Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 69 gjaldþrotastaða þjóða þar sem skortur ríkii’, jafnvel allsleysi, og ekki er hægt að sinna brýnni fé- lagslegri uppbyggingu, heilsugæslu eða menntun. Skuldirnar eru í mörgum tilfellum á ábyrgð einræð- isstjórna, sem hafa hrökklast frá völdum, en skilja eftir óbærilega skuldabyrði - án þess að lántökurn- ar hafi nokkurn tíma gagnast al- þýðu manna. Nýjasta dæmið um þetta er ástandið í Indónesíu. Það er ástæða til að minna á, að mannréttindayfirlýsingin er ekki óumdeild. Því hefur veríð haldið fram, að hún sé vestræn, kristin, hugmynd sem gangi gegn félags- legum veruleika og hefðum annarra þjóða. Gagnrýnt er hversu mikil áhersla er á rétt einstaklingsins hvað varðar pólitísk, félagsleg og trúarleg réttindi. Með því að tefla hagsmunum samfélagsins gegn réttindum einstaklingsins er hins vegar verið að segja, að mannrétt- indi séu afstætt fyrirbæri; ein regla um tjáningarfrelsi geti gilt á Is- landi, önnur í Kína; að hætta að vera múslími og skírast til kristinn- ar trúar megi leyfa í Danmörku, en banna að viðlagðri dauðarefsingu í Pakistan, líkt og gert er nú. Þetta er umhugsunarefni. Samfé- lag þjóðanna þarf að halda vöku sinni og verja hugmyndafræðilegar undirstöður mannréttindayfirlýs- ingarinnar. Mannréttindi eru al- gild, óháð búsetu eða félagslegu umhverfi. Mannkyn sem nú er að kveðja blóðugustu öldina í sögu sinni hefur ekki leyfi til þess að setja kvóta á líf, rétt og mannhelgi, líkt og lifandi fólk sé verslunarvara sem hægt er að semja um, hækka í verði eða gengisfella, ef svo ber undir. Höfundur er prófastur á Borg á Mýrum og formaður stjórnarnefnd- ar Lútlwrska heimssambandsins um alþjódleg málefni og mannróttindi. Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Kjörinn til krafta- verka er kærleik- urinn einn.“ Það er svo með kærleikann að hann gnæfir hátt yfir allt hið góða í þessu lífi. Hver og ein trúarbrögð eru máttlaus ef hann stjórnar ekki framgangi. Hann er æðsti vegvísir til þess guðsríkis er við flest í innsta hugskoti okkar vilj- um eiga víst er lífi á jörðu lýkur. Aldraðir bera kærleikann í brjósti sér engu síður en aðrir. Og þeh- hafa það fram yfir stressað samferðafólk á athafna aldri að þeir gefa sér tíma til þess að huga að honum og leita hans gjama í brjóstum nánustu ættmenna til þess að geta sameinað hann sín- um eigin kærleika. En það gengur oft býsna erfiðlega í lífsþæg- inda græðgi og hraða nútímans. Þeir eru margir sem mega ekki vera að því að rækta þetta „til- finninga lítilræði" í vitund sinni, hvað þá gefa öldruðum hlutdeild í því. Það er staðreynd að minnsta teikn um kærleika vekur ótrú- lega mikla gleði í öldruðum brjóstum og breytir jafnvel lundemi og útliti þess aldraða, sem hefur Heilög jól eru í nánd, því er ekki úr vegi að vekja athygli á því að nærgætni og kærleikur eru bestu jólagjafir sem öldruðum getur hlotnast frá afkomend- um sínum. leyft beiskju og vonleysi að setj- ast að kærleikanum í vanmætti sínum og einsemd. Sú gleði eyk- ur líkur á jákvæði gagnvart líf- inu og stuðlar að bættri heilsu. Það gerir heilbrigðiskerfinu létt- ara íyrir og því að bætt andleg líðan dregur úr læknishjálp og meðalanotkun oftar en ekki. Ungur leiðsögumaður gaf mér nokkur kínversk spakmæli, á ensku, í Peking 1984. Eitt þeirra hljóðar á þessa leið: „Ekkert særir aldraða dýpra en afskiptaleysi afkomenda, því fátt er þeim dýrmætara en kærleiksrík fjölskyldu- tengsl.“ Heilög jól eru i nánd, því er ekki úr vegi að vekja athygli á þvi að nærgætni og kærleikur eru bestu jólagjafir sem öldruðum get- ur hlotnast frá afkomendum sínum. I síðasta pistli íyi’ir jól ætlar ungur, athygliverður prestur, Sig- urður Grétar Helgason, að ræða um mikilvægi kærleikans í lífi aldraðra á jólahátíð. n "•-’itraldai -lilara Betra golf - eftir Amar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson. Á undanförnum áruin hefur áhugi á golfíþróttinni aukist gífurlega hérlendis og segja má að golfið sé nú vinsælasta almenn- ingsíþróttin. Peir Amar Már og Úlfar em báð ir mjög vel þekktir, Amar Már sem golfkenn- ari og Úlfar sem afreksmaður í íþróttinni. Allir kylfingar, hvort: sem þeir em bvrjendur eða lengra komnir, eiga að geta haft vemleg not af ráðleggingum höfunda bókarinnar, sem eru jafnt á liinu tæknilega sviði og hinu sem lýtur að leiknum sjálfum úti á vellinum. I bókinni er mikill fjöldi ljós- mynda í lit, flestar teknar af hinurn kunna ljósmyndara Friðþjófi Helgasyni. „(Bókin).. ber þess merki að þar eru miklir kunnáttumenn á ferð. Litmyndir Friðþjófs Helga- sonar af höfundunum í ýmsum golfstellingum gefa efni þeirra félaga líka aukið gildi..” „Betra golf er að mörgu leyti sérstök. Hún er samin af fslendingum með íslendinga í huga, tekur mið af íslenskum aöstæðum og lögð er áhersla á málrækt, en helstu hugtök í golfinu eru ýtskýrð á sérstökum oröalista á öftustu síðu. Bókin er jafnt fyrir byrjendur sem atvinnu- menn í íþróttinni. Allir, sem áhuga hafa á golfi, finna eitthvað við sitt hæfi. Síðast en ekki síst ertekið á andlega þættinum, sem oft vill gleymast, og skýrt með reynslusögum hvað hann hefur mikið að segja. Öll uppsetning og frágangur ertil fyrirmyndar.” Steinþór Guðbjartsson Mbl. 22/11 '98 Góð bók frá IRODI Gefðu Ef þú kaupir fyrir 7.000 krónur eða meira, fer nafn þitt í lukkupott þar sem dregið er í hverri viku um 100.000 krónur Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 15 OO http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.