Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 80
80 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Lyfti rúmum 42 tonn-
um á einu kvöldi
HINN 67 ára
gamli Sri Chin-
moy setur ekki
aldurinn fyrir
sig eins og kom
í ljós nýlega þegar hann sýndi geysi-
legan styrk á sýningu sinni á hinum
fjölbreytilegustu aflraunum, 33 af-
rekslyftur sem voru sagðar á bilinu
erfiðar til hins ótrúlega. „Slík krafta-
sýning er ótrúleg, hvaða maður sem
á í hlut, sama hvað hann er gamall,
sama hvað hann er
þungur," sagði
Bill Pearl, fímm-
faldur Hen-a al-
heimur og „best
byggði maður ald-
arinnar".
Ein erfiðasta lyftan
og sú tilkomumesta var
án efa lyfta Sri Chin-
moy með 67 kílóa lóð,
hvort í sinni hendi, sem
hann lyfti samtímis og vai'
staðfest af dómara og
varaforseta alþjóða vaxtar-
ræktarsambandsins, Way-
ne DeMilia. „Þetta er
áhrifamesta lyftan af þeim
öllum,“ sagði Frank Zane,
þrefaldur HeiTa Ólympía,
„maðui' verður orðlaus. Að
lyfta tveimur handlóðum
er sérstaklega erfítt þar
sem þar reynir á jafn-
vægi auk aflsins.
Fagnaðarlæti brut-
ust út á meðal
áhorfenda, sem
voru um þúsund, við
að sjá 65 kílóa mann
lyfta yfir höfuð sér
rúmri eigin líkams-
þyng'h
A dagskránni -
voru atriði þar sem
Ovenjulegur listamaður
og andlegur meistari
Sri Chinmoy
lyfti 136 kílóum
hundrað sinnum
__________________ upp yfii- höfuð
sér úr bogalaga
jámstokki; lyfta þai’ sem hann lyfti
safni eigin ritverka upp á 270 kíló sitj-
andi með kálfvöðvalyftu og lyfti hann
einnig vaxtarræktargoðsögninni Dan
Lurie á sama hátt.
Þá var á dagskránni hin sígilda
lyfta Sri Chinmoy, „heiminum lyft“,
en með þeirri lyftu
hefur Sri Chin-
moy heiðrað yfir
2.000 einstak-
linga, þar á með-
al Steingrím Her-
mannsson. Þama
hann á loft yfír höf-
uð sér einstaklinga á
borð við langhlauparann
Ted Corbitt, ólympíugull-
verðlaunahafann Joachim
Craz, Frank Zane og Al-
fred Gerstl, forseta austur-
ríska þingsins.
Heildai’þunginn sem Sri
Chinmoy lyfti þetta kvöld var
hvorki meira né minna en
42.178 kg.
A heimsvísu er Sri Chin-
moy þekktari fyrir störf sín í
þágu friðar og sem ljóð-
skáld, rithöfundur, list-
málari og tónlistarmaður.
Lyftingamar stundar
hann til að sýna fram á
ótakmarkaða getu
mannsandans og um
leið að aldurinn er slð-
ur en svo einhver óyf-
irstíganleg hindran.
Eftir smáhvíld sýndi
Sri Chinmoy á sér aðra
hlið og lauk kvöldinu
js, á einleikstónleikum.
hóf
m mwm» war
1 2 Neven tJiere i.vikanr.i Cake
2 1 Turn the page Metailica
3 7 Fly flway Lenny Kravitz
4 4 Remote control Beastie Boys
5 10 Sehnsucht Rammstein
6 13 The Everlasting Manic Street Preachers
7 9 Pretty fly (for a white guy) Otlspríng
8 17 Ég drukkna hér Botnleðja
9 14 Tropicalia Beck
10 3 Lords ot the boards Guano apes
11 8 fltarí Ensími
12 6 Very Important People Gus Gus
13 18 God is a DJ (Meltdown mix) Faithiess
14 23 Would You...? Touch&Go
15 20 Malibu Hole
18 22 Wildsurf AshlpappaCDs
17 11 Come to me DMXKrew
18 5 Slide Goo 800 dolls
19 12 Rabbit in your headlights Unkle & Thom Yorhe
20 - Erase/Rewind The Cardigans(279U)
21 21 Crestfallen The Smashing Pumpkins
| 22 28 Prívate helicopter Harvey Danger
23 15 Whats this life for? Creed
24 30 flbracadabra Sugar Ray
25 24 Brjótum það sem brotnar 200.000 Naglhítar
j 28 - Got you (where I want you) TheHyS (Hslurttns Ueftavior)
27 25 hlew Skin Incubus
28 28 Cowboy 78 Wiseguys
29 - Spanish fly U2(cd)
30 20 You dont care about us Placebo
FOLK í FRÉTTUM
Höfrungur ’98 í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SIGURVEGARAR keppninnar voru Jón Ragnar Halldórsson og Andri Birgisson úr Setbergsskóla.
Jón Ragnar spilar á gítarinn en Andri á hljómborð.
Verður árlegur
viðburður
HAFNFIRÐINGAR eru engir
eftirbátar Réykvíkinga og á
föstudaginn var haldin Höfr-
ungshátíðin 1998 í Iþróttahúsi
Víðistaðaskóla, en hún er sam-
bærileg við Skrekk þeirra
Reykvíkinga. Nemendur úr
grunnskólum Hafnarfjarðar
taka þátt í keppninni og troða
upp með ýmis atriði, og er valin
dómnefnd sem sér um að velja
álitlegasta flytjandann úr hópn-
um.
Aður en lokakeppnin fer
fram hefur farið fram for-
keppni í öllum skólunum, en
hver skóli sendir yfirleitt 2-3 at-
riði í keppnina að sögn Krist-
jáns Hjálmarsson, starfsmanns
félagsmiðstöðvarinnar Vitans,
en hann í samstarfi við Her-
mann F. Valgarðsson sér um
Flippklúbb Vitans sem stendur
fyrir Höfrungi.
„Hugmyndin hjá okkur er
svipuð og hjá Skrekk í Reykja-
vík, að gefa unglingum tækifæri
til að tjá sig og koma fram með
sínar hugmyndir," segir Krist-
ján. I fyrsta sætinu varð Jón
Ragnar Halldórsson í 9. bekk
Setbergsskóla, en hann kom
fram með Andra Birgissyni sem
lék á hljómborð, en Jón leikur á
gítar. I öðni sæti keppninnar
var danshópur frá Öldutúns-
skóla sem kallar sig Gigolos en í
honum eni þijár stelpur.
Trefill á Keikó
„Fjölbreytt atriði einkenna
þessa keppni," segir Kristján,
„og má þar nefna dans, söng,
tónlist, galdra, rapp og breik-
dansa.“ Yfír þrjú hundruð
manns mættu á föstudaginn og
góð stemmning var hjá ungling-
unum. Kristján segir að ætlunin
sé að gera Höfrung að árlegum
viðburði enda hafi keppnin tek-
ist vonum framar.
„Annars er margt á döfinni
hjá Flipp-klúbbnum,“ segir Kri-
stján. „Við erum nýbúin að
prjóna trefil á Keiko og erum
að safna fyrir Vestmannaeyja-
ferð til að afhenda trefilinn. Við
höfum safnað áheitum á hvern
klukkutima sem fór í pijóna-
skapinn, svo núna er Vest-
mannaeyjaferðin að verða að
veruleika."
SÆVAR higi Haraldsson, Jónas Oddur Jónasson, Ásgeir Örn Hall-
grímsson og Andri Þorbjörnsson úr Víðistaðaskóla fengu verðlaun fyr-
ir „flippaðasta" atriðið, en þeir tróðu upp sem balletthópurinn Eiríkur.
KRISTÍN Ósk Hjartardóttir, Hlín Jóhannesdóttir, Svava Björnsdóttir
og Kristín Erla Pétursdóttir lentu í þriðja sæti keppninnar.
YFIR 300 unglingar voru saman komnir í fþróttahúsi Víðistaðaskóla.