Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÆYINTÝRI Á AÐVENTU Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, einsöngvarar og Kammerkór Kópavogs, -----------------------7---- ásamt dönsurum úr Listdansskóla Islands, frumsýna óperuna Amal og næturgestirnir eftir Gian-Carlo Menotti í Neskirkju á laugardag kl. 17. Alls verður verkið sýnt fjórum sinnum. Orri Páll Ormarsson hafði tal af Ingvari Jónassyni stjórnanda og stofnanda hljómsveitarinnar en langt er um liðið frá því Amal og næturgestirnir var síðast flutt hér á landi. Morgunblaðið/Þorkell AMAL ræðir við einn vitringanna. Rúrik Fannar Jónsson og Skarp- liéðinn Þór Hjartarson í hlutverkum sínum á æfingu. AAÐVENTUNNI er fátt mönnum hugleiknara í hin- um kristna heimi en jóla- guðspjallið. Óteljandi sagnaþulir og skáld hafa lagt út af sögunni um fæðingu Jesúbarnsins í Betlehem fyrir bráðum tvö þúsund árum. Líka tónskáld. Eitt þeirra er Gian-Carlo Menotti sem samdi óper- una Amal og næturgestirnir um miðja öldina. ðperan, sem Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna og gestir munu flytja fjórum sinnum í Nes- kirkju fyrir jólin, fjallar um ungan fatlaðan dreng og móður hans en einnig koma við sögu vitringarnir þrír og skósveinn þein’a á leið til Betlehem til að finna Jesúbamið og færa því gjafir. Amal og næturgest- imh' hefur notið mikilla vinsælda og er flutt víða um heim fyrir hver jól, oft í kirkjum. Hugmyndin að uppfærslunni er komin frá Ingvari Jónassyni, aðal- stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. „Rótin er eiginlega sú að ég spilaði sjálfur í hljómsveitinni þegar óperan var fyrst flutt hér á landi árið 1962, á vegum Musica Nova í Tjarnarbíói,“ segir Ing\'ar. „Sigurður Rúnar Jónsson, betur þekktur sem Diddi fiðla, söng þá hlutverk Amals og Svala Nielsen lék móðurina. Magnús Blöndal Jóhanns- son stjómaði flutningnum. Óperan var síðan tekin upp fyrir sjónvai’p, 1969 að mig minnir - það var alla vega fyrir daga litasjónvarpsins. Síð- an hefur Amal og næturgestirnh- að- eins einu sinni verið flutt með hljóm- sveit og öllu tilheyrandi, það gerði Óperusmiðjan. Mér þótti því tíma- bært að taka verkið á ný til flutn- ings.“ Hjalti Magnússon og Rúrik Fann- ar Jónsson fara til skiptis með hlut- verk Amals en hlutverk móðurinnar syngur Hulda Guðrún Geirsdóttir. Skarphéðinn Þór Hjartarson, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ingólfsson leika vitringana þrjá, Kaspar, Melkíor og Baltasar, og Egill Gunn- arsson er skósveinn þeirra. Auk þeirra koma fram Kammerkór Kópavogs og dansarar úr Listdans- skóla Islands. Ljósahönnuður er Bjöm Bergsteinn Guðmundsson, danshöfundur og aðstoðarleikstjóri Astrós Gunnarsdóttir og leikstjóri Randver Þorláksson. Ingvar Jónas- son stjórnar flutningnum. Fyrsta óperan Amal og næturgestirnir er fyrsta óperan sem Sinfóníuhljómsveit áhugamanna tekst á hendur og von- ar Ingvar að hún muni vaxa af verk- efninu - áhugann vanti að minnsta kosti ekki. „Fólk leggur sig allt fram. Við höfum þurft að bæta við fjöl- mörgum æfingum, sérstaklega síð- ustu tvær vikurnar, en að jafnaði æf- um við bara einu sinni í viku.“ Að sögn Ingvars leikur enginn vafi á því að Amal og næturgestimir er stærsta verkefni sem hljómsveitin hefur ráðist í. „Við fluttum að vísu Sinfóníu nr. 2 eftir Brahms á síðustu tónleikum, undir stjórn Olivers Morgunblaðið/Þorkell SINFÓNIUHLJÓMSVEIT áhugamanna á æfingu. I forgrunni eru fiðluleikararnir Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir og Helga Óskarsdóttir. Kentish, sem er afar vandasamt verk. Þetta er aftur á móti mun stærra í sniðum enda fylgir svo margt ópemflutningi. Við höfum al- veg lagt undir okkur Neskirkju sem er eiginlega fullmikið af því góða fyr- ir það ágæta fólk sem þar starfar - við erum alls staðar fyrir,“ segir Ingvar og hlær. Operan er stutt, tekur um 46 mín- útur í flutningi, og verð- ur því flutt önnur dag- skrá með. Kór Nes- kirkju syngur með hljómsveitinni í fjórum þekktum lögum eftir Atla Heimi Sveinsson. Voru þau frumflutt í nýjum útsetningum höfundar á jólatónleik- um hljómsveitarinnar í fyrra. Þá verður leikinn Jólakonsert Corellis og mun hópur dansara úr Listdansskóla Islands dansa með leik hljóm- sveitai’innar. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofn- uð árið 1990. Ingvar var þá nýfluttur heim eftir sautján ára dvöl í Svíþjóð og veitti því athygli að engin áhugamanna- hljómsveit var starfrækt á landinu. Kom þetta honum spánskt fyrir sjónir, þar sem gróska í tónlistarlíf- inu var mikil. „Eg færði þetta í tal við Jón Nordal tónskáld og hann leiddi okkur Pál Einarsson sellóleik- ara og jarðeðlisfræðing saman en Páll hafði verið félagi í Sinfóníu- hljómsveitinni í Reykjavík sem Garðar Cortes stýrði um árið. Leist honum strax vel á hugmyndina.“ Ingvai' tók að sér starf hljómsveit- arstjóra og Páll var kjörinn formað- ur. Segir Ingvar hljómsveitina hafa byi'jað smátt - „ekki með neinu brambolti“. Á bilinu tuttugu til þrjá- tíu manns mynduðu hljómsveitina í upphafi en nú eru um fjörutíu hljóð- færaleikarar starfandi í henni. „Starfandi og ekki starfandi - þetta er áhugamannastarf. Þetta fólk er allt í annan-i vinnu dags daglega. Þarna eru tónhstar- nemendur, tónlistar- kennarar og í raun fólk alls staðar að úr þjóðfé- laginu, lögfræðingur, jarðeðlisfræðingur, há- skólaprófessor, flug- stjóri og svona mætti lengi telja.“ Ingvar segir allt þetta fólk eiga það sam- eiginlegt að hafa ein- hvern tíma lært á hljóð- færi en farið út í önnur störf, að tónlistarkenn- urunum undanskildum, en á móti kemur að þeir starfa ekki við flutning tónlistar. „Það er líka fullt af fólki sem ekki hefur komið til okkar ennþá. Heldur annað hvort að það hafi ekki tíma eða er hreinlega ragt, hefur kannski ekki æft sig lengi. Við höfum hins vegar alltaf lagt áherslu á að hljómsveitin sé öllum opin - það eru engin inntökupróf.“ Góður andi Ingvar segh' ákaflega góðan anda í hljómsveitinni enda sé fólk fyrst og fremst að þessu til að skemmta sér. Ekki svo að skilja að hljómsveitin hafi ekki sín listrænu markmið. „Henni hefur farið mikið fram á þessum árum - þróunin hefur verið jöfn og stöðug." Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur að minnsta kosti þrenna sjálf- stæða tónleika á ári, auk þess að koma fram við ýmis tækifæri, meðal annars með kórum. Fjöldi lista- manna hefur komið fram með hljóm- sveitinni en Ingvar segir hana velja til skiptis unga einleikai'a eða ein- söngvara á þröskuldi atvinnu- mennskunnai'_ eða listamenn í fremstu röð. Ur síðarnefnda hópnum má nefna Gunnai' Kvaran og Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fíðluleikara og Sólrúnu Bragadóttur sópransöng- konu. Þegar framtíð Sinfóníuhljómsveit- ar áhugamanna ber á góma kveðst Ingvar vera bjartsýnn - annað sé ekki hægt. „Við erum I uppsveiflu, fólk bætist jafnt og þétt við. Áður þurftum við yfírleitt að styrkja hljómsveitina fyrir tónleika með nokkrum atvinnumönnum, þar sem sumai' raddir vantaði, en nú er það liðin tíð - ekki nema upp komi veik- indi eða flugstjórinn sé í Amer- íku..." Ingvar áréttar þó að hljómsveitin geti enn tekið við fleiri strengjaleik- urum. Næstu tónleikar verða um mánaðamótin febrúar/mars þegar flutt verða tvö verk: Konsert fyrir fiðlu, hörpu og hljómsveit eftir Moz- art, en þar koma Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari og Elísabet Waage hörpuleikari til liðs við hljóm- sveitina, og sinfónía Dvoráks, Frá nýja heiminum. Næstu sýningar á Amal og nætur- gestunum verða sunnudaginn 13. desember kl. 20.30, laugardaginn 19. kl. 17 og sunnudaginn 20. kl. 20.30. INGVAR Jónasson stjórnandi liljóm- sveitarinnar. Asta Erlings- dóttir sýnir myndverk í Gerðubergi f FÉLAGSSTARFI Gerðu- bergs verður opnuð sýning á verkum Ástu Erlingsdóttur á morgun, föstudag, kl. 16. Ásta Erlingsdóttir er fædd 12. júní 1920. Ásta er kunn fyrir grasalækningar sínar og áhuga á íslenskum jui’tum. Hér er um þriðju einkasýn- ingu Ástu að ræða en mynd- imar spanna um 10 ára tíma- bil, eða frá 1988-1998. Mynd- irnar eru unnar með blandaðri tækni og flestar úr íslenskum jurtum sem Ásta sjálf hefur blandað. í tilefni dagsins mun Gerðu- bergskórinn syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar, við harmónikkuundirleik Bene- dikts Egilssonar og píanóund- irleik Unnar Eyfells, félagar úr Tónhorninu, Big bandi Gerðubergs, leika létt lög. Lestur úr nýj- um bókum í Hafnarborg í KAFFISTOFU Hafnar- borgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðai-, verður lesið úr núútkomnum bókum í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Aðalsteinn Ingólfsson les úr bókinni Sigurjón Ólafsson, líf og list, I hluti; Ái-ni Þórarins- son les úr bókinni Nóttin hef- ur þúsund augu; Dagur Egg- ertsson les úr bókinni Stein- gi'ímur Hermannsson, ævi- saga; Haraldur Jónsson les úr bókinni Fylgjur; Ki'istín Ómarsdóttir les úr bókinni Lokaðu augunum og hugsaðu um mig; Thor Vilhjálmsson les úr bókinni Morgunþula í strá- um og Vigdís Grímsdóttir les úr bókinni Nætursöngvar. Einsöngstón- leikar Nönnu Maríu Cortes NANNA María Cortes, mezzósópransöngkona, og Kolbrún Sæmundsdóttir, pí- anóleikai'i, halda einsöngstón- leika í tónleikasal Söngskól- ans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru loka- áfangi burt- fararprófs Nönnu Mar- íu frá Söng- skólanum í Reykjavík. Á efnisskránni eru ítalskar antiqui-ai'íur eftir Gluck og Caldara, Sígaunaljóð op. 55 eftir Dvorák, aríur úr óperum Donizettis og Rossinis og ís- lensk sönglög eftir Markús Rristjánsson og Garðar Cortes. Nanna María hefur sungið í kór Islensku óperunnar frá 1993 og er einnig félagi í kór Aðventkirkjunnar og kór Fella- og Hólakirkju og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Nanna María stundar nú nám við söngkennaradeild Söngskólans í Reykjavík og er Kolbrún Sæmundsdóttir pí- anóleikari einn af kennurum hennar þar. Nanna María Cortes
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.