Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 88

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 88
Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF Tfípt hewlett mXHÆ PACKARD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITST.I@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Norska jólakjöt- ið frá Islandi? SAMTÖK norskra sauðfjár- bænda segja búreksturinn hjá bændum svo erfiðan að fastlega megi búast við því að flytja verði inn jólakjötið frá Islandi og Nýja-Sjálandi að ári, að því er fram kemur í Aftenposten. Bændum hefur fækkað jafnt og þétt í Noregi, í ár er búist við því að um 1.000 sauðfjár- bændur hætti búskap. Hins vegar hefur eftirspumin eftir kindakjöti, sem er reykt til jól- anna, aldrei verið meiri. Telja samtökin útilokað að norskum bændum takist að anna eftir- spurninni á næsta ári. Því verði að nýta 600 tonna kvóta af ís- lensku kindakjöti og jafnvel að flytja inn kjöt frá Nýja-Sjá- landi. Aukafjárveit- ing til Þjóð- arbókhlöðu FJÁRLAGANEFND Alþingis hefur samþykkt að leggja til 14 milljóna ki-óna aukafjárveitingu til Þjóðar- bókhlöðu, að því er fram kemur í frétt í nýjasta tölublaði Stúdenta- blaðsins, sem kemur út í dag. Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir þessu inn- an fjárlaganefndar Alþingis. Aukafjárveiting þessi mun vera ætluð til að hægt sé að lengja af- greiðslutíma safnsins og bæta að- stöðu stúdenta til náms í Þjóðarbók- hlöðunni, að sögn Stúdentablaðsins. Mun ákvörðun nefndarinnar hafa verið tekin í kjölfai- mótmæla stúd- enta í Þjóðarbókhlöðunni þann 19. nóvember síðasthðinn, þegar um fímm hundruð stúdentar neituðu að yfírgefa bygginguna á hefðbundnum lokunartíma til að benda á ófullnægj- andi aðstæður. I kjölfar þeirra fund- uðu fulltrúar safnsins, háskólans og stúdenta með fjárlaganefnd og menntamálanefnd Alþingis auk menntamáiaráðherra. Frumvarp rikisstjórnarinnar til breyttra laga um fískveiðistjórn Nýir aðilar fái óheftan aðgang að veiðileyfum Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorláksmessuskatan að verða tilbúin FISKVERKENDUR eru þessa dagana óðum að verða tilbúnir með skötuna sem landsmenn eru í æ ríkari mæli farnir að gæða sér á á Þorláksmessu. Einn þeirra er Óskar Guðmundsson í Sæbjörgu sem greinilega er ánægður með það hvernig skatan hefur verkast hjá honum, en hann byrjar að selja skötu eftir næstu helgi. Aflahlutdeild í kvótabundnum tegundum fylgir ekki veiðileyfí SAMKVÆMT frumvarpi ríkis- stjórnarinnar til laga um breytingu á gildandi lögum um stjóm fískveiða verður öllum þeim sem eiga haffær islensk fiskiskip leyfilegt að sækja um og öðlast veiðileyfi innan lög- sögu Islands. Slíku veiðileyfi fylgir þó engin aflahlutdeild, heldur leyfi til veiða úr fiskstofnum utan kvóta- kerfisins. Jafnframt fylgir þessu leyfi möguleiki á því að kaupa til sín aflahlutdeild eða leigja til sín afla- mark frá þeim sem aflahlutdeildina hafa fyrir. Úthlutun aflaheimilda verður áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samkvæmt frumvarp- inu munu allir smábátar færast inn í aflahlutdeildarkerfið og það síðan opnað með sama hætti og fyrir stærri bátana um næstu fiskveiði- áramót. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að verði frumvarpið að lög- um muni þau þegar öðlast gildi. Þetta þýðir í raun að aUir sem eiga eða kaupa bát eða skip sem uppfyllir kröfur Siglingamálastofnunar Is- lands um haffæri geti sótt um veiði- leyfi og fái það að uppfylltum skilyrð- um til að stunda veiðar í fiskveiði- landhelgi íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra að- ila í atvinnurekstri og í lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi íslands. Veiðileyfi færir hins vegar ekki handhafa þess aflahlutdeild, það er aðeins leyfi til veiða á fisktegundum utan kvótakerfisins, en þar má nefna hvítlúðu, kolmunna, keilu og löngu. Reglur um framsal aflaheim- ilda verða óbreyttar að því undan- skildu að ekki er nauðsynlegt að hafa aflahlutdeild í þeim tegundum sem færðar eru á viðkomandi skip eins og áður var. Samkvæmt þessu frumvarpi er lagt til að afnumdar verði þær reglur sem hafa gilt frá árinu 1983 um tak; mörkun á stærð fiskiskipaflotans. í því felst að úrelding skipa sem íyrir eru í flotanum er ekki lengur for; senda þess að ný skip fái veiðileyfi. I athugasemdum með frumvarpinu segir meðal annars svo: „Leyfi til veiða í atvinnuskyni eru áfram bund- in við skip, enda er útgerð skipa for- senda veiða og þar með forsenda fyr- ir að þörf sé á veiðileyfi. Þá hafa allir landsmenn rétt til að kaupa skip og fá það skráð á skipaskrá Siglinga- málastofnunar. Af dómi Hæstaréttar verður ekki ráðið að neitt sé því til íyrirstöðu að binda veiðileyfi við skip eins og hér er lagt til.“ Allir smábátar í kvótakerfið Hvað varðar smábáta verða þeir allir færðir inn í aflahlutdeildarkerf- ið að loknu aðlögunartímabili, sem stendur til loka fiskveiðiársins. Sam- kvæmt brábirgðaákvæðum fá ki-ókabátar í svokölluðu dagakerfi nú að hámarki 26 til 32 veiðidaga á yfírstandandi fiskveiðiári í stað 9 samkvæmt núgildandi lögum og að hámarki leyfi til 30 tonna þorskafla. Að fiskveiðiárinu loknu verður afla- hlutdeild þessara báta innan heild- arinnar skipt jafnt á milli þeirra. Þá loks verður opnað fyrir aðra að koma inn í kerfið, en til þess verða þeir að kaupa eða leigja aflaheimild- ir af þeim sem fyrir eru. ■ Veiðileyfi háð/12/13 ■ Engar breytingar/44/45 Ekki til ESA telur skattafslátt stangast á við EES-samninginn Ekki tekið tillit til athugasemdanna bráðabirgða EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, (ESA), hefur gert athugasemd við áform ríkisstjórnarinnai- um að framlengja skattafslátt vegna fjár- festinga í hlutabréfum í innlendum hlutafélögum. ESA telur að skatt- afsláttur af þessu tagi eigi að ná til hlutabréfakaupa á öllu efnahags- svæðinu. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun á fundi í gær að skýra ESA frá því að hún tæki ekki tillit til þessara athugasemda. Lagt hefur verið fram frumvarp á AJþingi um að framlengja skatt- afslátt af hlutabréfakaupum innan- Jands í sama hlutfalli og í fyrra, þ.e.a.s. 60% af hlutabréfakaupum að tilteknu hámarki. Að öllu óbreyttu hefði skattafslátturinn takmarkast við 40% á þessu ári. Geir H. Haarde fjármálaráðheiTa lagði til á fundi ríkisstjómarinnar í gær að athugasemd ESA yrði svarað á ofangreindan hátt. Fallist var á sjónarmið hans og segir fjármálaráð- herra stjórnvöld hafa full rök til þess. ESA telur að skattafsláttur sem ekki nær til alls efnahagssvæðisins stangist á við 40. grein EES-samn- ingsins um írjálsa fjái-magnsflutn- inga. Fjármálai-áðhen-a sagði að skatta- mál heyrðu ekki undir EES-samning- inn. Ekki væri heldur hægt að sýna fram á raunverulega hindrun fjár- magnsflutninga eða brenglun á sam- keppnisstöðu vegna þess hve ívilnun- in væri takmörkuð hvað varðai- fjár- hæðir. Takmörkun við innlend hluta- félög væri nauðsynleg vegna skatta- framkvæmdai-innar því erlend hluta- félög hefðu ekki upplýsingaskyldu gagnvart innlendum skattayfirvöld- um. Loks væri þess að gæta að hér væri um tímabundnar ívilnanir að ræða í skattalögunum. ESA gæti vísað málinu til dóm- stóls EFTA teldi stofnunin sig ekki fá nægilega úrlausn hjá íslenskum stjórnvöldum. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði í gærkvöldi að frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytingar á lögum um fiskveiði- stjórn væri ekki til bráðabirgða og í fullu samræmi við dómsniðurstöðu Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar fyrir viku. Stjórnar- andstaðan gagnrýndi í gær frum- varp stjórnarinnar og Arthur Boga- son, formaður Landssambands smá- bátaeigenda, taldi að með því væri allt gert til að verja sjöundu grein fiskveiðistjórnunarlaganna á kostn- að trillukarla. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu frumvarpið í gær og sagði Þorsteinn að hjá Sjálfstæðisflokki hefði áhersla verið lögð á að verja hagsmuni smábáta gegn óvissunni, sem skapast hefði með dóminum. Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra sagði að með frum- varpinu væri verið að eyða óvissunni vegna dómsins. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði í gær að niðurstaðan væri yfirklór og illa væri farið með smábátaútgerðina. Guðný Guðbjörnsdóttir Kvenna- lista sagði að verið væri að gera lág- marksbreytingar, sem engan veginn væru fullnægjandi. Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks, taldi að verið væri að varðveita hags- muni hinna fáu á kostnað fjöldans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.