Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjdrnarher Sierra Leone hefur náð Freetown á sitt vald Uppreisnarmenn lýsa yfir vopnahléi Abidjan, Freetown, Conakry, Róm, Genf. Reuters. SAM Bockarie, leiðtogi hersveita uppreisnarmanna í Sierra Leone, sagði í gær að sveitir sínar myndu frá og með mánudegi hefja vopna- hlé sem vara myndi í eina viku. „Að vikunni liðinni, og ef leiðtoga okkar Foday Sankoh hefur ekki verið sleppt úr haldi, þá munum við hefja sókn okkar á nýjan leik,“ sagði Bockarie í samtali við Reuters- fréttastofuna. Var greint frá því í Róm í gær að uppreisnarmennirnir hefðu tekið erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Freetown í gíslingu. Uppreisnarmenn höfðu fyrr um daginn lýst bjartsýni sinni á að San- koh, fangelsuðum leiðtoga þeirra, yrði sleppt úr haldi innan skamms og myndi þá vopnahlé fylgja í kjöl- farið. Beðið var viðbragða Ahmads Tejans Kabbahs, forseta Sierra Le- one, við tilboði Sankohs frá því í fyi-radag að boða til vopnahlés gegn því að samtök uppreisnaimanna hlytu viðurkenningu sem stjórn- málaflokkur og honum sjálfum yrði sleppt úr haldi og leyft að halda til lands að eigin vali, sennilega Burk- ina Faso. Sankoh hefur verið í haldi stjórn- arhersins í Sierra Leone í tvö ár og var dæmdur til dauða í október síð- astliðnum fyrir landráð. Hersveitir Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem að mestu eru skipaðar níger- ískum hermönnum, hafa nú náð öll- um völdum í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, á nýjan leik en átta dagar eru síðan uppreisnarmenn gerðu áhlaup á borgina. Greindi fréttamaður Reuters frá því að lík lægju sem hráviði í miðborginni og margar byggingar væru rústir ein- ar eftir átök undanfarinna daga, þ.á m. höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og sendiráð Nígeríu. Sögðust talsmenn Rauða krossins hafa flutt allt starfslið sitt á brott frá Freetown að beiðni stjórnvalda. Vonast þeir hins vegar til að geta snúið fljótlega aftur til að veita borgarbúum bráðnauðsynlega að- stoð, en margir eru særðir eftir átökin í borginni eða hafa glatað heimilum sínum. Tveggja flokka rikisstjórn mynduð í Japan Frjálslyndi flokkurinn fékk innanríkisráðuneytið Tdkýd. Reuters. Reuters TAKESHI Noda, nýr innanríkisráðherra Japans (t.v.), Keizo Obuchi forsætisráðherra og fleiri ráðherrar í sanisteypustjórninni sem mynduð var í gær. KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, breytti í gær stjórn sinni og skipaði nýjan innanríkisráð- herra eftir að hafa náð samkomu- lagi við Frjálslynda flokkinn um stjómarsamstarf. Takeshi Noda, einn af forystu- mönnum Frjálslynda flokksins, var skipaður innanríkisráðherra en Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, flokkur Obuchis, hélt öllum hinum ráðherraembættunum. Samkomulag náðist um samstarf flokkanna í fyrradag eftir tveggja mánaða samningaviðræður um um- bætur á stjómkerfínu og stefnuna í efnahags- og varnarmálum. Litið er á samkomulagið sem nýjan sig- ur fyrir Obuchi, sem hefur oft verið vanmetinn frá því hann tók við for- sætisráðherraembættinu fyrir hálfu ári og stendur frammi fyrir því erfíða verkefni að leysa efna- hagsvanda landsins. Forsætisráðherrann féllst á kröfu Frjálslynda flokksins um að ráðuneytunum yrði fækkað úr 20 í 18. Menntamálaráðuneytið var sameinað vísinda- og tækniráðu- neytinu og bygginga- og jarðeigna- ráðuneytin vora einnig sameinuð. Eykur likur á umbótum Obuchi myndaði samsteypu- stjómina vegna þess að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur ekki meirihluta í efri deild þingsins, sem getur tafíð afgreiðslu fjárlaga og hafnað lagaframvörpum. Stjórnina skortir enn ellefu þingsæti til að hafa meirihluta í deildinni en hún telur sig geta tryggt sér þau at- kvæði sem þarf með stuðningi ým- issa smáflokka og óháðra þing- manna. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að Frjálslyndi flokkurinn myndi knýja fram erfiðar umbætur sem era taldar nauðsynlegar til að blása lífi í efnahaginn eftir hartnær tíu ára stöðnun. Reuters Fer aldrei aftur til Jemens BRETINN John Brooke sneri aftur til Bretlands í gær eftir að hafa verið leystur úr haldi mannræningja í Jemen, sem héldu honum í gíslingu í fimm daga. Vopnaðir menn af jem- enskum ættbálki rændu hon- um hálfum mánuði eftir að fjórir vestrænir gíslar biðu bana í skotbardaga milli liðs- manna herskárrar hreyfingar múslima og stjórnarher- manna. Bretinn kvaðst ekki geta kvartað yfir framkomu mann- ræningjanna, hann hefði ving- ast við þá og aldrei talið sig í lífshættu - en hann myndi aldrei fara aftur til Jemens. Brooke, sem var í Jemen á vegum bandarísks olíufyrirtæk- is, vildi ekki greina frá því hvers vegna honum var sleppt og hvort olíufyrirtækið eða jemensk sljórnvöld hefðu greitt Iausnargjald. Hann kyssir hér konu sína, Kathy, við heimkom- una. Rannsókn á veðurfari í Bandarrkjimum Fleiri fellibyljum spáð en í meðalári London. Reuters. BANDARÍKJAMENN geta reiknað með að fleiri fellibyljir en venjulega dynji á Bandaríkj- unum á þessu ári, að sögn breskra vísindamanna. Veð- urofsinn mun hins vegar ekki verða eins mikill og á síðasta ári, þegar ofsaveður dundi sjö sinn- um á Bandaríkjunum. Byggja þeir Mark Saunders og Chris Merchant, loftslags- fræðingar við University Col- lege í London, spá sína á kerfi sem þeir hafa búið til svo segja megi til um fjölda fellibylja vest- anhafs. Hafa þeir rannsakað tíðni fellibylja undanfarna ára- tugi en með þeim hætti þykjast þeir ná að greina mynstur í þró- un þeirra og stefnu. Jafnframt taka þeir tillit til hitastigs yfír- borðs sjávar, auk vindhraða og úrkomumagns í Vestur-Afríku, en þessir þættir hafa allir áhrif á hvirfilbylji í hitabeltislöndunum. „Fellibyljir verða algengari á árinu 1999 en í meðalári, en samt fæn-i en árið 1998,“ sagði Saunders í gær. Arið 1998 var þriðja versta ár, hvað fellibylji varðar, síðan mælingar hófust í Bandaríkjunum árið 1871. Er skemmst að minnast fellibylj- anna Georgs og Mitch, en Mitch var einn öflugasti fellibylur á þessari öld og olli gífurlegu tjóni og mannskaða í Mið-Ameríku- ríkjunum Hondúras og Níkarag- va. Spá Bretarnir því einnig að líklegra sé að fleiri fellibyljir skelli á austurströnd Bandaríkj- anna en á vesturströndinni. Segjast þeir ekki geta sagt fyrir um hvenær fellibyljirnir skella á en vonast í framtíðinni til að geta tilgreint hvaða ríki Banda- ríkjanna verða fýrir þeim. Imynd Díönu verði skrásett vörumerki Aðstoðarmaður Browns hyggur á frama í fjölmiðlun London. The Daily Telegraph. FORRÁÐAMENN sjóðs, sem stofnaður var í Bretlandi til minningar um Díönu prinsessu, vilja koma í veg fyrir að andlit hennar eða „ímynd“ verði not- uð af öðrum, óprúttnari selj- endum. Vilja þeir i raun að and- lit Dionu verði skrásett sem vörumerki. Díönusjóðurinn sótti nýlega um einkaleyfí á notkun alls fimmtíu og tveggja ljósmynda af Di'önu en umsókninni var síð- ar breytt þannig að nú eru það í raun og veru skiptasljórar í búi Díönu, m.a. móðir hennar og systir, sem sækja um einkaleyf- ið. Engin fordæmi eru fyrir því að svo margar ljósmyndir séu Iagðar fyrir við einkaleyfisum- sókn. Nær umsóknin m.a. til notkunar ímyndar Díönu á sáp- um, ilmvötnum, ýmsum snyrti- vörum o.s.frv. Er markmið um- sóknarinnar að koma í veg fyrir að menn geti notað ímynd Díönu án þess að greiða fyrir afnotin, en talið er að margir sjái sér hag í því að nota mynd- ir, eða ímynd Diönu, til að selja vörur sínar. Gagnrýnisraddir segja að af- ar erfitt væri að framfylgja svo ströngu einkaleyfí og benda aukinheldur á að slík einkaleyf- isveiting gæfi lagalegt fordæmi sem yrði til þess að frægt fólk gæti í raun bannað notkun mynda af sér. London. Reuters. CHARLIE Whelan, hinn litríki að- stoðarmaður breska fjármálaráð- herrans Gordons Browns, hyggur á feril í fjölmiðlun, eftir að hafa starfað um árabil sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Verkamannaflokkinn. Sagði Whelan í samtali við dag- blaðið The Mirror í gær að hann myndi taka að sér stjóm útvarps- þáttar hjá BBC er fjallaði um stjórn- mál, jafnframt hygði hann á dálka- skrif um knattspyrnu í ónefndu dag- blaði og að síðustu kæmi einnig til greina að hann tæki að sér stjórn íþróttaþáttar í sjónvarpinu. Whelan sagði nýverið starfi sínu hjá Brown lausu eftir ásakanir um að hann hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla um húsakaupalán það sem varð Peter Mandelson, ráðherra við- skipta- og iðnaðarmála, að falli. Milljónamæringurinn Geofffey Robinson, aðstoðarráðhema í fjár- málaráðuneytinu, neyddist einnig til að segja af sér vegna málsins en hann mun hafa lánað Mandelson um 45 milljónir ísl. króna. Pessi mál hafa valdið ríkisstjórn Tonys Blairs miklum vandræðum á undanförnum þremur vikum og þóttu sýna, svo ekki varð um villst, að hver höndin er upp á móti annarri í stjórninni og ekki síst þótti sem hér væri sannað að enn væri mikill met- ingur á milli Blairs og Browns, sem tókust á um leiðtogaembætti í Verkamannaflokknum árið 1994, og ekki síður stuðningsmannahópa þeirra. Þótt ekki væri sannað að Whelan ætti aðild að málinu er því haldið fram að Blair hafi krafist afsagnar hans, en Mandelson var náinn sam- starfsmaður og einkavinur breska forsætisráðherrans. „Eg var orðinn efni fréttaskrifa og gat þar af leið- andi ekki sinnt starfi mínu,“ sagði Whelan um afsögn sína. Hefur hann fram að þessu neitað að láta hafa sig út í skítkast. „Peter er alger skipulagssnillingur," sagði Whelan og fór um ráðherrann fyrr- verandi fögi'um orðum. Gat hann þó síðan ekki stillt sig um að skjóta nokkrum skotum að Mandelson. „Mér hafa að undanfomu verið boðin störf hjá fjármálastofnunum í London sem eru svo vel launuð að einungis á nokkrum mánuðum gæti ég verið búinn að gi’eiða upp húsa- kaupalán Peters Mandelsons. En ég hef bara ekki áhuga á þessum fúlg- um fjár. Ég er nefnilega sósíalisti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.