Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 33
það og ánægjan virðist vera gagn-
kvæm,“ svarar Ai-ngrímur.
Aþað eftir að vinda upp á sig?
„Eg vil ekki spá um það.“
Hvað er flugvélafloti Atlanta
orðinn stór?
„Við erum með 6 Tristar í verk-
efnum aðallega í Englandi og hér á
Islandi. Þá erum við með 6 Boeing
747. Tvær verða í Madrid, tvær í
pílagrímsflugi og tvær verða í
verkéfnum í Evrópu. Loks enim
við með tvær 737 fraktvélar sem
eru í verkefnum fyiir Lufthansa."
Hvað hefur Atlanta flogið til
margra landa?
„Þetta er erfið spurning," svarar
Arngi-ímm- og grettir sig.
Hvað hefur Atlanta fiogið til
margra heimsálfa?
„Þessi er betri,“ svarar hann og
glaðnar yfír honum. „Við höfum
verið í öllum heimsálfum nema á
Suðurskautslandinu."
Hvernig hefur reksturinn gengið
á þessu ári?
„Hann hefur gengið vel,“ svarar
Arngrímur. „Reyndar hafa komið
skuggar á okkur að undanförnu.
Við lentum í uppákomum í Bret-
landi sem vora leiðinlegar en erum
komnir í gegnum það. Veltutölur
fyrstu átta mánuðina voru rúmir
sjö milljarðar og ætli þær nálgist
ekki níu milljarða í enda ársins
sem er aukning frá í fyrra.“
HJÓNIN Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir ásamt starfsfólki viðhaldsdeildarinnar í Madrid.
Garðar Forberg stöðvarstjóri Atlanta í Madrid
Mohammed Znaki viðhaldsstjóri
Atlanta í Madrid
MOHAMMED Znaki við nýju breiðþotuna.
Alltaf gaman að
eiga Rolls Royce
Skilum
Iberia
hagnaði
ATLANTA er með 250 starfs-
menn í Madrid og er Garðar For-
berg stöðvarstjóri. Þar hefur Atl-
anta umsjón með útgerð tveggja
Boeing 747 breiðþota sem Iberia
hefur tekið á leigu. Garðar segir
að nýju þoturnar, seni leysa af
tvær eldri, muni koma í góðar
þarfir. Einkum vegna þess að
þrátt fyrir að nýju þoturnar séu
af 200-línunni séu þær að innan
eins og 400-línan frá Boeing sem
sé mun nýrri og fullkomnari en í
þotunum sem skipt var út. „Þetta
verður að teljast afar óvenjulegt
ef ekki einsdæmi í veröldinni,"
segir hann.
„Þá skiptir það sköpum að
hreyflarnir, sem eru af gerðinni
Rolls Royce í nýju vélunum, eru
mun öflugri og við getum fiogið
lengra en áður. Við fljúgum núna
til Miami, Rio de Janeiro og Ha-
vana en Iberia vill selja okkur
með þessar nýju glæsilegu vélar
á flugleiðina til Buenos Aires
sem er 12 tímar. Við eigum að
byrja að sjá um þá flugleið 15.
janúar og skiptir hún Iberia
miklu máli.“
Atlanta byrjaði 1. júlí árið
1997 að fljúga fyrir Iberia frá
Madrid. I fyrstu var Iberia með
eina þotu á leigu en mest liafa
þoturnar verið þrjár. „Nýi samn-
ingurinn við Iberia er til átján
mánaða og er Iberia mjög ánægt
með þjónustuna," segir Garðar.
„Enda erum við nýbúnir að flytja
í glæsilegt húsnæði í miðborg
Madrid og sjáum þaðan um alla
stjórnun, ferðalög, húsnæði,
launamál, áhafnaskrár og tengsl
við Iberia. Auk þess erum við
með viðhaldsdeild á flugvellinum
og aðra skrifstofu þar.“
Ahafnirnar á þotunum tveimur
í Madrid eru tólf og standa þær
saman af 180 manns. Flugfreyjur
og flugþjónar eru um 150 og eru
tveir þriðju þeirra frá Spáni og
þriðjungur starfsmenn Atlanta.
„Allir verða að vera spænsku-
mælandi," segir Garðar sem tal-
ar Ijölmörg tungumál enda ólst
hann upp í Lúxemborg og út-
skrifaðist úr liðsforingjaskóla
þýska hersins árið 1995. Hann
byrjaði að vinna hjá Atlanta í
febrúar árið 1997.
En hvernig stendur á þörf
Iberia fyrir þjónustu Atlanta?
„Ástæðan er aðallega sú að
Iberia er að breyta flugflotanum
yfír í Airbus. Afhendingai’tíminn
er langur og þá vantar vélar í
ákveðinn túna. I staðinn fyrir að
leggja niður flugleiðir er þetta
lausnin. Það hefur líka komið í
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
GARÐAR Forberg stöðvarstjóri ásamt föður sinum og alnafna sem er
flugvirki hjá Atlanta í Madrid.
ljós að þetta fyrirkomulag marg-
borgar sig fyrir Iberia. I fyrsta
skipti í langan tíma var hagnað-
ur hjá félaginu í ár og í því dæmi
hjálpa til þessi þrjú til fjögur fyr-
irtæki sem eru að fljúga fyrir fé-
lagið. Þar af erum við eina flug-
félagið á langdrægum vélum.
Þeir voru með annað erlent flug-
félag áður en höfðu slæma
reynslu af því og fengu okkur í
staðinn. Eftir það hefur allt
gengið eins og í sögu.“
Þetta hljómar óneitanlega eins
og dálítið ævintýri fyrir allt
þetta unga fólk sem vinnur fyrir
Atlanta. Að síðustu er Garðar
því spurður á hvaða ákvörðunar-
staði förinni hefur verið heitið
frá Madrid síðan hann tók við
fyrir einu og hálfu ári. „Við höf-
um flogið til Havana, Rio de Jan-
eiro, Sao Paolo, Miami, Moskvu,
Tókýó og Kanarí,“ svarar hann
og brosir. Hann hefur ástæðu til
að brosa því hann getur hlakkað
til Buenos Aires upp úr áramót-
um.
„ÞAÐ ER alltaf gaman að eiga
Rolls Royce,“ segir hinn brosmildi
og bráðfjönigi Mohammed Znaki
sem er viðhaldsstjóri Atlanta í Ma-
drid. „Þá gildir alveg það sama
um hreyflana og bílana. Á hinn
bóginn hefur fólk gjarnan inglað
saman bílum og flugvélum þegar
kemur að viðhaldi og heldur að
þar sé hið sama upp á teningnum
en það er algjör misskilningur."
Hann nefnir sem dæmi að það
þurfi heila herdeild með 25 manns
til að halda tveimur þotum gang-
andi í Madrid. I deildinni sé þó
mikið af málaliðum því hún standi
saman af Bretum, Frökkum,
Kanadamönnum, Bandaríkja-
inönnum, Spánverjuin, Lúxem-
borgurum og Islendingum.
„Viðhald er veigameiri þáttur í
rekstri flugvéla en bifreiða, mikhi
veigameiri," segir Znaki. „Á með-
an bifreiðir úreldast á fáeinum ár-
um er viðhald flugvéla þannig að
þær eiga alltaf að vera eins og nýj-
ar. Eina þýðingin sem aldur flug-
véla hefur er meira og kostnaðar-
samara viðhald þar til á endanum
það svarar ekki kostnaði og vélun-
um er skipt út.“
Hann segir að hverri þotu fylgi
viðhaldsáætlun og að auki geri
flugfélögin sjálf ákveðnar kröfur
um viðhald. I hvert skipti sem vél-
ar lendi sé farið yfir fasta við-
haldsþætti og einnig athugasemd-
ir flugmanna. En það er bara brot
af viðhaldinu því auk þess eru ljöl-
mörgar reglulegar athuganir. Á
24 tíma fresti er enn umfangs-
ineira viðhald þar sem allt niður í
dekkin er tekið til skoðunar.
„Þegar liðnir ei-u 325 flugtímar
er gerð Al-athugun á vélinni sem
tekur 24 klukkutíma,“ segir
Znaki. „Eftir 650 flugtíma er gerð
A4-athugun sem tekur þijá daga.
Þá eru allar rásir opnaðar og farið
inn í þær. Eftir 1.300 flugtíma er
svo gerð C-athugun. Þá er vélin
næstum niánuð í flugskýli og skipt
er um allt í vélinni og ástand
hennar kannað ofan í kjölinn.
Þessi athugun tekur mánuð.“
Þar með er ekki allt upptalið.
Eftir 20 þúsund flugtíma á Boeing
747 þarf að lenda þotunni og
skoða frampart hennar. Þá er allt
tekið úr vélinni, alveg niður í
„hörund“ og er það gegnumlýst í
leit að mögulegum sprunguin.
Bara efniskostnaður við þessa
könnun er 7,2 milljónir.
Þegar talað er um aldur flug-
véla gefur það því ekki rétta mynd
af ástandi hennar, að sögn Znakis.
„Hver hlutur í vélinni hefur ákveð-
inn líftíma, allt niður í minnsta
sknifbolta. Sumir eru mældir út
frá flugtímum, aðrir eftir lend-
ingafjölda og enn aðrir eftir daga-
tali. Þegar þeir renna út á tíma er
skipt um þannig að vélin er í raun
alltaf eins og ný. Eini munurinn á
gömlum og nýjum vélum er því sá
að flugfélagið eyðir meiri fjár-
munum í viðhald eftir því sem vél-
in eldist og útlit hennar verður
ekki eins framúrstefnulegt."
Glæsilegt
sem prýða
úrval af mottu
hvert heimili!
m
60 x
77 x 150 sm:.......1.290.-
115 x 165 sm:......1.990.-
160 x 225 sm: ....3.990.-
Sjá nánar
jólabækling
Rúmfatalagersins.