Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 56
^ 56 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ •'3 v > Davíð Oddsson lagði mjög hart að sér í borgarstjórnarkosningunum 1982 og gengu þær nærri honum líkamlega. Munaði þar mest um þá nýbreytni í kosningastarfínu að senda frambjóðendur út og suður á vinnu- staðafundi til þess að ræða við kjósendur í kaffi- og matmálstímum. Sagði hann sjálfur svo frá: „Eg tók mér vikufrí til slíkra funda- halda og heilsaði upp á fólk á sautján vinnu- stöðum. Það var erfítt. Eg léttist um ein 6-7 kíló á þessari viku og Astríður vonaði að ég yrði áfram á vinnustaðafundum . . .“ Hæstvirtur forseti nokkrum ái’um á ferðalagi í rútu um Norður- land. Voru Ólafur Þ. Þórðarson og Málmfríð- ur Sigurðardóttir, Kvennalistakona, á meðal nefíidarmanna. A afviknum stað stoppar rútan til þess að Ólafur geti létt á sér. Þegai- verkinu er lokið og Ólafur sestur inn í bílinn á ný segir hann glaðhlakkalega, að nú sé hann búinn að bjarga náttúru Islands á þessum stað. Samstundis heyrðist í Málmfríði: „Þetta hlýtur þá að hafa verið geldinga- hnappur." „Tæplega helmingurinn," svaraði Sverrir án þess að blikna. Þegar Árni Johnsen flaug í gegnum gatið fræga við Dyrhólaey, sem þótti alldjai-ft miðað við aðstæður, er sagt að keppinautur hans og flokksbróðir, Eggert Haukdal, hafi spurt eins og annars hugar: „Gátu þeir ekki fengið stærri flugvél?“ Eftir að Bjarni Guðnason hraktist úr Sam- tökum frjálslyndra og vinstrimanna flutti hann einu sinni mikla þingræðu þar sem hann réðst meðal annars á Hannibal Valdi- marsson og mælti eitthvað á þessa leið: „Og þegar hann var búinn að kljúfa þrjá stjórnmálaflokka og gat ekki klofið fleiri, fór hann vestur í Selárdal og klauf skíð, til þess að þjóna þó klofningslund sinni með einhverjum hætti." Eitt sinn hélt stjórnarandstaðan uppi málþófí og hafði Svavar Gestsson, þá þing- flokksformaður Alþýðubandalagsins, lagt á ráðin um tilhögun þess af hálfu sinna manna. Hjörleifur Guttormsson var fyrstur í ræðustól. Hann talaði lengi, enda vel nestaður af lesefni, en nákvæmlega klukk- an korter i sex átti næsti ræðumaður að taka við, samkvæmt áætlun þingflokksfor- mannsins. En þegar ekkert bólaði á næsta ræðumanni greip Svavar til þess ráðs að senda Hjörleifi lítinn miða þar sem á stóð: „Geturðu talað til korter yfir?“ Hjörleif- ur svaraði um hæl: „Korter yfír hvað?“ Ragnar Arnalds, þáverandi formaður Al- þýðubandalagsins, var eitt sinn í ræðustól á Alþingi og hikstaði þá eitthvað á orðunum „óeðlilegur dráttur". Um leið heyrðist í Garð- ai-i Sigurðssyni, flokksbróður Ragnai-s frá Vestmannaeyjum: „Hvað telur háttvirtur þingmaður hæfilegan drátt?“ Vorið 1959 kom fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna í Austur-Húnavatnssýslu saman til að ákveða framboðslistann í komandi alþing- iskosningum. Flestir gerðu ráð fyrir að Jón Pálmason yrði í framboði eins og áður en þá kvaddi Páll Kolka héraðslæknir sér hljóðs og mælti: „Ég hefí nú verið héraðslæknir hér í sýslu síðan 1934 eða í 25 ár og mér þykir sann- gjarnt að ég verði þingmaður eftir svo langa læknisþjónustu." Þá svaraði Jón Pálmason: „Ég hefi nú verið þingmaður þessa kjör- dæmis í rösk 25 ár og ég geri ekki kröfu til þess að verða héraðslæknir." Féll þá niður allt tal um Kolkuframboð. Fjárveitinganefnd Alþingis var fyrir Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hélt fund á Hótel Borgarnesi snemma árs 1982, meðal annars til þess að velja borgarstjóraefni í hönd farandi kosninga sem halda átti um vorið. Þeir funduðu á efri hæð hótelsins en árshátíð Alþýðubandalags- félags Mýrasýslu var á neðri hæðinni. Davíð Oddsson þurfti að skreppa út í bíl sinn til að ná í skjöl þegar hann heyrði söng úr sal allaballanna: „Island úr NATO, herinn burt“ Davíð bætti þegar við og söng hárri röddu úr and- dyrinu: „ísland í NATO, herinn kjurt.“ Þetta var það síðasta sem Davíð mundi í bili því einn allaballanna sló hann niður þannig að hann steinrotaðist. Davíð lýsti þessu þannig síð- ar: „I gamla daga var ógurlega gam- an að sjá John Wayne slá þessa kalla kalda, en það er ekki eins gaman að verða fyrir því sjálfur." í bókinni Hæstvirtur forseti, gamansögur af íslenskum alþingismönnum, er komið víða við, sem sést hvað best á efnisyfírliti bókarinnar. Þar má meðal annars sjá kaflaheiti eins og; Eiturbyrlarinn í Valhöll, Munurinn 7 ' ' ' ' á Olafí og Bjarna Ben, Versti grikkur Hriflu-Jónasar, Skýst þó skýrir séu og Illkvittni. Þá eru margir kaflar helgaðir einstaklingum og reynslu þeirra. Davíð Odds- son ríður á vaðið og svo koma þeir hver á fætur öðr- ------7---------------------------------------------- um; Olafur Thors, Hriflu-Jónas, Helgi Seljan og fleiri og fleiri. Skal nú gripið vítt og breitt niður í bókinni: Ólafur Thors var eitt sinn að koma á fund í kjördæmi sínu suður með sjó. Unglingspiltar nokkrir, sem voru honum mótsnúnir, höfðu safnast saman skammt frá fundar- staðnum og ætluðu þeir að gera að- súg að honum. Ólaf grunaði þetta og þegar hann sá strákaskarann, bað hann bílstjórann að stoppa, stökk út og sagði við þá er fremstir stóðu: „Getið þið nokkuð sagt mér, drengir, hvar hægt er að pissa hérna?“ Við þetta rann mesti eld- móðurinn af uppreisnarseggjunum og bentu þeir þingmanninum góð- fúslega á hentugan stað til verks- ins. Oft var hart deilt á Ólaf. Eftir eina slíka orrahríð á fundi nokkrum sté hann í pontu og sagði: „Það þýðir ekkert fyrir ykkur að skamma mig. Ég er löngu kominn með sigg á sálina." Við annað tækifæri var þetta kallað fram í ræðu Ólafs: „Það er ég viss um, Ólafur, að þú þekkir ekki einu sinni muninn á þorski og ýsu!“ Ólafur svaraði að bragði: „Ég þekki þó að minnsta kosti muninn á þér og þorski og það er meira en margir gera.“ Þingmaður einn hafði mjög að orðtaki, „að mínu viti“ um hvaðeina. Einu sinni þeg- ar hann hafði þrástagast á þessu í ræðustól greip Björn Pálsson á Löngumýri, sem var orðheppinn með afbrigðum, fram í fyrir honum með þessum orðum: „Hvað er háttvirtur þingmaður alltaf að tala um það sem ekki er til.“ Eggert Haukdal sat á Alþingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1978-1995 (utanflokka þó 1979- 1980). Hann býr á Bergþórshvoli í Landeyj- um, nokkuð umdeildur eins og gengur. Eitt sinn sátu nokkrir menn í hóp og ræddu af kappi um herra Haukdal og sýnd- ist sitt hverjum. Sverrir Hermannsson var í þessum hóp og þagði, aldrei þessu vant, þangað til allir aðrir voru þagnaðir. En mælti svo: „Mikið helvíti var að karlinn skyldi ekki vera heima á Bergþórshvoli þegar brennan var.“ Sverrir var einhverju sinni spurður hversu margir ynnu í ráðuneyti hans. • Bókarhciti cr Hæstvirtur forseti og undir- titill Gamansögur af islcnskuin alþingismönn- um. Ritstjórar eru Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. Utgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Bókin er 190 bls. Leiðbeinandi vcrð kr. 2.890. Það var á fyrsta þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins eftir alþingiskosningarnar 1979. Er Lúðvík hafði lagt línuna fyrir komandi vet- ur horfði hann yfir gleraugun á Guðrúnu Helgadóttur, sem þá var nýliði á Alþingi og eina konan í þingflokki Alþýðubandalagsins, og sagði ákveðið: „Þið verðið að skilja það, strákar, en þetta verður að vera svona.“ Frumvarp til laga um Sinfóníuhljómsveit Islands var eitt sinn til umræðu í Sameinuðu Alþingi. Sýndist sitt hveijum og tóku margir til máls. Éinn þeirra var Þorvaldur Garðar Kiástjánsson, Sjálfstæðisflokki. Talaði hann á móti lagasetningu, taldi hana óþaifa og bætti þessum rökstuðningi við: „í þrjátíu ár hefur Sinfóníuhljóm- sveitin ekki haft nein lög. Engin lög.“ Um leið birtist Garðar Sigurðsson I dyrunum og segir: „Nú, hvað í ósköpunum hefur hún þá verið að spila í öll þessi ár?“ Mannfræðingurinn Sigríður Dúna Ki-istmundsdóttir, eiginkona Frið- riks Sophussonar fyrrverandi fjár- málai-áðhen'a úr Sjálfstæðisflokkn- um, sat á Alþingi fyrii- Kvennalistann í eitt kjörtímabil. Hún var oft með nokkuð úfíð hár og þegai' Garðar var eitt sinn spurður að því, hvort hann hefði séð téða þingkonu ansaði hann: „Ætli hún sé ekki úti í garði að hræða fugla." Guðni Ágústsson, þingmaður Sunnlendinga frá Brúnastöðum, er með orðheppnustu þingmönnum. Hann er einn af varaforsetum þings- ins og hefur þann biblíulega eigin- leika að geta hastað á hafið þegar róstur eru uppi meðal þingheims. I forsetastóli tónar hann stundum eins og helgur maður og kemur þing- heimi gjaman til að hlæja með því einu að breyta tónfalli raddarinnar. Stundum er hann líka fyndinn án þess að ætla sér. Á liðnu vori vom fluttar margar gríðarlangar ræður. Undir einni sh'kri kom kerskinn þingmaður að máli við Guðna í forsetastóli og spui’ði hvort hann ætl- aði ekki að gera hlé svo ræðumaður gæti létt á sér. „Þess þarf ekki,“ svaraði Guðni með vand- lætingarsvip. „Sérðu ekki að þetta kemur allt út um munninn?“ EgOl Jónsson á Seljavöllum, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, var einhverju sinni að spjalla um pólitík við Helga Seljan, þáverandi þingmann Álþýðubandalagsins, og sagði hróð- ugur: „Ég er fæddur sjálfstæðismaður, hef lifað og hugsað eins og sjálfstæðismaður og mun kveðja þennan heim sem sjálfstæðismaður." Þá sla-app út úr Helga: „Ja, þú reiknar ekki með því að þroskast mikið á h'fsleiðinni, Egill minn.“ Þegar foi-mannsslagurinn í Alþýðuflokkn- um stóð sem hæst hitti Jón Kristjánsson al- þingismaður Sighvat Björgvinsson samþing- mann sinn og fór að hafa orð á því hvað Sig- hvatur væri orðinn grannur og spengilegur en sagði svo: „Já, þú ert náttúrlega að reyna að fara í föt- in hans Jóns Baldvins."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.