Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sveifla frá
fyrri árum
TONLIST
Múlinn, Sölvasalur,
Sóion ísiandus
SVEIFLUDJASS
Pentti Lasanen tenórsaxófón,
klarinett, og trompet, Árni Schev-
ing víbrafón, Ólafur Stephensen
pianó, Tómas R. Einarsson bassi
og Guðmundur R. Einarsson
trommur. Þriðjudagskvöldið 8.
desember.
KLARINETTIÐ hefur komið
meira við sögu í íslenskum djassi
sem af er þessum vetri en oft áð-
ur, að vísu ber ekki á íslenskum
klarinettleikurum eftir að Finnur
Eydal og Bragi Einarsson
kvöddu þessa lífstjörnu, en á
Jazzhátíð Reykjavíkur blés Putte
Wickman með kvartetti sínum
þar sem Pétur Östlund sló
trommurnar og ekki er langt síð-
an Chris Speed þandi klarinettið
með Panchora í Loftkastalanum
og þar sló Skúli Sverrisson raf-
bassann. í gærkvöldi blés einn
fremsti svíngklarinettleikari
Norðurlanda í Sölvasai á Sóloni
íslandusi í félagsskap Árna
Schevings og tríós Óla Steph.
Verkurinn var bara sá að Pentti
blés aðeins tvö lög í klarinettið,
tenórinn var aðaihljóðfæri hans
þetta kvöld. Pentti er íslending-
um ekki ókunnur því hann lék
hér á fyrstu RúRek djasshátíð-
inni 1991 með Arna, Þorleifi
Gíslasyni, Alfreð Alfreðssyni og
tveimur löndum sínum. Það var
feikna svíngsextett og sauð á
keipum bæði í Duushúsi og
Djúpinu. Sveiflan var ekki eins
sterk í Sölvasal, enda var þetta
djammsessjón. Ekkert laganna
ellefu frá því eftir stríð og sum
samin fyrir fyrra stríð.
Þeir félagar hófu leikinn með
Fats Waller klassíkinni, Ho-
neysucle Rose og svo kom Sweet
’Georgia Brown, fyrra lagið sem
Pentti blés í klarinettið. Það hefði
svo sem mátt spila betur, en
sveiflan var komin í gang í seinna
klarinettiaginu hans: On The
Sunny Side of The Street, tónn-
inn var fínn og tilfmningin heit en
einhvern veginn var Pentti ekki í
stuði tii að blása í klarinett og
gi'eip trompetinn eftir fínan ví-
brafónsóló hjá Scheving, blés
fyrst með dempara og svo
demparalaust. Það voru ekki góð
skipti. Eftir hlé blés hann annað
lag í trompetinn, meistaraverk
Ellingtons: In A Mellowtone,
hann var betri þá en fyrir hlé, en
Scheving átti besta sólóinn
einsog oftar þetta kvöld og Oli
Steph. lék nokkuð skemmtilegan
sóló þar sem hann var jafn nótna-
fár og Count Basie. Hann var
ekki eins spar á nótumar í Blue
Moon og þar fór tríóið hreinlega
á kostum. Þeir eru ótrúlega vel
samspilaðir þremenningamir og
það er langt síðan íslensk djass-
sveit hefur leikið jafn mikið sam-
an. „Working band“ kallar Kan-
inn slíkar sveitir og þær eru ekki
á hverju strái í djassheiminum nú
til dags.
Pentti Lasanen er ágætur ten-
óristi af gamla skólanum og
minnir meira á Chu Berry en
Coleman Hawkins. Tónninn er að
vísu ekki í heimsklassa, en hann
blés ágaetlega ópus Johnny
Green, Body And Soul, sem
Hawkins túlkaði öllum mönnum
betur, og var það eina ballaða
kvöldsins. Yfírleitt var leikið
„moderato", sem getur orðið
þreytandi til lengdar, en í loka-
laginu, C Jam blúsnum hans Ell-
ingtons, var orðið ansi heitt í kol-
unum og sóló Tómasar skemmti-
lega uppbyggður og það var ekk-
ert verra að hann endaði á klisju
- þær skutu upp kollinum við og
við einsog vera ber á tónleikum
sem þessum - og minntu menn á
liðna tíð.
Vernharður Linnet
Ljósið í hraiminu
I TILEFNI 90 ára afmælis Hafn-
arfjarðar og útgáfu bókarinnar
Ljósið í hrauninu var opnuð sýning
í byrjun desember í Apótekinu í
Hafnarborg á ljósmyndum úr bók-
inni. Lái'us Kari Ingason ijós-
myndari hefur gert bókina í sam-
vinnu við Hafnarfjarðarbæ. A sýn-
ingunni eru 28 Ijósmyndir Lárusar
Karls, af þeim 120 sem prýða bók-
ina. Sýningarsalurinn Apótekið var
tekinn í notkun nú á afmælisári
Hafnaríjarðar.
Sýningin verður opin daglega
fram að jólum frá kl. 12-18, nema
þriðjudaga.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
LÁRUS Karl Ingason ljósmynd-
ari afhendir Magnúsi Gunnars-
syni bæjarstjóra Ilafnarfjarðar
eintak af bókinni Ljósið í
hrauninu.
LISTIR______________
Mikil hljómaveisla
TÓIVLIST
Geislaplötur
GUÐMUNDUR HAFSTEINSSON
„Instrumental and Vocal Works.“
Brum (Blastula fyrir tólf blásara),
stjórnandi Guðmundur Hafsteinsson.
Hann veitir kraft, Marta Guðrún
Halldórsdóttir (sópran), Lenka
Mátéova (orgel), Ásgeir Steingríms-
son (trompet), Eiríkur Orn Pálsson
(trompet), Emil Friðfinnsson (horn),
Sigurður Þorbergsson (básúna).
Stjórnandi Guðmundur Hafsteins-
son. Spuni II, Sigrún Eðvaldsdóttir
(fiðla). Borgarkveðja. Pétur Grétars-
son, víbrafónn. Elísabet Waage
(harpa), Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir (píanó), Guðmundur Hafsteinsson
(cimbalóm). Stjórnandi Snorri Sigfús
Birgisson. Hugur minn líður. Marta
Guðrún Halldórsdóttir (sópran),
Guðmundur Hafsteinsson (píanó).
Brunnu beggja kinna björt Ijós. Ár-
mann Helgason (klarinetta), Bryndís
Halla Gylfadóttir (selló), Guðmundur
Hafsteinsson (pianó). Hljóðritun:
Tæknideild Ríkisútvarpsins. Tón-
meistari: Bjarni Rúnar Bjarnason.
Upptökustaður: Fella- og Hólakirkja
Rvk. Utgefandi tónlistar: Sjö máva
útgáfan 1998 SMÚ - 1 - 98. Dreifing:
íslansk tónverkamiðstöð.
GUÐMUNDUR Hafsteinsson
hefur kennt hljómfræði og tón-
smíðar m.m. við Tónlistarskólann í
Reykjavík síðan hann kom frá
framhaldsnámi við Juilliard í New
York, þar sem hann kenndi reynd-
ar tónfræðigreinar í tvo vetur. Frá
1992-’98 var hann jafnframt deild-
arstjóri tónfræðadeildar Tónlist-
arskólans. Tónverk eftir Guðmund
hafa verið flutt í Bandaríkjunum,
Englandi, Svíþjóð, Danmörku og
Hollandi auk Islands. Hann hefur
tekið þátt í flutningi verkanna sem
stjórnandi, píanisti og cimbalóm-
isti.
Að framansögðu þarf engan að
KVIKMYJVDIR
Háskólabíó
Vetrarvindar —
kvikmyndaliátíð
Háskólabfós og
R e g n b o g a n s
FJÁRHÆTTUSPILARINN
„THE GAMBLER" irk'k
Leikstjóri: Karoly Makk. Aðalblut-
verk: Michael Gambon. Channel Four
Films ofi. 1998.
BRESKA bíómyndin Fjárhættu-
spilarinn eða „The Garnbler" á
Vetrarvindum, kvikmyndahátíð
Háskólabíós og Regnbogans, er
sögð byggjast á sönnum atburðum
úr lífi rússneska rithöfundarins
Dostojevskís sem urðu árið 1866 í
Pétursborg. Hann hafði eins og
hver annar fjárhættuspilari veðjað
framtíð sinni sem rithöfundur; ef
hann ekki lauk skáldsögu innan 27
daga eignaðist útgefandi hans höf-
undra þó að hér sé á
ferðinni tónskáld og
alhliða tónlistarmaður
sem kann sitt fag - og
m.a. allt um hljóm-
fræði og kontrapunkt,
sem verkin á þessum
diski eru meira eða
minna til vitnis um.
Hitt sætir e.t.v. enn
meiri tíðindum að tón-
listin er innihaldsrík
(sem auðvitað verður
ekki aðskilið tónfræði-
þekkingu, svo ekki sé
minnst á þann al-
ræmda kontrapunkt),
jafnvel innblásin og
djúp, þegar best læt-
ur. Alltaf áheyrileg og stundum
beinlínis æsileg.
í fyrsta verkinu (frá 1994) teflir
tónskáldið fram tólf blásurum, og
er hér um að ræða mikla hljóma-
veislu. Næsta verk, sem einnig er
fremur stutt, er af trúarlegum
toga, Hann veitir kraft (áminning
úr bók Jesaja um mátt trúarinn-
ar), frá 1989. Marta Guðrán Hall-
dórsdóttir syngur mjög vel í þessu
verki, en ég var að velta því fyrir
mér hvort einradda barnakór, sem
gert hafði verið ráð fyrir í upphafi
(samkv. beiðni Tónmenntasjóðs
þjóðkirkjunnar), hefði snortið
mann enn meir. Afturámóti er
þetta erfitt hlutverk, jafnvel fyrir
úrvalssöngvara - sem „ber bara
ábyrgð á sjálfum sér“.
Þá kemur frábært verk, Spuni II
(frá 1991), í fjórum þáttum fyrir
einleiksfiðlu. Langt og strangt,
með æsilegum öðrum kafla og
skáldlegum lokakafla, þar sem far-
ið er út í allt annan sálm með ein-
faldri laglínu, sem svifur til himna
- líkt og Ganymed forðum. Verkið
er tileinkað Sigrúnu Eðvaldsdótt-
ur, sem leikur það hér af hreinum
yfirburðum - hvernig sem á það er
Við spila-
borð
undarréttinn á öllum óbirtum
skáldsögum hans. Dostojevskí réð
til sín hraðritara, Önnu, og þau
hófust handa við hið ómögulega.
Handritið er skemmtilega upp-
byggt að því leyti að um leið og það
segir sögu Dostojevskís á heimili
hans í Pétursborg segir það söguna
sem hann er að bögglast við að
koma frá sér og fjallar um fjár-
hættuspilara í svonefndri Rúllettu-
borg þar sem allir tapa á endanum.
Að einhverju leyti virðist um
sjálfsævisögulegt efni að ræða,
raunveruleiki og skáldskapur
blandast saman og myndin nær að
gefa innsýn í þau sálrænu átök sem
kvöldu Dostojevskí og tengdust
fortíð hans í fangabúðum og hans
litið. Síðan er slegið á
aðra strengi og önnur
hljómborð í Borgar-
kveðju (sem er reynd-
ar kveðja til New
York-borgar, sér í lagi
Manhattan); mjög
skemmtilega hljóm-
andi verk frá 1995 og
samið af mikilli íþrótt í
anda borgarinnar -
þangað sem fólkið
flykkist til að njóta
veraldlegra
lystisemda. Vel leikið
og vel stjórnað (Snorri
Sigfús Birgisson).
Hugur minn líður
(1996-97) er samið við
samnefndan ljóðaftakk eftir
Snorra Hjartarson. A diskinum
eru fjögur síðustu lögin flutt. „Hér
er á ferð formlega glæsilegur
skáldskapur, sveipaður slæðu hóg-
værðar, ögunar og eðalborinnar
fágunar, sem hvorki þrengir að
hinum kjarnmiklu myndum né
dregur úr þeim skáldlegan mátt,“
segir tónskáldið, sem að sínu leyti
vinnur fagurlega úr svo vandmeð-
förnum og erfiðum efniviði. Mjög
vel flutt af Mörtu Guðránu og höf-
undi. Og að lokum verk fyrir klar-
inettu, selló og píanó, sem hreif
undirritaðan einna mest (a.m.k. á
köflum). Verkið heitir Brunnu
beggja kinna björt ljós og er frá
1982. Ég hugsa að leikur þeirra
Bryndísar Höllu Gylfadóttur, Ar-
manns Helgasonar og höfundar
eigi sinn þátt í hrifningu minni.
En þetta er orðið nokkuð mikið
mál. I lokin má þó minnast á hljóð-
ritun, sem er í gæðaflokki - og um-
slagið, sem er sérlega fallegt og við
hæfí. Og ekki má gleyma því að all-
ir sem hér koma fram eru fyrsta
flokks.
Oddur Björnsson
eigin spilafíkn. En það er erfitt að
gefa persónu eins og honum setn-
ingar við hæfi: Ég veit ekki hvem-
ig bækur þú lest, en ég skrifa um
lífið, hljómar svolítið holt úr munni
meistarans. Annars staðar tekst
handritshöfundinum betur upp.
í mynd Karoly Makk fer sá
ágæti leikari Michael Gambon með
hlutverk hins mikla rithöfundar og
virkar túlkun hans stundum of-
keyi'ð en þó einnig furðulega sann-
færandi. Gambon virðist álíta að
fyrst hann er með slíkt ofurmenni í
höndunum þurfi hann að hafa
meira fyrir honum en ella og það
vill skína í gegn en annars er leikur
hans bæði ástríðufullur og kraft-
mikill. Að öðra leyti er leikurinn
misjafn hjá leikurunum, sumir
hefðu þurft ákveðnari leikstjórn.
í allt er hér um forvitnilega og
athyglisverða mynd að ræða sem
aðdáendur skáldsins hefðu ugg-
laust gaman af.
Arnaldur Indriðason
Guðmundur
Hafsteinsson
MYNDIN er tekin í upphafi æfinga á Brúðuheiniilinu.
Þjóðleikhúsið
Brúðuheimili Ibsens
á jólafrumsýningu
JÓLAFRUMSÝNING Þjóðleik-
hússins verður að þessu sinni
Brúðuheimili Ibsens. Brúðu-
heimili er eitt þekktasta verk
Henriks Ibsens, og var leikritið
á sínum tíma gífurlega umdeilt.
Leikendur eru: Elva Ósk
Ólafsdóttir, Baltasar Kormák-
ur, Edda Heiðrún Backinan,
Pálmi Gestsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Halldóra Björns-
dóttir og Margrét Guðmunds-
dóttir. Þýðandi er Sveinn Ein-
arsson. Höfundur leikmyndar
er Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir, höfundar búninga Mar-
grét Sigurðardóttir og Þórunn
Sigríður, lýsingu hannar Björn
Bergsteinn Guðmundsson. Leik-
stjóri er Stefán Baldursson.
Sýningarstjórar eru Baltasar
Kormákur og Elva Ósk Ólafs-
dóttir. Hvíslari er Helga Þ.
Stephensen.