Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tímamót einsöngs-
tónlistar Jóns Leifs
TOIVLIST
Salurinn
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Finmir Bjarnason og Örn Magnússon
fluttu á vegum Myrkra músikdaga
söngverk eftir Jón Leifs. Miðvikudag-
urinn 13.janúar, 1999.
VIÐ íslendingar eigum ýmislegt
óuppgert gangvart Jóni Leifs og
líklega er meginorsök þess, að við
erum seinir á ferð í að sættast við
tónlist hans, að hún var of nýstár-
leg og að það sé nú fyrst, að íslend-
ingar hafi nú fengið þá undirstöðu í
að umgangast ómstríða og nútíma-
lega tónlist, að tíminn hafi náð Jóni
og að verk hans muni nú samlagast
hljóðheimi dagsins í dag, þ.e.a.s.,
að tónlist hans verði hér eftir sjálf-
sagður hluti tímans. Það í fagur-
fræði Jóns, sem nú er horft til, er
ekki að öllu leyti nýstárleikinn,
heldur þau tengsl sem hann mynd-
ar við fornmenningu okkar, sem
fyrir og um miðja 20. öldina þótti
ófínt að fást við. Það, hvernig Jón
tónklæðir hugmyndir sínar, birtist
oft í harðneskjulegum búningi,
þannig að tónmálið er oft bæði
þungstígt, mettað sverðaglamri og
hrjóstugt en einnig undarlega við-
kvæmt og býr þá yfir seiðandi feg-
urð.
Þau lög sem tengjast fornsögun-
um okkar, Þrjú erindi úr Háva-
Sýning til leið-
réttingar
nafnaruglingi
HLYNUR Hallsson
myndlistarmaður.
HLYNUR vs Hlyn-
ur er yfirskrift sam-
sýningar sem nafn-
arnir Hlynur Halls-
son og Hlynur
Helgason opna á
morgun, laugardag,
í Galleríi Sævars
Karls. A sýningunni
er röð smáverka
sem listamennimir
hafa unnið sín á
milli með sérstök-
um hætti en annar
þeirra er búsettur í
Reykjavík og hinn í
Hannover í Þýska-
landi. Hlynur
Helgason segir að
kveikjan að sýningunni hafi verið
síendurtekinn ruglingur á nöfnum
og persónum þeirra, bæði í umfjöll-
un fjölmiðla og í sýningarskrám
opinbeixa safna. „Við hittumst því
sumaiáð 1997 á Akureyri og ákváð-
um að halda sýningu þar sem við
gerðum okkur mat úr þessu. Verk-
in á sýningunni mótast af þessari
grunnhugmynd og snúast að miklu
leyti um persónulegan mun og fjar-
lægð á milli fólks sem tengst hefur
á tilviljanakenndan hátt.“
Hlynur Helgason er fæddur
1961. Hann lauk prófi frá MHÍ
1986. Hann lauk Postgraduate
Diploma in Fine Arts frá
Goldsmith’s College University of
London 1993 og MA prófi frá sömu
stofnun 1994. Arin 1991-1998 starf-
aði Hlynur Helgason að námsvinnu
og fyrirlestrahaldi í táknfræði og
sálgreiningu með Norræna Sumar-
háskólanum.
Hlynur Hallsson er fæddur á
Akureyri 1968. Hann var í Mynd-
listarskóla Akureyrar og lauk síðan
prófi frá MHÍ í fjöltækni 1993.
Hann stundaði framhaldsnám í
Hannover, Hamborg og Kunstaka-
demie Dusseldorf 1993-96 og síðar
í Meisterschule hjá prófessor UI-
rich Eller. Hlynur Hallsson er bú-
settur í Hannover í Þýskalandi og
starfar þar að myndlist sinni.
„Eins og sjá má af náms- og
starfsferli okkar hafa leiðir okkar
ekki legið saman nema fyrir þá til-
viljun að fjölmiðlar hafa oftar en
ekki ruglað okkar saman, stund-
um með einföldum nafnaruglingi
en það hefur líka komið fyrir að
sumt úr mínum ferli er hermt upp
á Hlyn Helgason eða öfugt,“ segir
Hlynur Hallsson. Vonandi hreins-
ar sýningin upp þennan i'ugling og
HLYNUR Helgason
myndlistarmaður.
maður vonar að fólk átti sig á því
að við erum tveir ólíkir menn. Það
er reyndar til að bæta á rugling-
inn að við vinnum útfrá svipuðum
forsendum. Báðir erum við að fást
við hugmyndalist, notum texta
talsvert í verkum okkar og einnig
myndbönd. En Hlynur Helgason
málar og gerir skúlptúra en ég
geri hvorugt, heldur fæst við ljós-
myndir og teikningar. Uppistaðan
í sýningunni samanstendur af röð
smáverka sem við höfum sent á
milli Reykjavíkur og Hannover og
hvor svarað verki annars með
nýju verki og svo koll af kolli.
Annað sameiginlegt verkefni á
sýningunni er 24 mínútna langt
myndband sem lýsir dæmigerðum
degi í lífi okkar. Þetta eru mynd-
bútar sem teknir eru á klukkutíma
fresti hinn 11. nóvember 1998,
samtímis hjá okkur báðum. Mynd-
bandið er því einfaldur saman-
burður á hversdagsleika okkar
beggja.“
Onnur verk á sýningunni eru
sameiginleg innsetning sem við
vinnum í ferli í sýningarsalnum
rétt fyrir opnunardaginn, verk sem
útlistar umíjöllun um okkur í gegn-
um tíðina og þann rugling sem átt
hefur sér stað,“ segir Hlynur
Helgason. „Þá er einnig eitt algjör-
lega sjálfstætt persónulegt verk
frá hvorum okkar,“ segir Hlynur
Hallsson. Sýningin einskorðast
ekki við við galleríið því fyrir ofan
Laugaveginn verður sett upp verk
á flettiskilti, „nokkurs konar inn-
gangur að sýningunni," segir Hlyn-
ur Helgason.
Sýning þeirra Hlyns Helgasonar
og Hlyns Hallssonar verður opnuð
á laugardaginn 16. janúar og
stendur til 28. janúar.
málum (op. 4), Ástarvísur úr Eddu
(op. 18b), Söngvar Sögusinfóníunn-
ar (op. 25), Þrír sögusöngvar (op.
24) og Torrek (op. 33) eru söngvar,
þar sem forneskjan er leidd fram
með þungum hljómum, sem eru í
raun „orkestral" í hugsun og text-
inn er tónklæddur með stuttum og
þungum áherslum en áhersluskip-
anina sækir Jón oftlega í kaldhrím-
að hryneðli íslenskunnar.
Andstæðurnar eru eins og íslensk
veðraskipti og þá verður ávallt fag-
urt um að litast, þegar veðrinu slær
niður, eins og í perlunni, Vertu Guð
faðir, faðir minn og Vögguvísu Jó-
hanns Jónssonar, Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
I raun verður ekki sagt að Jón sé
þjóðlegur, til þess er tónmál hans
svo persónubundið, enda gat að-
eins að heyra til „íslenska þjóðlags-
ins“ í lögunum Breiðifjörður og
Þulu Sigurðar Grímssonar. Eitt
annað íslenskt sérkenni er
myrkrið, sem birtist í laginu Mán-
inn líður og í Draugadansinum, við
ljóð Sigurðar Grímssonar, en þar
er hinn leikræni háski ótrúlega
grimmur og ógnþrunginn og var
það eitt af þeim lögum, sem mest
komu á óvart á þessum tónleikum.
Með þessum tónleikum hafa
listamenninirnir Finnur Bjarnason
og Örn Magnússon markað þau
tímamót, að einsöngstónlist Jóns
Leifs er „komin til að vera“. Flutn-
ingur Finns var á mjúku nótunum
og má vera að þannig sættist fólk
betur við þessi sérkennilegu
söngverk, en væri þau flutt af
þeirri harðneskju, sem margir vilja
skynja í þessum verkum. Hvað sem
þessu líður flutti Finnur verkin af
miklu listfengi og náði oft sterkri
túlkun, sérstaklega í Vögguvísu Jó-
hanns og einnig í laginu Breiði-
fjörður en þó sérstaklega í Drauga-
dansi Sigurðar Grímssonar, sem
var stórkostlegur í afburða góðum
flutningi þeirra félaga.
Hlutur Ai'nar í tónleikum er eft-
irtektarverður, því að baki leik
hans býr vönduð yfirvegum og var
stórgrýtt tónmál píanósins oft sér-
lega áhrifamikið í flutningi hans,
en einnig mátti heyra fíngerð blæ-
brigði. Með þessum tónleikum,
þegar á líður, munu Finnur og Örn
hafa skapað sér sögu og tónleik-
arnir í heild einnig, sem verður
minnst sem eins sérstæðasta og
merkasta tónlistai-viðburðar árs-
ins. Þar með hefur Tónskáldafélag
íslands, sem stóð fyrir þessum tón-
leikum, endurgoldið stofnanda fé-
lagsins hluta af inneign hans í sögu
íslenskrar tónlistar.
Jón Ásgeirsson
Kvikmynda-
safn Islands fær
sænskar myndir
KVIKMYNDASAFNI Islands hef-
ur borist gjöf frá sænska kvik-
myndasafninu; 57 filmukópíur
með sænskum kvikmyndum. Með
gjöfínni vill sænska safnið sýna í
verki stuðning sinn við uppbygg-
ingu safnabíós hér á landi.
Sænska safnabíóið er það elsta
í heimi. Með þessari gjöf vill það
aðstoða það íslenska í að koma
upp sér upp eigin safni kvik-
mynda til að byggja dagskrá
sína á.
Myndirnar 57 eru frá ýmsum
tímum þótt flestar séu frá 6. og
7. áratugnum. Fyrstar ber að
telja átta kvikmyndir Ingmars
Bergmans: Sumarið með Moniku
(Sommaren med Monika) 1953,
Kennslustund í ást (En Lektion í
Kárlek) 1954, Bros sumarnætur-
innar (Sommarnattens Leende),
1955, Sælureiturinn (Smultron-
stallet), 1957, Andlitið (Ansikted),
1958, Svo ekki sé talað um allar
þessar konur (För att inte tala
om alla dessa Kvinnor), 1963,
Altarisgestimir (Nattvardsga-
sterna), 1963, og Óöld
(Vargtimmen), 1968.
Þá má nefna tvær myndir eftir
Gustaf Molander, Orðið (Orded),
1943 og Peningar herra Arnes
(Her Arnes Penningar), 1954.
Tvær myndir em eftir Bo Wider-
berg: Hrafnshverfið (Kvartered
Korpen), 1963 og Árdalurinn ‘31
(Ádalen 31), frá 1969. Þá er ein
mynd frá Jan Troel, Úllen dúllen
doff (Ole Dole doff), 1967, og Vil-
got Sjömann á tvær myndir: Ást-
konan (Álskarinnan), 1962 og 491
frá 1964. Þeir félagarnir Hans
Alfredson og Tage Danielsson
„Hasse og Tage“ eiga eina mynd
saman: Lagst að bryggju (Att an-
göra en brygga), 1965, að auki
em þrjár myndir eftir Alfredson:
Eggið er laust (Agget ar löst),
1975, Einfaldur morðingi (Den
anfaldige Mördaren), 1982, P &
B 1983. Og tvær myndir era eftir
Tae Danielsson: Sleppið föngun-
um (Slápp Fángarne loss), 1975
og Ævintýri Picasso (Picassos
Áventyr), 1978.
Formleg móttaka á myndunum
verður í Bæjarbíói í Hafnarfirði
laugardaginn 16. janúar kl. 16.
Forstöðumaður sænska kvik-
myndasafnsins Jan-Erik Billin-
ger mun aflienda gjöfina og í
samvinnu við sænska sendiráðið
á íslandi verður boðið upp á sýn-
ingu á mynd Ingmars Bergmans,
Bros næturinnar, kl. 17.
Gestaboð Babettu
á leiksvið
SMÁSAGA Karenar Blixen varð
heimsfræg þegar danski kvik-
myndaleikstjórinn Gabriel Axel
fékk Óskarsverðlaunin fyrir kvik-
mynd sína eftú' sögunni. Nú hefur
sagan í fyrsta sinn verið færð í bún-
ing fyrir leiksvið og það er Háloga-
landsleikhúsið í Tromsö í Norður-
Noregi sem á heiðurinn af framtak-
inu. Höfundar leikgerðarinnar eru
Halldis Hoaas og Thea Stabell og er
hún jafnframt leikstjóri sýningar-
innar. Sögusvið Gestaboðs Babettu
er Norður-Noregur einsog Karen
Blixen ímyndaði sér hann en sjálf
hafði hún aldrei þangað komið. Að-
standendur sýningarinnar segjast
með uppsetningunni vera trúir
stefnu leikhússins að fjalla um eigið
hérað og íbúa þess; með þessari
sýningu er brugðið upp annarri sýn
á svæðið, sýn þess er horfir úr löng-
um fjarska og beitir ímyndunarafl-
inu.
Gestaboð Babettu verður sýnt á
Lillascenen í Borgarleikhúsinu í
Tromsö frá 23. janúar - 27. febrúar
og síðan verður leikferð um norður-
byggðir Noregs fram í lok mars.
Áhugasamir geta snúið sér til
Hálogalands leikhússins í Tromsö
eftir nánari upplýsingum.
Bessi
Bjarnason
sýnir í Lóu-
hreiðri
BESSI Bjarnason opnar mál-
verkasýningu í Lóuhreiðri,
Laugavegi 59, á morgun,
föstudag. Á sýningunni eru 12
vatnslitamyndir og ein acryl-
mynd og er þetta hluti af sýn-
ingu sem hann hélt í Þórshöfn
í Færeyjum sl. sumar. Allar
myndirnar, nema ein, eru frá
Færeyjum, málaðar á sl. ári.
Sýningin stendur til 13.
febrúar og er opin virka daga
frá kl. 9-18 og laugardaga kl.
10-16.
Nýárstónleik-
ar í Víðistaða-
kirkju
KAMMERSVEIT Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar efnir til
svokallaðra „danstónleika" á
morgun, laugai’dag kl. 17 í
Víðistaðakirkju.
Flutt verða þekktustu verk
feðganna Johanns Strauss
(1804-1849) og Johanns
Strauss yngri, s.s. Dónárvals-
inn, Saga úr Vínarskógi og
Radetzky-marsinn. Auk þess
verða leikin verk eftir frönsku
tónskáldin Delibes og Hérold.
Stjórnandi Kammer-
hljómsveitarinnar er Óliver
Kentish.
Síðari hluti
Ivans grimma
í MÍR
SÍÐARI hluti kvikmyndarinn-
ar um Ivan grimma verður
sýndur í bíósal MIR, Vatnsstíg
10, nk. sunnudag kl. 15. Leik-
stjórinn, Sergei Eisenstein,
hafði upphaflega gert ráð fyrir
að kvikmyndin um þennan
stórfursta, sem krýndur var
keisari alls Rússlands 17 ára
gamall, 1547, yrði í endanlegri
gerð í þremur hlutum. En inn-
nrás Þjóðverja og banda-
manna þeiira í Sovétríkin
sumarið 1941 breytti öllum
viðhorfum og áætlunum, svo
og sú staðreynd að kvik-
myndaverin voru flutt frá
Moskvu til borgarinnar Alma-
Ata í Kasakhstan vegna stríðs-
ins. Flest atriði síðari hluta
kvikmyndarinnar voru tekin
jafnhliða íyrri hlutanum, en
nokkur þó veturinn 1944-45.
Lokafrágangur myndarinnar
hófst þó ekki fýrr en í ársbyrj-
un 1946 og vakti þessi síðari
hluti miklar deilur og var
gagmýndur harðlega.
Myndin er með enskum
texta. Aðgangur er ókeypis.
Island á for-
síðu TLS
ÍSLAND er á forsíðu TLS
sem er bókablað Times í
London. Mynd er af Geysi og
bent á grein inni í blaðinu eftir
Carolyne Larrington. Hún
ski-ifar umsögn um tvær ís-
landsbækur: A Place Apart
eftir Kirsten Hastrup oh Ring
oí Seasons eftir Tei-ry G. Lacy.
I grein sinni fjallar Larrington
ítarlega og vinsamlega um ís-
lensk efni. Hún segir að fræg-
ustu Islendingamir séu Björk
og Magnús Magnússon. Vitnað
er í ummæli Bjarkar um að á
kvöldin sitji Islendingar sam-
an og lesi sögurnar upphátt
hverjir fyrir aðra.