíu. Þar eru allir að búa sig undir meiri samdrátt og þess vegna eru þessar þotur settar á markaðinn.“ Kemur kreppan til með að hafa áhrif á rekstur Atlanta? „Hún hefur tvenns konar áhrif,“ svarar Amgrímur. „Til að byrja með er meira um vélar á markaðn- um sem kemur okkur tfí góða. Svo virðist líka sem félög í Austur-Asíu séu að losa margar vélar inn á markaðinn sem þýðir að þau geta oft ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þannig að kreppunni fylgir líka að það er vöntun á vélum í Austur-Asíu vegna þess að þær hafa verið losað- ar úr rekstrinum þrátt fyrir skuld- bindingar. Af þessum sökum er bæði nóg framboð á þotum og næg eftirspurn á markaðnum þannig að kreppan virðist ekki ætla að hafa neikvæð áhrif, að minnsta kosti ekld á rekstur Atlanta.“ A það eftir að halda til lang- frama? „Þessi samningur við Iberia er langur, 18 mánuðir frá því sem nú er, og við erum ánægðir með það.“ Frá Kína var haldið til Madrid þar sem Atlanta sér um flugrekst- ur fyrir Iberia á tveimur þotum og forráðamenn Iberia og Cathay Pacifíc mættu í móttöku á nýjum skrifstofum Atlanta. Hvernig leist Arngrími á aðstöðuna í Madrid? „Eg var mjög ánægður með það sem ég sá bæði í viðhalds- og flug- rekstrardeildinni. Þetta er eins gott og það getur verið og það er vel haldið á spöðunum.“ I hvaða verkefnum verða þessar nýju þotur og hvað verður um hin- ar eldri? „Þær verða í áætlunarflugi fyrir Iberia og fljúga daglega frá Ma- drid til Buenos Aires. Þær munu einnig fljúga til Havana og Kanarí- eyja. Eldri vélarnar fara í önnur verkefni. Önnur þeirra fór 1. des- ember til Saudi-Arabíu. Hin fer í viðhaldsskoðun og svo fylgir hún í kjölfarið.“ Er bara flogið með pílagríma í þessum pílagrímaflugum? „Við fljúgum ekki aðeins með pílagríma heldur einnig með kenn- ara,“ segir Arngrímur. „Þarna eni um 230 þúsund kennarar og fjöl- skyldur þeirra sem þurfa að kom- ast í frí á vorin og eru þá flutt til síns heima, sem er í Egyptalandi og löndunum í kring. Þannig að þetta eru flutningar af þeirri stærðargráðu að geta tahst þjóð- flutningar.“ Verður samdráttur í pílagríma- flugi? „Þetta er eins og vertíð," svarar Arngrímur. „Annars erum við að reyna að koma rekstri okkar í langtíma og stöðug verkefni. Þannig að við verðum í mesta lagi með þrjár vélar í pílagrímsflugi í sumar.“ Hvernig gengur samstarfíð við Ibería? „Við erum mjög ánægðir með Kreppan í Asíu hefur jákvæð áhrif á rekstur Atlanta ...!...«• _ lf AlR ATUMJ4 8747 acceptance check in taeco |J| l wk mm? ARNGRIMUR og Þóra ásamt starfsfólkinu í Kína sem sá um að gera upp nýju þotuna að innan auk þess að skoða hana fyrir afhendingu. Höfum verið alls staðar nema á Suðurskautinu í síðustn viku sóttu forráðamenn Atlanta aðra af tveimur nýjum þotum til Kína og flugu henni til Madrid þar sem hún mun sinna áætlunarflugi fyrir Iberia. Pétur Blöndal kynnti sér aðstöðu Atlanta í Madrid og skoðaði nýju þotuna. NÝVERIÐ gerði Atl- anta samning við Cat- hay Pacific um leigu á tveimur breiðþotum sem síðan hafa verið framleigðar til áætlunarflugs hjá Iberia. Þoturnar sem eru frá 1983 eru af gerðinni Boeing 747 og eru úr 200-línunni. Þær verða að teljast sérlega glæsilegar því Cathay Pacifíc lét endurinnrétta þær eftir 400-línu Boeing og standast þær allar nútímakröfur hvað þægindi og tækni varðar. Enda kostar end- urnýjunin rúman milljarð króna á hvora vél. En hvemig gekk Kína- ferðin? „Hún gekk mjög vel og var ánægjuleg í alla staði,“ segir Am- grímur Jóhannsson, forstjóri Atl- anta. „Móttökumar vom alveg konunglegar og virðast flugfélagið Cathay Pacifíc og viðhaldsfyrir- tækið Taeco, sem sá um að koma sætaskipan og útliti í það horf sem Iberia gerir kröfur um, kunna virkilega að meta samstarfíð við okkur.“ GARÐAR Forberg, Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir við nýju vélina í flugskýli Iberia. Cathay Pacifíc er flugfélag á heimsmælikvarða með yfír 70 breiðþotur og fjárfesti það nýlega ríflega 70 milljarða króna í nýja flugvellinum i Hong Kong. Taeco er dótturfyrirtæki viðhaldsfyrir- tækisins Haeco í Hong Kong sem er í eigu Cathay og nú er Boeing ÓLÖF Dagfinnsdóttir bókhaldari Atlanta í Madrid lætur fara vel um sig í nýju innrétting- unni og er með tölvuskjáinn fyrir framan sig. SAGREDO frá Iberia, Robert Lemeroy frá Cathay Pacific, Arngrímur Jóhannsson, Pa- lencio frá Iberia og Kesey Kelly frá Cathay Pacific á nýjum skrifstofum Atlanta í Madrid.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.