Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Meintur álfasteinn við Vesturlandsveg færður í aiinað sinn
Óhöpp sögð hafa orðið
við fyrri flutning
FÆRA þarf meintan álfastein við breikkun Vest-
urlandsvegar, en framkvæmdir til að tvöfalda
veginn á um 1.400 metra kafla hefjast síðar á
þessu ári. Engar ski'áðar náttúruminjar eru á
svæðinu sem framkvæmdirnar ná til, að undan-
skildum steininum, Grásteini við Grafarholt, sem
færður verður til hliðar frá veginum. Steinninn,
sem er talinn vera um 50 tonn að þyngd, hefur
verið færður áður vegna framkvæmda við Vestur-
landsveg og ber enn ummerki þeirrar tilfærslu
þar sem hann klofnaði til fulls þegar verið var að
hnika honum til.
Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri segir að
steinninn verði færður til af tveimur meginástæð-
um, annars vegar þar sem um skemmtilegt og
nokkuð áberandi kennileiti sé að ræða, en hins
vegar vegna sögusagna um álfabyggð í steininum.
Klofnaði í tvennt
„Einhverjir trúa að þarna sé álfabyggð eða eitt-
hvað ámóta, og sumt af því fólki talaði við okkur
þegar umræður um breikkun Vesturlandsvegar
hófust,“ segir Helgi. „Við reynum að taka tillit til
sjónarmiða fólks eftir því sem það er hægt og í
þessu tilviki teljum við hvoi-ki um kostnaðarauka
að ræða né gríðarlega fyrirhöfn."
Hann kveðst búast við að steinninn verði færð-
ur í vor eða sumar.
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum,
býr í nágrenni Grásteins og kveðst hafa heyrt
ýmsar sögur um steininn en erfitt sé að ákvarða
áreiðanleika þeirra. Hann hafi sjálfur aldrei orðið
var við álfa á kreiki við steininn. Grásteinn stóð
ofantil í vegarstæði Vesturlandsvegar, nær Graf-
arholti en hann stendur nú, þannig að ómögulegt
var að leggja veginn án þess að sprengja hann eða
færa til. „Vegna áætlaðrar þyngdar steinsins og
umfangs þótti ekkert áhlaupaverk að færa hann
til, en þegar ákveðið var að færa hann voru tvær
jarðýtur notaðar til verksins. Steinninn snerist
við flutninginn og klofnaði, þannig að það sem áð-
ur sneri niður snýr nú upp,“ segir Sigurður.
Tók vatnslögn í sundur
Guðmundur Einarsson verkfræðingur var
framkvæmdastjóri Aðalbrautar sf. sem stóð að
lagningu Vesturlandsvegar árið 1970, og segir
hann að eitt óhapp hafi orðið í kjölfar þess að
steinninn var fluttur á sínum tíma.
„Daginn eftir að steinninn var færður lenti
stjórnandi annarrar jarðýtunnar sem kom að því
verki í því óhappi að klippa í sundur lögn sem
veitti vatni til silungaeldis í nági'enninu. Á annað
þúsund seiði drápust fyrir vikið. Ytustjórinn
kenndi þátttöku sinni í flutningi steinsins um og
neitaði að koma frekar að því verki, þannig að
steinninn var skilinn eftir þar sem hann stendur
núna,“ segir Guðmundur. Dómsmál varð vegna
óhappsins og lyktaði því með sátt á milli málsaðila
um greiðslu skaðabóta vegna dauða seiðanna.
Hann segir að Pétur Jónsson í Véltækni, sem
átti jarðýtuna, hafi fengið álfafræðing til að
skoða steininn og hélt sá fram að í Grásteini væri
hústökufólk, það er að segja álfar sem hefðu flutt
í steininn eftir að hann var færður. „Hann taldi
að þarna hefði verið álfabyggð áður, en hún lagst
af af óljósum ástæðum, og hústökufólkið flutt
þarna inn í kjölfar flutninganna," segir Guð-
mundur.
Sigurður tók þátt í að girða umhverfis steininn
í kjölfar flutningsins til að minnka ágang á svæð-
inu og kveðst telja hann í senn fegra umhverfi sitt
og setja sterkan svip á það. Hann sé því fylgjandi
að steinninn verði fluttur nú í stað þess að hann
verði eyðilagður við vegarlagninguna. Þá hafi
ýmsir áhugamenn um álfabyggðir sýnt steininum
ræktarsemi og sé ekki óalgengt að þeir vitji
steinsins.
Alfasögur seinni
tíma uppspuni
„ÞAÐ er búið að Ijúga svo mikið í
kringum Grástein að það stendur
ekki steinn yfir steini frá því sem
upphaflega var,“ segir Karl Guð-
mundsson verkfræðingur sem
hafði eftirlit með lagningu Vest-
urlandsvegar á sínum tima.
„Þegar verið var að hanna
veginn, sem nefndur er Vestur-
landsvegur 2, fannst ákveðnum
manni að þessi nýi vegur, sem
var hár hjá Grafarholti, að hann
myndi skemma fyrir sér útsýnið.
Hann fann því hjá sér hvöt til að
ljúga því upp að þetta væri álfa-
steinn, til að reyna að koma í veg
fyrir að vegurinn yrði lagður
þarna. Þá var mér sem eftirlits-
manni falið að kanna málið.
Eg kom að máli við tvö gamal-
menni sem voru unglingar um
aldamótin, Steindór Björnsson,
kenndan við Gröf, og Helgu
Björnsdóttur, húsfreyju í Mos-
fellssveit. Þau voru sammála um
að foreldrar þeirra hefðu aldrei
nefnt álfa í sambandi við þennan
stein. Hins vegar hefðu foreldrar
þeirra beðið um að þau væru
ekki með ærsl ofaná steininum,
sem þau héldu að væri vegna
þess að hann var hár og þau gátu
meitt sig ef þau dyttu af honum,“
segir Karl.
Óíbúðarhæfur álfasteinn
„En svo gerðist það að yfir-
maður verktakans, sem var mik-
ill spekingur í öðrum heimi en
ekki spekingur í að hafa sam-
band við álfa, fékk sérfræðing í
þeim efnum til að fara á fund álf-
anna. Álfafræðingurinn kom með
þá sögu að í steininum hefði búið
álfaQölskylda, en hins vegar
hefði steinninn verið orðinn svo
lélegur að hann var orðinn óí-
búðarhæfur. Þess vegna hafði
fjölskyldan flutt. En önnur álfa-
fjölskylda sem var í húsnæðis-
hraki, hafði fiutt inn í steininn
um tíma, þangað til hún fékk
betra húsnæði. Þetta var áður en
byrjað var á veginum.
Þetta hafði þó lítil áhrif, því að
Grásteinn varð að vera álfa-
steinn. Við verkið vann ýtumaður
sem var bölvaður glanni. Einu
sinni kom ég að honum þar sem
ýtan var búin að endastingast of-
an í gryfju og í annað skipti
braut hann rör fyrir Skúla í
Laxalóni, þannig að verktakinn
varð að borga háar fjárhæðir í
skaðabætur, og í þriðja skipti
braut hann niður mjög mikilvægt
fastmerki sem var notað til að
mæla fyrir veginum, auk ýmis-
legs annars.
Eitt hið seinasta sem hann
gerði, áður en hann hætti hjá
verktakanum, var að flytja Grá-
stein, sem þá var kominn í tvennt
vegna frostskemmda, löngu áður
en byrjað var á veginum. Um það
bil hálfum mánuði eða mánuði
síðar, var búið að snúa tímatalinu
við og öll hans óhöpp sögð hafa
gerst eftir að hann flutti steininn.
Þannig var álfasagan hreinn til-
búningur og menn hafa skemint
sér við að laga hana til og gera
hana skrautlegri. Ef allar álfa-
sögur verða til með þessum
hætti, gef ég ekki mikið fyrir
álfasögur.“
Tilbúnar sögur
Einar Birnir, sem fæddur er
og uppalinn í Grafarholti og sein-
asti ábúandi þar, segir að allar
álfasögur í tengslum við Grástein
séu seinni tíma uppspuni.
„Þessar sögur voru búnar til
þegar vegurinn var lagður þarna
til að reyna að hafa tæknimenn
hjá Vegagerðinni að viðundrum
og athuga hversu hjátrúarfullir
þeir væru. Það lukkaðist full-
komlega. Þær álfasögur sem
hafa gengið af steininum siðan
eru frá þeim tíma. Mitt fólk bjó
þarna frá 1898 og hafði aldrei
heyrt neinar álfasögur í sam-
bandi við þennan stein og tók svo
sannarlega ekki þátt í að búa
þær til.
Þegar vegagerðarmenn
spurðu mig um sannleiksgildi
sagnanna, tjáði ég þeim að verið
væri að hrekkja þá, en þeir vildu
meina að ég væri svo ungur að
ég myndi ekki eftir álfunum og
töluðu við föðursystur nn'na.
Hún skellihló og sagðist aldrei
hafa heyrt aðra eins vitleysu. Þá
fóru þeir aft.ur í manninn sem
bjó til söguna og hann sagði að
ekkert þýddi að spyrja þetta
fólk, því það væri meira eða
minna hundheiðið. Þeir þorðu
því ekki öðru en að færa stein-
inn,“ segir Einar.
Kona sá Qölbýli
Hann kveðst oft hafa leikið sér
í kringum steininn sem krakki,
og væri hann hlynntur því að
hann væri dreginn upp á hól fyr-
ir ofan veginn í staðinn fyrir að
setja hann niður fyrir veginn
eins og gert var á sínum tíma.
„Maður sem ég fór með upp að
steininum fyrir nokkru, kvaðst
hafa verið þar skömmu áður með
konu sem sá íjölbýli í steininum.
Ég vildi á sínum tíma kveða nið-
ur að mitt fólk hefði búið til
svona ruglsögur, og fagna því að
geta ítrekað það. Þjóðsögur geta
verið skemmtilegar en fólkið
mitt var jarðbundið og vissi
hvenær var dagur og hvenær var
nótt. Það hafði gaman af þjóð-
sögum, en það er eitt að hafa
gaman af sögum og annað að
trúa að allt, sé satt sem í þeim
stendur."
Saksókn-
ari með
Tvíhöfða-
mál til
skoðunar
RÍKISSAKSÓKNARA hefur
þegar verið sent til meðferðar
eitt mál á hendur útvai-ps-
þættinum Tvíhöfða og er lög-
reglurannsókn í því lokið.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins snýst það
mál um atvik á Ingólfstorgi
þann 6. nóvember sl. Kært
var búðahnupl, sem sviðsett
hafði verið af útvarpsþættin-
um og manni á vegum hans.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglu hafa skýrslur verið
teknar af umsjónarmönnum
þáttarins vegna þess og hefur
málið verið sent ríkissaksókn-
ara til ákvörðunar um fram-
hald þess.
Rannsókn lögreglunnar á
þeirri uppákomu, sem Tví-
höfði gekkst fyrir á þingpöll-
um hinn 18. desember, er
einnig vel á veg komin. Ein-
ungis á eftir að taka eina
skýrslu vegna rannsóknar-
innar en þar er kært fyrir-
tækið Fínn miðill, auk
tveggja umsjónarmanna
þáttarins og mannsins, sem
sendur var á vegum þáttarins
á þingpalla. Það er sá sami og
handtekinn var á Ingólfs-
torgi.
Húnaþing
vestra fyrir
valinu
Hvammstanga. Morgunblaðið.
í SAMEINUÐU sveitarfélagi
í Vestur-Húnavatnssýslu var
efnt til kosningar að nýju um
heiti á sveitarfélaginu og varð
Húnaþing vestra fyrir valinu.
Kosning fór fram í janúar á
skrifstofu sveitarfélagsins og
stóð hún í nokkra daga. Sveit-
arstjórn kunngerði niðurstöðu
kosningarinnar á fundi sínum
í gær.
Alls kaus 231 íbúi. 173
völdu heitið Húnaþing vestra
en heitið Vestur-Húnaþing
hlaut 41 atkvæði og Vestur-
Húnabyggð 11. Einn seðill var
ógildur.
Sveitarstjóm samþykkti
samhljóða að óska eftir stað-
festingu heitisins hjá félags-
málaráðuneytinu. Lýstu
nefndannenn vonum sínum
um að nú linnti þrefi um heiti
á sveitarfélagi númer 5508.
Eldingar við
Snæfellsnes
NOKKRAR eldingar voru við
Snæfellsnes síðdegis í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni vom éljabakk-
ar yfir Vesturlandi og var
ekki talið ólíklegt að framhald
yrði á eldingunum fram eftir
kvöldinu.
Eldingamar koma úr há-
reistum éljaskýjum sem eru
nokkurra kílómetra há. Þetta
em sams konar ský og valda
þrumuveðri sunnar á hnettin-
um. Fremur sjaldgæft er að
eldingar verði úr þeim hér við
land.