Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 35 LISTIR Það kemur úr djúpinu FRÁ sýningu Steingríms Eyfjörð, Guðlaugs K. Óttarssonar og Margrétar H. Blöndal í Gallerfi Sævars Karls. MYJVPLIST Gallerf Sævars Karls, Bankastræti BLÖNDUÐ TÆKNI STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ, GUÐLAUGUR K. ÓTTARSSON, MARGRÉT H. BLÖNDAL Til 15. deseinber. Opið á verslunartíma. TILRAUNASTARFSEMI hef- ur ekki átt upp á pallborðið hjá myndlistarmönnum á undanfórn- um árum. Sú hugmynd að lista- verkið skuli vera fullmótað, faglega unnið og sýnt með veglegum hætti, hefur leitt til þess að sköpunarferl- ið verður ógagnsætt og óljóst. Gerjunin - hvernig hugmyndir fæðast og taka á sig mynd - hverf- ur í skuggann fyrir fullkominni af- urð sem er tilbúin til sölu. I sjálfu sér er ekkert við full- komnunina að athuga; hún er góðra gjalda verð, einkum ef mað- ur ætlar sér bara að njóta listar formálalaust, án allra frekari hug- leiðinga um tilurð hennar. Alla öld- ina hafa togast á þau gagnstæðu sjónarmið; að listin eigi að bjóða aðnjótendum upp á hreina og ómengaða upplifun, og; að listin skuli kenna fólki að sjá hlutina skýrt og umbúðalaust. I flestum tilvikum fara bæði sjónarmið saman í misjöfnum skömmtum, en hafi eitthvað dregið úr því fyrrnefnda frá því sem gerð- ist og gekk á öldinni sem leið má þakka það minnkandi löngun lista- manna fyrir að vera teknir fyrir „galdramenn“, „snillinga" eða „guðdómlega handhafa neistans". Pörfin fyrir taumlausa dýi’kun er nefnilega blandin súrum eftirkeim. Hún reynist oftast „ódýr“ og inn- antóm þegar öll kurl koma til graf- ar, enda er það ávallt innihalds- rýrasta tegundin af listamönnum sem njóta mestrar aðdáunar. Michael Jackson, Madonna, Arnold Schwarzenegger og Pa- mela Anderson eru dæmi um heimsins dáðustu listamenn, og þó er ekki hægt að segja að þau njóti virðingar í samræmi við aðdáun. Lýðræðislegar útjöfnunartilraunir póstmódernismans hafa í engu breytt þeirri skipan menningar- mála. Frjálsleg opinberun Steingi'íms Eyfjörð, Guðlaugs K. Ottarssonar og Margrétar H. Blöndal á hug- myndaflæði sínu er þess vegna kærkomin sending inn í fágaða markaðssali Sævars Karls. Sýning- unni er haldið saman með langri röð litljósrita af margvíslegu hug- myndaflæði í einstaklega hagan- legum umbúðum. Umhverfis standa svo verk, veggskreytingar og hangandi hlutir sem tengjast hugmyndaröðinni. Þannig má skoða rými gallerísins sem riss - eða impróvísasjón - þar sem lista- mennirnir þrír stilla saman krafta sína og leyfa huganum að reika um víðan völl. Þeir sem njóta þess að finna fyrir list í mótun og leyfa sér að uppgötva óblandna fegurð fram- draga og óvæntra, stundum óreiðu- kenndra smáatriða, er hér ekki í kot vísað. Halldór Björn Runólfsson 20" LG sambyggt sjónvarp og video. Með Black Hi-Focus skjá, skarparí mynd, PAL/SEGAMBG með NTSC video, 100 rása mynni, rafraen barnalæsing og fjarstýring. 2ja hausa VHS- video með NTSC afspilun, Dígital AutoTracking, hægt að stilla á “replay". Hágæðatæki á góðu verði. 20“ LG sjónvarp með Black Hi-Focus skjá sem gefur einstaklega skarpa mynd. Hátalarar að framan, ACMC sjálfvirkuur stöðvaleitarí, 40 rása minni, Fjarstýring og rafræn barnalæsing og fl. Black Line myndlámpi, flatari skjár, Nicam Stereo, íslenskt textavarp, allar aðgerðir á skjá, Pal/NTSC, barnalæsing, tenqi fyrir höfuðtól, 2x20 W magnari, 2 Scarttengi o.mfl. NYTT bRau, LG 6 hausa stereo videotæki. Topptækið frá LG, NICAM HiFi sterea Gefur fullkomna upptöku og afspilun: Long play, fjarstýring, 80 stöðva minni, barnalæsing og fl. LG Brauðvél, tilbúið brauð J vegur ca. 700 gr. Tímastillir hægt að stilla v vélina allt að 13 timum fyrir bakstur. 3 stillingar Ijóst meðal, eða dökkt MS-283MC örbylgjuofn, 28 lítra, Multiwave 900W, öflugur og vandaður Ummál: (h,b,d) 53 x 32,2 x 39,2 /16,3 kg. LG uppþvottavél.lítil en öflug Ummál 50x54 cm. Vegur aðeins 24 kg, úr ryðfriu stáli. Mál: (b,h,d.)35x33x25,5 cm. 7,2kg. Wð erum í hus' v,ð 'K£a, fj Opið allar helgar til jóla! VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR RflFTfEKMUERZLUN ÍSLflhDS JE - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.