Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjö sígild ævintýri BÆKUR Barnabækur RAUÐHETTA MJALLHVÍT OG DVERGARNIR SJÖ ÞYRNIRÓS GALDRAKARLINN f OZ PÉTUR PAN GÚLLIVER í PUTALANDI YNDISFRÍÐ OG ÓFRESKJAN Islenskur texti: Stefán Júlíusson. Setberg, Reykjavík 1998. SETBERG hefur gefið út 7 smá- ar bækur undir samheitinu Sígildu ævintýrabækurnar. Bækurnar eru útdráttur úr þekktum ævintýrum um Rauðhettu, Mjallhvíti, Þyrnirós, galdrakarlinn í Oz, Pétur Pan, Gúlliver í Putaiandi og Yndis- fríð og ófreskjuna. Flest, eða öll, þessi ævintýri eru til í nokkrum útgáfum og hér fáum við að sjá eina til af hverju þeirra þar sem stiklað er á stóru og smáatriðum sleppt. Stefán Júlíusson ís- lenskaði allar bækurn- ar sjö. Orðalag er alla jafna einfalt og skiljan- legt ungum börnum enda eru bækurnar áreiðanlega ætlaðar þeim fyrst og fremst. Þó koma fyrir orð og orðasambönd sem þarfnast útskýringa og er það vel. Það á t.d. við um óvígan her í Gúlliver í Putalandi og að vera heillum horfm í Galdrakarlinum í Oz. Myndir eru ungum lesend- um/hlustendum ómissandi og hér fá þeir sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Myndirnar í þessum bókum eru í senn litríkar og fjör- legar og segja fleira en mörg orð. Sígildu ævintýra- bækurnar eru ljóm- andi ágætar bækur til að grípa til á hátta- tíma barnanna og til að kynna yngstu kyn- slóðinni sígildar sögur sem við fullorðna fólk- ið þekkjum flest svo vel úr okkar eigin barnæsku. Það eina sem hægt er að setja út á er að einstaka sinnum er erfítt að lesa textann vegna þess hversu dökkur bakgrunnurinn er. Músíkgáfa Þyrnirósar hefði líka mátt vera tónlistargáfa. María Hrönn Gunnarsdóttir Stefán Júlíusson BÆKUR Þ.uld sakamálas«i»a MORÐINGI ÁN ANDLITS Glæpasaga eftir Henning Mankell. Þýðandi Vigfús Geirdal. Prentun. Nor- haven a/s, Viborg, Danmörku. Mál og menning 1998 - 336 bls. 999 kr. SÆNSKAR lögreglusögur hafa öðlast sinn sess hér á landi sem víð- ar, ekki síst fyrir atbeina Sjöwalls og Wahlöö. Sænskir höfundar hafa ver- ið duglegir við að fylgja þeim hjón- um í kjölfarið og sumir orðið ríkir af. Henning Mankell, höfundur Morðingja án andlits, er ekki ein- ungis höfundur í peninga- og frægðarleit heldur verður að telja hann meðal betri höfunda í Svíþjóð nú. Auk skáldsagna af framandi slóðum má geta þess að hann hefur látið frá sér fara ágætar bækur fyr- ir börn. Mannlegar löggur eða öllu heldur Lögga grætur og keyr- ir full gallaðar eru í uppáhaldi hjá sænsk- um sakamálahöfundum. Mankell skrifar um löggu sem á í miklum persónulegum vanda vegna hjóna- skilnaðar, óhóflegrar drykkju og samviskubits sem nagar hann. Hann lætur eftir sér að gráta frammi fyrir konu sem hann var einu sinni kvæntur, drekkur sig fullan, ekur drukkinn og er gómað- ur af félögum sínum sem sjá aumur á honum og brjóta þar með af sér í starfi. Svona persónuleg vandkvæði eru þó fremur krydd en aðalsöguefni hjá Mankell. Álvarlegin hlutir vaka fyi-ir honum, ekkert minna en kyn- þáttahatur í sinni verstu mynd. Þegar óhugnanlegt morð er framið á afskekktum sveitabæ í Svíþjóð eru menn ginnkeyptir fyrir þeÚTÍ tilgátu að útlendingar, innflytjend- ur hafí verið að verki. Alda ógna og morða er hafín. Henning Mankell lýsir afar vel hversdagslífi og þreyttum og ringl- uðum mönnum í starfi. Hann gleym- ir ekki heldur mannlegum freisting- um. Spennu byggir hann upp smám saman og fléttan er hagleg hjá hon- um. Allt stuðlar þetta að notalegum lestri fyrir þá sem hneigjast að sakamálasögum með félagslegu ívafi. Þýðing Vigfúsar Geirdals á texta Mankells er yfirleitt lipur. Jóhann Hjálmarsson Enski boltinn á Netinu <§> mbl.is ^ALLTAT G!TTH\SA1D A/YTT Fríða framhleypna BÆKUR Barnabók FLOTT, FRÍÐA FRAMHLEYPNA eftir Lykke Nielsen. Jón Daníelsson þýddi. Gunnar Greiding mynd- skreytti. Skjaldborg, 1998 - 86 síður. SÖGURNAR um Fríðu fram- hleypnu eru úr danski’i ritröð sem hefur hlotið talsverðar vinsældir hér á landi. Höfundur er sagður vera dönsk ieikkona í sínu heimalandi og fyrsta bókin um Fríðu kom út í Dan- mörku árið 1984. Þessi bók um Fríðu er níunda bókin um hana sem út kemur á íslensku. I bókinni segir frá Fríðu sem er hress stelpa sem hefur sínai’ skoðanir á hlutunum og er skemmtilega hug- myndarík. Bókin byggh’ á smáfrá- sögnum úr hversdagslífinu en milli þeirra er ekkert samhengi sem gæti gert sögurnar áhugaverðari. I einni frásögninni er Fríða til dæmis á Grænlandi og lærir þar eitt græn- lenskt orð, qujanak, og getm- sýnt hæfni sína í að pilla rækjur. Hvorki er gerð grein fyrir ferðalaginu sem ætla mætti að væri níu ára telpu mikið æv- intýri né lífinu þarna yfirleitt og lýs- ingin á Umanak er ákaflega lítilfjör- leg. Ekki kynnist Fríða heldur nein- um grænlenskum bömum sem henni hefði þó verið eðlislægt miðað við framkomu hennar á öðrum vettvangi. Sama gildir um kynni hennar af múslimastúlkunni Vesnu sem vinnur fyrir sér með því að bera út blöð. Þetta gæti verið mjög áhugaverð lýs- ing en rennur út í sandinn. Vesna ber skýlu á höfðinu og ræðir lítillega við Fríðu um merkingu þessarar skýlu og af hverju þetta er tákn um þau trúarbrögð sem hún aðhyllist. En Fríða er trúlaus og eins og segir í sögunni þá á Fríða „það sameiginlegt með flestu öðm fólki í Danmörku að standa ekki í sérstaklega náu sam- bandi við Guð, Jesú eða kirkjuna“ (s. 23), en Vesna er aftur á móti mjög trúuð. Fríða varður trúuð einn dag- inn þegar hennar fyrsta bæn kemur í veg fyrir að hún geri í buxurnar. Trúnni heldur hún til loka kaflans en þar með er viðfangsefnið tekið út af dagskrá og Vesna þar með. Að ýmsu leyti er þetta ærslasaga þar sem Fríða tekur upp á ýmsu, lit- ar á sér hárið, og hárið á hundinum, misskilur það sem aðrir segja og fer í megrunarkúr svo einhver dæmi séu tekin. Sagan sjálf er ákaflega grunn og skilur lítið eftir, en eflaust má brosa að sumum tiltækjunum sem lýst er í sögunni. Sigrún Klara Hannesdóttir Endurmat í nýju umhverfi STOFA kraftaverkanna nefnist fimmta Ijóðabók Sveinbjöms I. Baldvins- sonar, sem nú er komin út hjá Máli og menn- ingu. Eftii- Sveinbjöm liggja þijú kvikmynda- handrit, sögur og leik- rit. Stofu kraftaverkanna er skipt í tvo hluta, Land mannanna og Þar sem þú kemur sjaldan. Ljóðin í Landi mann- anna voru blásin höf- undi í bijóst er hann dvaldi í Jakobshöfn á Grænlandi um sumarið 1996. Ekki var þó beinn tilgangur ferðarinnar sá að sækja sér innblástur fyrir ljóð, heldur var Sveinbjörn staddur á Grænlandi vegna verkefnis á vegum danska ríkissjónvarpsins. Hætt var við verkefnið vegna fjárskorts, en eftir sat þó reynsla Sveinbjörns af Landi mannanna, sem er í raun merking orðsins Kalaallit Nunaat sem Græn- lendingar kalla föður- land sitt á eigin tungu. „Mér fannst ákaf- lega niikil upplifun að komast til þessa lands,“ segir Svein- björn. „Það er eitthvað við þetta land og þetta samfélag, sem grípur mann ansi sterkt. Ég punktaði hjá mér ýms- ar upplifanir og færði þær síðar yfir í ljóða- form.“ I síðari hluta bókar- innar, Þar sem þú kemur sjaldan, lýtur inntak ljóðanna að reynslu höfundar af hinum margvíslegustu stöðum sem höfúndur hefur heimsótt á liðnum ánim. „Þegar maður er ekki í sínu hversdagslega umhverfi staldrar maður gjarnan við og þegar maður er einn á ferð gefst manni tækifæri til að velta vöngum yfir stöðu sinni í tilverunni, sem maður er ekki alla jafna með í kollinum í hinu daglega amstri. Það fer með öðrum orðum alltaf fram pínulitið endurmat hjá manni í nýju umhverfi," segir Sveinbjöm. Notalega villtur í gamalli bíómyndaþoku meira að segja svarthvítur ómur af sellósvítum Bachs snögglega utan úr frostgrárri skímunni smellir á hellunum þröngogbrött strætin allt í einu á lífi illa klæddur drengur með handfylli afkalkvistum býður greinar tD kaups kaupi eina fyrir augum hans munda greinina þegar hann er horfmn sópa þokunni burt Úr Stofu kraftaverkanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.