Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sljórn ESB særð en stjórnarkreppu afstýrt Það kom á óvart, að 44% þeirra Evrópu- þingmanna sem atkvæði greiddu skyldu 1 gær styðja tillögu um vantraust á fram- kvæmdastjórn ESB. Með þessari niðurstöðu, skrifar Auðunn Arnórsson, var þó alvarlegri kreppu í stjórnkerfí sambandsins afstýrt. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) stóð af sér slaginn við Evr- ópuþingið í gær, en þó ekki alls ólöskuð. Á óvart kom hve mikinn stuðning tillaga um vantraust á framkvæmdastjómina fékk, þótt meirihluti hinna 626 fulltrúa á Evr- ópuþinginu hafi fellt hana. Til að hljóta samþykki hefðu tveir af hverj- um þremur þurft að greiða van- trausti atkvæði sitt. Áður hafði þingið samþykkt að sett skyldi á fót sérstök nefnd sem fara á í saumana á starfsaðferðum framkvæmdastjórnarinnar með tilliti til þeirra spillingarásakana sem fram hafa komið. Þá var einnig samþykkt með miklum meirihluta að visa frá ályktunum um vanti-aust á hendur tveimur tUteknum meðlim- um framkvæmdastjórnarinnar, sem spiilingarásakanirnar hafa einkum beinzt gegn, þ.e. Edith Cresson og Manuel Marin. Megintillagan um vantraust, sem þingflokkur jafnaðarmanna hafði borið upp - upprunalega í þeim til- gangi að knýja fram stuðningsyfir- lýsingu þingsins við framkvæmda- stjórnina - var dregin til baka eftir að ályktunin um hina sérskipuðu spillingarrannsóknarnefnd hafði ver- ið samþykkt. Seinni vantrauststillag- an, sem gengið vai- til atkvæða um, var borin upp af fulltrúum nokkurra minni flokka á þinginu, en 232 þing- menn greiddu henni atkvæði, þar á meðal flestir fulltrúar þýzka jafnað- armannaflokksins. 293 greiddu at- kvæði á móti, 27 sátu hjá. „Svik hvítþvegin" eða skynsemislending? „Jafnaðarmenn drógu í land með hneykslanlegum hætti, andspænis hinum yfirþyrmandi sönnunum fyrir einkavinavæðingu, spillingu, misferli og svik í framkvæmdastjói-ninni,“ sagði einn Evrópuþingmanna brezka Ihaldsflokksins, Edward MacMillan- Scott, eftir atkvæðagreiðslurnar. „Pauline Green [formaður þing- flokks jafnaðarmanna] og sósíalista- flokkur hennar kaus í dag að hvítþvo svik í nafni Evrópu (...) Þau hafa svikið skyldu sína sem þingmenn, að láta framkvæmdastjórnina sæta pólitískri og opinbeiri ábyrgð,“ sagði hann. Santer létt Öllu jákvæðari tónn var þó í mörg- um þingmönnum, sem töldu þingið hafa náð umtalsverðum árangri með þvi að knýja fram ítarlega rannsókn HLUTVERK EVROPUÞINGSINS I STJORNKERFI ESB Evrópuþingið er eitt um það meðal stofnana Evrópusambandsins (ESB) að halda fundi og umræður fyrir opnum tjöldum. Á því eiga 626 fulltrúar frá aðildarríkjunum 15 sæti, kjörnir beinni kosningu til fimm ára kjörtímabils í senn. Þingmenn skipa sér í þingflokka fremur eftir pólitískum línum en þjóðerni. Einn þingforseti ferfyrir því og 14 varaþingforsetar. Þingiö er fyrst og fremst umræðuvettvangur og völd þingmanna eru lítil SÆTAFJOLDI A EVROPUÞINGINU RÆÐST AF IBUAFJOLDA HVERS LANDS Þingsæti (fulltrúar í framkvæmdastjórn) D U IHH □ IP5M IEL Spánn Holland Grikkland Belgía Portúgal Svíþjóð Austurríki 64(2) 31 (1) 25(7) 25(7) 25(7) 22(7) 21 (7) ra Jacques Santer Forseti framkvæmdastjómar FRAMKVÆMDASTJORN ESB Ríkisstjórnir aðildarlandanna stinga upp á meðlimum framkvæmdastjómarinnar, samtals 20, og Evrópuþingiö þarf að samþykkja þá. Undir þá heyrir um 15.000 manna embættismannakerfi (helmingur þess fjölda eru þýðendur). Framkvæmdastjórnin er eina stofnun ESB sem hefur rétt til aö gera tillögur um nýja löggjöf. RAÐHERRARAÐIÐ Ráðherraráðið, sem ráðherrar ríkisstjórna aöildariandanna skipa, kemur að jafnaði saman á mánaðarfresti í Brussel og tekur ákvarðanir um nýja löggjöf, sem fram- kvæmdastjórnin, Evrópuþingið og embættismenn ráðherraráðsins hafa undirbúið. Samsetning ráðsins hverju sinni fer eftir því málefni sem til umræðu er, s.s. efnahagsmál, utanríkismál. :ij& á starfsaðferðum framkvæmda- stjómarinnai', án þess að lama hana og þar með stjómkerfi ESB f heild. Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar, var augsýni- lega létt þegai’ atkvæðagreiðslan var afstaðin. Hann hét þinginu að hvergi yrði hikað við að hrinda því í fram- kvæmd, sem þingið hafði ályktað að gera skyldi til að gera hreint fyrir dymm framkvæmdastjórnarinnar. José Mai-ia Gil-Robles, forseti Evr- ópuþingsins, gat þess á blaðamanna- fundi að hugsanlega yrði vantrausts- tillaga borin upp á ný í maí eða júní nk., ef ekki yrði staðið við að hrinda þeim umbótum tafarlaust í fram- kvæmd sem farið hefur verið fram á. „Eg tek nærri mér þá gagnrýni sem þið hafið beint gegn okkur og ég heiti því að gera allt sem ég get til að staðið verði við hina ströngu tímaáætlun sem gefin er til að gera alvöru úr áætluninni," sagði Santer með vísun til dagsetningarinnar 15. marz, en í ályktun þingsins um spill- ingarrannsóknamefndina nýju segir að hún skuli skila þinginu skýrslu fyrii’ 15. marz. Santer sagðist taka allar spilling- arásakanir persónulega inn á sig. „Mér sárnar [þær], því í hvert sinn er það Evrópa sem tapar,“ sagði hann. „Skilorð" til 15. marz Þingið ákvað með 315 atkvæðum gegn 198 að setja rannsóknamefnd- ina á fót, sem mun fara í saumana á því hvemig framkvæmdastjórnin „kemst að og bregzt við misferli og einkavinavæðingu, þar á meðal ýtar- lega endurskoðun á því hvaða starfsaðferðir eru viðhafðai’ við veit- ingu allra dýrra verktakasamninga," eins og segir í ályktuninni. Nefndinni var ekki gert að ljúka starfi sínu innan ákveðiðs lrests að öðru leyti en því að hún á að skila þinginu skýrslu fyrh’ miðjan marz, þar sem fram á að koma mat nefnd- arinnar á hverjum og einum hinna 20 meðlima framkvæmdastjómarinnar. Þannig má segja að framkvæmda- stjómin sé „á skilorði" næstu tvo mánuðina. Fyrir lok sama frests vill þingið að framkvæmdastjómin leggi fram yf- irlýsingu um hagsmuni meðlima hennar utan embættis. Framvegis öskjunni á Evrópuþing- inu í Strassborg þegar vantraust á fram- kvæmdastjórnina var tekið fyrir. Urður Gunnarsdóttir fylgdist með umræðum og ræddi við Evrópuþing- menn að atkvæða- greiðslu lokinni. AHORFENDUR og blaða- menn vom mættir snemma til að tryggja sér sem best sæti og sátu þar og spáðu í spilin meðan þeir biðu eftir að þingstörf hæfust. Töluverð spenna var í loft- inu þótt enginn ætti í raun von á að Evrópuþingið samþykkti vantraust á framkvæmdastjórnina. Skömmu fyrir ellefu fylltist þingsalurinn skyndilega, hvert sæti var skipað, nokkuð sem er sjaldgæf sjón á hinu fjölmenna Evrópuþingi. Þingmönnum er raðað niður eftir flokkaíylkingum og var stemmning- in vissulega ólík eftir því hvaða fylk- ingum menn tilheyrðu. Það flækti Reuters PAULINE Green (fremst t.v.) fer fyrir þingmönnum jafnaöarmanna á Evrópuþinginu í að greiða atkvæði gegn vantrausti á framkvæmdastjóm ESB í gær. Stemmningin minnti helst á íþróttakappleik Það var handagangur í málin síðan enn frekar að allar fylk- ingarnar voru klofnar í afstöðu sinni til þeirra mála sem taka átti fyrir. Svo virtist sem þingmenn kysu jafn- mikið eftir þjóðerni sem flokkslín- Skeiðklukkan tifaði Talsmenn fylkinganna gerðu ör- stutta grein fyrir meirihlutaafstöðu sinni og tifaði skeiðklukka yfir þeim um leið og talsmennirnir tóku til máls. Hafði hver og einn 200 sekúndur til að gera grein fyrir máli sínu. Greinilegt var að menn vildu eyða sem minnstum tíma í óþarfa tal. Þó notuðu þingmenn að sjálfsögðu tækifærið til að sýna af- stöðu sína með því að berja í borð og púa eða klappa og hrópa, allt eftir því hvernig málflutningur talsmann- anna lagðist í þá. Hörðust voru viðbrögðin að sjálfsögðu er Pauline Green, leiðtogi fylkingar sósíalista, lýsti því yfir að þeii’ drægju tillögu um vantraust á framkvæmdastjórnina í heild til baka. Sagði hún sósíalista hafa sett tillöguna fram til að vekja fram- kvæmdastjórnina til umhugsunar áður en ásakanir um spillingu á hendur einstaka meðlimum fram- kvæmdastjórnarinnar komu fram. Tillögunni hefði ekki verið ætlað að vera yfirlýsing um vantraust á ein- staka framkvæmdastjórnarmenn. Markmiðið væri „heildstæð og sterk Evrópa", markmið „allra“ hefði náðst fram og því væri tillagan óþörf. Mátti lesa út úr orðum henn- ar að tillöguflutningur sósíalista hefði farið úr böndunum. Aðrir þing- menn báni þó upp áþekka tillögu í staðinn. Greidd voru atkvæði um hinár ýmsu vantrauststillögur og breýt- ingatillögur en tillaga Green um óháða nefnd til að kanna spillingu var að lokum sú eina sem var samþykkt af þeim þrettán er voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.