Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 53
vega mér herbergi á hentugum
stað skammt frá kennarabústöðun-
um við Urðai-veg, sem þá voru ný-
byggðir. Helgi var fastur kennari
við Barnaskólann en auk þess
stundakennari við Gagnfræðaskóla
ísafjarðar og kenndi þar bæði
stærðfræði og esperanto í 3. bekk.
Skólastjóri þá var Hannibal Valdi-
marsson. Helgi var afbragðsgóður
kennari. Hann þurfti ekkert fyrir
aga að hafa og gat gefið sig óskipt-
an að námsefni dagsins sem hann
útskýrði vel hverju sinni, enda náði
hann ágætum árangri með kennslu
sinni.
Það ber mannkostum Helga
glöggt vitni, að á hann hlóðust auk
kennslunnar fjölmörg ábyrgðar-
störf á sviði þjónustu- og félags-
mála. Hann tók drjúgan þátt í
stjórnmálum og beitti sér íyrir
bættum hag verkamanna undir
merkjum Alþýðuflokksins. Hann
sat í bæjarstjórn Isafjarðar
1938-49 og var formaður verka-
lýðsfélagsins Baldurs í tíu ár. Um
eitt skeið eða frá 1943-45 fékk
hann leyfi frá kennslustörfum með-
an hann var framkvæmdastjóri Al-
þýðuflokksins og bjó á þeim árum í
Reykjavík.
Arið 1948 kvaddi Helgi ísafjörð
fyrii- fullt og allt og fluttist með
fjölskylduna til Hafnarfjarðar þar
sem hann var ráðinn bæjarstjóri. A
því sama ári fæddist þeim hjónum
langþráð dóttir, er hlaut nafnið
Erla Margrét, síðar hjúkrunar-
fræðingur í Hafnarfirði.
Eins og nærri má geta var það
sama upp á teningnum eftir að
Helgi fluttist suður, - aukastörfín
hlóðust á hann hvert af öðru. Hann
var þá strax kosinn forseti Alþýðu-
sambands íslands og gegndi því
embætti til 1954 og formaður
fræðsluráðs Hafnarfjarðar var
hann jafnlangan tíma. Eftir að
Helgi hætti sem bæjarstjóri vann
hann hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins, fyrst sem fulltrúi en síðan var
hann deildarstjóri til 1977. En
kennarastarfið var honum alltaf
hugstætt og frá 1958 hafði hann á
hendi stundakennslu í Armúlaskól-
anum um tuttugu ára skeið, og síð-
an kenndi hann hjá Námsflokkum
Reykjavíkur til 1983. Voru þá liðin
52 ár frá því að hann hóf kennslu-
störf á ísafirði haustið 1931.
Helgi var bindindismaður á vín
og tóbak alla ævi og var formaður
Abyrgðar, tiyggingafélags bindind-
ismanna í tuttugu ár til 1983. Helgi
gekkst fyi-ir stofnun Samtaka syk-
ursjúkra árið 1971 og var formaður
þeirra í átta ár. Sjálfur þekkti hann
sykursýkina af eigin raun og við
fleiri sjúkdóma átti hann að stríða
sem reyndu mjög á þrek hans og
þol. Áður hefur verið minnst á spít-
alavist hans á Isafirði, sem stafaði
af berklum er hann fékk á ung-
lingsárum. Á síðari hluta starfsæv-
innar gekkst hann undir áhættu-
sama hjartaskurðaðgerð í Banda-
ríkjunum. En öllum þessum erfið-
leikum og mótlæti tók hann með
þolgæði og karlmennsku.
Þegar haft er í huga hvað Helgi
Hannesson var heilsutæpur er enn-
þá meira undrunarefni hversu
miklu hann fékk áorkað og komið í
verk af þeim velferðarmálum, sem
hann beitti sér fyrir. Er þó framan-
skráð upptalning hvergi nærri
tæmandi. Má því ljóst vera að Helgi
hefur á langri ævi haft óskorað
traust samferðamanna sinna og
þótt vel til forystu fallinn. En sjálf-
ur var hann í raun hlédrægur og
mótfallinn allri upphefð og per-
sónulegum viðurkenningum fyrir
störf sín. Sem dæmi um það má
nefna, að hann frábað sér jafnan
allar lofræður í fjölmiðlum á merk-
isafmælum sínum, vinum hans til
undrunar og vonbrigða. En þannig
var Helgi Hannesson. Hann kaus
að vinna störf sín í kyrrþey með
áhuga og skyldurækni, hvort held-
ur það var í þágu nemenda hans
eða til að bæta hag láglaunafólks í
verkalýðsfélögunum.
Þau Helgi og Margrét skildu árið
1962. Margrét dó árið 1981. Seinni
kona Helga er Þórunn Bjarney
Garðarsdóttir. Þörn þeirra eru
Helgi Þór kennari í Reykjavík og
Hanna Ragnheiður búsett í Dan-
mörku. Þórunn bjó þeim Helga hlý-
legt heimili og var stoð hans og
stytta í lífsbaráttunni síðustu ára-
tugina.
Helgi, kæri vinur. Eg þakka þér
alla umhyggju, stuðning og velvild í
minn garð. Guð blessi minningu
þína. ÖUum ástvinum Helga send-
um við hjónin innilegar samúðar-
kveðjur.
Torfi Guðbrandsson.
Það var mikið lán fyrir mig og
mína og marga, marga fleiri, þegar
Helgi Hannesson gekk í það að
stofna „Samtök sykursjúkra“,
haustið 1971. Ég var svo heppinn að
lenda þar í stjórn með honum og
öðrum ágætismönnum og kynntist
því Helga vel. Það höfðu margir
sykursjúkir fundið fyidr því að þeir
voru mjög einangi-aðir og þekktu
varla nokkurn mann sem var sykur-
sjúkur og eins voru læknar á þess-
um árum almennt ekki mjög fróðir
um sjúkdóminn.
Félag fyrir sykursjúka var því
sjálfsagt. En það var Helga sem
datt það í hug og það var Helgi sem
gekk í að auglýsa eftir fólki sem
hafði áhuga á að hittast og athuga
málið.
í mörg horn var að líta þegar bú-
ið var að stofna „Samtök sykur-
sjúkra“ og vann Helgi sem kosinn
var foimaður vel og skipulega að
þeirri uppbyggingu allri.
Margir gengu í félagið, fundir
voru haldnir, fræðsla veitt, tekið í
spil, jólakort prentuð og seld og
fræðslublaðið „Jafnvægi“ gefið út
og peningastyrkir veittir til aðila
sem lögðu á sig erfiði fyrir félagið
eða fyrir lækna sem læra vildu
meira um sykursýki. Það var ótrú-
legt hvað Helgi var hugmyndaríkur
og vakandi í stjórnarstarfi sínu.
Eitt mál stóð þó lengi í okkur og
það var að koma upp göngudeild
fyrir sykursjúka. Ökkur fannst
sjálfsagt að hún fengi inni í húsnæði
Landspítalans, en þar fannst Helga,
og fleirum að göngudeildin ætti að
vera. Mörg áhlaup voni gerð en
loksins tókst að fá farsæla lausn
sem notast var við, og göngudeild
hefur starfað með góðum árangri,
mjög mörgum til mikils gagns.
Ég er einn af þeim sem hafa lengi
verið sykursjúkir, hef sprautað mig
tvisvar á dag í 38 ár. Þeir sem
þekkja þennan sjúkdóm vita hvaða
aga menn þurfa að hafa, á insúlín-
inu, matnum og hreyfingunni.
Fyrir börn, unglinga og foreldra
þem-a er sykursýki mikill ki-oss.
Með stofnun samtakanna tókst
Helga að „sá í sandinn" og fá upp
ávöxt sem margir hafa nú í tæplega
30 ár haft mikið gagn af.
Það var lærdómsríkt fyrh' mig að
kynnast Helga Hannessyni og
áhuga hans, að vilja láta svo mikið
gott af sér leiða í svo mörgum og
ólíkum framfaramálum, því hann
kom víða við.
Helgi var kjörinn heiðursfélagi í
Samtökum sykursjúkra.
Ég og fjölskylda mín vottum að-
standendum Helga okkar dýpstu
samúð.
Hjalti Pálsson.
Kveðja frá Alþýðu-
sambandi Islands
Við kveðjum í dag einn af félög-
um okkar sem um langt árabil átti
þátt í að móta starf og stefnu verka-
lýðshreyfingarinnar hér á landi.
Helgi Hannesson var einn af for-
ustumönnum verkalýðshreyfingai’-
innar á Vestfjörðum til margra ára.
Hann var í forystusveit Verkalýðs-
félagsins Baldurs á Isafirði tæpa
tvo áratugi, þar af foimaður 1939-
1949. Þá var hann í forustusveit Al-
þýðusambands Vestfjarða um líkt
leyti. En starfsvettvangur Helga
innan íslenskrar verkalýðshreyfing-
ar var ekki eingöngu bundinn við
stéttarsamtök verkafólks á Vest-
fjörðum. Helgi var virkur á vett-
vangi Alþýðusambands íslands í.
meh-a en áratug. Á miklu átaka-
þingi Alþýðusambandsins árið 1948
er Helgi Hannesson kjörinn forseti
ASÍ og gegndi hann því starfi til
ársins 1954.
Það voru erfiðir tímar fyrir
verkalýðshreyfinguna þegar Helgi
varð forseti ASI. Árin á undan
höfðu einkennst af uppgangi í ís-
lensku efnahags- og atvinnulífi. At-
vinna var jafnari og meh'i en áður
og verkalýðshreyfingin vann marga
stóra sigra. Kaupmáttur launa jókst
til muna og samtök verkafólks náðu
fram mörgum mikilvægum úrbót-
um á réttindum og kjörum félags-
manna sinna. Hér nægir að nefna
almenna viðurkenningu á rétti
verkafólks til lágmarksorlofs og
stytting vinnutíma. Þegar Helgi
tekur við forystu er staðan í ís-
lensku atvinnulífi mikið bi'eytt og
við tók hörð varnarbarátta. Atvinna
minnkaði, dýrtíð fór vaxandi en
launahækkanir skiluðu sér seint og
illa. í desember 1952 hófst hörð
vinnudeila sem endaði með fjöl-
mennasta verkfalli sem háð hafði
verið hér á landi. Deilunni lauk með
samningum þar sem tókst að rétta
nokkuð hlut verkafólks og ná fram
umbótum á almannati-yggingunum.
Það var ekki aðeins að tekist væri
á við atvinnurekendur og ríkisvald
um kjör og réttindi verkafólks. Á
þessum tíma var tekist á af hörku
innan verkalýðshreyfingarinnar
sjálfrar. Annars vegai' voru sósí-
alistar og bandamenn þeiira og hins
vegar hægfara jafnaðannenn og
sjálfstæðisverkamenn. Kjör Helga
sem forseta ASI var niðurstaða eins
slíks uppgjörs milli andstæðra íylk-
inga innan verkalýðshreyfingarinn-
ar. Helgi var forsetaefni Breiðíylk-
ingarinnar, bandalags krata og
sjálfstæðisverkamanna og var kos-
inn sem slíkur. Allan þann tíma sem
Helgi sat í stól forseta ASI héldu
sósíalistar og bandamenn þeirra
uppi harðri stjórnarandstöðu og
höfðu að lokum sigur á þingi ASI
1954. Það er erfitt fyrir þá sem ekki
tóku þátt í þessum átökum að
ímynda sér hversu grimm og óvæg-
in þau voru oft á tíðum. Slíkt hlýtur
að hafa tekið á þá sem stóðu í slagn-
um miðjum. I dag höfum við lært að
starfa saman innan verkalýðshreyf-
ingarinnar að sameiginlegum hags-
munamálum.
í grein sem Helgi ritaði og birtist
í Vinnunni á 50 ára afmæli Alþýðu-
sambands Islands árið 1966 segir
hann m.a.: „Verkalýðssamtökin
hafa verið byggð upp af hetjum,
sem frægar hafa orðið af stórorr-
ustum og stórsigrum, sem féllu en
héldu þó velli, en þau hafa umfram
allt átt sína óþekktu hermenn, kon-
ur og kalla, sem eru hversdagsleg
nöfn, er bregður íyrir í fundargjörð,
en af þeim fara annars engar sögur.
En ef vel er að gáð, þá er það þetta
fólk, sem með staðfestu sinni,
skyldurækni og trúmennsku við
góðan málstað hefur tryggt sigr-
ana.“ I þessum orðum felst djúpur
skilningur á gangi sögunnar.
Þegar litið er yfir æviferil Helga
Hannessonar má glöggt sjá að hann
var jafnaðarmaður að upplagi, hafði
ríka réttlætiskennd og var tilbúinn
að leggja góðum málstað lið. Þannig
var Helgi ekki aðeins virkui' félags-
maður verkalýðshreyfingarinnar.
Hann var lengi í forystusveit bind-
indismanna og lagði fjölmörgum
öðrum málum lið sem hann taldi
horfa til framfara fyrir alþýðu
manna. Þar naut hann óskoraðrar
virðingar samferðamanna sinna.
Alþýðusamband Islands sendir
eftirlifandi eiginkonu Helga, Þór-
unni Garðarsdóttur, og afkomend-
um þein-a samúðarkveðjur. Megi
gæfan vera með þeim.
Grétar Þorsteinsson.
Ég vil með nokkrum orðum fyrir
mína hönd og annarra fyrrverandi
starfsmanna Ábyrgðar hf., trygg-
ingafélags bindindismanna, minnast
og þakka Helga Hannessyni fyrir
langt og afar ánægjulegt samstarf.
Helgi var einn af tíu stofnendum
Ábyrgðar hf. haustið 1960 og tók
hann við formennsku í því félagi við
andlát Benedikts S. Bjarklind í
september 1963 og gegndi því starfi
allt til ársins 1983, eða í 20 ár. Hann
var einnig einn af stofnendum
Landsambands bindindisfélags öku-
manna, sem stofnað var 1953, og sat
í stjórn félagsins um mjög langt
skeið, lengst sem forseti þess, en
það var fyrir tilstuðlan BFO að
tryggingafélagi fyrh' bindindismenn
var komið á fót hér á landi. Helgi
hafði ungur að árum gengið til liðs
við bindindishugsjónina og var alla
ævi sína ötull liðsmaður í hópi bind-
indisáróðursmanna. Þannig notaði
hann hvert tækifæri til að halda
merki albindindis á lofti, t.d. minn-
ist ég þess ekki að hann hafi sleppt
að minnast á ágæti bindindis í þeim
mörgu ræðum sem ég heyrði hann
flytja við ýmis tækifæri, en hann
var snjall ræðumaður og átti létt
með að flytja mál sitt af rökfestu og
sannfæringu.
Mín íyrstu kynni af Helga voru
þegar ég réðst til starfa hjá Ábyrgð
vorið 1961. Félagið var þá að ná fót-
festu á íslenskum vátryggingar-
markaði og við, sem þá vorum að-
eins þrjú á skrifstofunni, þurftum
mikið að reiða okkur á aðstoð og
hjálp frá stjórnarmönnum. Helgi
var þá og ætíð síðar sú trausta
hjálparhella sem gott var að leita til
og ávallt var reiðubúinn að veita
góð ráð og aðstoð. Það er margs að
minnast frá þessum mörgu sam-
starfsárum. Ábyrgð var lengst af að
mestum hluta í eigu Ansvar, tiygg-
ingafélags bindindismanna í Stokk-
hólmi, sem rak vátryggingarstarf-
semi bindindismanna í 13 þjóðlönd-
um þegar best gekk. Helgi bar hag
Ábyi'gðar mjög fyrir brjósti og og
áttum við mai'ga fundi saman með
fulltrúum Ansvar bæði hér heima
og í Svíþjóð. Þegar leið að 25 ára af-
mæli Ábyrgðar árið 1986 bauðst
Helgi til að skrifa sögu félagsins
sem var þegið með þökkum. Er af-
mælisritið hin veglegasta bók upp á
60 síður þar sem rakin er forsagan
að stofnum félagsins og sagan 25
fyrstu ár þess. I lok ritsins lét
Helgi, sjálfum sér líkur, fylgja bind-
indisáróður, grein um bindindislífs-
stíl og hlutverk bindindisfélaga.
Mér þykir við hæfi að ljúka minn-
ingargrein minni um Helga Hann-
esson með hans eigin orðum úr af-
mælisritinu: „Meirihluti íslensku
þjóðarinnar viðurkennir að áfengis-
neysla hennar sé langt um of mikil
og leiði til ófarnaðar. Og margir
þessfr sömu einstaklinga leggja
hart að sér við að koma á fót og efla
meðferðarstofnanir fyrir þá sem
hafa drukkið frá sér heilsuna. Slíkt
er kærleiksverk segja ýmsir og víst
er það svo. En þessir sömu einstak-
lingar margir hverjir telja sjálfsagt
að fjölga vínveitingarstöðum, koma
upp sem allra flestum vínbörum, og
auðvelda landsmönnum þannig að-
gang að áfenginu. Jafnvel að veita
bjórflóði yfir þjóðina, svo að börn og
unglingar geti neytt áfengis sem
fyrst og þá hlotið sumir hverjir þau
örlög sem þeir hafa skapað sér, er
þurfa á meðferðarstofnunum að
halda. Er nú ekki þversögn í þessu?
Er ekki áhrifaríkara að vinna kær-
leiksverkið á þann veg að taka þátt í
og efla hina fyrirbyggjandi Starf-
semi? Vinna heilshugar að auknu
bindindi, skera upp herör og heyja
öflugt stríð gegn Bakkusi - bölvald-
inum mikla."
Þannig var Helgi, lét aldrei ónot-
að tækifæri til að koma á framfæri
hvatningu um heilbrigðan lífsstíl,
lífsstíl bindindis og hollustu. Ég
þakka honum fyrir allt og allt, ég
mun varðveita í huga mér ljúfa
minningu um einstakan mann og fé-
laga. Eg færi Þórunni, konu hans,
og börnum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Jóhann E. Björnsson.
Kveðja frá Bindindisfélagi
ökumanna
Félagsmálafrömuðurinn Helgi
Hannesson er látinn í hárri elli.
Helgi bar það með sér að vera leið-
togi og var einn af þeim mönnum
sem kjörnir eru til forystu. Hann
hafði mikla persónutöfra, var rök-
fastur og öruggur í málflutningi,
enda farsæll maður í öllum sínum
störfum.
Það var Bindindisfélagi öku-
manna mikil gæfa að fá Helga til
liðs við samtökin í árdaga þeirra.
Hann hafði yfirgripsmikla reynslu
og þekkingu á félagsmálum, hafði
m.a. verið forseti Alþýðusambands
Islands og bæjarstjóri i Hafnar-
firði. Helgi var um áratuga skeið
kjölfestan í starfi BFÖ og átti mik-
ilvægan þátt í mótun stefnu og
starfsemi samtakanna. Við stofnun
landssambands BFÖ árið 1957 var
Helgi kjörinn í stjórn þess auk
þess sem hann var í forystu fyrir
Reykjavíkur- og Hafnarfjarðar-
deild BFÖ. Hann var átti sæti í
stjórn sambandsins frá 1957 til
1975 og var forseti samtakanna ár-
in 1967 til 1975. Þegar hann lét af
starfi forseta var hann gerður að
heiðursfélaga BFÖ í þakklætis-
skyni fyrir óeigingjarnt og heilla-
drjúgt starf.
Eitt framfaramála sem Helgi og
félagar hans í BFÖ beittu sér fyrir
vai' stofnun Ábyrgðar, trygginga-
félags bindindismanna, árið 1960,
og sat í fyrstu stjórn þess. Hug-
myndin að baki stofnun félagsins
var sú, að þeir sem tækju afstöðu
gegn neyslu áfengis yllu hlutfalls-
lega færri óhöppum en þeir sem
neyttu áfengis. Það væri því rétt-
lætismál að bjóða þeim tryggingar
gegn lægri iðgjöldum. Helgi var
stjórnarformaður Ábyrgðar í tvo
áratugi, 1963-1983.
Baráttan fyrir auknu bindindi
var Helga afar hugleikin. Hann
talaði tæpitungulaust og lét ekkert
tækifæri ónotað til að leiða fólki
fyrir sjónir mikilvægi bindindis.
Forystuhæfileikar hans og per-
sónutöfrar nutu sín þar vel og
hann hreif aðra félagsmenn með
sér. Það er óhætt að segja að Helgi
hafi verið einn af áhrifamestu
máttarstólpum íslenskrar bindind-
ishreyfingar á síðari hluta þessar-
ar aldar.
Það er sjónarsviptir að Helga
Hannessyni, þessum glaðsinna og
tígulega manni sem bar aldurinn
vel. Stjórn BFÖ kveður heiðursfé-
laga sinn með virðingu og þökk og
vottar fjölskyldu hans innilega
samúð.
Halldór Árnason.
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
^ Sími 562 0200
rxTxixiiiiixl
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/