Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 56

Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 56
^ 56 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ •'3 v > Davíð Oddsson lagði mjög hart að sér í borgarstjórnarkosningunum 1982 og gengu þær nærri honum líkamlega. Munaði þar mest um þá nýbreytni í kosningastarfínu að senda frambjóðendur út og suður á vinnu- staðafundi til þess að ræða við kjósendur í kaffi- og matmálstímum. Sagði hann sjálfur svo frá: „Eg tók mér vikufrí til slíkra funda- halda og heilsaði upp á fólk á sautján vinnu- stöðum. Það var erfítt. Eg léttist um ein 6-7 kíló á þessari viku og Astríður vonaði að ég yrði áfram á vinnustaðafundum . . .“ Hæstvirtur forseti nokkrum ái’um á ferðalagi í rútu um Norður- land. Voru Ólafur Þ. Þórðarson og Málmfríð- ur Sigurðardóttir, Kvennalistakona, á meðal nefíidarmanna. A afviknum stað stoppar rútan til þess að Ólafur geti létt á sér. Þegai- verkinu er lokið og Ólafur sestur inn í bílinn á ný segir hann glaðhlakkalega, að nú sé hann búinn að bjarga náttúru Islands á þessum stað. Samstundis heyrðist í Málmfríði: „Þetta hlýtur þá að hafa verið geldinga- hnappur." „Tæplega helmingurinn," svaraði Sverrir án þess að blikna. Þegar Árni Johnsen flaug í gegnum gatið fræga við Dyrhólaey, sem þótti alldjai-ft miðað við aðstæður, er sagt að keppinautur hans og flokksbróðir, Eggert Haukdal, hafi spurt eins og annars hugar: „Gátu þeir ekki fengið stærri flugvél?“ Eftir að Bjarni Guðnason hraktist úr Sam- tökum frjálslyndra og vinstrimanna flutti hann einu sinni mikla þingræðu þar sem hann réðst meðal annars á Hannibal Valdi- marsson og mælti eitthvað á þessa leið: „Og þegar hann var búinn að kljúfa þrjá stjórnmálaflokka og gat ekki klofið fleiri, fór hann vestur í Selárdal og klauf skíð, til þess að þjóna þó klofningslund sinni með einhverjum hætti." Eitt sinn hélt stjórnarandstaðan uppi málþófí og hafði Svavar Gestsson, þá þing- flokksformaður Alþýðubandalagsins, lagt á ráðin um tilhögun þess af hálfu sinna manna. Hjörleifur Guttormsson var fyrstur í ræðustól. Hann talaði lengi, enda vel nestaður af lesefni, en nákvæmlega klukk- an korter i sex átti næsti ræðumaður að taka við, samkvæmt áætlun þingflokksfor- mannsins. En þegar ekkert bólaði á næsta ræðumanni greip Svavar til þess ráðs að senda Hjörleifi lítinn miða þar sem á stóð: „Geturðu talað til korter yfir?“ Hjörleif- ur svaraði um hæl: „Korter yfír hvað?“ Ragnar Arnalds, þáverandi formaður Al- þýðubandalagsins, var eitt sinn í ræðustól á Alþingi og hikstaði þá eitthvað á orðunum „óeðlilegur dráttur". Um leið heyrðist í Garð- ai-i Sigurðssyni, flokksbróður Ragnai-s frá Vestmannaeyjum: „Hvað telur háttvirtur þingmaður hæfilegan drátt?“ Vorið 1959 kom fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna í Austur-Húnavatnssýslu saman til að ákveða framboðslistann í komandi alþing- iskosningum. Flestir gerðu ráð fyrir að Jón Pálmason yrði í framboði eins og áður en þá kvaddi Páll Kolka héraðslæknir sér hljóðs og mælti: „Ég hefí nú verið héraðslæknir hér í sýslu síðan 1934 eða í 25 ár og mér þykir sann- gjarnt að ég verði þingmaður eftir svo langa læknisþjónustu." Þá svaraði Jón Pálmason: „Ég hefi nú verið þingmaður þessa kjör- dæmis í rösk 25 ár og ég geri ekki kröfu til þess að verða héraðslæknir." Féll þá niður allt tal um Kolkuframboð. Fjárveitinganefnd Alþingis var fyrir Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hélt fund á Hótel Borgarnesi snemma árs 1982, meðal annars til þess að velja borgarstjóraefni í hönd farandi kosninga sem halda átti um vorið. Þeir funduðu á efri hæð hótelsins en árshátíð Alþýðubandalags- félags Mýrasýslu var á neðri hæðinni. Davíð Oddsson þurfti að skreppa út í bíl sinn til að ná í skjöl þegar hann heyrði söng úr sal allaballanna: „Island úr NATO, herinn burt“ Davíð bætti þegar við og söng hárri röddu úr and- dyrinu: „ísland í NATO, herinn kjurt.“ Þetta var það síðasta sem Davíð mundi í bili því einn allaballanna sló hann niður þannig að hann steinrotaðist. Davíð lýsti þessu þannig síð- ar: „I gamla daga var ógurlega gam- an að sjá John Wayne slá þessa kalla kalda, en það er ekki eins gaman að verða fyrir því sjálfur." í bókinni Hæstvirtur forseti, gamansögur af íslenskum alþingismönnum, er komið víða við, sem sést hvað best á efnisyfírliti bókarinnar. Þar má meðal annars sjá kaflaheiti eins og; Eiturbyrlarinn í Valhöll, Munurinn 7 ' ' ' ' á Olafí og Bjarna Ben, Versti grikkur Hriflu-Jónasar, Skýst þó skýrir séu og Illkvittni. Þá eru margir kaflar helgaðir einstaklingum og reynslu þeirra. Davíð Odds- son ríður á vaðið og svo koma þeir hver á fætur öðr- ------7---------------------------------------------- um; Olafur Thors, Hriflu-Jónas, Helgi Seljan og fleiri og fleiri. Skal nú gripið vítt og breitt niður í bókinni: Ólafur Thors var eitt sinn að koma á fund í kjördæmi sínu suður með sjó. Unglingspiltar nokkrir, sem voru honum mótsnúnir, höfðu safnast saman skammt frá fundar- staðnum og ætluðu þeir að gera að- súg að honum. Ólaf grunaði þetta og þegar hann sá strákaskarann, bað hann bílstjórann að stoppa, stökk út og sagði við þá er fremstir stóðu: „Getið þið nokkuð sagt mér, drengir, hvar hægt er að pissa hérna?“ Við þetta rann mesti eld- móðurinn af uppreisnarseggjunum og bentu þeir þingmanninum góð- fúslega á hentugan stað til verks- ins. Oft var hart deilt á Ólaf. Eftir eina slíka orrahríð á fundi nokkrum sté hann í pontu og sagði: „Það þýðir ekkert fyrir ykkur að skamma mig. Ég er löngu kominn með sigg á sálina." Við annað tækifæri var þetta kallað fram í ræðu Ólafs: „Það er ég viss um, Ólafur, að þú þekkir ekki einu sinni muninn á þorski og ýsu!“ Ólafur svaraði að bragði: „Ég þekki þó að minnsta kosti muninn á þér og þorski og það er meira en margir gera.“ Þingmaður einn hafði mjög að orðtaki, „að mínu viti“ um hvaðeina. Einu sinni þeg- ar hann hafði þrástagast á þessu í ræðustól greip Björn Pálsson á Löngumýri, sem var orðheppinn með afbrigðum, fram í fyrir honum með þessum orðum: „Hvað er háttvirtur þingmaður alltaf að tala um það sem ekki er til.“ Eggert Haukdal sat á Alþingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1978-1995 (utanflokka þó 1979- 1980). Hann býr á Bergþórshvoli í Landeyj- um, nokkuð umdeildur eins og gengur. Eitt sinn sátu nokkrir menn í hóp og ræddu af kappi um herra Haukdal og sýnd- ist sitt hverjum. Sverrir Hermannsson var í þessum hóp og þagði, aldrei þessu vant, þangað til allir aðrir voru þagnaðir. En mælti svo: „Mikið helvíti var að karlinn skyldi ekki vera heima á Bergþórshvoli þegar brennan var.“ Sverrir var einhverju sinni spurður hversu margir ynnu í ráðuneyti hans. • Bókarhciti cr Hæstvirtur forseti og undir- titill Gamansögur af islcnskuin alþingismönn- um. Ritstjórar eru Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. Utgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Bókin er 190 bls. Leiðbeinandi vcrð kr. 2.890. Það var á fyrsta þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins eftir alþingiskosningarnar 1979. Er Lúðvík hafði lagt línuna fyrir komandi vet- ur horfði hann yfir gleraugun á Guðrúnu Helgadóttur, sem þá var nýliði á Alþingi og eina konan í þingflokki Alþýðubandalagsins, og sagði ákveðið: „Þið verðið að skilja það, strákar, en þetta verður að vera svona.“ Frumvarp til laga um Sinfóníuhljómsveit Islands var eitt sinn til umræðu í Sameinuðu Alþingi. Sýndist sitt hveijum og tóku margir til máls. Éinn þeirra var Þorvaldur Garðar Kiástjánsson, Sjálfstæðisflokki. Talaði hann á móti lagasetningu, taldi hana óþaifa og bætti þessum rökstuðningi við: „í þrjátíu ár hefur Sinfóníuhljóm- sveitin ekki haft nein lög. Engin lög.“ Um leið birtist Garðar Sigurðsson I dyrunum og segir: „Nú, hvað í ósköpunum hefur hún þá verið að spila í öll þessi ár?“ Mannfræðingurinn Sigríður Dúna Ki-istmundsdóttir, eiginkona Frið- riks Sophussonar fyrrverandi fjár- málai-áðhen'a úr Sjálfstæðisflokkn- um, sat á Alþingi fyrii- Kvennalistann í eitt kjörtímabil. Hún var oft með nokkuð úfíð hár og þegai' Garðar var eitt sinn spurður að því, hvort hann hefði séð téða þingkonu ansaði hann: „Ætli hún sé ekki úti í garði að hræða fugla." Guðni Ágústsson, þingmaður Sunnlendinga frá Brúnastöðum, er með orðheppnustu þingmönnum. Hann er einn af varaforsetum þings- ins og hefur þann biblíulega eigin- leika að geta hastað á hafið þegar róstur eru uppi meðal þingheims. I forsetastóli tónar hann stundum eins og helgur maður og kemur þing- heimi gjaman til að hlæja með því einu að breyta tónfalli raddarinnar. Stundum er hann líka fyndinn án þess að ætla sér. Á liðnu vori vom fluttar margar gríðarlangar ræður. Undir einni sh'kri kom kerskinn þingmaður að máli við Guðna í forsetastóli og spui’ði hvort hann ætl- aði ekki að gera hlé svo ræðumaður gæti létt á sér. „Þess þarf ekki,“ svaraði Guðni með vand- lætingarsvip. „Sérðu ekki að þetta kemur allt út um munninn?“ EgOl Jónsson á Seljavöllum, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var einhverju sinni að spjalla um pólitík við Helga Seljan, þáverandi þingmann Álþýðubandalagsins, og sagði hróð- ugur: „Ég er fæddur sjálfstæðismaður, hef lifað og hugsað eins og sjálfstæðismaður og mun kveðja þennan heim sem sjálfstæðismaður." Þá sla-app út úr Helga: „Ja, þú reiknar ekki með því að þroskast mikið á h'fsleiðinni, Egill minn.“ Þegar foi-mannsslagurinn í Alþýðuflokkn- um stóð sem hæst hitti Jón Kristjánsson al- þingismaður Sighvat Björgvinsson samþing- mann sinn og fór að hafa orð á því hvað Sig- hvatur væri orðinn grannur og spengilegur en sagði svo: „Já, þú ert náttúrlega að reyna að fara í föt- in hans Jóns Baldvins."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.