Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 61 AÐSENDAR GREINAR Um inn- flytjendur I DAG er tilefni til hátíðar. Fyrir 50 árum, þann 10. desember 1948, var Mannrétt- indayfirlýsingin sam- þykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þótt að hún sé ekki þjóðréttarsamningur sem knýr aðildarlöndin samstundis til laga- breytinga er hún rammi’sem allar þjóðir ættu að staðsetja sig innan. Með mannrétt- indayfirlýsingunni var brotið blað í sögu mannkyns. Nýtt skref var stigið fram á við í málefnum þeirra sem fyrr höfðu verið seldir undir mannréttinda- brot af ýmsum toga og nýjar dyr voru opnaðar fyrir þá sem vilja hafa áhrif á og breyta þeini illu meðferð sem minnihlutahópar hljóta oftar en ekki ef réttinda þeirra er ekki gætt í hvívetna. Is- lendingar stæra sig gjarnan af því að vera allra þjóða bestir á mörgum sviðum. Oft eru þá nefnd atriði eins og heilsugæsla, menntun, efnahag- ur, tækni og mannréttindi. Eg full- yrði hins vegar að mikið skorti á, hvað varðar mannréttindin þar til við eigum svo góða einkunn skilið. Sannleikurinn er sá að mannrétt- indi eru brotin hér á fleiri en einu sviði sem öll þarf að fjalla um. Eg ætla hins vegar aðeins að minnast hér á ein ólög sem berja á fámenn- um minnihlutahópi. Innflytjendur og fjölskyldur þeirra á Is- landi eru í þeirri stöðu að vera ekki til í lögum landsins. Fádæma vandræði herja á þennan hóp er hann leitar eftir því að vera til í samfélaginu. Til- vist innflytjenda er hreinlega sniðgengin hvað varðar félagsleg- an- og efnahagslegan jöfnuð við aðrar fjöl- skyldur, aflahæfi og möguleika til mann- sæmandi lífs. Hafi maki ekki íslenskt rík- isfang fær hann ekki atvinnuleyfi hér á landi fyrr en eftir þrjú ár í fyrsta lagi. Náinn ættingi fær ekki einu sinni dvalarleyfí og er Með mannréttindayfír- lýsingunni, segir Guð- jón Atlason, var brotið blað í sögu mannkyns. meinað að heimsækja eða dvelja hjá fjöskyldu sinni. Þegar maki Is- lendings ætlar að fara út á vinnu- markaðinn mæta honum þykkir múrar. Eina leiðin er að finna vinnuveitanda sem þarf erlent vinnuafl og er tilbúinn að takast á hendur það erfiða verkefni að sækja um slíkt. Honum má veita leyfið tímabundið ef ekki fæst ís- lenskur starfskraftur og gildir það Guðjón Atlason aðeins um tiltekið starf. Veiting at- vinnuleyfisins er m.a. háð því að Útlendingaeftirlitið hafi áður gefið út tímabundið dvalarleyfi, verka- lýðsfélag hafi veitt samþykki sitt og vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins hafi kannað hvort Is- lendingur fmnist til starfans. Dval- arleyfið er líka eifitt að fá útgefið. Hjúskapur, sambúð eða önnur tengsl við landið jafngilda alls ekki dvalarleyfi. Ef tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi er veitt er björninn enn ekki unninn. Lögin eru fram- kvæmd þannig að útlendingum sem vinna undir slíku atvinnuleyfi ber að víkja ef Islendingur sækist eftir starfinu á starfstímanum. Mál innflytjenda og fjölskyldna þeirra á Islandi eru í ólestri og þeir eru nauðbeygðir undir léleg lög um erlent vinnuafl. Við sem stöndum að undirbúningshópi að stofnun mannréttindasamtaka fyrir inn- flytjendur og fjölskyldur þeirra teljum að það sé kominn tími til að setja lög um málefni innflytjenda, á Alþingi, lög sem eru hlutlæg og taka tillit til grundvallarmannrétt- inda. Innflytjendur eru ekki stór hópur hérlendis, engu að síður eiga fjölskyldur þeiiTa rétt á að búa við sömu aðstæður og bjargir í samfé- laginu og aðrir þegnar. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að oftast sé það huglægt mat starfsmanna við stofnanir þær sem að málefnum útlendinga koma sem ræður því hver fær og hver ekki. Þessu verð- ur að breyta. Nú eru í vinnslu hjá stjórnvöldum ný lög um útlendinga. Sem fyrr er þar hvergi minnst á innflytjendur. Eg skora á þing- menn og almenning að kynna sér málið og beita sér fyrir því að mannréttindi landsmanna allra verði virt án tillits til þjóðernis, kynþáttar, uppruna, tungu eða lit- arháttar. I dag er tilefni til hátíðar. Eða, er ekki svo? Höfundur er kennari. Takmarkaö magn 35.910-s FS Z00 frystir ■ i?l x54xS8 190 lítra FS 3? frvstir Carad uppþvottavél 6 manna þvottaefnisskammtari Mál: 47x44x51 ULLARPEYSUR KR STK FLISPEYSUR FLÍSBUXUR KR STK FLISHUFUR FLÍSHANSKAR FLÍSTREFLAR FLÍSENNISBÖND KR STK DRESS MANN Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731 LAUGAVEG118 B - REYKJAVIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.