Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ jjgl^: Ekki bara LACOSTE bolir! fierm ! GARÐURINN | -klæðirþigvel í DeLonghi BORDOFNAR FYRIR SÆLKERA 9 Þeir eru notadrjúgir Dé Longhi boröofnarnir. Þú getur steikt, grillaö, bakaö, ristaö og eldaö pizzu og margt fleira. Val um eftirtaldar 7 geröir: kr. 4.700,- 4,8 Itr. 750W. Ristar brauö, hitar samlokur o.fl. kr. 9.400,- 7,1 Itr. 1300W. Grill 650W, pizzasteinn W 815 kr. 8.400, 12,5 Itr. 1000W. Grill 1000W, W-91Lux kr. 10.800,- 12,5 Itr. 1000W. Grill 1000W, tímarofi 120 mín. X 19SB kr. 14.200, 12,5 Itr. 1000W. Grill 1000W, eldunarhella 1000W. 95 FL kr. 14.800, 12,5 Itr. 1000W. GrilllOOOW, blásturselement 1050W. EO 280 kr. 22.400, Tilvalin jólagjöf til sœlkera ___ _ FYRSTA ÁFLOKKS iFOnix HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420 HINN 28. nóvem- ber sl. mætti ég til fundar í Háskólabíói ásamt þúsundum ann- arra til að taka undir þær raddir sem krefj- ast þess að hálendi okkar Islendinga verði varið fyrir stóriðju- draumum nokkurra ís- lenskra stjórnmála- manna. Reyndar er það svo að þeir standa ekki einir í smíði þess- ara drauma, heldur er kynt undir þá með ráðum og dáð af er- lendum stóriðjufurst- um sem vilja sölsa undir sig þær orkulindir sem ís- lenskt hálendi hefur yfir að ráða til að geta framleitt sitt ál á sem „hag- kvæmastan" hátt, þ.e. fyrir sig og sína. Þetta hefur svo m.a. í för með sér að um leið skerðast þær orku- lindir sem þjóðin sjálf mun þurfa á að halda í náinni framtíð. Svo er Landsvirkjun notuð til að reikna út hvað öll dýrðin mun gefa þjóðinni í aðra hönd, og jafnvel heimsbyggð- inni allri þar sem mun minni loft- mengun hlýst af því að starfrækja stóriðjuver á íslandi með orku frá vatnsaflsvirkjunum en með kolum og olíu í útlöndum. Þetta reikn- ingsdæmi er svo sett fram af mönnum eins og Finni Ingólfssyni og Halldóri Asgrímssyni sem hafa lagt kalt mat á að þetta sé eins og áður sagði okkur öllum fyrir bestu, enda meira upp úr þessu að hafa en að sækja gull í greipar þeirra ferða- manna, innlendra sem erlendra, sem hafa af því nokkra unun að ráfa um í óspilltri nátt- úrunni. Enda líkt og Finnur Ingólfsson gaf í skyn, þá er um jafn- mikla mengun að ræða af völdum þessa fólks og af álverum og virkj- unum! En sem sagt, á þessum fundi var fólk sem hefur ekki yfír þessari framsóknarvisku og undar- legu rökhyggju að ráða, heldur fólk sem getur ekki með neinu móti lát- ið sér það líka að mega ekki hugsa Lausnin í atvinnu- og byggðamálum felst ekki í því, segir Stein- --------------------------- grímur Olafsson, að drekkja náttúruperlum. örh'tið með hjartanu, og jafnvel taka ákvarðanir út frá þeirri visku sem þar býr. Visku sem framsókn- arforystan býr ekki yfir. Líkt og sá sem þetta skrifar hafa flestir þeir sem þarna voru, ásamt fjöldanum öllum af þeim sem ekki voru þarna, upplifað dálítið sem heitir náttúrufegurð og hvemig einstakir þættir hennar spila sam- an einstakt verk og hafa jafnhliða því gert sér hugmyndir um hvernig eigi að viðhalda þeim auðæfum sem búa í þeirri auðlind. Nægir þar að telja til ár og fossa sem brjóta af sér klakabönd snemma á vori eða þúsundir bjargfugla sem kyrja sinn morgunsöng. Ekki síst má nefna hreindýr, gæsir, jurtir og annað sem tilheyrir lífríki Eyja- bakka og lifír saman í sátt við um- hverfí sitt, en á nú að skemma. Þegar fólk sem hefur reynt þetta eða annað sem tilheyrir náttúranni leggur mat á stóriðju- og virkj- annastefnu núverandi valdhafa á Islandi, þá getur það með engu móti fallist á málamiðlanir milli stóriðju og virkjana Finns Ingólfs- sonar annars vegar og náttúru landsins hins vegar. I reynd virðist áðurnefnd forysta Framsóknar- flokksins halda að málamiðlanir felist í því að þröngva hlutum upp á fólk, og segja því um leið að þakka fyrir að ekki skuli meira að gert í bili. Lausnir þjóðarinnar í atvinnu- og byggðamálum felast ekld í því að drekkja sem flestum af náttúruperl- um landsins í vatni til að hægt sé að virkja ár og vötn til raforkufram- leiðslu fyrir mengandi stóriðju. Þessar náttúruperlur eru verðmæt- ari en svo að slíkt megi líðast. Lausnimar hljóta frekar að miða að því að byggja enn betur en orðið er upp þá atvinnugrein sem ferðaþjón- ustan er, en ekki að hamla þeim vexti með virkjanaframkvæmdum sem engan veginn er hægt að sam- rýma þeirri atvinnugrein. Ég veit ekki til þess að fólk komi til íslands um langan veg til að skoða uppi- stöðulón, álver eða aðrar stóriðju- framkvæmdir, hluti sem það á í flestum tilfellum nóg af heima íyrir, heldur til að sjá og heyra hreina náttúru. Enn er það svo að hægt er að bjarga víðfeðmustu öræfum Evr- ópu frá eyðileggingu skammsýnna stjómmálamanna með enn skamm- sýnni gróðahyggjumenn sér til stuðnings. Eyðileggingu og gróða- sjónarmiðum sem ekki er hægt að bæta úr ef þessir menn fá að ráða. Nú líður senn að kosningum til Alþingis Islendinga. Sú barátta sem fyrir dyrum stendur að heyja til varnar íslenskri náttúra og þeim auði sem hún býr yfir mun að sjálf- sögðu setja mark sitt á kosninga; baráttuna sem framundan er. í þeirri kosningabaráttu ættu menn, sem vilja ekki sjá landið troðið í svaðið af skammtímagræðgi, ekki að hengja sig á klafa hægri og vinstri, hvað þá að fylgja þessum á miðjunni, heldur Kta til þess flokks eða stjórnmálahreyfíngar sem m.a. hefur skýrustu og trúverðugustu steftiuna í umhverfisvemdarmál- um. Sem kjósandi krefst ég þess að þeir flokkar sem nú þegar hafa ákveðið að bjóða sig fram eða þær hreyfingar sem ætla sér það komi umþúðalaust fram með stefnumið sín í umhvei'físmálum, en ekki ein- hver innantóm loforð eða útþvæld slagorð sem leikur einn er að túlka á alla vegu eftir kosningar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur. Umhverfísvernd eða stóriðjudraumar Steingrímur Ólafsson Af manntölum og fiskveiði- stjórn Á HVERJU ári eru kristnir menn minntir á manntöl. I jóla- guðspjallinu greinir frá því er Águstus keisari lét skrásetja alla heimsbyggðina. Áhugi keisarans var ekki að vita hve íbúar jarðar- innar væru margir; miklu heldur vildi hann vita hverjir væru skatt- þegnar hans. I dag vitum við um tiltölulega fáa íbúa í þessu mann- tali Ágústusar keisara. Hitt vitum við þó að keisarinn fékk sinn skatt og J)að var fyrir mestu. Islendingar hafa þá sérstöðu meðal þjóða að eiga elsta varð- veitta þjóðarmanntal í veröldinni. Það var samið árið 1703 og á sama tíma tóku þeir Arai Magnússon og Páll Vídalín saman jarðabók. Öll sú vinna sem lögð var í manntalið og jarðabókina grundvallaðist á skattheimtu rétt eins og hjá Ágústusi keisara forðum. í Bandaríkjunum hafa verið B arnamyndir Við brosum þú líka BAHJA^FJÖLSKYIDU LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson samin manntöl með reglulegu millibili. Sum þeirra hafa getið af sér meiriháttar uppgötvanir. I kjölfar manntalsins 1890 lét þá- verandi hagstofustjóri Bandaríkj- anna, Hermann Holloryth, skrá Þessi stutta saga segir mér aðeins það, segir Yilhjálmur Bjarnason, að Islendingar eru eftir allt saman á sama stigi og þær þjóðir sem þeir hafa hingað til talið frumstæðar. allar upplýsingar úr manntalinu á gataspjöld og vinna nýjar upplýs- ingar í skýrsluvélum sem urðu síð- ar undanfari tölvuvæðingar sem við þekkjum í dag. Greinarhöfund- ur hefur í námi sínu þurft að skoða Mikið úrtfal af fallejum rúmfatnaíi Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 flokkun bandarísku þjóðarinnar í mann- tölum frá 1890 og síð- ar. Það sem helst vek- ur eftirtekt við þá könnun er skipting þjóðarinnar eftir upp- runa. Minnihluti þjóð- arinnar er flokkaður niður í allt að 20 flokka en meirihlut- inn, hin hvíta valda- stétt sem játar trú mótmælendakirkna, um 90% af þjóðinni, er í einum stórum flokki. Öll þessi flokk- un verður fáranleg þegar hún er skoðuð eftirá en hún segir ákveðna sögu. Hver skyldi ástæðan vera? Auð- vitað er það hagsmunagæsla. Landnemamir sem náðu völdum voru ekki Spánverjar eða landar Columbusar, Italir. Það voru eng- ilsaxneskir mótmælendur. Það er fróðlegt að skoða upplýsingar um Bandaríkjaforseta. Rómvesk kat- ólskir eru fjölmennasta kirkju- deildin í Bandaríkjunum en úr þeirri kirkjudeild hefur aðeins einn Bandaríkjaforsti komið, það er John F. Kennedy, en hann var af írskum uppruna. Með öðram orðum, John F. Kennedy tilheyrði minnihlutahópi! Það kom einnig fram í tíma sem greinarhöfundur sótti að víðar en í Bandaríkjunum eru gerð manntöl í hagsmunaskyni. Skólasystir grein- arhöfundar er frá Nígeríu. Hún lýsti manntölum og flokkun í sínu landi, sem virðist við fyrstu sýn vera samkynja þjóð. Þegar skóla- systirin hafði gert grein fyi'ir flokkun nígerísku þjóðarinnar spurði greinarhöfundur hana: Hvers vegna þessa flokkun? Svar hennar var einfalt, þjóðin skiptist í ættflokka og þjóðarauðnum er síð- an skipt niður á ættflokkana. Þegar þetta svar var fengið, fékk greinarhöfundur hugljómun. Hjartalag íslendinga og þeirra í Nígeríu er þá svipað eftir allt sam- an, rétt eins hjartalag þeirra í Grímsnesinu og í Súdan! Það var nefnilega gert merkilegt manntal á Islandi árið 1984. Aðstæður höfðu breyst ft-á 1703 þegar Árni og Páll tóku sam- an jarðabókina en hún hefur að nokkru leyti verið grundvöllur að eignarhaldi á landi allt til þessa dags. Nú eru hagsmunimir aðrir. Manntalið, sem gert var á Islandi 1984, var ekki eiginlegt þjóðar- manntal. Það var að- eins kannað hverjir ættu sjófæra fleytu og þeir sem áttu sjófæra fleytu fengu í sinn hlut þann þjóðarauð, sem er í fiskimið- unum umhverfis landið! Lögin um stjórn fiskveiða segja að vísu annað en kvótasölur segja það sem skipt- ir máli. Tilviljun ein réð því hverjir fengu eitthvað í sinn hlut. Þeir, sem áttu fleytur, áttu fleytumar vegna þess að þjóðin hafði með reglulegu milli- bili fellt gengi gjaldmiðilsins til að þynna út skuldir þein-a sem þær áttu. Upphaflega var aðeins ætlun- in að friða fiskistofnana en úr þessu varð óskapnaður sem enginn treystir sér til að eiga við því hags- munagæslumennimir vernda feng- inn hlut með oddi og egg. Fyrr eða síðar hlýtur langlund- argeð þjóðarinnar að þrjóta og tekið verður upp eðlilegt veiði- gjald, afgjald fyrir afnot af námu- réttindum. Utgerðarmenn hafa greitt slíkt gjald í formi vaxta og afborgana af offjárfestingu, trygg- ingagjalda, olíueyðslu og síðast en ekki síst í formi félagsgjalda að LIU, en félagsgjaldið grundvallast á verðmæti afla. Utgerðarmenn hafa aldrei kveinkað sér undan þessum gjöldum sem hafa gert út- lendinga ríka. Þessi stutta saga segir mér að- eins það að íslendingar eru eftir allt saman á sama stigi og þær þjóðir sem þeir hafa hingað til talið frumstæðar. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Greinin var skrifuð í maf 1997 og hefur hlotið nýtt gildi með dómi Hæstaréttar. Vilhjálmur Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.