Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 76

Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 76
76 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Helgistundir í Grindavíkur- kirkju FJÖLBREYTTAR samverustundir eru haldnar í Grindavíkurkirkju á aðventu nú sem endranær. I kvöld, fimmtudagskvöld 10. des- ember, verður samverustund „Kór- söngur á aðventu“. Þar munu tveir kórar, Kór Kálfatjarnarkirkju og Kór Grindavíkurkirkju, syngja sam- an jóla- og aðventulög. Stjórnendur eru þeir Frank Herlufsen og Sigur- óli Geirsson, organistar. Sr. Hjörtur Hjartarson flytur hugvekju og svo verður almennur söngur. Stundin hefst kl. 21 og eru allir hjartanlega velkomnir. Sunnudaginn 13. desember verður „Helgistund á aðventu" haldin hátíð- leg kl. 17. Þá munu kórar kirkjunnar syngja saman og sér, aðventu- og jólalög, fermingarböm verða með upplestur og flytja helgileik og sókn- arprestur flytur hugvekju. Sóknarnefndin hvetur alla bæjar- búa til að koma og taka þátt í undir- búningi hátíðarinnar. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar- heimilinu kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Æskulýðs- félagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17.1 auga stormsins, kyrrð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla: Kl. 19.30 innri íhugun, kl. 20.15 trú- arreynsla, -fræðsla, kl. 21 Taizé- messa. Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngri barna kl. 10-12. Smákökur bakaðar og jólasöngvar sungnir. Jólafundur safnaðarfélags Langholtskirkju kl. 20.30. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Leikfimi aldraðra kl. 11.20. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænarefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í anddyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára kl. 16. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Dagskráin í vetur verð- ur fjölbreytt og boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmti- legar samverustundir. Kyrrðar- stundir í hádegi kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverð- ur. Æskulýðsfélagið 10. bekkur kl. 20-22 í kirkjunni. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag ki. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreidramorgunn milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Sjúkrahúsinu. Ki i7 TTT-starf. Piparkökuskreyt- ingar og fóndur. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin 16- 18. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Þeir sem vilja geta komið til kirkju og tendrað ljósa- bænir. Fréttir á Netinu & mbl.is ALL7y\/= e/T-TH\SA& /K/ÝT7 Sanpelleqrino sokkabuxur fást í öllum helstu stórmörkuðum BARNASKÓR LEÐURFÓÐRAÐIR 4067 og 4062 háir lágir Stærðir: 23-30 Litur: Svartir m/lakki Verð 2.995 MIKIÐ ÚRVAL AF BARNASPARISKÓM 5% staðgreiðsluafsiáttur Póstsendum samdægurs T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fermingar ÞEGAR ég hugsa um fermingar finnst mér alltaf vera eitthvert ráðabrugg í gangi, eða eitthvað óheið- arlegt. Þegar ég fermdist var ég ekki spurður hvort ég vildi fermast, það var bara sagt við mig að á morgun ætti ég að mæta í fermingafræðslu niðrí Kirkjulundi í Keflavík. Ég jánkaði því auðvitað, ég var ekki nema þrettán ára gamall, og vissi bara að all- ir myndu fermast og skildi því ekki afhverju ég ætti ekki að gera það. I fermingafræðslunni var mér aldrei kennt að ég yrði eilífur syndari eða það að hinar myrku miðaldir urðu myrkar vegna krist- inar trúar. Auk þess var ég yfirleitt rekin út fyrir að haga mér eins og krakki, það skildi ég aldrei, þvi ég var auðvitað ekkert annað en ósköp venjulegur ki-akki. Ég spáði oft í það því við þurfum að vera svona ung þegar við fermumst. En það er langt síðan ég komst að því. Ástæðan fyr- ir því er mjög líklega sú að við erum svo ung að við sjáum bara græjurnar og vitum ekkert hvað við er- um að fara útí. Og þetta vita þeir. Mér einfaldlega býður við þessum óheiðar- leika. Hvað haldið þið að myndi gerast ef ferm- ingaldurinn myndi hækka upp í átján ára, ég held að kirkjan færi einfaidlega á hausinn „búmmbang". En kirkjan passar upp á það með því að notfæra sér sakleysi barnsins. Og ég spyr: Af hverju er til eitthvað sem heitir „þjóðkirkja"? Af hverju fær þjóðkirkjan hluta af skattinum í sinn vasa. Við könnumst öll við Votta Jehóva, það er trúfélag sem kann að vinna fyrir sér, eða kaþólikkar. Ég til- heyri hvorugu trúfélaginu en ég veit að þeir fá ekki peninga frá ííkinu heldur hafa þeir vit til að afla fjár og standa á eigin fótum. Mér líst ekki á siðleysið innan kirkjunnar á Islandi, þess vegna bið ég ykkur sem hafið þetta vald í höndum ykkar um að hug- leiða orð mín. Kristján Þ. Kristjánsson, kt: 210981-4709. Enn er til ómerkilegt fólk ÞAÐ var keyrt á nýja bíl- inn okkar síðdegis sunnu- daginn 29. nóvember þar sem hann stóð á götunni við innkeyrsluna á Vallar- gerði 11, Sandgerði. Ég var að hjálpa tengdasyni mínum frá kl. 1-18 þennan dag, inni við, og gerði él þannig að snjófól var yfir öliu og bíllinn þakinn snjó og ætlaði ég að opna bíl- stjóramegin en þá var hurðin föst. Þá sá ég að brettið yfir framhjólinu var meira og minna og dældað. En enginn hafði gefið sig fram og lögregla var kölluð til en fann ekki neinn sem hægt væri að sanna þetta á. Við urðum að kaupa nýtt bretti sem Birgir Guðna í Keflavík sá um að koma á og kostaði brettið 14 þúsund og vinn- an 22.000. Og fór þá sjálfs- ábyrgðin öll í þetta en hún er 36.500 og varð því kon- an mín sem á bílinn fyrir þó nokkru peningaútlátum en sá sem skaðanum olli er því ómerkilegri í alla staði fyrir að stinga af. Björn í Sandgerði. ísland í 1000 ár KONUN GAÆTTUM og ambáttakyni við teljum oss vera af. Skógarnir hurfu og landið var nakið, við áttum þátt í þvi. Með doll- ara í augum og athyglis- sjúkir þeir sökkva Þjórsár- verum. Virðulega Álþingi hvai' er ættjarðarástin og virðing á landi og þjóð? Haraldur Sigfús Magnússon. Þakkir fyrir góðan upplestur ÉG hafði ekki gert mér grein fyrir hvílíkt listaverk Sjálfstætt fólk er fyrr en ég hlustaði á upplestur Arnars Jónssonar. Kærar þakkir, Arnai'. H.G. Tapað/fundið Hver fann bílnúmerið KONAN sem fann bílnúm- erið KR 453 er vinsamlega beðin að hafa samband við Stein í 899 8602. Svört skólataska týndist í Hafnarfirði SVÖRT mjúk skólataska. með mynd af fíl utan á, týndist sl. föstudag eða laugardag við Suðurbraut eða verslunina Miðbæ í Firði í Hafnarfirði. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 4295, 565 3697 og 565 4105. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst í Þingholtunum rétt fyrir síðustu mánaðamót. Upp- lýsingar í síma 551 0912. Svart seðlaveski týndist SVART seðlaveski týndist sl. sunnudag 6. desember í Laugarásbíói síðdegis. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 421 2095. Geisladiskahulstur týndist BLEIKT Spice-Girls geisladiskahulstur fyrir u.þ.b. fimmtán diska týnd- ist líklega í Seljahverfi eða í Mosfellsbæ um mánaða- mótin október/nóvember sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 898 5172. Farsími týndist ERICSSON farsími týnd- ist á Iðnskólaballi á In- ferno um miðjan síðasta mánuð. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 553 0711. Dýrahald Högni í óskilum á Bergstaðastræti HÖGNI, grábröndóttur með hvítar loppur, var með gyllta sanseraða ól. Hann fannst á Bergstaða- stræti íyrir 2 vikum síðan. Eigandinn eða þeir sem kannast við hann eru beðn- ir að hafa samband í síma 551 9702. /0/7 VEÐURSPÁ okkar hefur verið að þróast mikið að undanförnu. Nú erum við farnir að geta sagt til um veðr- ið í gær. NEI, við veitum þessar upplýsingar ekki hér. Spurðu foreldra þina. Víkveiji skrifar... LANDNÁMSÖLD hefst, að því talið er, um eða fyrir 870. Þjóð- veldisöld hefst síðan með stofnun allsherjarríkis, þjóðveldis, á Þing- völlum árið 930. Fáeinir landnámsmanna voru kristnir og reistu kirkjur á jörðum sínum. Fyrir voru í landinu papar, kristnir einsetumenn. I fylgdarliði landnámsmanna, sem flestir voru ásatrúar, var og kristið fólk frá Bretlandseyjum. Þar höfðu margir norrænna landnámsmanna nokkra dvöl áður en haldið var út hingað. Það má því ganga út frá því sem vísu að heilög jól hafí verið haldin hér á landi allt frá því að papar sett- ust hér að fyrir norrænt landnám. Heiðnir menn héldu og sín jól á landnámsöld. Þeir fógnuðu vetrar- sólhvörfum síðla í desember, þegar dag tekur loks að lengja á nýjan leik. Aðalblót þeirra voru þrjú: vor- blót, haustblót og jólablót (miðs- vetrarblót). Því var fagnað á miðsvetrarblót- um að sókn birtunnar á hendur myrkrinu var hafín. Vissan um að framundan væri náttlaus voraldar- veröld, bjargi-æðistími bænda og sjósóknara, var styrkur landnáms- manna í veðrum og skammdegi vetrar. Kristin jól eru einnig birtuhátíð. Þau boða sól í sinni, vorkomu hið innra sem í hinum ytra heimi. Þau era og verða höfuðhátíð íslenzkra fjölskyldna og heimila um ókomna tíma. XXX HARALDUR Sveinbjömsson sendir Víkverja eftirfarandi at- hugasemd: „I þætti þínum 6.12. sl. fjallar þú um hvernig jafna megi kosningarétt landsmanna með því að láta tölvu reikna út atkvæðavægi þingmanna í hlutfalli við kjósendafylgi og telur að með þessu megi notast við nú- verandi kjördæmaskipan áfram. Þú virðist gleyma því eins og margir aðrir sem fjallað hafa um þetta mál að í núverandi kosninga- kerfí er jöfnun á atkvæðavægi milli kjördæma, þannig að þingmanna- fjöldi flokka hefur verið í samræmi við fylgi þeirra, sem auðvitað þýðir ekkert annað en það að vægi at- kvæða er það sama alls staðar á landinu. > Dæmi um þetta var þegar Borg- araflokkurinn fékk þingmann á Norðurlandi eystra. Flokkurinn fékk sárafá atkvæði í kjördæminu, en átti rétt á uppbótarþingmanni og búið var að fylla kvótann í kjör- dæminu þar sem fylgi hans var. Þessi þingmaður var ekki kjörinn á þing af okkur á Norðurlandi eystra, heldur af Reykvíkingum og Reyknesingum. Vinnustaður þingmanna er í Reykjavík, og margir þingmenn af landsbyggðinni kjósa af eðlilegum ástæðum að hafa heimili sitt á höf- uðborgarsvæðinu. Þeir sem þar búa hafa því ekki síður aðgang að þeim en kjósendur í kjördæminu. Ég held því ekki að niðurstaðan af þessum jöfnuði sem þú ert að stinga upp á verði sú, eins og oft hefur fylgt aðgerðum af því tagi að sumir verði jafnari en aðrir (von- andi þó ekki jafnaðir út). En úr því við erum að tala um jöfnun þá kemur mér í hug að í blaði allra landsmanna eru þrír fast- ir pistlar sem fjalla um þjóðfélags- mál (a.m.k. að hluta). Það eru rit- stjórnargreinar, Reykjavíkurbréf og Víkverji. Mér skilst að Víkverji sé marghöfða, gaman væri að vita hvað stór hluti er af landsbyggðinni, eða er Víkverji bara stytting úr Reykjavíkurverjandi? Með kveðju, Haraldur Sveinbjörnsson, Kotár- gerði 24, Akureyri."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.