Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON + Sigurður Haf- þór Sigurðsson fæddist í Hafnar- firði 9. maí 1955. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 15. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. desember. Fallinn ert þú hjartans hlynur, hér er nú svo hljótt. Ég er klökkur, kæri vin- ur, kallið kom svo fljótt. Harmur er í hjarta mér, horfmn þú í sólar skin. Haffi, égvilþakkaþér þínar stundir, elsku vin. Sem átti ég bestar bróður með, bjartar man ég þær. Með ást og þökkum þig ég kveð, þú ert mér alltaf kær. (A.S.) Jón Þór Sigurðsson. Ég var staddur úti á sjó þegar ég fékk þær fréttir að Haffi væri dáinn. Mig setti hljóðan og sleppti öllu sem ég var að gera og sagði: Ég get ekki trúað því, ég get ekki trúað því. Þar sem samband við land var ekki of gott vonaði ég í lengstu lög að þetta væri misskiln- ingur. Ég var sem lamaður, þetta gat ekki verið rétt, þetta var ekki sanngjarnt. Ég bað meira að segja Guð að taka mig heldur en Haffa. En Guðs er vHji og við það ræður enginn. En þetta er svo óraunveru- legt að eftir að ég kom í land gat ég ekki trúað því að ég ætti ekki eftir að hitta Haffa vin minn í þessu lífi. Og nú þegar útfór hans hefur farið fram get ég loks skilið að hann er allur. Guð geymi þig, elsku vimu-, og eins og þú sagðir eitt sinn við mig: Þar sem ég fer langar þig að fara líka. Vertu viss, Haffi minn, við eigum eftir að hittast aftur. Kynni okkar Sig- urðar Hafþórs eða Haffa eins og ég kall- aði hann alltaf hófust þegar hann réði sig sem bílstjóra hjá Fisk- vinnslunni á Bíldudal hf. og þótt við hefðum verið kunn- ugh' fyrir tókst strax með okkur vinátta sem hélst alla tíð. Ég kunni vel að meta þennan unga og dug- lega mann sem glímdi við alla erf- iðleika með bros á vör. Eitt var ekki til í hans fari en það var reiði. Ef honum mislíkaði eitthvað leit hann aðeins tO hliðar og taldi upp að tíu og svo kom brosið aftur. At- vikin höguðu því síðan svo til að við urðum saman verkstjórar hjá Trostan ehf. á Bíldudal. Þar náðum við vel saman í okkar starfi. Haffi hafði alltaf áhyggjur af því hvort ég kæmist nógu snemma heim, hann skyldi vinna öll kvöld og það eru ómældir allir þeir snúningar sem hann tók af mér í sambandi við vinnuna. Haffi var þannig að hann vildi vita upp á hár hvað hon- um bar að sjá um í vinnslunni og þau eru ótalin kvöldin sem við sát- um saman að ræða hvað við gætum gert best næsta dag. Alltaf var hann fyrstur af stað á morgnana og oft síðastur út að kvöldi. En því miður stóð þetta fyi'irtæki á brauð- fótum sem gleymst hafði að baka og gerði það okkar vinnu þeim mun erfiðari. Það voru mörg kvöld og margar helgar sem við Haffi stóð- um og veltum fyrir okkur hvernig við björguðum morgundeginum. MINNINGAR Við reyndum hvað við gátum að halda þessu drasli gangandi og oft vora lausnir okkar snjallar. Ég var oft búinn að segja: Nú förum við heim, en Haffi vildi aldrei gefa sig fyrr en allt var orðið klárt. Aldrei man ég eftir að Haffi fengi þakkir fyrir þessi störf sín og fórnfýsi fyrir sitt fyrirtæki. Þvert á móti var hann bitbein þeirra sem réðu og margra annarra. Oft var hann að tala máli fyrirtækisins og reyna að verja heiður þess, án þess að fá nokkrar þakkir fyi'ir. Enda var það svo að við vissum aldrei hver átti fyrirtækið. Og margar nætur unnum við við að umpakka vöru vegna þess að það var kominn nýr söluaðili. Alltaf þegai' við höfðum unnið fram á nótt sagði Haffi: Ég mæti í fyramálið og þú hvílir þig, og þegar ég hafði orð á að við ættum ekki að láta fara svona með okkur svaraði hann alltaf: „Okkar tími kemur.“ En það eru orð að sönnu, okkar tími kemur, Haffi minn, þótt ég hefði átt von á að það yrði í þessu lífi, en okkar tími kemur og ég veit að þegar ég hitti þig hinum megin áttu til að hlæja og segja: „Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma.“ Það þarf ekki mínar bænir, Haffi minn, til að góður Guð geymi þig og varðveiti. Þú varst búinn að vinna til þess sjálfur og orð mín eru máttlaus við hlið verka þinna. En elsku Gunna, Eva og Þröstur, sorg ykkar er mikil og þótt við hin syrgjum getum við aldrei sett okk- ur í ykkar spor. Megi góður Guð hjálpa ykkur í ykkar miklu sorg og sorgin er mikil, en verið samt þakk- lát fyrir samveruna við hinn góða dreng, Sigurð Hafþór Sigurðsson. Haffi minn, ég kveð þig, góði vin- ur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú kvaddir á tímum ljóss og friðar og þannig verður minning þín. Minning sem aldrei dofnar, minning sem aldrei fer, minning sem aldrei sofnar, minning sem alltaf er. Þinn vinur og félagi, Jakob Kristinsson. BJARNI GUÐMUNDSSON + Bjarni Guðmundsson fædd- ist á Hesteyri við ísaijarðar- djúp 26. júlí 1900. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 11. janúar. Vinur okkar, öldungurinn Bjarni Guðmundsson, er látinn. Þegar við vinkonurnar kynntust honum fyrst fyrir tæpum 20 árum á Reynimel 43 var hann nýorðinn ekkjumaður og sagði okkur þá að hann væri þegar albúinn að kveðja þennan heim eftir langa og oft erf- iða ævi. Hann skuldaði engum neitt, eins og hann sagði og var sáttur við guð og menn. Sem betur fór auðnaðist honum og okkur að eiga saman nokkur yndisleg ár á Reynimelnum. Börnunum okkar var hann jafnan sem vís öldungur, ákveðinn og fastur fyrir og kenndi þeim með fasi sínu og framkomu þær lífsins dyggðir sem við, af veikum mætti, vorum að reyna að innræta með þeim með fátækleg- um orðum. Undirlægjuháttur og gunguskapur voru eitur í hans beinum, heiðarleiki skyldi hafður að leiðarljósi, orð skyldu standa svo halda mætti stolti sínu og reisn þótt kjör væru bág. Og orð Bjarna voni trygg og ráð hans traust. Undir virðulegu og oft þóttaíúllu fasi leyndist síðan prakkarinn og grínistinn Bjarni. Ónnur sú sem þetta ritar minnist þess þegar hún fluttist með son sinn ungan í kjall- araíbúð hans á Reynimel 43 þar sem hann bjó sjálfur fyrir ofan. Gengið hafði verið frá leigu og „aUt klárt“ eins og hann sagði sjálfur. Á leiðinni upp stigann sneri hann sér allt í einu við og sagði mjög hvasst: „Svo vil ég engan hávaða hér.“ Við- komandi skalf á beinunum, en hugs- aði samt að sem betur fer kæmi nú ekki til þess. En Bjarni hélt áfram: „Ég er farinn að heyra illa svo ég nota heymartæki meðan ég horfí á sjónvarpið. AHur annar hávaði trufl- ar. Svo ég vil hafa þögn fram til klukkan ellefu þegar ég fer að sofa. Eftir það máttu hafa eins hátt og þú vilt!“ Svo skáskaut hann augunum framundan hvössum biúnunum og í þeim dansaði sú óborganlega kímni sem einkenndi hann ásamt með- fæddum virðuleika og reisn. Meðal náttúmþjóða er orðið öld- ungur viðhaft um þann sem ekki er aðeins aldraður, heldur er jafn- framt vitur, framsýnn og gefur góð ráð. Þeim ber stærsti virðingar- sessinn meðal þjóða sökum þekk- ingar og reynslu af langi'i ævi. Við kveðjum slíkan öldung nú með söknuði og þakklæti fyrir sam- fylgdina og færum aðstandendum öllum samúðarkveðjur. Gróa og Rannveig og fjölskyldur. Góður sambýlismaður okkar um árabil, Bjarni Guðmundsson, verk- stjóri, lést nú stuttu eftir áramótin. Upphafið að kynnum okkar má rekja til níunda áratugarins þegar við deildum með honum húsinu að Reynimel 43, en þar hafði Bjami átt lengi heima ásamt konu sinni, Svanhild, sem lést nokkru áður og hann unni mjög. Bjarni Guðmundsson var af aldamótakynslóðinni svonefndu, átti ættir að rekja til harðra sjó- sóknara á Vestfjörðum, stundaði sjálfur útræði á unga aldri, var síð- an á bátum og togurum og gegndi að síðustu verkstjórn í landi. Hann var jafn gamall öldinni, efldist af bjartsýni eigin kynslóðar, hófst frá litlum efnum til bjargálna fyi-ir eig- in tilstilli og leitaðist við allt sitt lífshlaup að standa jafnan nógur fyi'ir skuldbindingum sínum. Þessi viðleitni hans og þúsunda annarra af sömu kynslóð skóp umfram ann- að þá byltingu sem í landinu varð á þessari öld þó svo fari sem jafnan að: „Sagan gjamast eignar einum, afrek þín dreifði múgur.“ Betri sambýlismann var ekki hægt að hugsa sér en Bjarna heit- inn. Hann gladdist óumræðilega þegar við hófum að rækta upp garðinn við húsið, verklegar fram- kvæmdir voru honum að skapi. Dóttir okkar, þá barnung, eignaðist í Bjama mikinn vin og ekld vílaði hann fyrir sér að flytja stærri hluti út í hom til að krakkinn gæti stundað hindrunarhlaup yfir valin húsgögn úr innbúinu en varð klökk- ur þegar bai-nið fór jafnan niður á kvöldin til að bjóða sínum hjartans- vini góða nótt með kossi. Og ekki hafði litla norska tréhúsið í stofunni lítið aðdráttai-afl fyrir ungviðið enda tæmdist það seint af ópali og caprísúkkulaði. Þá átti hann til að biðja okkur, sposkur á svip eins og endranær, að líta inn að morgni dags svona rétt til að athuga hvort ekki væri allt eftir nóttina. Mörg bílferðin með Bjarna lifir í minning- unni en þær áttu það sammerkt að enda eða hefjast við höfnina sem hafði verið höfuðvettvangur gamla mannsins lungann úr ævinni. Bjarni okkar er nú kvaddur hinsta sinni en góðar minningar um mikinn heiðursmann lifa. Hvfl í friði, kæri vinur. Árni, Erla og börn. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 49 + Þökkum af alhug samúð og vinarhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTAR STEINSSONAR, Hamragerði 12, Akureyri. Baldur Ágústsson, Anna María Hallsdóttir, Vilhelm Ágústsson, Edda Vilhjálmsdóttir, Birgir Ágústsson, Inga Þóra Baldvins, Skúli Ágústsson, Fjóla Stefánsdóttir, Eyjólfur Ágústsson, Sigríður Sigurþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU LILJU ANTONÍU ÞORSTEINSDÓTTUR, áðurtil heimilis á Ægisgötu 19, Akureyri. Guð blessi ykkur. Haukur S. Valdimarsson, Margrét Kristinsdóttir, Guðný Kristinsdóttir, Lárus Ö. Steingrímsson, Svana H. Kristinsdóttir, Hörður G. Jóhannsson, Kristján Þ. Kristinsson, Inga K. Vestmann, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna frá- falls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS JÓNSSONAR skipstjóra, Dalvík. Svanhildur Björgvinsdóttir, Kristjana Vigdís Björgvinsdóttir, Birnir Jónsson, Dagmar Lovísa Björgvinsdóttir, Tómas Sæmundsson, Heiðrún Björgvinsdóttir, Stefán Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HOLGERS PETERS CLAUSEN, Hraunbæ 97, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Flugleiða fyrir alúðlegt viðmót og góða þjónustu. Guð blessi ykkur öll. Guðrún S. Einarsdóttir Clausen, Svanbjörg Clausen, Sverrir Karisson, Guðrún Olga Clausen, Guðmundur Benediktsson, Elín Auður Clausen, Kristbjörg Clausen, Ragnar Ómarsson, Einar Clausen, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, FINNS JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og sjúkradeildar Sjúkrahúss Siglufjarðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Alfreð Jónsson, Ægir Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.