Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 88
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
Tfípt hewlett
mXHÆ PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITST.I@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Norska
jólakjöt-
ið frá
Islandi?
SAMTÖK norskra sauðfjár-
bænda segja búreksturinn hjá
bændum svo erfiðan að fastlega
megi búast við því að flytja
verði inn jólakjötið frá Islandi
og Nýja-Sjálandi að ári, að því
er fram kemur í Aftenposten.
Bændum hefur fækkað jafnt
og þétt í Noregi, í ár er búist
við því að um 1.000 sauðfjár-
bændur hætti búskap. Hins
vegar hefur eftirspumin eftir
kindakjöti, sem er reykt til jól-
anna, aldrei verið meiri. Telja
samtökin útilokað að norskum
bændum takist að anna eftir-
spurninni á næsta ári. Því verði
að nýta 600 tonna kvóta af ís-
lensku kindakjöti og jafnvel að
flytja inn kjöt frá Nýja-Sjá-
landi.
Aukafjárveit-
ing til Þjóð-
arbókhlöðu
FJÁRLAGANEFND Alþingis hefur
samþykkt að leggja til 14 milljóna
ki-óna aukafjárveitingu til Þjóðar-
bókhlöðu, að því er fram kemur í
frétt í nýjasta tölublaði Stúdenta-
blaðsins, sem kemur út í dag. Blaðið
kveðst hafa heimildir fyrir þessu inn-
an fjárlaganefndar Alþingis.
Aukafjárveiting þessi mun vera
ætluð til að hægt sé að lengja af-
greiðslutíma safnsins og bæta að-
stöðu stúdenta til náms í Þjóðarbók-
hlöðunni, að sögn Stúdentablaðsins.
Mun ákvörðun nefndarinnar hafa
verið tekin í kjölfai- mótmæla stúd-
enta í Þjóðarbókhlöðunni þann 19.
nóvember síðasthðinn, þegar um
fímm hundruð stúdentar neituðu að
yfírgefa bygginguna á hefðbundnum
lokunartíma til að benda á ófullnægj-
andi aðstæður. I kjölfar þeirra fund-
uðu fulltrúar safnsins, háskólans og
stúdenta með fjárlaganefnd og
menntamálanefnd Alþingis auk
menntamáiaráðherra.
Frumvarp rikisstjórnarinnar til breyttra laga um fískveiðistjórn
Nýir aðilar fái óheftan
aðgang að veiðileyfum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorláksmessuskatan
að verða tilbúin
FISKVERKENDUR eru þessa
dagana óðum að verða tilbúnir
með skötuna sem landsmenn eru í
æ ríkari mæli farnir að gæða sér
á á Þorláksmessu. Einn þeirra er
Óskar Guðmundsson í Sæbjörgu
sem greinilega er ánægður með
það hvernig skatan hefur verkast
hjá honum, en hann byrjar að
selja skötu eftir næstu helgi.
Aflahlutdeild í kvótabundnum
tegundum fylgir ekki veiðileyfí
SAMKVÆMT frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar til laga um breytingu
á gildandi lögum um stjóm fískveiða
verður öllum þeim sem eiga haffær
islensk fiskiskip leyfilegt að sækja
um og öðlast veiðileyfi innan lög-
sögu Islands. Slíku veiðileyfi fylgir
þó engin aflahlutdeild, heldur leyfi
til veiða úr fiskstofnum utan kvóta-
kerfisins. Jafnframt fylgir þessu
leyfi möguleiki á því að kaupa til sín
aflahlutdeild eða leigja til sín afla-
mark frá þeim sem aflahlutdeildina
hafa fyrir. Úthlutun aflaheimilda
verður áfram með þeim hætti sem
verið hefur. Samkvæmt frumvarp-
inu munu allir smábátar færast inn í
aflahlutdeildarkerfið og það síðan
opnað með sama hætti og fyrir
stærri bátana um næstu fiskveiði-
áramót. Að öðru leyti er gert ráð
fyrir því að verði frumvarpið að lög-
um muni þau þegar öðlast gildi.
Þetta þýðir í raun að aUir sem eiga
eða kaupa bát eða skip sem uppfyllir
kröfur Siglingamálastofnunar Is-
lands um haffæri geti sótt um veiði-
leyfi og fái það að uppfylltum skilyrð-
um til að stunda veiðar í fiskveiði-
landhelgi íslands sem kveðið er á um
í lögum um fjárfestingu erlendra að-
ila í atvinnurekstri og í lögum um
veiðar og vinnslu erlendra skipa í
fiskveiðilandhelgi íslands.
Veiðileyfi færir hins vegar ekki
handhafa þess aflahlutdeild, það er
aðeins leyfi til veiða á fisktegundum
utan kvótakerfisins, en þar má
nefna hvítlúðu, kolmunna, keilu og
löngu. Reglur um framsal aflaheim-
ilda verða óbreyttar að því undan-
skildu að ekki er nauðsynlegt að
hafa aflahlutdeild í þeim tegundum
sem færðar eru á viðkomandi skip
eins og áður var.
Samkvæmt þessu frumvarpi er
lagt til að afnumdar verði þær reglur
sem hafa gilt frá árinu 1983 um tak;
mörkun á stærð fiskiskipaflotans. í
því felst að úrelding skipa sem íyrir
eru í flotanum er ekki lengur for;
senda þess að ný skip fái veiðileyfi. I
athugasemdum með frumvarpinu
segir meðal annars svo: „Leyfi til
veiða í atvinnuskyni eru áfram bund-
in við skip, enda er útgerð skipa for-
senda veiða og þar með forsenda fyr-
ir að þörf sé á veiðileyfi. Þá hafa allir
landsmenn rétt til að kaupa skip og
fá það skráð á skipaskrá Siglinga-
málastofnunar. Af dómi Hæstaréttar
verður ekki ráðið að neitt sé því til
íyrirstöðu að binda veiðileyfi við skip
eins og hér er lagt til.“
Allir smábátar í kvótakerfið
Hvað varðar smábáta verða þeir
allir færðir inn í aflahlutdeildarkerf-
ið að loknu aðlögunartímabili, sem
stendur til loka fiskveiðiársins. Sam-
kvæmt brábirgðaákvæðum fá
ki-ókabátar í svokölluðu dagakerfi
nú að hámarki 26 til 32 veiðidaga á
yfírstandandi fiskveiðiári í stað 9
samkvæmt núgildandi lögum og að
hámarki leyfi til 30 tonna þorskafla.
Að fiskveiðiárinu loknu verður afla-
hlutdeild þessara báta innan heild-
arinnar skipt jafnt á milli þeirra. Þá
loks verður opnað fyrir aðra að
koma inn í kerfið, en til þess verða
þeir að kaupa eða leigja aflaheimild-
ir af þeim sem fyrir eru.
■ Veiðileyfi háð/12/13
■ Engar breytingar/44/45
Ekki til
ESA telur skattafslátt stangast á við EES-samninginn
Ekki tekið tillit til
athugasemdanna
bráðabirgða
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA,
(ESA), hefur gert athugasemd við
áform ríkisstjórnarinnai- um að
framlengja skattafslátt vegna fjár-
festinga í hlutabréfum í innlendum
hlutafélögum. ESA telur að skatt-
afsláttur af þessu tagi eigi að ná til
hlutabréfakaupa á öllu efnahags-
svæðinu. Ríkisstjórnin tók þá
ákvörðun á fundi í gær að skýra
ESA frá því að hún tæki ekki tillit til
þessara athugasemda.
Lagt hefur verið fram frumvarp á
AJþingi um að framlengja skatt-
afslátt af hlutabréfakaupum innan-
Jands í sama hlutfalli og í fyrra,
þ.e.a.s. 60% af hlutabréfakaupum að
tilteknu hámarki. Að öllu óbreyttu
hefði skattafslátturinn takmarkast
við 40% á þessu ári.
Geir H. Haarde fjármálaráðheiTa
lagði til á fundi ríkisstjómarinnar í
gær að athugasemd ESA yrði svarað
á ofangreindan hátt. Fallist var á
sjónarmið hans og segir fjármálaráð-
herra stjórnvöld hafa full rök til
þess.
ESA telur að skattafsláttur sem
ekki nær til alls efnahagssvæðisins
stangist á við 40. grein EES-samn-
ingsins um írjálsa fjái-magnsflutn-
inga.
Fjármálai-áðhen-a sagði að skatta-
mál heyrðu ekki undir EES-samning-
inn. Ekki væri heldur hægt að sýna
fram á raunverulega hindrun fjár-
magnsflutninga eða brenglun á sam-
keppnisstöðu vegna þess hve ívilnun-
in væri takmörkuð hvað varðai- fjár-
hæðir. Takmörkun við innlend hluta-
félög væri nauðsynleg vegna skatta-
framkvæmdai-innar því erlend hluta-
félög hefðu ekki upplýsingaskyldu
gagnvart innlendum skattayfirvöld-
um. Loks væri þess að gæta að hér
væri um tímabundnar ívilnanir að
ræða í skattalögunum.
ESA gæti vísað málinu til dóm-
stóls EFTA teldi stofnunin sig ekki
fá nægilega úrlausn hjá íslenskum
stjórnvöldum.
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í gærkvöldi að
frumvarp ríkisstjórnarinnar til
breytingar á lögum um fiskveiði-
stjórn væri ekki til bráðabirgða og í
fullu samræmi við dómsniðurstöðu
Hæstaréttar í máli Valdimars Jó-
hannessonar fyrir viku. Stjórnar-
andstaðan gagnrýndi í gær frum-
varp stjórnarinnar og Arthur Boga-
son, formaður Landssambands smá-
bátaeigenda, taldi að með því væri
allt gert til að verja sjöundu grein
fiskveiðistjórnunarlaganna á kostn-
að trillukarla.
Þingflokkar stjórnarflokkanna
samþykktu frumvarpið í gær og sagði
Þorsteinn að hjá Sjálfstæðisflokki
hefði áhersla verið lögð á að verja
hagsmuni smábáta gegn óvissunni,
sem skapast hefði með dóminum.
Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við-
skiptaráðherra sagði að með frum-
varpinu væri verið að eyða óvissunni
vegna dómsins.
Margrét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, sagði í gær
að niðurstaðan væri yfirklór og illa
væri farið með smábátaútgerðina.
Guðný Guðbjörnsdóttir Kvenna-
lista sagði að verið væri að gera lág-
marksbreytingar, sem engan veginn
væru fullnægjandi. Sighvatur Björg-
vinsson, formaður Alþýðuflokks,
taldi að verið væri að varðveita hags-
muni hinna fáu á kostnað fjöldans.