Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skreiðin þornar í
friði fyrir krumma
ÞEIR þorna best í fimbulkulda
og frosti,“ segir Karl Sveinsson,
eigandi samnefndrar fiskverkun-
ar, um þorskhausana sem hann
er að þurrka við fiskverkun sína
á Borgarfirði eystra. Hausarnir
hanga í hjöllum í tvo mánuði áð-
ur en þeir eru sendir til Nígeríu.
Reyndar eru þeir fyrst sendir í
Herði í Fellabæ þar sem þeim er
pakkað áður en þeir eru sendir
til Nígeríu.
Fuglarnir eru duglegir við að
pikka í skreiðina svo Karl ætlar
að setja net yfir hjallana hið
fyrsta. „Krumminn hefur samt
ekki látið sjá sig síðan ég skaut
einn þeirra og hengdi upp hérna
fyrir ofan. Mávarnir láta þetta þó
ekki á sig fá. Þeir skeyta engu
um dauða hrafninn og halda
áfram að plokka í hausana," seg-
ir Karl.
Að sögn Karls er þurrkun
skreiðar á lijölluni á undanhaldi
hérlendis og meira farið að
þurrka hana inni á grindum.
Samt sem áður er aukning í
þurrkun þorskhausa á íslandi um
þessar mundir. Karl segir að það
taki þorskhausana hátt í tvo
mánuði að þorna, þótt það fari að
sjálfsögðu eftir tíðarfari.
Yel hefur fískast undanfarið á
Borgarfirði eystra en þaðan eru
níu trillur gerðar út. Menn eru
ánægðir með það, enda nóg að
gera eins og stendur.
Morgunblaðið/RAX
Hugað að undirbúningi vegna fíölmennrar hátíðar á Þingvöllum
Akveðið að ráðast í veru-
legar vegaframkvæmdir
VERJA á kringum 500 milljónum króna til ým-
issa vegaframkvæmda á árinu sem tengjast
kristnihátíð á Þingvöllum á næsta ári að meira
eða minna leyti. Helgi Hallgrímsson vegamála-
stjóri segir að gert sé ráð fyrir þessum fram-
kvæmdum í vegáætlun sem samþykkt var á liðnu
vori en tímasetning einstakra framkvæmda taki
mið af hátíðahöldum á Þingvöllum.
Framkvæmdir sem tengja má hátíðahöldunum
segir Helgi vera meðal annars gerð bflastæða og
göngustíga á Þingvöllum auk nýi'rar akreinar á
vegarkafianum milli Grafningsvegar og Almanna-
gjár. Kosta þær framkvæmdir um 90 milljónir
króna. Nýja akreinin verður malarvegur sem
liggja á samsíða núverandi vegi en standa nokkru
lægra og segir vegamálastjóri hann síðan hugsað-
an sem reiðstíg. Telur hann bílastæði og göngu-
stíga á Þingvöllum munu nýtast að nokkru leyti
áfram.
Grafningsvegur byggður upp
Þá verður vegarkaflinn frá Þingvallavegi í suð-
urátt að Nesjavallavegi byggður upp og lagður
bundnu slitiagi. Er áætlað að sú framkvæmd
kosti um 200 milljónir króna. Segir Helgi Hall-
grímsson tímasetningu þeirrar framkvæmdar
tengjast hátíðahöldunum. Einnig segir hann sí-
vaxandi umferð um þessar slóðir lengi hafa kallað
á endurnýjun þessa vegarkafla. Um nýju akrein-
ina og eftir hinum endurbætta Grafningsvegi eiga
að fara almenningsvagnar, sjúki'a- og lögreglubfl-
ar og verður þessum aðilum unnt að aka í báðar
áttir en einstefna verður hins vegar á almennri
umferð um Mosfellsheiði.
Auk þessara framkvæmda verður eitthvað um
endurbætur á vegunum um Uxahryggi og Gjá-
bakka og segir vegamálastjóri það auðvelda um-
ferð frá Vestur- og Suðurlandi til og frá Þing-
völlum.
Aðrar framkvæmdir á vegáætlun sem ákveðnar
voru burtséð frá Þingvallahátíðinni eru breikkun
Vesturlandsvegar og síðan á að ljúka uppbygg-
ingu Þingvallavegar og lagningu bundins slitlags.
Alls kosta þessar framkvæmdir allar kringum 500
milljónir króna að sögn Helga Hallgrímssonar.
Sveitarstjórn
Skútustaðahrepps
Yilja virkj-
un í Bjarn-
arflagi
SVEITARSTJÓRNIN í Skútu-
staðahreppi hefur áhuga á að virkj-
að verði í Bjarnarflagi og hefur
komið þeim áhuga sínum á fram-
færi við Landsvirkjun. Leifur Hall-
grímsson, oddviti sveitarstjórnar-
innar, segir að Landsvirkjun hafi
látið hanna 40 megavatta virkjun.
„Við höfum hins vegar látið okk-
ur detta það í hug að stofna hluta-
félag um byggingu virkjunar í
Bjarnarflagi, en mér skilst að
Landsvirkjun hafi ekki lagaheimild
til að taka þátt í hlutafélagi," segir
Leifur.
Hann segir að þetta leiði lfldega
til þess að sveitarstjórnarmenn
verði að halda áfram að þrýsta á
Landsvirkjun um þessa virkjun.
Leifur segir að sveitarstjórnar-
menn hafi átt viðræður við iðnaðar-
ráðherra sl. miðvikudag og þar hafi
Bjarnarflagsvirkjun m.a. boríð á
góma.
- --------------
Bflvelta á
Reykjanes-
braut
OF MIKILL ökuhraði miðað við
aðstæður er talinn orsök þess að
tvær bifreiðir lentu út af Reykja-
nesbraut skammt sunnan Nýbýla-
vegar í gærmorgun.
Önnur bifreiðin valt og var dregin
á brott með kranabifreið. Þar var
við stýrið ungur ökumaður á láns-
bifreið, sem missti vald á ökutækinu
í hálku með þeim afleiðingum að
hann lenti á öfugum vegarhelmingi
og ók á aðvífandi bifreið, sem fór út
af. Lánsbifreiðin hentist út af hinum
megin akbrautarinnar og valt. Eng-
inn slasaðist við áreksturinn.
------♦-♦-♦---
Kjörnefnd framsókn-
armanna á Norður-
landskjördæmi eystra
Prófkjör í
samræmi
við reglur
FRAMKVÆMD utankjörfundar-
kosningar hefur í öllum tilvikum
verið í samræmi við reglur og fyrir-
mæli kjörnefndar, segir meðal ann-
ars í yfirlýsingu frá kjörnefnd
framsóknarmanna í Norðurlands-
kjördæmi eystra sem Morgunblað-
inu barst í gær.
Kjörnefndin segir einnig í yfír-
lýsingu sinni að ljóst sé að enginn
frambjóðenda hafi brotið gegn
reglunum með nokkrum hætti.
Vonast hún til að umfjöllun um
málið sé hér með lokið.
Southampton hefur áhuga
á Brynjari Gunnarssyni/C1
••••••••••••••••••••••••••••
Páll Axel setfi niður 12
briaaia stiaa skot/C2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is